Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ Sandöy er þekktur fyrir rann- sóknir sínar á norskum mállýskum, norsku talmáli, skyldleika vestur- norrænna mála og norskri, ís- lenskri og færeyskri málstefnu. Hefur hann ritað bækur um þessi efni auk greina í blöðum og tíma- ritum. Veturinn 1970-71 var hann við nám hér á íslandi og lærði þá ís- lensku svo vel að hann talar hana reiprennandi, er með lítinn hreim og gerir fáar villur eins og kannski má gera ráð fyrir hjá málvísinda- manni. Einnig hefur hann dvalist í Færeyjum og þekkir vel til þar. Sandöy er mikill stuðningsmað- ur nýnorsku sem var búin til á lið- inni öld með það í huga að efla þjóðarvitund Norðmanna. Nýnorskunni var því stefnt gegn bókmálinu sem embættismenn og heldra fólk notaði en hefur ekki náð að verða tunga allra lands- manna. 20% Norðmanna nota hana nú sem ritmál í stað bókmálsins, að sögn Sandöy. Talmálið er sem fyrr einfaldlega sú mállýska sem notuð er á hverjum stað eða landssvæði. Athyglisvert er að Norðmenn sletta með öðrum hætti en t.d. Danir sem nær undantekninga- laust taka enska orðið óbreytt inn í málið. Frændur þeirra í Noregi bæta oft við eigin málfræðiending- um, segja t.d. job (starf), í fleirtölu jobber. Danir segja jobs, nota ensku fleirtöluna. „Viðbrögðin voru öflug við tillög- unni um að laga ritháttinn á 60 enskum orðum að norskunni. Það hafa aldrei verið jafn margir fréttamenn á ársfundi norsku mál- nefndarinnar og fyrir tveim árum þegar við ræddum málið. Nokkrir komu frá öðrum löndum, Hollandi, Kanada, Svíþjóð og Danmörku. Margir voru neikvæðir. Gerðir voru útvarpsþættir um hugmynd- ina, birtar um 500 blaðagreinar vegna málsins. Flestar þeirra voru á móti til- lögunni. Fólki fannst erfitt og skrítið að hugsa sér að læra að stafsetja orðið með öðrum hætti á norsku en gert er í upprunalega málinu, ensku. Þá yrði fólk að kunna að skrifa sama orðið á tvo vegu. En við teljum að miklu skipti að ritunin og framburður orðanna falli sem best að málkerfi norskunnar, sé ekki eins og að- skotahlutur og geti þannig ruglað málkenndina smám saman í sam- vinnu við aðrar slettur. Þið íslendingar smíðið ný orð en notið líka orð af erlendum stofni, talið um bíla, flensu, en hafið lagað þau að málkerfinu. í Noregi verð- um við á hinn bóginn miklu oftar að nota slík orð, sætta okkur við að stofninn sé erlendur, jafnvel þegar við ráðleggjum annað en enska orðið. Við viljum t.d. að airconditioning sé kallað klimaan- legg. Klima er auðvitað af erlend- um uppruna en hefur verið notað í nokkrar kynslóðir og er borið fram á norsku. Það er þess vegna ekkert fram- burðarvandamál tengt því en öðru gegnir um orð eins og aircondition- ing eða barbecue. Þau hlíta engum norskum framburðarreglum og lagast ekki að málkerfinu. Áhrif þýskunnar Reyndar er mjög mikið af orða- forða norskunnar af erlendum upp- runa, sé farið nógu langt aftur í tímann. Um 30% t.d. úr þýsku frá því að Þjóðverjar voru umsvifa- miklir í Björgvin og víðar í landinu fyrr á öldum. En þýsku orðin hafa lagað sig að kerfinu. Ensku orðin eru miklu fæm en við erum að verða tvítyngd þjóð, svo margir kunna ensku og áhrifin því mjög öflug. Oft er notuð enska á fundum og greinar skrifaðar á ensku. Enskan gæti því stofnað norsk- unni í hættu í framtíðinni, sama gæti gerst með íslenskuna. Það týnast um 100 tungumál í heimin- um á hverju ári.“ Námskeið fyrir aðstandendur alkóhólista og aðra meðvirka hefst þann 17. mars nk. í Jógastöðinni Heimsljósi. • Á námskeiðinu verður fræðsla um samskipti, tilfinningar, mörk og varnir. • Fyrirlestrar, hópvinna, hugleiðsla, s amskiptaæfingar. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Óladóttir í símum 897 7225 og 552 4428. 23.-27. mars. kl. 9-13. Þetta námskeið er ætlað þeim sem vinna við umbrot og hönnun timarita. Það sem tekið er fyrir á námskeiðinu er meðal annars: Grunnform tímarita, myndir og myndskurður. Textafletir og samspil þeirra með myndum. Litameðferð og verklegar æfingar I þessum þáttum og fleirum. Námskeiðið er 20 klukkustundir. Prenttæknistofnunar Skráningar á námskeið eru í síma 562 0720 Tölvuskóli SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 B l'F Flugleiðir efna til námskeiðs fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Slfk námskeiö eru yfirleitt haldin á vegum flugfélaga f löndum í kringum okkur. Þessi námskeið hafa flest svipaða uppbyggingu þar sem kenndar eru aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni, fræðsla er um þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu og farið er í skoðunarferðir um flugvöil. Námskeiðinu lýkur með flugferð til einhvers af áfangastöðum Flugleiða erlendis til að láta reyna á áhrifln. Leiðbeinendur eru Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Páll Stefánsson flugstjóri. Verð er 30.000 kr. (allt innifalið). Námskeiðið hefst 31. mars n.k. og fer skráning fram í starfsþróunardeild í síma 50 50 173 eða SO 50 152. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur feriafélagi Á Heilsárs orlofshús Starfsmannafélög og einstaklingar, sem áhuga hafa á aö eignast gullfallegan og vandaöan heilsársbústað með öllum hugsan- legum þægindum. Hitaveita, rafmagn, kalt vatn, heitur pottur og í verönd. Bústaðurinn stendur á besta stað á Suðurlandi í kjarrivöxnu landi. Fjarlægð frá Reykjavík ca 120 km. Upplýsingar gefur: Heimir Guðmundsson, byggingarmeistari, Þorlákshöfn, sími 892 3742. Verðurþú flðeins 1% leikskóla kennara er karlar og því vantar sárlega karlkynsímyndir fyrir kynslóðir næstu aldar til að gefa rétta mynd af kynjamynstri þjóðfélagsins. Nær helmingur lands- manna er jú karlar! ímynd V. ' f .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.