Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 E 1% R A AUGLY5INGA STVRKIR Húsnæðisstofnun ríkisins auglýsir hér með til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði skv. heimild í lögum nr. 97/1993. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrir- tæki og stofnanir. Við mat á verkefnum sem berast verður haft að ieiðarljósi að þau stuðli að: • Framþróun í byggingariðnaði og/eðatengd- um atvinnugreinum. • Aukinni framleiðni í byggingarstarfsemi. • Lækkandi byggingarkostnaði. • Betri húsakosti. • Aukinni þekkingu á húsnæðis- og byggingar- málum. • Tryggari og betri veðum fyrir fasteignaveð- lán. • Almennum framförum við íbúðarbyggingar, bæði í hönnun, framkvæmdum og rekstri. • I Endurbótum á eldra húsnæði. Athugið: Ekki verða veitt lán eða styrkir til verkefna sem miða að innflutningi eða sölu á erlendum byggingarvörum, né heldursölu á byggingar- varningi hérlendis. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingarfást hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 6900. Umsókriarfrestur er til 15. apríl 1998. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS ÝMISLEGT Sjálfboðaliðar fyrir rann- sókn á arfgengi psoriasis Sjúklingar og báðir foreldrar Nýlega hófst hérlendis rannsókn á því hvernig húðsjúkdómurinn psoriasis erfist. Mjög góðar aðstæður eru til slíkra rannsókna á íslandi. Ábyrgðamenn þessarar rannsóknar eru Bárður Sigurgeirsson sérfræðingur í húðsjúkdómum og Helgi Valdimarsson sérfræðingur í ónæmis- sjúkdómum. Rannsóknin hefur þegar gefið mikilvægar upplýsingar, en okkur vantar nú fleiri sjálfboðaliða með psoriasis og báða fbr- eldra þeirra. Ekki skiptir máli hvortforeldrarn- ir hafi psoriasis. Um er að ræða viðtal, húð- skoðun og blóðtöku. Áætlað er að þetta taki 10 — 15 mínúturfyrir hvern sjálfboðaliða. Þeir sem vilja leggja þessari rannsókn lið eða fá nánari upplýsingar eru beðnirað hringja í síma 560 1960 milli kl. 16.00 - 18.00 frá mánudeginum 16. mars til föstudagsins 20. mars. Módel — módel — módel Hármódel óskast fyrir Sebastian sýningu næstu helgi. Við leitum að stelpum og strákum yfir 16 ára. Skráning á hárgreiðslustofunni Kristu, Kringlunni, sími 568 9977, fyrir miðvikudag 18. mars. SEBASTIAN Halldór Jónsson ehf. 5UMARHÚS/LÓÐIR Sumarbústaður óskast Óska eftir sumarbústað innan við 100 km vega- lengd frá Reykjavík. Leitað er eftir nýlegum, vönduðum bústað, helst með rafmagni og heitu vatni. Vinsamlegast sendið upplýsingartil afgreiðslu Mbl., merktar: „S — 3786", fyrir 20. mars nk. EINKAMÁL Félagsskapur Tækifæri fyrir aðlaðandi og lífsglaða konu til að vera félagi bandarísks kaupsýslumanns sem nýtur velgengni í starfi og ferðast mikið. Vinsamlega sendið uppl. í fax 00 1 603 926 9554 og/eða hringið í sjma 00 1 603 926 7295 til að koma á fundi á íslandi. TILKYIMIMIIMGAR Akraneskaupstaður Byggingar- og skipulagsdeild Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Leynis- brautar á Akranesi Með vísan í 1. og 2. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipu- lagi við Leynisbraut á Akranesi. Um er að ræða breytingu á 10 íbúða rað- húsalóðum í 8 íbúða parhúsalóðir. Teikningar og greinargerð, ásamtfrekari upp- lýsingum, liggja frammi á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar, Stillholti 16—18,3. hæð, frá og með 16. mars nk. til 14. apríl 1998. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast byggingar- og skipulags- fulltrúa Akraneskaupstaðar eigi síðar en 27. apríl 1998. Þeir, sem ekki gera athugasemd- ir við tillöguna, teljast samþykkja hana. Akranesi, 12. mars 1998. Byggingar- og skipulagsfulltrúi. Auglýsing um aðalskipu- lag Sandgerðisbæjar 1997-2017 Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðal- skipulagi Sandgerðisbæjar. Skipulagstillaga þessi næryfirallt sveitar- félagið, núverandi byggð og fyrirhugaða byggð, á skipulagstímabilinu. Tillaga að aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 1997—2017 liggurframmi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofnunni, Tjarnargötu 4, frá 20. mars 1998 til 18. apríl 