Morgunblaðið - 03.03.1998, Qupperneq 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
íslendingar töpuðu Evrópuleiknum gegn Litháen með 25 stiga mun í Vilnius
Morgunblaðií/Skapti HaUgrímsson
23 stoð-
sendingar
LITHÁAR áttu 23 stoðsending-
ar í leiknum á laugardag en Is-
lendingar 11, þar af Jón Arnar
Ingvarsson fjórar og Teitur Ör-
lygsson þrjár. Helgi Jónas átti
tvær og þeir Guðjón Skúlason og
Herbert Arnarson eina hvor.
Bæði lið náðu að „stela" boltan-
um 12 sinnum i leiknum, Lithá-
amir misstu hann 12 sinnum og
íslendingar 11 sinnum. Skota-
nýting Litháa var 42% utan
þriggja stiga línunnar, 60% inn-
an hennar og 80% af vítalínunni.
íslendingar hittu úr 43% þriggja
stiga skota sinna, voru með 30%
nýtingu innan þriggja stiga lín-
unnar og 64% nýtingu í vítaskot-
um.
Sex koma
frá Zalgiris
SEX leikmenn í liði Litháens
koma frá Zalgiris Kaunas, sem
er í efsta sæti litháísku deildar-
keppninnar. Liðið hefur sigrað í
18 leikjum í vetur og aðeins tap-
að einum. Meðal liðsmanna Zal-
giris er Eurelijus Zukauskas,
sem er þeirra stærstur - 2,18
metrar. Hæsti léikmaður íslands
er hinn 18 ára Baldur Ólafsson,
sem er 2,06 m en hann kom
reyndar ekki inná á laugardag.
Friðrik Stefánsson er 2,03 og
þeir Guðmundur Bragason og
Hermann Hauksson 2 m á hæð.
Það er
leikur að
læra...
„ÉG get ekki sagt að ég sé sérstaklega óánægður með eitthvert
ákveðið atriði. Miðað við úrslit í leikjum okkar gegn Króatíu og
Hollandi heima í haust [sem báðir töpuðust naumlega] gerði ég
mér grein fyrir því að við þyrftum að eiga toppleik og þeir að
vera slakir til að við gætum unnið,“ sagði Jón Kr. Gísiason,
iandsliðsþjálfari í körfuknattleik, við Morgunblaðið eftir að ís-
lendingar töpuðu fyrir Litháum í Evrópukeppni landsliða á laug-
ardagskvöld með 25 stiga mun í Vilnius, 96:71. íslenska liðið
tapaði einnig með 25 stiga mun fyrir Bosníumönnum sl. miðviku-
dag í Sarajevo og er enn neðst í D-riðli. Hefur ekki unnið leik.
GUÐMUNDUR Bragason, fyrirliði ís-
lands, með knöttinn f lelknum gegn
Lltháen f Vllnlus á laugardag. Hann
lék mjög vel f vöm bæðl gegn Llt-
háen og Bosníu, en átti erflðara
uppdráttar f sókn - þótt þar hafl
hann reyndar einnig gert góða hluti.
Á Innfelldu myndinni em, f.v., bak-
verðimir Helgi Jónas Guðflnnsson,
Jón Arnar Ingvarsson, Falur Harðar-
son og Guðjón Skúlason að bíða eft-
ir flugvél f eitt sklpti af mörgum f
langri og strangrl ferð landsliðsins
tll Bosnfu-Herzegóvfnu og Litháens.
Þegar att er kappi við jafn-
sterkt lið og Litháen á
útivelli lítur 25 stiga tap ekki
mjög illa út á
Skapti pappír. Um er
Hallgrímsson að ræða eitt
sknlar besta lið álf-
unnar, lið sem varð í 5. sæti
Evrópukeppni landsliða í
fyrra, en vert er að geta þess
að besti maður Litháa,
Arturas Kamisovas frá
Olympiakos í Grikklandi, var
ekíd með á laugardag og sá
næstbesti, hinn stóri og
stæðilegi Einikis, hafði væg-
ast sagt lítinn áhuga á að
leggja sig fram.
