Morgunblaðið - 03.03.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 3. MARZ 1998 B 11
KNATTSPYRNA
Reuters
RONALDO skoraði sitt 15.
deildarmark sitt á tímabilinu á
Ítalíu, er Inter vann Napoií 2:0.
Hér hefur hann leikið á varnar
manninn Francesco Baldini.
Köln
stöðvaði
Bayern
KÖLN gerði góða ferð til
Miinchen og vann Bayern
2:0 í þýsku deildinni um
helgina. Bayern er sex stig-
um á eftir Kaiserslautern
sem gerði markalaust jafn-
tefli við Karlsruhe en Köln
fór upp um tvö sæti og er í
13. sæti.
Heimamenn, vel studdir af
45.000 áhorfendum, áttu
fyrri hálfleik en Köln náði
óvænt forystunni fljótiega
eftir hlé - Markus Miinch,
fyrrverandi Ieikmaður Ba-
yern, skoraði úr vítaspyrnu.
13 mínútum síðar lagði hann
upp annað mark gestanna,
íraninn Khodadad Azizi
skoraði og innsiglaði fyrsta
sigur Köln á Bayern f
Munchen síðan 1982.
Celtic í
góðum gír
á sigurbraut
Juventus, sem tapaði 3:0 fyrir Fi-
orentina um fyrri helgi, fagnaði
íyrsta sigrinum í þremur síðustu
leikjum, vann Bari 1:0 á sjálfsmarki
varnarmannsins Rachids Neqrouz á
19. mínútu eftir skot frá Filippo
Inzaghi. Juve hafði ekki neistann
sem hefur svo oft áður verið ein-
kenni liðsins og engu skipti þó
mótherjarnir væru einum færri síð-
asta hálftímann en miðjumaðurinn
Diego De Acsentis var rekinn af velli
í kjölfar annarrar áminningar. „Við
verðum að leika mikið betur á móti
Dynamo Kiev,“ sagði Frakkinn Didi-
er Deschamps en Juve tekur á móti
úkraínska liðinu í átta liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu á morgun.
10 mínútum eftir markið lék
Zinedine Zidane framhjá þremur
varnarmönnum og sendi síðan á
Inzaghi en mótherjarnir komu í veg
fyrir að hann skoraði. Þetta voru
einu umtalsverðu færi Juve, sem er
efst í ítölsku deildinni með 51 stig.
Inter vann Napólí 2:0 og er fjór-
um stigum á eftir Juve. Ivan
Zamorano gerði gull af marki og
Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu seint
í leiknum. Nwankwo Kanu frá Ní-
geríu lék í fyrsta sinn með Inter síð-
an han fór í hjartaaðgerð í fyrra en
skömmu eftir að hann fór af velli
fyrir Zamorano skoraði sá síðar-
nefndi eftir sendingu frá Francesco
Moriero. Fram að markinu átti Int-
er í erfiðleikum með að komast í
gegnum vel skipulagða vöm Napólí
en í kjölfar marksins var Argentínu-
manninum Fabian Ayala, fyrirliða
Napólí, vikið af velli og eftirleikur
Inter var auðveldur. Ronaldo, sem
hafði lítið haft sig í frammi, var
felldur á 73. mínútu, fékk víti, tók
það sjálfur og gerði 15. deildarmark
sitt á tímabilinu.
Lazio hefur sjaldan leikið betur
en í vetur en fór illa að ráði sínu
þegar það sótti Atalanta heim og
gerði markalaust jafntefli. Emiliano
Mondonico, þjálfari Atalanta, er
kunnur fyrir að skipuleggja vel út-
færðan varnarleik og hann lokaði á
eitt helsta sóknarlið deildarinnar
auk þess sem menn hans fengu tvö
góð marktækifæri eftir gagnsóknir.
Lazio, sem vann Inter 3:0 í umferð-
inni á undan, er sex stigum á eftir
Juve.
Roma vann Fiorentina sannfær-
andi 4:1. Marco Delvecchio gerði tvö
mörk á sex mínútum en Brasilíu-
maðurinn Paolo Sergio og leik-
stjórnandinn Francesco Totti gerðu
sitt markið hvor. Austurríski mark-
vörðurinn Michael Konsel varði víta-
spyrnu frá Gabriel Batistuta
snemma í seinni hálfleik en Argent-
ínumaðurinn gerði eina mark Fior-
entina um miðjan hálfleikinn, 16.
mark hans á tímabilinu. Þetta var
fyrsta tap Fiorentina í síðustu sjö
leikjum en fjórði sigur Roma í röð.
Empoli vann Udinese óvænt 1:0
og gerði Carmine Esposito eina
mark leiksins úr vítaspyrnu 10 mín-
útum fyrir hlé.
Mario Stanic og Massimo Crippa
skoruðu fyrir Parma sem vann
Bologna 2:1 eftir að hafa verið marki
undir.
Varnarmaðurinn Giacomo Dicara
gerði bæði mörk Vicenza í 2:1 sigri á
Brescia.
GÍFURLEG spenna er á toppn-
um í skosku úrvalsdeildinni
þar sem Celtic, Hearts og
Rangers - meistari undanfarin
níu ár - berjast um titilinn.
