Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF er enginn tímaþjófur Morgunblaðið/Ásdís BRYNDIS Benediktsdóttir læknir og Júlíus Björnsson sálfræðingur vinna bæði að svefnrannsóknum. Svefninn er sjálfsagður hlutur þar til hann gengur manni úr greip- um skrifar Helga Kristín Einarsdóttir en talið er að allt að helm- ingur fólks fínni fyrir svefntruflunum ein- hvern tímann á lífsleiðinni. FÓLK veltir svefninum ekki mikið fyrir sér þar til hann fer úr skorðum segir Bryndís Bene- diktsdóttir læknir á rannsóknastofu geðdeildar Land- spítalans. Bryndís starfar á svefn- rannsóknadeild ásamt Júlíusi Bjömssyni sálfræðingi og segir að um 50% fólks finni fyrir svefntrufl- unum einhvem tímann á ævinni. Svefninn versnar líka þegar árin færast yfir að hennar sögn og meira hjá konum en körlum. Við tíðahvörf verður til dæmis mikil röskun á svefni kvenna vegna breytinga á hormónastarfsemi. Svefnvenjur era misjafnar eftir einstaklingum og jafnframt háðar aldri en meðalsvefnþörf manns um tvítugt er 7-8 átta tímar segir Bryndis. Unglingar vilja oft sofa í níu tíma eða lengur og flestir telja sig þurfa 8-9 tíma svefn, þótt þeir segist ekki alltaf geta látið slíkan munað eftir sér og komist af með minna, kannski 5 eða 6 tíma. Margir telja svefninn tímasóun og Júlíus minnist til gamans á það orð sem undantekningalítið fer af þekktum stjórnmálamönnum, að þeir þurfi sama og ekkert að hvíl- ast og séu hamhleypur til vinnu og tómstunda svotil allan sólarhring- inn. Svefninn stjómast af innbyggðri klukku og þegar aldurinn færist yf- ir tekur hún að flýta sér dálítið nefnir Júlíus. Við verðum kvöld- svæf og vöknum fyrir allar aldir. „Svefninn fer eftir dægursveiflu líkamans og munurinn á nóttu og degi virðist minnka með aldrinum svo sveiflan verður flatari. Þeir sem elstir era smásofna allan dag- inn og kvarta svo undan því að geta ekki fest blund að kvöldi. Gamalt fólk sefur hins vegar ekkert minna heldur dreifir svefninum á allan sólai’hringinn," segir hann. Hinn góði svefn Svefninum er skipt í draum- svefn og djúpsvefn sem skiptist síðan í fjögur stig. Draumsvefninn gerir fyrst vart við sig um 90 mín- útum eftir að manneskjan sofnar og hún sefur 3. og 4. stig djúpsvefnsins aðallega fyrri hluta nætur. Hlutföllin eru líka líka í fóstum skorðum segir Bryndís, um 20% svefnsins era 3. og 4. stigs djúpsvefn, draumsvefn er 20- 25% og djúpsvefn 1. og 2. stigs er rúm 50% svefntímans. Rétt sam- setning svefnsins er síðan háð því hvenær sólarhringsins maður fer að sofa. Góður svefn veltur alfarið á þessum hlutföllum segir Júlíus og ef eitt svefnstigið verður útundan leiðir það til syfju, þreytu og van- líðunar. Bryndís segir svefnrannsóknir skammt á veg komnar og að ekki sé vitað á hvaða stigi næturinnar maður hvílist mest þótt samsetn- ing svefnsins sé ljós. „Ef hlutföll- um svefnstiganna er raskað sér maður að líkaminni reynir að bæta sér það upp næstu nótt á eftir. Missi manneskja úr djúpsvefn eða sefur óvenju stutt eina nótt verður djúpsvefn næstu nætur hlutfalls- lega lengri en að öllu jöfnu eins og verið sé að borga skuld,“ segir hún. Hins vegar er vitað að draum- svefn tengist að einhverju leyti minninu og í djúpsvefni fer ýmis líffræðileg starfsemi fram, eins og til dæmis losun vaxtarhormóna, sem ekki gerist í vöku segir Bryn- dís. Þá þarf hvert svefnstig að bera upp á réttan tíma sólarhringsins með tilliti til dægursveiflu annars verður svefninn léttur og ófull- nægjandi að sögn Júlíusar. Dægursveifla líkamans endur- speglast meðal annars í hitabreyt- ingum sem verða á hverjum sólar- hring. Hann segir að líkamshitinn sé hæstur um miðjan dag milli tólf og tvö og lægstur milli fjögur og sex á morgnana. „Líkamshitinn FÓLK bregst við svefntrufl- unum með ýms- um hætti og telja margir gott að neyta áfengis til þess að slaka á og eiga auðveldara með að sofna. Bryndís segir rétt að fólk sofni fyrr með því móti og að það sofi jafnframt dýpri svefni