Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1998 B 5 DAGLEGT LÍF fellur hraðast á kvöldin og fari maður að sofa um það leyti sefur maður best. Sá sem vakir í sólar- hring og fer að sofa um miðjan dag þegar hiti líkamans er hvað hæstur sefur illa. Þetta vita þeir sem hafa verið í vaktavinnu. Hið sama á við um þá sem fljúga yfir mörg tíma- belti. Þegar á áfangastað kemur fara þeir að sofa á vitlausum stað í dægursveiflunni sem gerir að verk- um að svefninn er léttur og ófull- nægjandi. Það tekur líkamann um það bil fimm til sjö daga að laga sig að nýjum aðstæðum," segir hann. Stundum eðli- legt að sofa illa Júlíus segir eðlilegt að sofa illa stundum, til dæmis ef einstak- lingur á við erfið- leika að etja, er lasinn og finnur fyrir verkjum. Syfja yfir daginn er hins vegar oft- ast merki um að nætursvefn hafi ekki verið nægi- lega góður en getur stundum átt sér aðrar or- sakir. „Níutíu mínútna sveiflan sem setur af stað draumsvefn að næturlagi gerir líka vart við sig á daginn með reglulegu millibili. Hæfni okkar og geta til þess að leysa ýmis verkefni er mest á 90 mínútna fresti og þvi ekki óeðlilegt að við verðum mörg hver pínulítið syfjuð öðí'u hverju,“ segir hann. Bryndfs segir flestum eiginlegt að fara að sofa rétt fyrir miðnætti og vakna klukkan sjö en láni fólks er þó misskipt í þeim efnum. Sumir eru nátthrafnar, aðrir morgunhan- ar og meira í takti við skrifstofu- tíma. Þau Júlíus segja að flestir séu með innbyggða dægursveiflu sem sé örlítið lengri en 24 tímar og geti því vakað þegar á þarf að halda og sofið út þegar tækifæri gefst. En ef dægursveiflan er 29 tímar eins og þekkist lendir manneskjan öðru hverju í vandræðum þegar líkams- klukkan stemmir ekki við sólar- hringinn. Klukka líkamans er óskeikul segir Júlíus og bendir á að það orð fari af Islendingum að þeir fari seinna á fætur og seinna að sofa en aðrar þjóðir. „Sumir hafa viljað túlka þetta sem leti og ómennsku en ástæðan er að mínu mati fyrst og fremst sú að klukk- an okkar er vitlaus miðað við sólar- gang. Við erum á Greenwich-meðal- tíma en ættum að vera einum og hálf- um tíma á eftir. Hádegi hjá okkur er í raun klukkan hálftvö. Ef við tökum- tillit til þessa sjáum við að við förum ekki seinna á fætur en áðrir. Klukkan okk- ar er vitlaust stillt en líkamsklukkan rétt. Svo vilja ýmsir furðufuglar gera þetta enn vitlausara, búa til sumar- og vetrartíma og hafa hádegi klukkan hálfjmjú eða hálffjögur,“ segir hann. Loks segja Bi-yndís og Júlíus að þeir sem kvarta vegna svefnleysis eða truflana eigi við raunverulegan vanda að etja. „Ég hef ekki hitt einn einasta mann á undanfömum 15 árum sem kvartað hefur undan svefntruflunum að ástæðulausu. Maður á alltaf að taka slíka kvörtun alvarlega," segir Júlíus Björnsson að lokum. Svefninn sfjórnast af inn- byggðri klukku og þegar ald- urinn fær- ist yfir tek- ur hún að flýta sér dálítið. BRYNDÍS og Júlíus benda á nokkrar einfaldar leiðir til þess að stemma stigu við svefntruflun- um. Þeim sem eiga í vanda er bent á að reyna að koma eins mikilli reglu á líf sitt og kostur er og að forðast allt sem spillt getur möguleikum á góðri hvíld. „Við getum ekki stjóm- að því hvenær við sofnum en okkur er í lófa lagið að stýra því hvenær farið er á fætur. Ef við festum fótaferðartímann, líka þegar við 'eigum frí, get- um við treyst því að verða alltaf syfjuð um sama leyti eftir smá tíma. Reglan styrkir dægur- sveifluna,“ segir Júlíus. Einnig þurfum við að gæta okkar á því að ekkert í umhverfinu sé að trufla okkur og vera viss um að heilsan sé