Morgunblaðið - 03.03.1998, Side 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Tugþrautin á
stigamótin
FRÁ og með næsta sumri
verða nokkur tugþrautarmót
hluti af stigamótaröð Alþjóða-
fijálsíþróttasambandsins í
fyrsta skipti. M.a. verða mótin í
Götzis í Austurríki og í Ta-
lence í Frakklandi inni í þess-
ari mótaröð. Verða svipuð pen-
ingaverðlaun fyrir sigur í mót-
unum eins og í völdum grein-
um á öðrum stigamótum sam-
bandsins. Gtsli Sigurðsson,
þjálfari Jóns Arnars Magnús-
sonar, sagði að að sjálfsögðu
myndi Jón taka þátt í þessum
mótum eins og kostur væri á.
Þá hefur Jóni verið boðið á
sterkt tugþrautarmót í Kali-
forníu 26. og 27. apríl, en hann
verður í æfíngabúðum þar síð-
ari hluta mánaðarins. Gísli
sagði að þeir ætluðu að taka
þátt í þrautinni en ekki yrði
lögð áhersla á að slá einhver
met í henni því aðallega væri
horft til þess að ná góðum ár-
angri í Götzis rúmum mánuði
sfðar.
Bætti
heimsmetið
ASHIA Hansen frá Bretlandi
varð Evrópumeistari í
þrístökki kvenna í Valencia á
laugardag og bætti heimsmetið
í greininni. Hún stökk 15,16
metra og bætti þriggja ára
gamalt met Yolöndu Chen frá
Rússlattdi um 13 sentímetra.
Þjóðverjar
bestir
ÞJÓÐVERJAR urðu í þremur
efstu sætunum í stangarstökki
karla og er það í fyrsta sinn
sem það gerist á Evrópumóti.
Tim Lobinger sigraði, stökk
5,80 metra í þriðju tilraun og
bætti eigin árangur um 10
sentímetra. Michael Stolle
nældi í silfrið og Danile Ecker
bronsið. Tveir bestu stangar-
stökkvarar Evrópu, Sergei Bu-
bka frá Ukraínu og Rússinn
Maksim Tarasvo, voru ekki
með í Valenciu. Meðan keppnin
fór fram t stangarstökkinu var
einnig keppt í þristökki
kvenna.
Fyrsta gull
Portúgala
RUI Silva, tvítugur Portúgali,
sigraði óvænt í 1.500 metra
hlaupi karla. Hann var þar
með fyrsti Portúgalinn til að
verða Evrópumeistari innan-
húss. Frakkinn Chekhamani,
sem var með forystu t' hlaupinu
eftir 400 metra, varð annar og
Rússinn Andrey Zadorozhniv
þriðji.
Baulað á
breska þjóð-
sönginn
LEIÐINLEG uppákoma átti
sér stað við verðlaunaafhend-
ingu í 3.000 m hlaupi karla þar
sem gullið kom í hlut Johns
Mayocks frá Bretlandi. Þegar
þjóðsöngur Bretlands var leik-
inn við verðlaunaafhendinguna
bauluðu heimamenn á áhorf-
endapöllunum. Vildu þeir þar
með láta óánægju st'na í ljós
þar sem þeir töldu Mayock
hafa beitt bolabrögðum við að
komast fram úr þremur heima-
mönnum á lokasprettinum. Ma-
yock beitti engum bolabrögð-
um að mati dómara, en hann
sýndi mikla ákveðni, sem fór
illilega fyrir bijóstið á heima-
mönnum.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Völu tókst ekki að verja Evrópmeistaratitilinn, en hún gaf hann ekki átakalaust eftir
Heims-
metið
var lagt
undir
Engum blöðum er um það að
fletta að stangarstökkskeppni
kvenna var ein allra skemmtileg-
asta greinin á Evr-
■har ópumeistaramótinu.
