Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MIKLAGLJUFUR
GRAND CANYON
stækkafl j j l.
svæöi
Jarðfræði
Kortið sýnir upphleðslu
jarðlaga i Miklagljúfri
og skiptingu þeirra eftir
gerð og aldri. Einnig
má sjá þykkt þeirra og
hvaða umhverfis-
aðstæður voru ríkjandi,
þegar jarðlögin
mynduðust fyrir
milljónum ára. /' '' T,
V
v.
Setmyndunar- umhverfi Þykkt (metrar) Aldur (milljón ár) Jarðsögulegur tími
SJÓR 90-155 250
SJÓR 75-140 260 Mið Perm
EYÐIMÖRK 15-110 270 Q
FLÓÐSLÉTTA 75-305 280 —1
FENJASVÆÐI 290-415 300 Neðra Perm c/) LL-
SJÓR 140-215 330 Kol z rr
10-305 370 Efra Devon o
° SJÓR 15-305 530
SJÓR 60-140 540 Kambrium
30-90 550 Neðra Kambríum
SJÓR 4.600 800-1.200 Efra Forkambríum cd
MYNDBREYTT SJÁVARSET 1.700 Neðra Forkambríum s S
[ INNSKOT o U-
INDÍÁNARNIR sem komu yfir hásléttuna að barmi
Miklagljúfurs horfðu á þetta undur náttúrunnar og
fannst lýsa því best að kalla það „fjöll á hvolfi“.
Hvergi nema í Miklagljúfri er hægt að lesa mótun
jarðarinnar tvo milljarða ára aftur í tímann, nær
helming jarðsögunnar. Eitt sinn lá haf yfir þar sem nú
er háslétta og í árþúsundanna rás hafa ár sorfið jörð-
ina, landris og jarðskjálftar skælt hana og undið.
Klettaveggirnir sýna að eitt sinn voru þama fjöll á
hæð við Himalaya-Qöllin.
Colorado áin hefur mótað gijúfrið síðustu milljónir
ára. Á botni þess hafa jarðfræðingar fundið ævaforn-
ar, steingerðar lífverur
sem minna á marglyttur og
eftir því sem ofar dregur
er hægt að rekja þær
breytingar sem oröið hafa
á jörðinni.
Frá syðri að nyrðri brún
Miklagljúfurs eru 800
metrar þar sem gljúfrið er
þrengst, tæpir 30 kflómetr-
ar þar sem það er breiðast
og farvegur Colorado-ár-
innar um það telst alls um
446 kflómetrar. Frá norð-
urbrún gljúfursins em allt
að 1,9 kflómetrar niður á botn, en frá syðri brúninni
um Vk kílómetri. Við Miklagljúfur em sex loftlags-
belti, allt frá eyðimörkinni á botni gljúfursins að snævi
þöktum tindum San Francisco fjallanna suður af
Miklagljúfursþorpi. Það er því ekki undarlegt þótt
ferðalangar, sem hrylla sig í morgunkulinu á barmi
gljúfursins, eigi bágt með að áttíi sig á hitanum þegar
neðar dregur.
Flóðunum stjórnað
Rennsli Colorado breyttist árið 1964, þegar stíflan f
Glen gljúfri komst í gagnið og griðarlegt uppistöðu-
lón, Powell-vatnið, myndaðist fyrir ofan hana. Stíflan,
sem er um 230 metra há, hefur komið í veg fyrir hin
miklu flóð, sem byltust niður gljúfrið. Þessi breyting
olli að vísu nokkrum áhyggjum, því flóðin höfðu áhrif
á lífrfldð í ánni. Áður hafði framburður árinnar verið
uin hálf milljón tonn á sólarhring, en er
nú aðeins tíundi hluti þess. Til að
vega upp á móti þessum breytingum
hefur gríðarlegu vatnsmagni verið
hleypt í gegnum stífluna af og til,
til að líkja eftir flóðunum. Minni
flóð, sem orsakast af miklum
rigningum á afmörkuðum svæð-
um, æða enn ofan smærri gljúf-
ur. Fyrirvarinn er nánast eng-
inn. Fyrir þremur árum lést
hópur ferðauianna, sem var
á göngu í litlu gljúfri með
lygnu vatni þegar risastór
fióðbylgja kom á móti
þeim eíns og veggur,
fyllti gljúfrið og hreif
allt með sér í aurlitað
vatnið.
