Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.1998, Blaðsíða 8
' 8 B FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÁSDÍS lærði að hrista ním handa níu ára fram úr erminni. DÓROTHEA hefur gaman af því að vinna með spýtur. SVANHILDUR Kristjánsdóttir fagmannleg við vélsögina. Smíðað af lífi og sál ÞÆR smíða það sem þeim flýgur í hug,“ segir Magn- ús Ólafsson iðnkennari stoltur af nemendum sín- um, átta konum á ýmsum aldri á kvöldnámskeiði í trésmíðum. Magnús hefur kennt konum að smíða í tíu ár í hjáverkum, fyrst . hjá Tómstundaskólanum og nú í húsakynnum Iðnskólans. Nemendur hljóta 24 kennslu- . stunda leiðsögn eitt kvöld í viku og byrjað er á byrjuninni þótt kon- umar treysti sér greinilega í hvað sem er. Fyrst er að teikna hlutinn og gera sér grein fyrir því hvers konar efni er hentugt og hvaða þykkt er æskilegt að nota segir Magnús. „Eg gef þeim ráð við inn- kaupin en þær fara og útvega efnið sjálfar. Eftir það er hafist handa við smíðina." Magnús kennir líka undirstöðu- atriði við notkun trésmíðavéla, bæði varðandi öryggi og hvernig á að bera sig að. Þá er farið út í með- ferð sandpappírs, límingar og ein- földustu aðferðir við yfirborðsmeð- höndlun með olíu og lakki. ,l; Einnig kennir hann nemendum sínum að fræsa íyrir festingum og hvernig á að skrúfa saman með þeim tækjum sem í boði eru í dag. „Mér finnst þetta alltaf jafn gaman. Hugmyndirnar sem fram koma eru skemmtilegar og kon- urnar hafa búið til mjög merkilega hluti,“ segir hann. Hafa þær líka yfirleitt mikinn áhuga á þvi að smíða úr tré, einkum nytjahluti eins og sófaborð, eldhúsborð, skápa, hillur, rám og allt hvaðeina. Magnús hefur verið iðnkennari í 20 ár. Hann kennir á daginn í tré- iðnadeild Iðnskólans og segir stelpurnar flinkar við smíðarnar. „Þær velta myndum af fallegum hlutum í blöðum fyrir sér og leggja mikla vinnu í undirbúninginn. Þær leggja mikið upp úr fallegri hönn- un og eru mjög kröfuharðar. Ann- MAGNÚS og Ásta í bollaleggingum um skóskáp. Morgunblaðið/Kristinn SELMA er meira fyrir diskarekka en blómasdlur. Magnds er á gægjum. Prs ■■■■ ' ANDLITSVORUR SEM DEKRA VIÐ HUÐINA! " ars er þetta allt spurningin um áhuga og hugmyndaflug.“ Sex herbergja fuglahús Hugmyndirnar láta heldur ekki á sér standa því ein á námskeiðinu er að sögn að velta því fyiir sér að smíða sex herbergja fuglahús þar sem hver fugl hefur sérinngang. Mikið af vinnunni fer fram heima við eldhúsborðið segir Magnús svo stutt námskeiðið nýt- ist sem best og konurnar mæta í skólann til þess að framkvæma. „I fyrsta tíma set ég þeim fyrir að út- búa efnislista og teikna hverja ein- ingu þannig að þegar hingað er komið er búið að smíða hlutinn í huganum. Það er mikill kraftur í þeim og maður þyrfti helst að vera í þrennu lagi stundum til þess að anna þessu,“ segir hann. Atta konur voru í smíðanámi á önninni sem var að ljúka, sumar í fyrsta skipti, aðrar i hið fjórða eða fimmta. Ekki sást nokkur byrj- endabragur á þeim þegar skóla- stofan var heimsótt og lá mikið við að klára smíðagripina þar sem þetta var síðasta kvöldið. Dórothea Einarsdóttir, smíða- nemi í fjórða sinn, var að leggja síðustu hönd á homskáp sem smíðaður er úr panel frá æsku- heimili hennar í Tungunum. Meðal fyrri verka eru glasaskápur, orgel- stóll með áklæði sem hún saumaði og hilla í vinnuherbergi. „Eg hef gaman af því að vinna með spýtur,“ segir hún og viður- kennir að bömin séu voða stolt af smíðahæfileikunum. Þá á hún reyndar ekki langt að sækja þar sem faðir hennar smíðaði gamla bæinn, frekar en hin systkinin sem öll munu vera dugleg í höndunum. Skemmtilegt og ekki of erfitt Ásdís Einarsdóttir var á sínu fyrsta námskeiði og lét sig ekki muna um að smíða rám handa níu ára syni sínum. Asdís sá námskeið- ið auglýst og ákvað að eigin sögn að slá til enda sérstaklega áhuga- söm um smíðar á yngri áram. Þá hefur hún alltaf haft áhuga á hand- verki. „Þetta er skemmtilegt og ekki of erfitt,“ segir hún og flýtir sér að klára rúmið sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu heima. Selma Antonsdóttir er að smíða diskarekka í eldhúsið og segir að sig hafi lengi langað til þess að vera á smíðanámskeiði þar sem hún fengi að ráða sér sjálf. Selma er enginn nýgræðingur í hand- verki þar sem hún hefur fengist við að gera upp húsgögn en segist fá mikið út úr námskeiðinu. „Eg hef sjaldan gert nokkuð jafn skemmtilegt. Það er sko ekki verið að búa til neinar blómasúlur hér,“ segir hún og horfir íbyggin á diskarekkann sem senn tekur á sig endanlega mynd. Ásta Ásmundsdóttir er á sínu fyrsta smíðanámskeiði en hefur fengist við að smíða húsgögn heima fyrir fjölskylduna því það er ódýrara en að kaupa að hennar sögn. „Þetta er mjög gaman og ég vildi gjarnan gera meira. Mig langar til dæmis að smíða sófa- borð,“ segir hún og lætur sér nægja að smíða skóskáp frá grunni að þessu sinni. hke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.