í lagi. Spenna og streita hafa slæm áhrif, sérstaklega rétt fyr- ir svefn, ekki bara á það hvernig maður sofn ar, heldur líka hvemig maður sefur bendir Júlfus jafnframt á. Hann mælir ekki með því að fólk sem á í svefnvandræðum sofl fram eftir degi um helgar því það geti gert illt verra. Svefnþörfin nær hámarki um ell- efuleytið að kvöldi og segir Júlíus að svefn langt frain á dag eyði fyrirfram af eðlilegri svefn- þörf. Ekki liggja uppí! „Þeir sem eiga í erfiðleikum með að sofna Iiggja oft uppi í rúmi og bíða þess með mikilli óþreyju að geta sofnað. Það er hins vegar það versta sem mað- ur gerir. Sá sem telur sig vera andvaka er oft að smá sofna, þótt ekki sé nema í tíu sekúnd- ur í einu, sem gerir bara illt verra. Eina ráðið er að fara á fætur og finna sér eitthvað að gera þar til þreytan segir til sín,“ segir hann. Mælt er með því að fólk sofí nógu mikið til þess að því líði vel næsta dag en ekki lengur. Styttri vera í rúminu tengist góðri hvíld en löng rúm- lega lélegum svefni sem truflanir verða á. Þá kemur of langur svefn niðurá svefninum næstu nótt. Dagleg híkamleg áreynsla yfir langan tíma leiðir til dýpri svefns en tilviljanakenndar líkamsæfíngar seint á kvöldin hafa engin áhrif eða slæm á svefn næstu nótt benda þau á. Einnig hefur sjaldgæfur eða óvenju- legur hávaði í umhverfinu slæmar afleiðingar þótt maður muni hann ekki næsta dag. Of mikil birta hefur jafnframt truflandi áhrif á svefninn. Mikilvægt er að rétt hitastig sé í svefnherberginu, hvorki of heitt né kalt, því hitastjórnun líkamans starfar ekki í draumsvefni og hættan sú að fólk vakni í svitabaði eða skjálfandi af kulda ef hitinn er ekki við hæfi. Hungur truflar líka svefninn og létt máltíð tveimur klukkustundum fyrir háttinn hjálpar mörgum að festa blund. Loks er bent á að nota svefn- herbergið ekki til annars en að sofa ef svefnvandamál gerir vart við sig. Það er ekki rétti staðurinn fyrir tölvuna, hljómflutningstækin eða önnur heimilistæki undir slíkum kringumstæðuin.. „Samkvæmt ferli náttúrunnar er okkur eiginlegt að vera í rökkri e í nokkra klukkutíma áður f en við förum að sofa. Við er- um hins vegar með sjónvarp- ið og útvarpið í botni, í skærri rafmagnsbirtu með allt á fullu rétt fyrir svefninn. Síðan ætl- umst við til að lognast út af jafn skjótt og slökkt er á tækjunum. Við erum ekki gerð fyrir svona umhverfi. Það tekur tíma að róa sig niður,“ segir Júlíus loks. HÆGT er að rannsaka svefn með tölvu sem mælir heilalínu- rit, augnhreyfingar, spennu í vöðvum, öndun, hjartslátt og fleira. Einfaldar leiðir til að bæta svefn / LAUGARDAGINN 14. OG SUNNUDAGINN 15. MARS ÁÐGANGSEYRIR ER KR. 250 FYRIR FULLORÐNA EN AÐGANGUR ER ÓKEYPIS FYRIR BÖRN. Tískusýningar, sýningabásar og tækifæri til að vinna kvöldverð FYRIR TVO í PeRLUNNI. BrÚÐARSÝNINGIN í PeRLUNNI, LAUGARDAGINN 14. S P E R L A N OG SUNNUDAGINN 15. MARS ER OPIN FRA KL. 13-18 (t STOÐ-2 <30 LlSTAGALLERl SMÍÐAR OG SKART SKÓLAVÖRDUJIÍG 16A • 101 RHYigA\4K ■ SÍMI561 «90 HaNS FeTERM Háaleitisbraut 68 Reykjavík LJOSMYNOARINN ÞARABAKKI3 - SÍMI557 9550 U . ÆsrsfJkssYyb/rs/fxýss Sy&e/fa/ —'s Álfabakka 14a, Reykjavík. ur oy ,'iÁar/yrýb/r - Jfáuyaoey/ 6/ BLÓM, UNDIR STIGAMJM Guðlaugur A. Magnússon Laugavegi 22a, Reykjavík. ICELANDIC JVlODELS Skeifunni 7, Reykjavík. hrtO/Hmuj S K^í P H O LTH 5 0 D SÍMI 5 6 2 0 1 0 2 Miðvangi 41 Hafnarfirði Sigga &Tiwo G U L L S M í Ð I STRANOGÖTU 19 • SfMI 565 4854 ® TOYOTA P. Samúlesson ehf. Nýbýlavegi 4-8, Kópavogi. f^r&rkjókG&fyóni Faxafeni 9, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.