Fyrstir á ferð fyrir 11 þúsund árum
Fyrir rúmum 11 þúsund árum voru fyrstu indianarnir
á ferli við Miklagljúfur. Aðrir ættbálkar fylgdu í kjölfar-
ið. Árið 1932 fiindust Iitlar dýramyndir úr viðartágum
faldar f sprungum klettaveggjanna og reyndust vera
fjögur þúsund ára gamlar.
Árið 500 bjuggu Anasazi-indfánar við Miklagljúfúr.
Þeir voru fyrst og fremst veiðimemi, en fengu síðar við-
umefndiö „körfugerðar-Anasazi" þjá fomleifafræðmg-
um, sem fundu ýmis ummerki um þá list ættbálksins.
Cohonina-ættbálkurinn bjó þar ekki ljarri og virtust
þessi tveir ættbálkar lifa
svipuðu lífi í sátt og sam-
lyndi.
Menning Anazasi-indfána
stóð með mestum blóina á
12. öld. Þeir voru farnir að
stunda ýmis konar akur-
rækt, gera leirmuni af list
og áttu mikil viðskipti við
aðra ættbálka, bæði þar
na-iTÍ og allt að Kyrrahafs-
ströndiimi. Heimur þeirra
hmndi í kjölfar langvarandi
þurrka og þeir fluttu sig um
set, að Rio Grande.
Um 150 árum síðar settist annar ættbálkur, Cerbatar,
að við suðurbrún Miklagljúfúr. Afkomendur þeirra eru
Hualapai og Havasupai-indíánar, sem nú búa á vemdar-
svæðum við vesturhluta gljúfursins. Um svipað leyti sett-
ust Paiutar að við norðurbrúnina.
Síðastir í röð ættbálka indfána, sem settust, að við
Miklagljúfur, vom Navajo-indíánai', náskyldir Apache-
indfánum. Þeir voru veiðimemi, en fljótir að tileinka sér
akurrækt. Síðar byggðu þeir hús að hætti spænskra
landnema og hófu sauðfjárrækt. Vegna aðlögunarhæfn-
innar ríktu þeir yfir svæðinu og em nú stærsti indfána-
ættbálkur Norður-Amerfku. Vemdarsvæði þeirra nær
yfir allan austurhluta Miklagljúfurs og þar búa þeir,
litlu færri en íslendingar allir, eða um 250 þúsund. Á
verndarsvæðunum við Miklagljúfur búa nú fimm ætt-
bálkar, Navajo, Hopi, Havasupai, Paiute og Hualapai.
Þeir lifa af Iandbúnaði, ferðaþjónustu og listmuna-
gerð.
Hrikalegur farartálmi
Þeir fáu hvítu menn sem komu að Miklagljúfri
á fym hluta sfðustu aldar stöldruðu stutt
við, enda töldu þeir ekki eftir
neinu að slægjast.
Gljúfrið var hrika-
legasti far-
artálmi
sem á leið
þeirra varð
og yfir það
koinst engimi
nema fúglinn
fljúgandi, eða sá
sem þekkli stíga
indfána. Á sfðustu
áratugum uftjándu
aldar fór hvftum mönnum að fjölga við gljúfrið, enda
höfðu þeir þá uppgötvað kopar, sink og blý í kletta-
veggjunum. Vinnslan var hins vegar injög erfið og fljót-
lega komu menn auga á arðbærari atvinnuveg. Ferða-
þjónustu. Árið 1905 var fyrsta hótelið á suðurbarmi
Miklagljúfurs opnað og stendur þar enn. Til allrar ham-
ingju báru upphafsmenn ferðaþjónustu og allir spor-
göngumenn þeirra gæfu til að raska umhverfinu sem
minnst og gæta þess að byggingar féllu sem best að því.
