Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORG UNBLAÐIÐ Hef ánægju af að starfa með fólki Langholtskirkja hefur löngum verið þekkt fyrir mikið og fjölbreytt tónlistarlíf. Séra Jón Helgi Þórarinsson sagði Guð- rúnu Guðlaugsdóttur frá tengslum safnað- arstarfs og tónlistar og fyrirhuguðum endurbótum á kirkjunni. EKKI aðeins er starfandi í tengslum við Langholts- kirkju landsfrægur kór, ásamt nokkrum minni kórum, heldur hefur kirkjan verið notuð sem tónlistarhús allar götur frá vígslu hennar fyrir fjórtán ár- um. Með tilliti til þessa má ætla að starfandi sóknarprestur við Lang- holtskirkju, séra Jón Helgi Þórar- insson, sé réttur maður á réttum stað því hann er einnig tónlistar- menntaður og þurfti að eigin sögn að hugsa sig svolítið um áður en hann valdi að læra til prests frem- ur en að halda á tónlistarbrautina. „Ég er alinn upp við mikla tónlist- ariðkan og í nánum tengslum við kirkjustarf, foreldrar mínir hafa sungið í kirkjukór lengur en ég man eftir mér,“ segir séra Jón Helgi þegar blaðamaður innir hann fregna af uppruna og fyrri störfum áður en hann varð sókn- arprestur í Langholtskirkju fyrir um það bil ári. Jón Helgi er fædd- ur á Akureyri árið 1957 og tók stúdentspróf frá menntaskólanum þar árið 1977. Þá átti hann að baki ríkulega þátttöku í kirkjulegu starfi. „Frá því ég man eftir mér sótti ég messur og hlustaði þar á tónlist og talað orð. Ég man enn eftir sögum úr predikunum t.d. séra Birgis Snæbjörnssonar og Péturs Sigurgeirssonar biskups. Mér fannst að vísu stundum ræð- ur prestanna nokkuð langar og fylgdi þeim ekki alveg þegar sög- urnar voru ekki á dagskrá. Ég hef þessa reynslu hugfasta, ekki síst þegar ég tala til barna,“ segir Jón Helgi. Lærði á orgel frá átta ára aldri Það var mikið sungið á bernskuheimili Jóns Helga og þar voru á stundum haldnar kóræfingar. „Sjálfur söng ég í kórum og á orgel lærði ég frá því ég var átta ára. Um tíma stóð til að ég færi í fram- haldsnám sem organisti, ég var t.d. eingöngu við orgelnám í tón- listarskóla árið eftir stúdentspróf. Ég hafði hins vegar mikið verið við æskulýðsstarf á vegum kirkj- unnar, t.d. starfaði ég við sumar- búðir hennar. Ég var orðinn van- ur að vera leiðandi og standa fyrir kirkjulegu starfi meðal unglinga og barna og fékk snemma hlut- verk í boðunarstarfi. Ég átti því í nokkurri togstreitu, sem lauk með því að ég ákvað að verða prestur. Þá var bróðir minn, séra Pétur Þórarinsson í Laufási, þegar orð- inn prestur. Ég hef aldrei séð eft- ir þessari ákvörðun, ég hef ánægju af að starfa með fólki, en hins vegar hefur tónlistarmennt- unin komið sér vel í prestsstarf- inu.“ Séra Jón Helgi vígðist árið 1983 til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, var þar annar prestur af tveimur við hlið séra Bernharðs Guð- mundssonar. „Þar var ég í níu mánuði hjá afar góðu fólki. Ég segi stundum að ég hafi fengið þjálfun sem prestur undir hand- leiðslu séra Bernharðs, sem var dýrmætt. Síðan sótti ég um Dal- víkurprestakall árið 1984 og var þar prestur þar til ég sótti um Langholtsprestakall í árslok 1996 og hóf hér störf 1. janúar 1997. Það er mikill munur á starfi prests úti á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir norðan var ég í 1.800 manna prestakalli og sinnti fjórum kirkj- um. Persónuleg tengsl milli prests og sóknarbarna í slíku prestakalli eru miklu meiri en gerist hér. Ég þekkti fáa í sókn- inni áður en ég kom til starfa en