Morgunblaðið - 20.03.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.03.1998, Qupperneq 6
6 B FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 ‘tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmmmmmmmmmm^m^mmmmmmmmmmmmm^mm DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Viðhorf til aldurs er að breytast í heiminum VIÐHORF til aldurs er að breytast í heiminum og eru þær vinkonur Alice Smith 71 árs (til vinstri), og Alice Billson 83 ára, gott dæmi um það. Þær vinkonur létu sig ekki muna um að taka þátt í og ijúka maraþonhlaupi í Lundúnum. Sú yngri byrjaði að skokka reglulega 62 ára, en sú eldri þegar hún var 76 ára. Þær æfa tvisvar í viku og skokka um 8-9 kílómetra í hvert sinn. Einhverju sinni mættu þær á skokki sínu hjónum á sjötugsaldri og buðu þeim góðan dag. En hjónin gengu áfram án þess að taka undir kveðju þeirra. Þá hvislaði eldri vinkonan að þeirri yngri: „Almáttugur, ég ætla að vona að ég verði ekki svona þegar ég er orðin gömul.“ Fólki á eftirlaunaaldri fjölgar á íslandi og er nú um 28 þúsund. Kristín Marja Baldurs- dóttir heimsótti þau Pálínu Jónsdóttur og Svein Björnsson til að kanna hvernig starfs- lok hefðu lagst í þau, hvort þau hefðu gert ráðstafanir, hvernig þau verðu tímanum og hverjar framtíðaráætlanir væru, og gat ekki betur heyrt en að eldri borgarar væru að vissu leyti að vinna brautryðjendastarf. FYRIR fímmtíu árum hrðu menn fullorðnir á aldrinum 17-22 ára, gift- ust og stofnuðu fjöl- skyldu á aldrinum 20-45 ára, töldust miðaldra fi*á 45-60 ára, og voru komnir á efri ár frá 55-71 árs. Núna verða menn fullorðnir á aldrinum 12-30 ára, giftast og stofna fjölskyldu á aldrinum 30-55 ára, telj- ast miðaldra frá 60-75 ára, og kom- ast á efri ár frá 70-84 ára. Þetta eru kenningar bandaríska mannfræðingsins og blaðamannsins Gail Sheehy, og um þær má lesa í bók hennar „New Passages" sem kom út árið 1995 og var metsölubók í Bandaríkjunum. Því er ekki að neita að ýmsar staðreyndir nútímans renna stoðum undir kenningar Sheehy, ungt fólk býr oft heima hjá foreldrum sínum framundir þrítugt, konur fæða böm á sextugsaldri, fólk fer í háskólanám á sjötugsaldri og tekur þátt í maraþonhlaupi á níræð- isaldri, svo eitthvað sé nefnt. Evrópubúar og Bandaríkjamenn giftast seinna en áður, eignast færri börn og lifa iengur. Fólki á eftir- launaaldri fjölgar í heiminum og Is- lendingar eru þar engin undantekn- ing. Á íslandi eru nú um 28 þúsund manns 67 ára og eldri og þeim fjölg- ar hlutfallslega örar á næstu árum en fólki í öðram aldurshópum. Sam- kvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða þeir um 54 þúsund árið 2030. Þótt ævin virðist hafa lengst um áratug eða svo, lætur fólk þó af störf- um frá 67-70 ára hér á landi. Oft full- frískt fólk með hugmyndir, þekkingu og sjarma, og sem getur reiknað með mörgum góðum árum ef ekki áratug- um til viðbótar. Ekki er víst að allir hafi áttað sig á þeirri staðreynd eða gert viðeigandi ráðstafanii- til að njóta þessa æviskeiðs. Erlendis skipu- leggja menn gjaman væntanlegan eftirlaunaaldur, hvemig þeir ætli að njóta hans, veija tímanum og hafa oft gert fjárhagslegar ráðstafanir löngu áður en þeir komast á eftirlaun. Þjóð- verjar til að mynda byija oft strax upp úr þrítugu að safna fé eða greiða í einkaMfeyrissjóði til að hafa síðar aura milli handanna til viðbótar eftir- launum. Um þær ráðstafanir ræða þeir svo ftjáislega eins og ekkert sé eðlilegra. Islendingar sem þjást af æskudýrkun á háu stigi forðast hins vegar í lengstu lög að ræða um eftir- launaaldurinn, sem flestir eiga þó í vændum, kannski af ótta við að eldast hraðar við slíkt tal. En ýmislegt er þó að breytast í þessum efnum. Margt ungt fólk á ís- iandi greiðir nú í sjóði ákveðnar upp- hæðir sem það ætlar að njóta síðar meir, og eftirlaunaþegar sem nú hafa náð sjötugsaldri gera meiri kröfur til lífsgæða en kynsióðin á undan gerði. Og kröfumar eiga örugglega eftir að aukast og má í því sambandi minnast orða virts skólamanns hér á landi sem sagði eitthvað á þessa ieið: „Guð hjálpi þjóðinni þegar ‘68 kynslóðin kemst á eftirlaun.