Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 5
í MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 B 5 DAGLEGT LIF slóðir vinna saman og árangur næst? • Hræðast foreldrár börnin sín? © Eru íslendingar arna? • Er hættulegt að vera á biðlista? • Þarf sveigjanlegra kerfí í barnaverndarmálum? Púkó að skemmta sér með foreldrum? ÞAÐ ER sniðug hugmynd að gera Bú- staðahverfi að eins konar fyrirmynd- arhverfi, að mati Ragnhildar Þórar- insdóttur, formanns nemendaráðs fé- lagsmiðstöðvarinnar Bústaða og nem- anda í 10. bekk Réttarholtsskóla en undanfarið hefur hún sótt hugmynda- fundi þeirra sem vinna að forvarna- starfinu og hefur líkað það vel. Ein hugmynd sem kom þar fram að frumkvæði unglinganna er að að bjóða nemendum Breiðagerðis- og Fossvogsskóla í heimsókn í Réttar- holtsskóia sem kennir eldri bekkjum grunnskóla. „Krakkarnir þar eru hálfhræddir við að koma í Réttó, því þegar þau labba framhjá, sjá þau bara krakka sem reykja og eru með stæla. Við ætlum því að bjóða þeim í heim- sókn, kynna þeim skólann almenni- lega og sýna þeim að hægt er að skemmta sér án þess að reykja eða drekka." Ragnhildur segir mun færri nem- endur reykja og drekka en þá sem gera það ekki, nokkrir sem hún veit um hafa prófað hættulegri efni en fá- ir orðið háðir þeim eða enginn sem hún þekkir. Lög og reglur sem enginn fer eft- ir finnst Ragnhildi og fleirum í ungr lingaráði vera ástæðulaus- ar. „Til að mynda erum við óa- nægð með reglur um útivistar- tíma en samkvæmt þeim eig- um við að vera komin heim á mið- nætti um helgar sem er mjög óraun- hæft og því fer enginn eftir þeim." Ragnhildur er nýbyrjuð í ung- lingaráði Bústaða og hefur fullt af hu gmyndum um hvernig unglinga- starf eigi að að fara fram. „Það er gott að vera í Bústöðum," segir hún, „alltaf nóg að gera þau kvöld sem er opið hús. Um helgar er hins vegar lokað og þá er ég yfirleitt heima eða fer í partí en sjaldnast nið- ur í bæ." Sjálfsagt mál er að mati Ragnhild- ar að bæta samskipti foreldra og ung- Morgunblaðið/Golli RAGNHILDUR Þórarinsdóttir og hinir unglingarnir í Réttarholts- skóla ætla að bjóða yngri nemendum í heimsókn. linga eins og lögð er áhersla á í for- varnaáætluninni. „Ymislegt er hægt að læra af mömmu og pabba og oft er gaman að vera með þeim en hingað til hefur það þótt mjög púkalegt að láta sjá sig á skemmtunum með for- eldrum." Ragnhildi finnst það samt mjög gott framtak hjá Bústaða- kirkju að halda mæðgnakvöld en því miður hafi slík kvöld ekki verið vel sótt til þessa. „Ekki dugar þó að gef- ast upp, meira mætti gera til að fá all a saman og gera eitthvað skemmti- legt. Ég frétti til dæmis að í Breiða- gerðisskóla hafi nýlega verið hald- in íþróttahátíð með foreldrunum og það var víst mjög vel heppn- að. Einnig Iíst mér mjög vel á sam- starfið á sumardaginn fyrsta þeg- ar skólinn, félagsmiðstöðin, skátarn- ir og knattspyrnufélagið Víking- ur taka höndum saman og halda dag- inn hátíðlegan en því miður verð ég þá í miðjum samræmdum prófum." hm Hressandi foreldrarölt „UNGLINGARNIR hafa áhuga á að foreldrarnir séu með í starfinu," segir Guðrfður Stefánsdóttir, móðir í Bú- staðahverfi. Hún er í foreldrafélagi Réttarholtsskóla og á tvíbura í skói- anum, Ingvar og Sigríði Guðmunds- börn, eldri