fljótlega tókust góð kynni milli mín og fólksins í prestakallinu. Slík nálægð skiptir miklu máli varðandi boðun og sálgæslu. Ann- að starf, svo sem fræðsla, var hins vegar miklu minna en hér er. Prestur hér í þéttbýlinu hefur fyrst og fremst aðsetur í sinni kirkju og tekur þar á móti sóknar- börnum sínum, sem skipta þús- undum og langan tíma tekur að kynnast, því „akurinn er svo stór“. Ég þekkti hins vegar Lang- holtskirkju, hafði verið hér í kór hjá Jóni Stef- ánssyni í eitt ár meðan ég var í háskólanum. Þau kynni hjálpuðu mér mikið þegar ég kom hér til starfa. Það var með mikilli eftirsjá sem ég og fjölskylda mín kvöddum Dal- vík, þar hafði okkur konu minni, Margréti Einarsdóttur kennara, og sonum okkar þremur liðið vel, en mér fannst ég hins vegar standa á tímamótum og verða að velja á milli þess að ílendast á Dalvík eða kynnast nýjum kring- umstæðum. Mér fannst ögrandi að takast á við að vera prestur í svo ólíku prestakalli og vinna að sköpun samfélags svo margs fólks, bæði sóknarbarna og margra annarra sem sækja þjón- ustu til þessarar kirkju en eru bú- Ég hneigist að litríku, viðamiklu og klassísku messuformi settir utan Langholtssóknar. Mér fínnst mjög gaman að vera hér.“ Ríkt tónlistarlíf sameinar „Tónlistarlíf er öflugt frá fornu fari í Langholtsprestakalli, ég hef mikinn áhuga á að byggja upp safnaðarstarf í nánum og fjöl- breyttum tengslum við tónlistina. Fimm aðilar vinna að tónlistar- starfi hér, allt frá því að vera með söng fyrir fjögurra til sjö ára börn, kórskóla fyrir átta til ellefu ára, Gradualekórinn, kór Lang- holtskirkju og Kammerkór, og svo er kór fyrir fyrrverandi félaga kórs Langholtskirkju, hér er líka sungið með börnum og gamla fólkinu, allur þessi söngur er far- vegur fyrir fólk til að koma og starfa í kirkjunni, tengjast henni og starfi hennar. Þetta ríka tón- listarstarf sameinar þennan söfn- uð og fólkið sem það stundar leggur mikið af mörkum. í viðbót við tónlistarstarfið er unnið mikil- vægt fræðslustarf og hér er rót- gróið kvenfélag sem mikið hefur starfað og loks er nýlega búið að stofna hér safnaðarfélag sem er hugsað sem vettvangur fyrir sóknarbörn til að koma saman og starfa, til dæmis sem sjálfboðalið- ar í starfi fyrir aldraða og í fjár- öflun fyrir kirkjuna. Loks ber að geta þess að við Langholtskirkju er starfandi djákni sem sinnir kærleiks- og líknarþjónustu ásamt fræðslu." Nýtt orgel Safnaðarstarf í Langholts- kirkju fer greinilega mikið fram í tengslum við tónlist, það er því ekki að kynja þótt lögð sé áhersla á að kaupa orgel í kirkjuna, gamla orgelið sem nú er notað er í eigu Langholtskórsins og er ekki stórt í sniðum. „Orgelið hefur í margar aldir verið þýðingarmikið í helgi- haldi hinnar lútersku kirkju,“ seg- ir Jón Helgi. „Stofnaður var org- elsjóður við Langholtskirkju árið 1953, en verulegur kraftur kom í söfnunina árið 1992. Kirkjan þarf að eignast hljóðfæri sem hæfir starfsemi hennar, Langholts- kirkja er eitt mest notaða tón- leikahús höfuðborgarsvæðisins. Mjög var haft í huga við hönnun kirkjunnar að hljómburður væri SÉRA Jón Helgi Þórarinsson. Morgunblaðið/Golli góður. Hljóðfærið sem nú er not- að takmarkar hins vegar mjög hvaða tónlist hægt er að flytja. Búið er að gera samning við bandarískan orgelsmið um smíði nýs orgels og á að vígja það á næsta ári þegar kirkjan verður fimmtán ára.