Benediktsson Niðurstaðan var
skrífar Völu Flosadóttur og
frá Valencia felensku þjóðinni
e.t.v. vonbrigði en samt sem áður
var hún sanngjöm þar sem sú besta
stóð uppi sem sigurvegari, Evrópu-
meistari og heimsmethafi, 4,45 m,
það var Anzhela Balakhonova frá
Úkraínu. Hún sýndi kænsku með
því að taka áhættuna á að byrja
seint og kom því óþreytt til keppni
þegar aðrir keppendur voru búnir
að brenna nokkru af þrekinu. Hún
notaði aðeins 7 stökk til þess að
tryggja sér gullið, á sama tíma og
Vala varð að nota 14 stökk til þess
að fá brons með 4,40 m. Tékkinn
Daniela Bartova varð önnur, stökk
jafnhátt og Vala, en notaði færri til-
raunir til að ná þeirri hæð.
Vala tapaði heimsmetinu og hún
missti Evrópumeistaratitilinn sem
hún hefur átt sl. tvö ár, en hún
sýndi keppnisskap, þrek, og gaf
hvergi eftir fyrr en í fulla hnefana,
eins og alltaf. „Eg ætlaði að gera
mitt besta,“ sagði hún að lokinni
undankeppninni og víst er að hún
gerði það, en það nægði ekki, því
miður. Eftir sem áður getur hún
borið höfuðið hátt eftir þessa
fræknu keppni þar sem hver dropi
af orku var nýttur til hins ýtrasta.
Þessi tvítuga ljóshærða stúlka sem
var á hvers manns vörum á Evrópu-
mótinu, er ljósið sem lýsir upp ís-
lenskt íþróttalíf, öðrum fyrirmynd
utan vallar sem innan.
Vala byrjaði að stökkva er hæðin
var 3,95 og fór létt yfir, líkt og hún
gerði einnig með 4,05, 4,15 og 4,25.
Þá var keppendunum tekið að
fækka. Ungversku stúlkurnar, Ez-
ster Szemerdi og Zsuzsa Zsabo
heltust úr lestinni með 4,15 m og
hín Nicola Rieger stökk 10 cm
hærra. Sama gerði Janine Whitlock
og setti um leið breskt met. Eftir
stóðu þá þrjár stúlkur, Vala, Balak-
honova og Bartova.
Vala lenti í vandræðum með at-
rennuna í tilraunum sínum við 4,30
og fór ekki yfir fyrr en í þriðju til-
raun. Bartova lenti í því sama, en
Balakhonova var öryggið uppmálað
og lét ekkert vefjast fyrir sér, stökk
ævinlega yfir í fyrstu tilraun, nema í
4,25 m þá þurfti tvær atrennur. Til-
raunir Völu við 4,30 kostuðu orku
sem hún hefði betur átt síðar.
Vala stökk 4,35 í fyrstu tilraun og
var hátt yfir. Hún átti frumkvæðið í
einvíginu við Bartovu sm tók áhætt-
una á að sleppa þeirri hæð, enda
stóð hún eklri betur að vígi færi hún
yfir. Ekki var hins vegar að spyrja
að Úkraínustúlkunni, hún fór yfir
og það léttilega. Vala felldi 4,40 í
fyrstu tilraun og Bartova líka, en
Balakhonova hélt sínu striki. Bar-
tova sá silfurverðlaunin er hún fór
yfir 4,40 í annarri tilraun eftir að
Vala hafði fellt aftur, eftir að hafa
aðeins vantað herslumuninn upp á.
Hann kom síðan í þriðja stökki.
Þar með var ekkert annað að gera
en hækka rána í 4,45 m tilraun við
heimsmet. Heimsmethafinn Vala
reyndi fyrst. Fyrsta tilraunin var
best og hún komin yfir er hún feldi á
leið niður og ekki ósvipað gerðist í 2.
umferð. Bartova var líka í basli og
felldi í tvígang og loks í þriðja sinn
eftir að Vala hafði einnig fellt þriðja
sinni. Balakhonova var hins vegar
sem fyrr öryggið uppmálað fór yfir
4,45 í íyrstu tilraun og þar með var
titillinn hennar að hálfu og að öllu
eftir að Vala og Bartova höfðu orðið
að játa sig sigraðar.