1998. Ennfremurertil- laga til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdum skal skila til bæjarstjóra Sand- gerðisbæjar fyrir 3. maí 1998 og skulu þærvera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillög- unni. Sandgerði, 12. mars 1998. Bæjarstjórinn í Sandgerðisbæ. BORGARBYGGÐ Auglýsing um deiliskipulag tveggja sumarhúsa- svæða í landi Sveinatungu, Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögur í landi Sveinatungu, þ.e. við Stapagil svæði 4og Fjósatún svæði 3. Deiliskipulagstillögur munu liggjaframmi á bæjarskrifstofu Borgar- byggðarfrá 18. marstil 16. apríl næstkomandi. Athugasemdum skal skila fyrir 30. apríl 1998 og skulu þærvera skriflegar. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Lögregluskóli ríkisins Auglýsing um inntöku nýnema Um námið: í grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisinsfer fram menntun og þjálfun þeirra, sem vilja ger- ast lögreglumenn í lögreglu ríkisins. Grunn- námið er tveggja anna nám með starfsþjálfun í lögreglu milli anna. Höfuðmarkmiðið með náminu er að mennta lögreglumenn í lögreglu- fræðum, lögfræði, tungumálum og sérgrein- um, en einnig að þjálfa þá líkamlega svo þeir öðlist kunnáttu og færni til að takast á við lög- reglustarfið með þeim hætti, sem lögregluyfir- völd og samfélagið krefst á hverjum tíma. Námstímabil: Á haustönn 1998, sem hefst í annarri viku september og stendur í fjórtán vikur, fer fram kennsla á fyrri önn grunnnáms lögreglu- manna. Fjöldi nemenda: Ekki hefur verið ákveðið hve margir nemendur munu hefja nám á önninni, en þeim, sem standast munu próf, verður séð fyrir starfs- þjálfun í lögreglu ríkisins. Nám á fýrri önn telst ekki lánshæft sérnám að mati stjórnar LÍN. Almenn skilyrði: Til þess að geta sótt um skólavist þurfa um- sækjendur að uppfylla eftirtalin almenn skilyrði, sbr. 2. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996: • Rikisborgararéttur: • Aldur: • Mannorð: • Heilbrigði: • Líkamlegt ástand: • Ökuréttindi: • Menntun: l íslenskukunnátta: »Erlend tungumál: Vera íslenskir ríkisborgarar. Vera 20 til 35 ára. Mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verkn- að samkvæmt almennum hegningarlögum. Vera andlega og líkamlega heilbrigðir. Vera syndir og standast inntökupróf í þreki. Hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs. Hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsn- ámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægj- andi árangri. Hafa gott vald á íslensku og standast inntökupróf. Hafa gott vald á einu Norðurlandamáli; hafa einnig gott vald á ensku eða þýsku. Skil umsókna og úrvinnsla: Þeir, sem hafa áhuga á námi í Lögregluskólan- um og uppfylla framangreind skilyrði, skulu skila umsóknumtil Lögregluskóla ríkisins, Krók- hálsi 5a, 110 Reykjavík, fyrir 15. apríl 1998. Umsóknareyðublöð fást hjá lögreglustjórum og í Lögregluskóla ríkisins. Konur, sem uppfylla skilyrðin, eru sérstaklega hvattartil að sækja um inngöngu í skólann. Þegar umsóknir liggja fyrir, mun valnefnd Lög- regluskólans vinna úr þeim og m.a. sjá um framkvæmd inntökuprófa og taka viðtöl við þá umsækjendur, sem koma til greina. Stefnt er að því að inntökupróf verði haldin dag- ana 18.—22. maí 1998. Akraneskaupstaður Byggingar- og skipulagsdeild Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Æðarodda á Akranesi Með vísan í 1. og 2. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipu- lagi við Æðarodda á Akranesi. Um er að ræða breytingu á aðkeyrslu inn á svæðið (búfjársvæði) og skipulagsmörkum svæðis gagnvart Blautósi. Teikningar og greinargerð, ásamt frekari upp- lýsingum, liggja frammi á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar, Stillholti 16—18,3. hæð, frá og með 16. mars nk. til 14. apríl 1998. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast byggingar- og skipulags- fulltrúa Akraneskaupstaðar eigi síðar en 27. apríl 1998. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkja hana. Akranesi, 12. mars 1998. Byggingar- og skipulagsfulltrúi. ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.