“ Nýir steindir gluggar „Kirkjur þurfa viðhald eins og önnur hús. Búið er að lagfæra kirkjuna alla að utan og mála hana og í framhaldi af því á að ljúka við kirkjuna að innan. Gera þarf endurbætur á gólffletinum í kringum altarið. Lagfæra þarf gólfið og fylla upp í gryfju sem er á bak við altarið, svo fleiri komist þar fyrir. Einnig þarf að klæða loftið til að laga hljómburðinn enn frekar, smíða nýtt altari og skírn- arfont. Setja á nýja orgelið við kórgaflinn og loks er verið að hanna steinda glugga í alla kirkj- una. Gluggarnir verða settir þannig upp að þeir endurkasti hljómnum rétt. Sigríður Asgeirs- dóttir glerlistamaður hannar um- rædda glugga. Við höfum séð hug- myndir hennar og erum mjög ánægðir með hennar vinnu. Hún vann stóru gluggana í göflunum út frá tveimur ritningartextum. Sá við kórinn er unninn út frá textanum: „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér.“ Glugginn að framan- verðu er unninn út frá texta sem tengist gleð- inni: „Verið ávallt glaðir í samfélagi við Drottin." Gluggarnir þjóna hlut- verki altaristöflu og auk þess að setja geysilega mikinn svip á kirkjuna hafa hinir steindu glugg- ar einnig því hlutverki að gegna að koma í veg fyrir að sólin skíni í augu sóknarbarnanna við messur, núna sér fólk sem situr á ákveðn- um stöðum í kirkjunni ekki upp að altarinu margar vikur á ári, þegar sólin skín.“ Hneigist að litríku messuformi Næst beinist talið að helgihaldi og messuformi. „Ég hneigist að litríku, viðamiklu og kiassísku messuformi, mér finnst það góður farvegur fyrir mína tilbeiðslu. Ég vil gjarnan hafa nokkra „mystik" í kringum helgihaldið," segir Jón Helgi. „Ég geri mér hins vegar grein fyrir að aðrir hafa kannski öðruvísi þarfir og reyni að mæta þeim. Altarisgöngur eru hér frem- ur regla en hitt og ég legg mikla áherslu á að söfnuðurinn taki sem mestan þátt í messunni. Hér tekur söfnuðurinn ríkan þátt í sálma- og messusöng.“ Form hins lúterska helgihalds og starf kirkjunnar á íslandi hefur eðlilega tekið ákveðnum breytingum í tímans rás. „Um tíma einkenndi nokkuð strangur kirkjuagi starf hennar, upp komu ýmsar stefnur, svo sem heittrúarstefna, og á nítjándu öld kom upplýsingastefnan, sem lagði mikla áherslu á fræðslu og felldi t.d. burt úr helgihaldinu alla lofgjörðarþætti. Sú stefna mótaði helgihald kirkjunnar lengi fram eftir þessari öld. Séra Sigurbjörn Einarsson biskup segir í hirðisbréfi sínu 1960 að taka þurfi upp nýjan messusöng í kirkjunni og leggja áherslu á lof- gjörðina, taka upp hina gömlu messuliði aftur. Það tekur langan tíma að breyta svona hlutum, því bæði eru prestar íhaldssamir og einnig söfnuðir. Jón Stefánsson organisti lærði hjá dr. Róbert Abraham Ottóssyni, sem var söngmálastjóri hjá Sigurbirni biskupi og vildi efla mjög bæði klassíska messu og almenna þátt- töku safnaðarins. Þegar Jón Stefánsson kom hér til starfa um 1965 fylgdi hann þessari stefnu, hann hefur einnig verið virkur í helgisiðanefnd kirkjunnar fram á þennan dag. Sumir hafa talið Langholtskirkju á vissan hátt „framúrstefnukirkju“. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson sóknarprestur hér var snemma opinn fyrir nýjungum, hann var til dæmis með poppmessur sem voru vel sóttar af ungu fólki. Hér hefur því undanfarna áratugi verið reynt að mæta þörfum ólíkra hópa og þeirri stefnu verður fram haldið. í Langholtskirkju er hefð fyrir fjölbreyttu kirkju- og safn- aðarstarfi. Togstreitunni lauk með því að ég ákvað að verða prestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.