Fyrirfram mátti búast við
að þessi leikur - viðureignin
gegn Litháum á útivelli - yrði
sá erfíðasti í riðlinum. Vitað
mál var að næðu Litháar að
leika eins og þeir best geta
væri í raun alveg sama hvað
íslendingar gerðu; þeir ættu
aldrei möguleika á sigri. Það
var aðeins ef allt gengi upp
hjá gestunum en heimamönn-
um yrðu óvenju mislagðar
hendur sem hægt væri að
láta sig dreyma... En draum-
urinn rættist ekki þótt aldrei
yrði heldur um martröð að
ræða. Alls ekki. Sigur Litháa var þó
allan tímann mjög öruggur, þannig
að þó að íslenska liðið hafi að sumu
leyti staðið sig nokkuð vel skyldi
enginn blekkja sig með því að það
hafi átt möguleika á sigri. Það breyt-
ir hins vegar ekki þeirri staðreynd
að Islendingar eiga nú orðið mjög
frambærilegt landslið, þar sem
breiddin er líklega meiri en nokkru
sinni, en þó skortir eitt - og það til-
fmnanlega: stærri leikmenn í stöðu
miðheija. Einn Litháinn var 2,18
metrar á hæð og auk þess að verja
tólf skot frá íslendingum í leiknum
hafði nærvera hans þau áhrif að þeir
urðu hræddir við að skjóta innan
teigs og skotin urðu þar af leiðandi
verri en ella. Það sést t.d. vel á því að
skotanýting íslendinga innan teigs í
fyrri hálfleik var einungis 20%, sem
er auðvitað hræðilega slakt, en þeg-
ar upp var staðið var samsvarandi
tala 30%.
Heimamenn byijuðu af krafti og
komust í 6:0 eftir skamma stund. Is-
lendingar tóku kipp og gerðu sjö stig
í röð, komust sem sagt yfir, en Lit-
háar svöruðu þá með sjö stigum og
staðan varð 13:7. Litháar eru stórir
og ákaflega líkamlega sterkir en
engu að síður mjög fljótir. Því er
erfitt að leika gegn þeim, bæði í vöm
og sókn; þeir loka svæðunum vel í
vörninni þannig að erfitt er að kom-
ast nálægt körfunni. Tækist það var
bjöminn þó ekki unninn; eftir var að
glíma við þann stóra sem áður er
nefndur - Zukauskas - sem er ekkert
lamb að leika við. Því fékk Guð-
mundur fyrirliði Bragason að_ kynn-
ast manna best. Helsta vopn íslend-
inga var sem fyrr langskot og sjö
sinnum höfðu þeir hitt úr þriggja
stiga skoti fyrir leikhlé; úr tólf til-
raunum sem þýðir 58% nýting, sem
er mjög gott. I seinni hálfleik hittu
þeir hins vegar aðeins úr þremur til-
raunum af ellefu og nýtingin var alls
43% úr þriggja stiga skotum.
ísland náði að minnka muninn nið-
ur í tíu stig, 55:45, þegar fimm og
hálf mínúta var liðin af seinni hálf-
leik en fimm mínútiun síðar var
munurinn orðinn 20 stig og fór svo
mest upp í 27 stig. Litháar réðu ferð-
inni allan tímann, en íslendingar
gáfust aldrei upp. Ætluðu sér ekki
að láta flengja sig og gátu gengið
beinir í baki af velli.
Margt býr í landsliðinu. íslending-
ar eiga mjög góðar skyttur, sbr.
