Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Ljósmynd/Magnús Ólafsson. Þjóðmiiyasafn íslands
Kuldinn ekki
til vandræða
VETRINUM 1918 eyddi Guðmund-
ur Jónsson, þá 16 ára, í Hólaskóla í
Skagafírði og lagði stund á búnað-
arfræði en hann fæddist árið 1902
á bænum Torfalæk rétt hjá
Blönduósi. „Það gat verið nokkuð
kalt hjá okkur piltunum í skólan-
um en ekki þó til neinna vandræða
enda höfðum við gott húsaskjól,"
segir Guðmundur sem lengi var
skólastjóri Bændaskólans á Hvann-
eyri en dvelur nú á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Erfiðast við frosthörkurnar
fannst Guðmundi að ferðast milli
byggðarlaga en reglulega fór
hann til Sigluljarðar, meðal ann-
ars á skemmtanir, og nokkrum
Daglegt líf í sveitinni segir hann
hafa gengið sinn vanagang þennan
vetur, fólk var lítið kvartandi og
kveinandi heldur gerði einfaldlega
það besta úr hlutunum.
Norðurljósin
aldrei fallegri
„NORÐURLJÓSIN sem menn lesa
um í kvæðum voru öll á himninum
fyrir norðan frostaveturinn 1918,“
segir Arni Krisljánsson tónskáld og
fær glampa í augun. Stillan var svo
falleg og ljósin að slíkt hef ég aldrei
séð hvorki fyrr né síðar.“
Ámi dvelur nú á Landakoti en
hann fæddist árið 1906 á Akureyri
og man vel eftir kuldanum 1918.
„Þennan vetur lagði sjóinn í Eyja-
firði, allt út að Hrisey. Skipin fóru
MIKLI
janúar 1918. Menn
að höggva árangurs
lítið í ísinn milli
skipa og vélbáta.
lifði þessa köldu tíma.
FROSTAVETURINN
1918: Hvítábimir ganga á
land- margir drepnir,"
segir í fyrirsögn í Öldinni
okkar frá árinu 1918. „Gífurlegar
frosthörkur," segir þar ennfremur,
„meiri en elztu menn muna, í janú-
ar var flesta daga yfir 20 stiga
frost í Reykjavík, 28 stig á ísafirði,
33,5 á Akureyri og 36 á Grímsstöð-
um. Innfirðir allir eru nú lagðir ísi.
Allur Kollafjörður er ein íshella og
gengt er til Engeyjar og Viðeyjar...
...A Reykjavíkurhöfn er ís orðinn
svo þykkur, að skip verða naumast
söguð eða höggvin úr höfninni.“
Heldur eru þetta hráslagalegar
lýsingar enda líklega einsdæmi í
Islandssögunni -eða skyldi kulda-
kastið undanfama daga eiga eitt-
hvað sameiginlegt við vetrarhörk-
umar fyrir 80 árum. Er kannski
von á ísbjömum? Ekki er það nú
svo að mati Trausta Jónssonar veð-
urfræðings. „Veturair tveir eru
gjörólíkir, að því leyti meðal ann-
ars að haustið 1917 var mjög kalt
en haustið 1997 var með mildara
móti. Kuldarnir undanfarið eru líka
smámunir samanborið við fyrstu
mánuði ársins 1918. Frostið fór þá.
mest í 38 stig fyrir norðan á Gríms-
stöðum á Fjöllum og í Möðrudal og
hefur það met ekki enn verið sleg-
ið.“
Kuldi stanslaust í 3 vikur
Veðurósköpin hófust strax í
byrjun janúar þegar hafís lagði að
landi sem hafði í för með sér kulda-
kast sem stóð linnulítið í um 3 vik-
ur sunnanlands en lengur fyrir
norðan. Frostinu fylgdi hvassviðri
til að byrja með og gerði tvisvar
mjög vond veður, að sögn Trausta
en síðan lygndi. Norðanlands þessa
daga var hins vegar blindbylur til
að byrja með en síðustu daga janú-
armánaðar var veður bjart og
lyngt. I kjölfarið kom fremur kald-
ur febrúarmánuður og mjög um-
hleypingasamur. Mars var örlítið
hlýrri en í meðalári en síðan gerði
kuldakast sem stóð langt fram í
maí.