Gljúfrið var friðað og varð þjóðgarður árið 1919. Þjóð-
garðurinn stækkaði um helming árið 1975, þegar mikið
svæði við gljúfrið var lagt undir hann. Þangað koma nú
um fímm milljónir ferðamanna árlega.
VIÐ ókum hlykkjóttan veg
á milli hávaxinna trjáa og
veltum því fyrir okkur
hvenær við kæmum á
áfangastað. Við höfðum
þegar ekið um hlið þjóðgarðsins og
miðað við vegalengdina sem við
höfðum lagt að baki áttum við að
vera komnar að gljúfrinu. Skyndi-
lega sáum við stórt bílastæði á
hægri hönd þar sem fjölda bíla var
lagt. Ferðalangar stóðu við brún
stæðisins og mændu eitthvert út í
buskann. Við stöðvuðum bflinn,
gengum út og í átt að fólkinu.
Þarna var það þá, eitt af undrum
heimsins, gríðarlegt gljúfur svo
djúpt, stórskorið og mikilfenglegt
að okkur skorti orð. Miklagljúfur.
Grand Canyon.
Litli bílaleigubfllinn hafði erfiðað
upp á við allan daginn, allt frá því
að við ókum inn í Arizona frá Kali-
forníu eftir hinum fræga þjóðvegi
Route 66. Við höfðum svosem ekki
leitt hugann neitt sérstaklega að
puði bflsins og í raun átti ég von á
að koma að fjallagörðum við
Miklagljúfur. Eg hafði aldrei
ímyndað mér að standa á sléttri
brún og horfa niður á öll ósköpin.
En þetta er jú gljúfur, ekki fjall-
lendi.
Miklagljúfursþorp
Við komum að suðurbrún gljúf-
ursins, eins og flestir ferðamenn
sem þangað leggja leið sína. Þarna
hefur risið Miklagljúfursþorp, eins
og heimamenn kalla það, en þorpicf
er fyrst og fremst hótel og gisti-
heimfli. Þess er hins vegar vand-
lega gætt að mannvirki verði ekki
of áberandi á skógi vaxinni bnin-
inni; flest eru hótelin í mesta lagi
tveggja hæða timburbyggingar,
sem falla vel inn í skóglendið. Eng-
ar hamborgarabúllur eða kókvélar.
Við gistum í Yavapai Lodge og
fengum þar mjög rúmgott her-
bergi.
Við komum að Miklagljúfri síð-
degis á miðvikudegi, svo það var út-
séð um að við færum mikinn könn-
unarleiðangur þann daginn. Frá
hótelinu var hins vegar stuttur
gangur um skóglendi, þar sem gæf
dádýr rölta á milli trjánna, að suð-
urbrún gljúfursins. Frá brúninni
sést vel niður á botn, þar sem
Colorado-áin er eins og örmjór silf-
urþráður. Stígurinn meðfram
gljúfrinu sjálfu er þokkalegur
spotti og ótrúlegt að sjá hvernig
þverhníptur klettavegurinn tekur
við fyrir utan girðingu eða hlaðinn
steinkant. Engin furða að fólk fari
sér að voða ef það álpast út fyrir
stíginn.
Við ákváðum að ganga daginn
eftir niður í gljúfrið, eftir svokölluð-
um „Bright Angel“ stíg. Þá leið
fundu Indíánar fyrr á öldum, en
hvítir sáu sér leik á borði síðar
meir, endurbættu stíginn, lögðu
hann undir sig og kröfðust tolls af
STIGUR hins skínandi engils liggu
Indíánagan
é||| VEÐUR skipast
skjótt í lofti í Iandi
Miklagljúfurs, hvenær
ársins seni er. Á sumrin
er heitt og þurrt í
Miklagljúfursþorpi, en
stórfengleg þrumuveður
geta skollið á nánast fyr-
irvaralaust og hitastigið
hríðfallið. Að vetrarlagi
er heljarkuldi og snjó-
koma, en þó sérstaklega
á norðurbrúninni, sem er
allnokkru hærri en sú
syðri.
Á sumrin er ekki óal-
gengt að hitastigið á
brún sé frá 20 gráðum á
celcius, en á sama tíma
er allt að 40 gráðu liiti
við gljúfurbotn.