Guðjón Skúlason, Helga Jónas, Teit
og Herbert, örugga leikstjómendur
þar sem fara Jón Amar, Falur og
áðumefndur Helgi Jónas, og fram-
herjamir eru einnig sterkir; Her-
mann og Guðmundur Bragason. Sá
síðastnefndi leikur reyndar ætíð sem
miðheiji með landsliðinu og leysir
verkefnið af stakri prýði, þótt miðað
sé við stærð! Ekki er sem sagt hægt
að fara fram á meira en Guðmundur
gerir vegna þess við hve stóra and-
stæðinga hann glímir iðulega. Frið-
rik Stefánsson er geysilega sterkur
strákur, er orðinn mjög góður í vöm
og þegar hann fer að ógna meira í
sókninni verður hann liðinu dýrmæt-
ur. Þá er ónefndur Baldur Ólafsson,
stærsti leikmaður liðsins (2,06 cm)
en jafnframt sá yngsti, aðeins 18 ára.
Hann lék í tæpar 4 mínútur gegn
Bosníu en kom ekki inn á í Litháen,
en eins og fleiri hefur hann ugglaust
lært mikið í ferðinni; drengimir öðl-
uðust reynslu sem nýtist þeim í
framtíðinni. Liðið er nefnilega til-
tölulega ungt þó svo nokkrir leik-
mannanna séu mjög reyndir. ísland
er nú í fyrsta skipti með í Evrópu-
keppninni og mikilvægt af læra af
þátttökunni, að öðlast reynslu sem
nýtist í næstu keppni. Og íslensku
strákamir vilja læra; þeir hafa aug-
ijóslega gaman af því. Meira í dag en
í gær.
Litháarnir eru bestir
JÓN Kr. Gíslason sagði við lít-
háíska blaðamenn á fundi eftir
leikinn að íslenska liðið væri fyrst
og fremst með í Evrópukeppninni
nú til þess að læra. Hann var þá
spurður að því hvort liðið hefði lært
eitthvað sérstakt á leiknum í Vilni-
us og ekki stóð á svarinu: „Við
lærðum að körfuboltalið þarf að
hafa stómm leikmönnum á að
skipa!“ sagði Jón með bros á vör.
Jón sagði eftir leikinn að lið Lit-
háens væri það besta í riðlinum að
sínu mati. „Það sem hefur komið
mér mest á óvart í þessum riðli er
að Litháar skuli hafa tapað leik,“
sagði hann við Morgunblaðið en
þeir töpuðu fyrir Bosníu á heima-
velli og síðan gegn Króötum á úti-
velli í síðustu viku. Þess ber þó að
geta að tvo bestu menn liðsins
vantaði í þeim leik, miðherjann
Einikis og framheijann Arturas
Kamisovas, sem báðir vom meidd-
ir og sá síðamefndi var heldur ekki
með gegn íslandi. „Litháar era
með heilsteyptara lið en önnur í
riðlinum; leikmenn liðsins em stór-
ir og geysilega sterkir líkamlega,
góðir skotmenn og nyög fljótir; við
voram stundum varla búnir að
depla auga eftir að hafa mistekist
skot þegar þeir vora búnir að skora
eftir hraðaupphlaup. Og ef við lít-
um á staðreyndir þá urðu þeir í 5.
sæti í síðustu Evrópukeppni en við
skriðum inn sem 30. þjóð í yfir-
standandi undankeppni. Við eram í
fyrsta skipti að taka þátt og höfum
það að meginmarkmiði að afla okk-
ur reynslu.“
„Það er erfitt að fá menn til að
koma af fullum krafti í svona leik.
Vitað mál er að við eram miklu
betra lið en andstæðingurinn og
það er öragglega ástæðan fyrir því
að mér fannst ekki nema um það bil
helmingur leikmanna minna leika á
fullu,“ sagði þjálfari Litháen, eftir
sigurinn á íslendingum á laugar-
dag. Hann sagðist hafa horft á
myndbandstupptöku frá leik Eist-
lands og íslands í haust, og því
hefði ekkert komið sér sérstaklega
í leik íslenska liðsins. „Við náðum
að leika vel á köflum, en síðan
komu slæmir kaflar í leik okkar.“