fyrri hluta nætur. Slæmu áhrifin geri hins vegar vart við sig þegar líða tekur á nóttina og áfengið er að fara úr blóðinu. „Fráhvarfsein- kenni áfengis og lyfja eru í raun þveröfug við upphaflega verk- un,“ bendir hún á. I stuttu máli sagt minnkar áfengi draumsvefn og eykur djúþsvefn fyrri part nætur. Síð- ari hluta nætur eykst draum- svefninn hins vegar og það sem fagmenn kalla uppvaknanir. Ef áfengis er neytt marga daga í röð styttist draumsvefnin- inn smám saman og djúpsvefn minnkar. Fráhvarfseinkenni í kjölfar neyslu eru síðan þau að lengri tíma tekur að sofna, upp- vaknanir eru tíðar og viðkom- andi getur fengið martraðir þeg- ar draumsvefninn kemur tilbaka. Langvarandi svefntruflanir eru algengar hjá áfengissjúk- lingum þótt þeir hafi verið þurr- ir árum saman. Tíðar uppvakn- anir eru mest áberandi og vond- ir draumar en einstaka sinnum verður vart við ofsvefn. Þá eru svefnsjúkdómar á borð við fóta- kippi og kæfisvefn algengari hjá drykkjusjúkum. Kaffi dregur úr djúpsvefni Júlíus segir að margir haldi því fram að mikil kaffidrykkja hafi engin áhrif á svefn þeirra en staðreyndin sé sú að ýmsir sofi illa án þess að gera sér beinlfnis grein fyrir því. Kaffi hefur örvandi álirif á miðtauga- kerfið, lengir þann tíma sem tek- ur að sofna, fjölgar uppvöknun- um og styttir heildarsvefntíma. Þá dregur það úr draumsvefni og minnkar djúpsvefn. Fólk er mis- næmt fyrir áhrifum kaffis og seg- ir Bryndís að helmingunartími þess sé 8-14 klukkustundir eða sá tími sem tekur að helminga magn koffems í blóðinu. Að því búnu tekur jafnlangan tíma að helm- inga það magn í Ifkamanum sem eftir er og síðan koll af kolli. Bolli af kaffi getur innihaldið 2-400 milligrömm af koffeíni og í sumum tilfellum eru 500 milli- grömm nóg til þess að trufla lík- amsstarfsemina. í glasi af tei eða kóki eru 50-75 milligrömm og 8 milligrömm í bolla af súkkulaði. Nikótínsvefn ekki eins nærandi Bryndís segir að aðeins sé til ein faraldsfræðileg rannsókn á áhrif- um reykinga á svefn en hún sýnir að nikótín lengi þann tíma sem tekur að sofna og gefi þá tilfinn- ingu að svefninn hafí ekki verið nærandi. Gerðar hafa verið mæl- ingar á áhrifum nikótíns í tyggjói eða plástri á svefn og til þess að kanna áhrif á svefti þegar reyk- ingum er hætt. Þar kemur í ljós að lengri tíma tekur að soíha, svefn- tími er styttri, uppvaknanir eru tíðari og draumsvefn minni. Við fráhvarf fjölgar uppvöknunum yf- Alkóhól, koffeín og nikótín Skýringarmynd af eðlilegum svefni so REM 51 52 Myndin sýnir hvernig eðlilegur svefn þróast. Tíminn er á lárétta ásnum, frá miðnaetti til tíu næsta morgun og lóðrétti ásinn sýnir vöku (SO), draumsvefn (REM) og fjögur stig djúpsvefns (S1 til 4). f " rz I ; j I UI '| | n . JBL 53 54 ÉÉÉÉ Tími 2:00 4:00 6:00 8:00 10:00 Ljósmynd/Presslink ir nótthia sem leiðir til syfju á daginn. Bryndís segir gamalt húsráð að fá sér magnyl fyrir svefn og að margir telji sig sofna ljómandi vel af því. Ungt, frískt fólk sem tekur magnýl eða aspirín fyrir svefn finnur samkvæmt rannsókn fyrir vægum svefntöfluáhrifum að hennar sögn. „Ef lyfin eru gefin í stærri skömmtum fjölgar upp- vöknunum hins vegar. Ein tafla er í lagi en þeir sem taka bólgu- eyðandi lyf reglulega eða stóra skammta af aspiríni verða að hafa þetta í huga eigi þeir í vandræð- um með svefn. Þijár til fjórar töflur á sólarhring geta haft áhrif til liins verra,“ segir hún. Algengar svefntöflur geta breytt svefnmynstrinu til hins betra, fækkað uppvöknunum og lengt svefntímann. „Margir telja svefninn á hinn bóginn ekki eins endurnærandi og aðaláhrifin svefiilyfja eru þau að eyða djúpsvefninum að mestu leyti. Einnig hafa þau áhrif á draum- svefn. Svefntöflur eru góð leið til þess að komast yfir tímabundna erfiðleika með svefn en ef notkun þeirra er viðvarandi lendir fólk í vandræðum. Það er ekki svefn- lengdin sem er mikilvæg heldur gæðin,“ segir Bryndís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.