Evrópumeistarinn reyndi síðan
við 4,50 í þrígang áður en hún var
krýnd titli sínum en hafði ekki ár-
angur sem erfiði, var fjarri markinu
í öll skiptin.
Engin vafi var á að besti kepp-
andinn sigraði að þessu sinni, þetta
var dagur Balakhonovu, aðrir voru
skrefinu á eftir.
íl
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 B 9
FRJALSIÞROTTIR
Morgunblaðið/RAX
ANZHELA Balakhonova á fullri ferð með stöngina, Vala liggur fremst á myndinni í hvíldarstöðu og fyrir aftan hana Bartova, sem gjóar augunum til
Balakhonovu, sem augnabliki síðar var búin að hrifsa heimsmetið frá Völu og einnig gullsætið, sem Vala var í í Gautaborg fyrir tveimur árum.
Nú taka við ný markmið
Eg'þurfti miklu meira að hafa fyrir
bronsinu nú en gullinu fyrir tveim-
ur árum,“ sagði Vala Flosadóttir,
stangarstökkvari úr ÍR eftir að hún
hafði tekið við bronsverðlaunum fyrir
stangarstökkið og um leið þurft að sjá
á bak Evrópumeistaratigninni. Vala
átti möguleika á að verða fyrsti íslend-
ingurinn sem verður Evrópumeistari
tvö mót í röð. „Sigurinn í Stokkhólmi
var frekar léttur, a.m.k. í minningunni
en nú var ég alveg búin með alla
krafta,“ sagði Vala og víst er að hún
lagði sig fram. Gerði hvað sem hún gat
til þess að vinna, en það þurfti að slá
heimsmetið hennar til þess að það væri
hægt. Vala stökk 4,40 m eins og Dani-
ela Bartova sem varð önnur, Anzhela
Balankhonova var hins vegar öruggur
sigurvegari með 4,45 m.
,Að sjálfsögðu er ég ekki sátt við að
tapa, en ég gerði mitt besta að þessu
sinni. Keppnin var spennandi og tók
mikið á, bæði líkamlega og andlega.
Nú taka hins vegar við ný markmið,"
sagði Vala.
„Ég hélt að keppnin stæði á milli
mín, Balakhonovu, Batovu og Ezsterar
Szmeredí frá Ungverjalandi, en hún
náði sér ekki á strik. Annars gekk
þetta að mestu eftir eins og fyrirfram
var talið.“
Vala telur það ekki hafa verið mistök
að byrja í 3,95 m en ekki 4,05 eins og
hún hafði upphaflega gert ráð fyrir.
Hver tilraun tekur sinn toll og þegar
upp var staðið hafði Úkraínumaðurinn
notað helmingi færri tilraunir en Vala.
„Mér leið ekki vel í upphituninni, at-
rennan var ekki að passa og því vildi
ég ekki hætta á neitt og kaus að byrjað
10 cm lægra en upphaflega var á dag-
skrá. Satt er að þetta voru óþarflega
marga tilraunir, það er rétt, en svona
æxlaðist þetta að þessu sinni.“ M.a.