sonurinn, Stefán, er í Menntaskólanum við Sund. „Foreldrar mega ekki hætta að vera með börnum sínum þegar þau fara í unglingadeildir," segir hún, „heldur vera með þeim allan grunn- skólann þvi' að kannanir sýna að 9. bekkurinn er oft vendipunkturinn í lífi þeirra. Þeim finnst þau vera orðin sjálfstæð og fullorðin en eru ekki orð- in það." Hún segir að samstarf skóia og foreldra þurfi að vera meira og til dæmis hafi unglingaráðið í Réttar- holtsskóla beðið um fleiri foreldra í þeirra starf. „Markmið foreldra, kennara, kirkjunnar og annarra fé- laga í hverfinu er að grunnskólinn verði vímuefnalaus, og frumskilyrðið til að ná því er að foreldrar leggi sig fram," segir hún. Guðríður segir að foreldraröltið hafi gengið sérlega vel í vetur en þetta er þriðja skólaárið sem það er skipulagt. „Við hittumst á föstudags- og laugardagskvöldum klukkan ellefu við Réttarholtsskóla og erum á rölt- inu í einn til tvo tíma," segir hún, „og það er farið hverja helgi hvernig sem viðrar." Það eru fjórir til sjö foreldr- ar sem ganga saman um ailt hverfið og kanna hvort ekki sé allt í góðu lagi. Starfið var þannig skipulagt að stjtírn foreldraféiags Réttarholts- skóla átti fund með bekkjarfulltrúum sem sjá um að foreldrar barna í þeirra bekk fari á röltið sem ber nið- ur 2-3 á bekk á hverri skólaönn. „Yfirleitt eru það foreldrar úr einum og sama bekknum sem eru saman á rölti, þannig kynnast þeir betur," seg- ir hún. + Morgunblaðið/Ásdís FORELDRAR þyrftu að starfa meira með unglingunum síniini, segir Guðríður. Ætli tíkin Tara sé sammála? Ef einhver mál koma upp eins og slagsmál og partí eða vunuefnanotk- un hafa foreldrarnir samband við lög- regluna, og ef einhverjir eru að reykja sígarettur er skólastjóranum tilkynnt um það og hann hefur sam- band við foreldrana. Krakkarnir eru sáttir við for- eldraröltið, að mati Guðríðar. „Við spjöllum við þau og þeim finnst það f lagi, enda finnst flestum börnum for- eldrar vera ágætir," segir hún. „Við erum miðsvæðis í borginni, en þetta er gott hverfi, og lengi má gott bæta, t.d. mætti lögreglan vera sýnilegri." Foreldraröltið er sjálfboðastarf. „I'a 0 er hressandi kvöldganga með hressilegum foreldrum," segir hún og trúir að börnin verði betri og komist betur af í lífinu því meira sem foreldr- ar geta unnið með þeim, þvf meiri samvistir, því betra. gh Meóferð við vímuefnavanda Biðin lengist - unglingar bíða heima* „OF LITLU fé er veitt í að leysa vanda barna með geðræn vandamál eða í vímuefnavanda á íslandi," segir Bryn- dís Guðmundsdóttir deildarstjóri hjá Barnaverndarstofu, „og það vantar fleiri pláss fyrir börnin. Núna eru til dæmis sextán unglingar á biðlista eftir greiningu og meðferð á Stuðlum en þar er pláss fyrir átta á meðferðardeild og fjóra í neyðarvistun." Þeir sem bíða eru heima hjá sér, væntanlega í mikilli þörf og geta jafnvel verið sjálfum sér og öðr- um hættulegir. Á liðnu ári var meðalbiðtími eftir meðferð á Stuðlum 51 dagur, sem er of langur tími fyrir flesta. Biðlistinn leng- ist nú vegna 18 ára sjálfræðisaldursins. Barnaverndarstofa áætlaði að þurfa um 90 milljónir á árinu 1998 til að bæta meðferðarkerfið og til að mæta aukinni vistunarþörf vegna hækkunar sjálfræð- isaldurs en fékk aðeins 20 milljónir - og það eykur álagið. „Það er