Celtic vann Hibs 1:0 og er
ineð tveggja stiga forystu á
Hearts sem gerði jafntefli,
2:2, við Rangers en meistar-
arnir eru fjórum stigum á eftir
nágrönnunum í Celtic.
Jörg Albertz bjargaði stigi fyrir
meistara Rangers, jafnaði á
síðustu mínútu með skoti af um 20
metra færi, en hann jafnaði líka
skömmu fyrir hlé. Þrátt fyrir stig-
ið púuðu um 50.000 áhangendur
Rangers á liðið - gerðu sér grein
fyrir stöðunni. Ekki bætti úr skák
að Richard Gough, fyrirliði Ran-
gers, fékk að líta rauða spjaldið
um miðjan seinni hálfleik og fékk
síðan rautt spjald í annað sinn eftir
leik, að þessu sinni fyrir mótmæli,
en fyrir vikið á hann íangt bann yf-
ir höfði sér.
Jim Jefferies, þjálfari Hearts,
var óánægður með jafnteflið.
„Stigin voi-u tekin frá okkur en þó
við værum betri gátum við ekki
hrist Rangers af okkur.“ Hearts
hefur hvorki sigrað Celtic né Ran-
gers á tímabilinu en var nálægt
fyrsta sigrinum á Ibrox síðan 1996
þegar Neil McCann notfærði sér
lélegt útspark markvarðarins
Andys Gorams og skoraði af 25
metra færi eftir hálftíma leik. Ran-
gers sótti meira í seinni hálfleik
þar til Gough var vikið af velli. Jim
Hamilton gerði annað mark gest-
anna stundarfjórðungi fyrir leiks-
lok, 13. mark hans á tímabilinu, en
mínútu síðar fékk Grant Murray,
samherji hans, aðvörun í annað
sinn og þar með rautt spjald.
Walter Smith, þjálfari Rangers,
sagði að liðið sjálft væri helsti and-
stæðingur þess. „Lið hafa ekki
verið að sigra okkur að undan-
förnu heldur höfum við tapað fyrir
okkur sjálfum með mörkum sem
við höfum fært mótherjunum á
silfurfati. Hins vegar var ég
ánægður með baráttuna núna og
Egyptaland
Afríkumeist-
ari í fjórða
sinn
EGYPTALAND vann Suður-
Afríku 2:0 í úrslitum Afríku-
keppninnar í knattspymu um
helgina. Egyptaland vai-ð síð-
ast meistari fyrir 12 ámm og
hefur fjórum sinnum fagnað
sigri eins og Ghana, sem er
met. Ahmed Hassan skoraði
eftir fimm mínútur og Tarek
Mostafa bætti öðru marid við
átta mínútum síðar.
„Við töpuðum og það var
sanngjamt," sagði Jomo Sono,
þjáifari Suður-Afríku. „Við
áttum ekki að ná í úrslit en
ferðum það og ég er ánægður.
Ig hef gert mitt og er hætt-
ur.“ Frakkinn Philippe
Troussier, sem þjálfaði Burk-
ino Faso í keppninni, tekur við
liðinu og stýrir því í heims-
meistai-akeppninni í Frakk-
landi.
Mahmoud el-Gohari, þjálf-
ari Egýþtalands, varð fyrstur
til að verða roeistari sem leik-
maðúr 'Og þjálfari í keppninni
en hann var í sigurliðinu og
markakóngur 1959.
Juventus aftur
jöfnunarmarkið en held að Ric
hard Gough hafi ekki átt skilið ai
vera vikið af velli."
Mark Rieper tryggði Celtic 1:(
sigur á Hibs í Edinborg. Craij
Burley fékk tækifæri til að bæt:
öðm marki við skömmu síðar of
John Hughes var nálægt því ai
jafna í seinni hálfleik en mörkii
urðu ekki fleiri.
Robbi Winters skoraði fyri
Dundee United um miðjan fyrr
hálfleik en varamaðurinn Rodd;
Grant jafnaði fyrir St. Johnstom
stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Paul
Gascoigne
Öfund út
í Rangers
PAUL Gascoigne, leikmaður
Glasgow Rangers, sakaði
ieikmenn annarra liða í
skosku úrvalsdeildinni um
að reyna meira á sig á móti
Rangers en Hearts og Celtic
sem eru í baráttu við meist-
arana um titilinn. Enski
landsliðsmaðurinn sagði að
um öfund væri að ræða -
ótrúlega margir væru á móti
því að Rangers yrði meistari
10. árið í röð.
„Margir eru sárir og öf-
undsjúkir og ég skil ekki
hvers vegna svo margir vilja
ekki að Rangers verði meist-
ari 10. árið í röð,“ sagði
Gascoigne rétt fyrir leik
Rangers og Hearts á Ibrox á
laugardag. „Ótrúlegt er að
sjá hvað menn leggja mikið
á sig þegar þeir spila á móti
Rangers í samanburði við
hvað þeir gera á móti öðrum
liðum. Engum dylst hvað
býr að baki.“