þurfti Vala í þrígang að fara yfir 4,30
m og var í basli. „Atrennan passaði
ekki og síðan var ég orðin þreytt þegar
þarna var komið við sögu og þar af
leiðandi náði ég ekki eins vel að ein-
beita mér í stökkinu. Síðan átti ég
einnig í vandræðum með 4,40 og náði
þeirri hæð einnig í þriðju tilraun og þá
má segja að búið hafi verið úr rafhlöð-
unum.“
Vala segir að framfarirnar séu mikl-
ar í greininni enda er um nýlega
keppnisgrein að ræða, og spurð að því
hvort hún teldi að bæta þyrfti 30 cm
við sigurhæðina nú til þess að vinna
gullið á næsta EM innanhúss eftir 2 ár,
svaraði hún: „Ég reikna fastlega með
því að svo verði.“
Eftir að Vala losnaði við meiðslin
sem hrjáðu hana hluta síðasta árs og
komu að mestu leyti í veg fyrir að hún
gæti keppt sl. sumar, hafa æfingar
gengið að óskum og framfarimar ekki
látið standa á sér. „Þær hafa gengið
ótrúlega vel. Við höfum verið að leggja
sérstaka áherslu á hlaupatæknina og
þar af leiðandi hefur þyngdarpunktur-
inn orðið annar sem leiðir aftur til þess
að ég næ hærra uppstökki. Ég og
þjálfarinn höfum verið að vinna í mörg-
um öðrum atriðum og höldum því
áfram. Þess vegna má búast við að ég
taki miklum framförum á næstunni til
viðbótar við það sem nú er.“
Vala segist hafa verið viss um slá
þyrfti heimsmet sitt til að sigra á Evr-
ópumeistaramótinu. Spurningin var
bara hver ætti besta daginn og Balak-
honova virkaði strax mjög létt.“
Vala kemur heim til Islands í dag í
boði ríkisstjómarinnar. „Ég reiknaði
ekki með því að hún myndi bjóða mér,
frekar ÍR-ingar eða FRÍ, og boðið kom
mér því á óvart. Það er gaman að koma
heim og heyra hvernig fólk tekur
þessu öllu og hitta um leið vini og ætt-
ingja.
Einnig vona ég að heimsóknin og ár-
angur minn verði til þess að fleiri fylgi
kjölfarið og sjái að allt sé hægt hafi
fólk á annað borð trú á sjálfu sér.“
■ ROMAN Seberle frá Tékklandi
sem tók sæti heimsmeistarans í sjö-
þraut, Roberts Zmeliks, í liði þjóðar
sinn í sjöþrautarkeppninni á EM
hrökk úr skaptinu vegna meiðsla í
hné. Seberle tók þátt í fyrstu grein,
60 m hlaupi, en meiddist á læri í
upphitun langstökksins og lét þá
staðar numið.
■ ALEKSANDR Aberbukh hinn
ungi sjöþrautarkappi frá Rússlandi
stökk hæst allra í stangarstökki,
5,60, 30 cm hæira en Dezso Szabo
frá Ungverjalandi sem næstur kom
með 5,30 m. Aberbukh stökk fyrst 5
metra og síðan 5,20 en byrjaði síðan
ekki af krafti fyrr en í 5,40, hæð
sem Szabo felldi þrisvar.
■ KORZIZOGLOU frá Grikklandi
sem sigraði í 60 m hlaupi sjöþraut-
arinnar og tók forystu datt fljótlega
úr keppni efstu manna. Hann hélt
þó þokkalega á spöðunum, sá setti
grískt met 5.989 stig.
■ ÍSLENDINGAR fengu sem kunn-
ugt er ein verðlaun á EM er Vala
Flosadóttir varð í þriðja sæti stang-
arstökksins. Svíar fengu ein silfur-
verðlaun, Finnar eitt silfur og eitt
brons og Norðmenn ein bronsverð-
laun. Danir fengu engan verðlauna-
pening að þessu sinni.
■ MARIE Rasmussen frá Dan-
mörku var nærri því að setja
danskt met í stangarstökki. Hún
komst í úrslit og var aðeins hárs-
breidd frá því að fara yfir 4,05 m og
bæta danska metið um 2 cm.
■ FIONNA May fyrrverandi heims-
meistari í langstökki kvenna sigraði
örugglega í langstökki á EM. Hún
stökk lengst 6,91 m sem ítalskt met
innanhúss.