Kola- og vatnsskortur
Vetrarharðindin vom mörgum
afar þung í skauti. Eldiviðarskort-
ur var víða um land, kolabirgðir að
mestu þrotnar þar sem heimsstyrj-
öldin fyrri geisaði og samgöngur
vora erfiðar. Auk þess var vatns-
skortur algengur en vatnspípur og
leiðslur í húsum sprangu í fjölda
tilfella vegna frostanna. „Víða um
bæinn var krökt af fólki með fötur
og bala að sækja vatn til ann-
arra...Um tuttugasta janúar sagði
einn húsráðandi, að í hús sitt hefði
verið látlaus straumur í 3 sólar-
hringa frá morgni fram á rauða
nótt,“ kemur fram í bókinni Arin
sem aldrei gleymast. Island og
fyrri heimsstyijöldin.
Sífelldir kuldar í margar vikur
höfðu í för með sér atvinnuleysi og
matarskortur var víða. Á ísafirði
þörfnuðust um 1.000 manns opin-
berrar aðstoðar sem var um það bil
helmingur bæjarbúa. í Reykjavík
var einnig atvinnuleysi og matar-
skortur og úthlutað var máltíðum
til fátækra. Þá var skólum lokað,
Kuldabí
beit fastar þá en nú
Frost og funi, flensa og fullveldi ein
kenndu söguríkt árið 1918. Isbirnir gengu
á land og selir fengu lungnabólgu.
Hrönn Marinósddttir blaðaði í sögubók-
um, ræddi við veðurfræðing og fólk sem
Nýkomið ítalskt fleece
Gæðaefhi
Litir: Rautt, dökkblátt, svart, gult,
hermannagrænt og beinhvítt.
Smásöluverð 1.195 kr. metrinn.
UÖ-búðirnar
sinnum á ári fór hann í heimsókn
til foreldra og systkina að Torfa-
læk, meðal annars fyrir jólin, um
vor og um haust. Yfirleitt fór Guð-
mundur fótgangandi en þess á
milli ríðandi. Fótgangandi fór
hann aldrei einsamall heldur alla
jafna við þriðja mann og segir
hann það hafa tekið 3-4 daga að
komast á tveimur jafnfljótum að
Blönduósi með næturviðkomu á
Siglufirði og á fleiri stöðum eftir
hentugleika. „Þótt kalt hafi verið í
veðri létum við það ekki aftra okk-
ur frá heimahögum, heldur fórum
yfir fjöll og firnindi."
Skólapiltarnir létu frostið held-
ur ekki spilla fyrir útileikjunum;
fótbolti, skíði og skautar voru vin-
sæl dægrastytting á Hólum. Guð-
mundur viðurkennir þó að oft hafi
verið erfitt að læra í kuldanum. Eg
lét það ekki á mig fá og sama
gerðu hinir. Við reyndum bara að
búa okkur sem allra best.“
því að Salteyri og þaðan voru flutt-
ar vörur til Akureyrar," rifjar hann
upp.
Fyrir drengi var veturinn Iíka
ævintýraheimur. „Hægt var að fara
yfir fjörðinn fótgangandi og veiða
úr vök á ísnum, sumir fóru yfir með
segl á bakinu, létu sig reka yfir
Eyjafjörðinn. Aðrir fóru í jaka-
hlaup, hoppuðu á milli ísjaka, marg-
ir urðu meistarar en aðrir næstum
drukknuðu. Stundum var líka snjó-
koma og þá snjóaði upp á efstu
hæðir. Eg man að mamma vafði
treflinum svo um háls minn að ég
varla sá út.
Túnamir voru Iíka öðruvísi að
öllu leyti sé miðað við nútímann;
engir bflar, bara hestvagnar og
engin götuljós.“
Arni man einnig eftir miklum
eldiviðarskorti og segir menn hafa
notast við mó eða torf til að brenna
í húsum en erfitt var að fá kol á
stríðsárunum. Við sérstök tækifæri