Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 14
^14 B SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR IVIATARLIST/Geturpasta sameinað heilaþjóð? Englahár, fiðrildi og skeljar úr hveiti Á ÍTALÍU heyrði ég eitt sinn pastanu líkt við mömmuna: la pastaciutta e come la mamma, sagði viðkomandi. Því fylgir að ósekju ástúð, það er hollt, heitt, öruggt, bragðgott og ódýrt. Italir líkja því sem sagt við móð- urfaðm og það er ekki að undra, því eftir að hafa upplifað pastamenningu þjóðar sem státar af yfir 50 ólíkum tegundum af pasta, finnst manni þetta vera jafnómissandi þáttur í lífinu og mamman. Pasta er nefnilega ekki bara pasta. Flestir kannast við spaghetti og einnig fást hér orðið fjölmargar tegundir af pasta eins og fusilli, eonchiglie, rigatoni, macaroni, far- falle (fiðrildin vinsælu), tagli- atelle, lasagna- blöð, canneloni og fleiri tegund- ir. Samt er þetta aðeins örlítið brot af þeim pastategundum > sem framleiddar eru. Sumum finnst e.t.v. einkennilegt að verið sé að framleiða alls kyns krúsidúll- ur úr sama hráefninu, og skýra þær alls kyns furðunöfnum úr t.d. dýraríkinu og eins bera margar „pastadúllurnar“ nöfn sem tengj- ast trúmálum eins og t.d.: engla- hár og avemaríur. Mörgum kann að þykja þetta vera allt sama tób- akið og alger þvælufæða. Stað- reyndin er hins vegar sú að Italir státa af einni hollustu og fjöl- „ breytilegustu eldhúsmenningu heims og þar leikur pastað lykil- hlutverk. Állar þessar ólíku skrúf- ur og strengir og Guð má vita hvað úr hveiti, ásamt aragrúa af allskyns pastasósum og meðlæti, gera máltíðina eitthvað svo líflega, nærandi fyrir líkama og sál og ímyndunaraflið fær lausan taum- inn. Frægt orðatiltæki á Italíu er: „Af hverju eldum við ekki tvo skammta af spaghetti og tölum ekki um þetta meir“. Pastað er semsé þekktur sem mikill friðar- stillir. Margir hafa einnig haldið því fram að pastað hafi sameinað Italíu og sé það sem sameini fólk af ólíkum stéttum og uppruna í eina stóra pastaveislu, sem nærir bæði líkama og sál, græðir og sættir eins og mamman. En það er ekki sama hvernig og hve lengi maður sýður herlegheit- in. Nóg skal vera af vatni og best er að nota pott sem er lágur og víð- ur til þess að fá sem mestan hita af hellunni. Ekkert lok skal vera á pottinum og setja skal ca. 10 gr af salti út í hvem 1 af vatni. Pastað er sett í litlum skömmtum út í vatnið eftir að suðan er komin upp. Gott ráð til að forðast það að pastað klessist saman er að skvetta smá- ólífuolíu út í sjóðandi vatnið. Lækkið hitann þegar pastað er komið út í, ekki of mikið þó. Leið- beiningar utan á pastapökkum stórmarkaða eru yfirleitt ca. rétt- ar, en best er þó að smakka pastað til þar til það er „al dente“, eða ekki alveg „soðið“ eins og við segj- um, maður gæti e.t.v. sagt að það eigi að vera „medium rare“ á kjöt- máli. Þetta er ekki bara einhver ítölsk sérviska, heldur er pastað mun bragðmeira og auðmeltan- legra sé það eldað á þennan hátt. Best er náttúrlega að búa til sitt eigið pasta og það er ekki svo tíma- frekt þegar maður kemst upp á lagið með það. Ein aðferðin til að vita hvort pastað sé „al dente“ er að slengja einni ræmu með gaffli á einn eldhúsvegginn og ef það situr þar eftir er allt eins og það á að vera. Það er sem sagt mikið fjör sem fylgir pastaeldamennskunni. Það er eins mjög mikilvægt áður en vatnið er síað frá pastanu að hella einum bolla af köldu vatni út í pottinn til að stöðva suðuna, þetta kemur í veg fyrir ofsuðu. Hvað á svo að drekka með pasta, vatn eða vín? Vatn er náttúrlega alltaf gott og við hæfi, en það má líka íhuga orð Baudelaire: „Sá sem drekkur bara vatn hefur eitthvað að fela.