alltof mikið vinnuálag á starfsfólkinu. Ég held að starf með unglingum í meðferð sé með erfiðari störfum, en það getur jafnframt verið gefandi. Ég hef verið með marga í við- tölum vegna starfsumsókna, ungt og bjartsýnt fólk sem langar til að hjálpa unglingunum en fæstir vita hverju þeir eiga von á og seinna segjast þeir ekki hafa rennt í grun hversu erfitt starfið er," segir hún, „starfið virkar oft svo vanþakklátt, því unglingarnir eru tregir til að þiggja hjálp og vilja í hjarta sínu ekki vera á meðferðarheimili." Bryndís segir marga hætta í umönn- unarstarfi með unglingum því það þarf einstaka hæfileika í mannlegum sam- skiptum til að geta sinnt því, og svo er það lfka illa borgað í öllum launaþrep- um. Eiga foreldrar að dæma um atvarleika vandamála? Hún segir að þótt íslendingar sinni ekki nógu mikið börnum sem eigi við vímuefnavanda að stríða, þá þokist samt í rétta átt, sérstaklega ef þörfinni vegna hækkunar sjálfræðisaldurs verð- ur mætt. Við eigum samt langt í land miðað við Norðmenn því í Noregi sinna 23 starfsmenn barnavernd á hverja 1.000 íbúa en það gera í samanburði að- eins 9 starfmenn hér með öðrum störf- um. Alagið er því óneitanlega mikið og ekki undarlegt að margir endist illa í starfi. Bryndís hefur eftirlit með meðferð- arheimilum og vinnur úr umsóknum um vistun. Hún fylgist með faglegu starfi meðferðarheimilanna og telur mikinn kost að hafa langtímameðferðina upp í sveit. „Nándin milli starfsmanna og krakkanna verður meiri, landbúnaðar- störf og nærveran við skepnur eru þeim góð. Þessi stefna hefur verið gagnrýnd en mér virðist foreldrar þessara barna vera ánægðir með þetta." Ekkert barn fer í svona meðferð nema með sam- þykki Barnaverndarstofu, en hvað með sveigjanlegra kerfi sem felst í því að foreldrar leiti milliliðalaust til stofnana? „Ef það væri nóg af plássum þá gengi það að einhverju leyti," segir hún, „en það þarf að velja ef margir sækja um á stað þar sem aðeins eitt pláss er laust. Það er plássleysið sem kallar á faglegt val." Foreldrar þurfa að leita til barna- verndarnefnda og leita þarf allra ann- arra ráða áður en barn fer í meðferð á heimili. Bryndís segir að það taki í raun ekki langan tíma að koma barni í með- ferð ef það eru laus pláss en svo er ekki og því skapist biðlistar. Hvenær er bam illa haldið? En hvenær er barn illa haldið? Bryn- dís segist hafa ákveðnar efasemdir um að foreldrar geti alfarið dæmt um það Morgunblaðið/Ásdís SEXTÁN unglingar eru á biðlista eftir greiningu og meðferð á Stuðlum," segir Bryndís, „af þeim eru átta 16-18 ára gamlir." Vandamál skjólstæðinga LISTINN sýnir helstu helstu vandamálin sem skjóistæðingar Barnaverndarstofu glímdu við árið 1997 - hann sýnir fjölþætt- an vanda. Tölurnar merkja fjölda skjóistæðinga: ?Hegðunarerfiðleikar 68 ?Áfengisneysla 38 ?Vímuefnaneysla 26 ?Ofbeldishegðun 16 ?Afbrotahegðun 17 ?Fjarvistir úr skóla 22 ?Námserfiðleikar 29 ?Útigangur/flakk 27 ?Misþroska/ofvirkur 13 Eldri skjólstæðingar ÞEGAR sjálfræðisaldurinn hækkar í 18 ár breytist skjól- stæðingahópur Barnaverndar- stofu og segja má að hjálpar- starfið verði bæði erfiðara og auðveldara. ÓKOSTIR ?Alvarlegri ofheysla ?Alvarlegri afbrotaferill ?Meiri geðrænir erfiðleikar ?Ungar mæður ?Veikari fjölskyldutengsl ?Meiri mótþrói ?Líkamlega sterkari ?Ekki skólaskyld ?Lengri kynlífsreynsla KOSTIR ?Færari um að tjá sig ?