“ Ef maður fær sér vínglas með pastanu, skal gæta þess að það fari vel með þeirri sósu eða meðlæti sem er með pastanu. Ef um sjávarréttapasta er að ræða á hvítt, þurrt hvítvín yfirleitt við; ef kjöt er í sósunni getur verið gott að drekka þurrt, létt rauðvín með; með grænmetispasta passar létt rósavín ágætlega og með villibráð er gott að drekka ögn þyngri og meiri rauðvín. Franski matarheimspekingurinn Brillat-Savarin sem ég hef oft vitn- að í sagði „að örlög þjóðar ákvörð- uðust af mataræði hennar“. Ég held að mildð sé til í þessari full- yrðingu. Hver þjóð býr náttúrlega yfir sinni matarhefð og mataræði í suðrænum löndum er ólíkt því sem tíðkast hér á norðurhjaranum, sitt hæfir hverju. En við getum líka lifgað upp á okkar eigin matar- menningu með samkrulli úr eld- húsum hinna ýmsu heimshoma og yljað okkur þannig um hjartaræt- urnar yfir hina dimmu vetrarmán- uði og eins um bjartar sumarnæt- ur, því pasta á alltaf við, alls staðar. Því til stuðnings fylgir hér upp- skrift að fljótlegu „miðnæt- urpasta", sem má auðvitað líka elda á öðrum tímum sólarhrings, en er tilvalið nætursnarl engu að síður. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur Suðræn smáfiðrildi 400 gr farfalline eða farfalle ____________(fiðrildapastg)_________ ____________1 /4 dl rjómi___________ _______3 safaríkar appelsínur_______ 250 gr niðurrifinn t.d. Ementhaler, ____________eða óðalsostur__________ ____________smjörklípa______________ salt og pipar Eldið pastað samkvæmt leið- beingunum að ofan, gætið þess að enginn verði fyrir heitu fiðrildinu ef þið leyfið því að fljúga af gaffli á vegginn! Hitið rjómann, bætið smjörklípunni út í og hrærið vel. Hellið því næst safanum af tveimur appelsínum út í rjómann. Síið vatn- ið frá fiðrildunum, hrærið smá- smjörklípu saman við það og síðan sósunni og ostinum þar á eftir. Skreytið diskana með litlum appel- sínubitum. alla virka daga kl. 17.05 © Rás 1 http://www.ruv.is TANNLÆKNISFRÆDI//A;^ eru tannstólfiar (implönt)? Munnhirða og eftirlit titaniumtanna MYNDIRNAR sýna augntönn uppbyggða með titanium-tannstólpa og postulínskrónu. í FYRRI grein minni skilgreindi ég implönt eða tannstólpa og ræddi um þörf manna fyrir við- komandi aðgerðir. I þessari grein verður fjallað lítillegl um meðferð og munnhirðu, sem téngist titani- um-tannstólpum. Meðferð skiptist í tvo áfanga. I þeim fyrri er gerð skurðað- gerð, venjulega í staðdeyfingu, þar sem einum tannstólpa eða fleirum er komið fyrir í kjálkabeini. Fljótlega eftir aðgerð, þegar dregið hefur úr bólgu, getur fólk notað sín gömlu tanngervi, gervi- tennur eða tann- parta eins og fyrr en beðið er í þrjá til sex mánuði á meðan bein grær að titan-stólpun- um og festir þá við kjálkann. Lengd biðtímans fer eftir því um hvorn kjálkann er að ræða þar sem beingræðsla og festing stólpans gengur mun hraðar fyrir sig í neðri kjálka. Aldur og líkam- legt ástand sjúklings skiptir máli eins og við græðslu almennt. Ef nægilegt bein er til staðar og ein- staklingurinn tiltölulega heilsu- hraustur er sjaldgæft að aðgerð sé talin óráðleg. í byrjun seinni áfanga meðferð- arinnar er framlengingum, titani- um-krögum, sem skaga inn í munn- inn, bætt á titan-stólpana og sjálf tanngervasmíðin getur hafist. Kragamir sem standa þannig upp úr slímhúðinni þjóna sem ankeri og festing fyrir tanngervin sem eru plast- eða postulínstennur (sjá mynd). Árangur meðferðar byggist að nokkru á einstaklingsbundnum græðslueiginleikum í slímhúð og beini og vitaskuld er árangur aldrei tryggður fyrirfram. Fari svo, að festa náist ekki fyrir einstaka implönt, má endurtaka aðgerðina síðar ef aðstæður leyfa. Beinflutningur, beingræðsla, getur einnig komið til greina til þess að byggja upp svæði sem erfitt yrði annars að nýta vegna beinrýmun- ar. Munnhirða og eftirlit: Mikilvægt er, að fólk hirði vel um implönt sín ekki síður en eigin tennur, og mörg sömu tæki og not- uð era við venjulega tannhreinsun svo sem tannþráður, burstar og stönglar koma að góðum notum. Nauðsynlegt er, að tannlæknir fylgist reglulega með ástandi im- plantanna til þess að gripið sé tím- anlega inn í ef munnhirða fer úr- skeiðis. Þær bakteríur sem valda tann- vegsbólgum í kringum eigin tennur geta vissulega einnig gert usla í kringum ígrædda titanium-stólpa. Margar rannsóknir sem unnar hafa verið á undanfórnum áram benda eindregið til þess að tóbaks- reykingar hafi í för með sér lakari græðslu og aukið niðurbrot mjúk- vefja og beins kringum tennur. Ekki er ástæða til þess að ætla að málum sé á annan hátt farið kring- um implönt. Enda þótt implönt séu ekki alls- herjar lausnarorð þar sem tennur hafa tapast er ljóst, að þau hafa reynst veraleg bót þar sem þau henta. eftir Sigurjón H. Ólofsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.