Þroskaðri í umgengni ?Minni mótþrói og hún efast líka um að rétt sé að kalla barn undir 16 ára alkóhólista og bendir á að fullorðnum, vel metnum þjóðfé- lagsþegnum, finnist oftar en ekki erfitt að viðurkenna eigin ofdrykkju. „Þröskuldurinn er mishár í hugum fólks og ef foreldrar ættu sjálfir að dæma gæti það gerst að þeir sendu börn í meðferð sem ættu ekkert erindi í hana," segir hún og leggur mikla áherslu á að hafa gott samstarf við for- eldra - sé það ekki fyrir hendi er með- ferðin dæmd til að mistakast. En henn- ar reynsla er að í 90% tilfella sé um gott samstarf við foreldra að ræða. „Hins- vegar getur hún vel skilið það að for- eldrum finnst þeir oft valdalausir gagn- vart meðferðarheimilunum sjálfum þar sem þeir geta ekki haft bein áhrif á innra starf," segir hún. Meðferðin á heimilunum kallast umhverfismeðferð en hún er viðleitni sem miðar að því að skapa umhverfi á stofnun, sem hefur flesta eiginleika daglegs lífs og gefur. þeim semnjóta meðferðarinnar tæki- færi til að læra upp á nýtt hæfni til mannlegra samskipta." Er þörf fyrir nýja Tinda? Tindar var meðferðarheimili árin 1989-94 en var þá lokað. „Barnaverndarstofa hefur ekki að fullu mótað hugmyndafræði sína um hvernig vímuefnameðferð fyrir ung- menni eigi að vera," segir hún, „En við höfum hinsvegar tekið þá afstöðu að raunhæfara sé að stefna á langtíma- meðferð heldur en skemmri meðferð fyrir skjólstæðinga okkar, eins og var á Tindum, meðal annars vegna þess aj5 ^ þeir eiga oftar en ekki við fjölþættan vanda að glíma." Hún segir að í mörgum tilfellum • dugi stutt inngrip ekki eins og var á Tindum, heldur þurfi börnin stuðning í fleiru en til dæmis að hætta að drekka. „Það þarf að búa til net í kringum hvern og einn og bjóða upp á sterka eftirmeðferð," segir hún. Bryndís segist fremur velja annað fyrirkomulag en var á Tindum - eða Hassela-módelið sem hefur verið notað síðan 1969 í Svíþjóð. Það er staðsett út t í sveit og tekur til meðferðar ungt fólk 16-20 ára sem hefur átt við meiriháttar vandamál að glíma. Starfsemin hefur skilað 70% árangri, sem er árangur á heimsmælikvarða. „Hinsvegar er ekki útilokað að Tinda-módelið geti nýst fyrir 16-18 ára unglinga," segir hún. Unglingar með grónum glæpamönnum í meðferð Bryndís segir að Barnaverndarstofa taki undir þá skoðun að rangt sé að senda unglinga í áfengis- og vímuefna- meðferð með eldra fólki sem hafi jafn- vel farið oft í meðferð. Móðir sagði frá því á ráðstefnu foreldrahóps Vímu- lausrar æsku í liðinni viku að barn * hennar hafi verið í meðferð á Vogi með morðingja og sofið í herbergi með full- orðnum manni af Litla-Hrauni. Bryn- dís telur líka eitthvað bogið við þá hug- myndafræði að eðlilegt sé að fara nokkrum sinnum í meðferð. v- Hún segir í lokin að Barnaverndar- stofa mæli ekki með því að unglingar ráði þvi alfarið sjálfir hversu lengi þeir eru í meðferð, því þeir sem hafi orðið vímuefnum að bráð kunni ekki fótum sínum forráð og hafi sjaldnast þroska til að taka ákvarðanir um framtíð sína. ; Hún vill fremur að mál þeirra séu unn- in sem barnaverndarmál og í samstarfi-^- við foreldra eins og unnt sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.