“ Gömlu uppreisn- arseggimir munu þó kannski sjá fram á notalegt ævikvöld eftir aílt saman, því kynslóðin sem nú er sjö- tug og fæddist á undan sjónvarpi, tölvum, kreditkortum og gervihjört- um hefur heldur betur snúið vöm í sókn. Félag eldri borgara sem áður sinnti meir afþreyingu fyrir aldraða virðist nú hafa breyst í hálfgert verkalýðsfélag sem gefur lítið eftir í baráttu fyrir bættum kjörum aldr- aðra. Kynslóðin sem var á þrítugs- aldri í stríðslok og trúði á framtíðina, er því að ryðja brautina fyrir þá sem á eftir koma, ekki aðeins með störf- um sínum, heldur einnig með hugs- unarhætti og viðhorfum. Á íslandi eru nú um 28 þús- und monns 67 úra og eldri og þeim fjölgar hlutfalls- lega örar ú næstu úrum en fólki í öðrum aldurshópum. Samkvæmt mannf jöldaspó Hagstofunnar verða þeir um 54 þúsund úrið 2030. svo? SVEINN BJORNSSON verkfræðingur Yngdist upp með eldri borgurum Morgunblaðið/Þorkell SVEINN: Ég fékk ekki þessi tvö til þijú ár sem aðrir hafa til að velta því fyrir sér hvernig þeir ætla að haga „framhaldslífinu". „ÉG hafði aldrei hugleitt hvað tæki við eftir starfslok, en þó hafði ég átt- ; að mig á því að það værí ekki skyn- samlegt að búa í stóru húsi. Það er hluti af aðlögunarferlinu, maður fer óbeint að huga að breytingum í þá > vera,“ segir Sveinn Björnsson verk- fræðingur og fyrrverandi forstjóri ) SVR. \ Hann bjó áður í einbýlishúsi með ! - stórum garði í Fossvoginum ásamt . eiginkonu sinni Helgu Gröndal og i fimm bömum þeima, en fyrir þrem- | ur árum keyptu þau hjónin rúmgóða i íbúð í fjórbýlishúsi. Þegar Sveinn f hafði lokið námi við verkfræðiháskól- 1 -ann í Chicago í byrjun sjötta áratug- , arins hóf hann fljótlega störf hjá I Iðnaðarmálastofnun íslands, sem 1 síðar fékk nafnið Iðntæknistofnun, | en árið 1983 tók hann við starfi for- h stjóra SVR eftir að hafa verið það ,. stjómarformaður um hríð. | „Ég lét af störfum í árslok ‘94, f einu og hálfu ári áður en ég varð sjö- ^ugur, en í starfslokasamningi sem ég gerði við borgarstjóra var ákveð- ið að ég skrifaði þætti úr sögu SVR. Aðdragandi að starfslokum var því stuttur hjá mér og ég fékk ekki þessi tvö til þrjú ár sem aðrir hafa til að velta því fyrir sér hvernig þeir ætla að haga „framhaldslífinu". Ég hvorki kveið né hlakkaði til að hætta i föstu starfi, en segi bara eins og Armann Snævarr, mér fannst það skrýtið að þurfa hvergi að mæta á ákveðnum tíma á ákveðnum stað. Það er mjög misjafnt hvernig fólk tekur þessum tímamótum. Sumir hella sér út í áhugamálin, frímerkja- söfnun, listmálun, bókband, flug- hnýtingar og svo framvegis, aðrir visna upp, vita ekkert hvað þeir eiga af sér að gera og við tekur einsemd og vandræðagangur. Eiga ef til vill enga fjölskyldu sem bakland og kunningjarnir farnir. Ég tel að sveigjanleg starfslok séu æskileg, sumir vilja vinna áfram, aðrir vilja snúa sér að hugðarefnum sínum sem fyrst.“ Ekki flinkur kokkur Sveinn segir að sennilega sé eitt- hvað til í því að staifið gegni stærra hlutverki í lífi karla en kvenna, og því sé það erfiðara fyrir þá en kon- urnar að láta af störfum. „Því má ekki gleyma að hjá konunni koma til aðrar skyldur og álag. Uppeldi og heimili hafa að mestu hvílt á herðum þeirra, og því eru þær oft uppteknari af öðru en starfinu. Að vísu hefur átt sér stað mikil breyting í þeim efnum á seinni árum, synir okkar til að mynda bæði elda og baka. En ég játa að heimilisstörfin voru ekki í mínum verkahring, enda tilheyri ég þessum mannflokki frá fyrri hluta aldarinn- ar. Mér til málsbóta má þó nefna að ég var mörg ár að byggja húsið okk- ar, ekki bakaði ég á meðan.“ Nú segist Sveinn hins vegar sinna heimilisstörfum að vissu marki. „Konan mín vinnur úti hálfan daginn og að sjálfsögðu reyni ég að koma að einhverjum notum. En ég er ekki flinkur kokkur! Ég hafði ekki hugsað um hvernig ég mundi nota tímann þegar ég hætti að vinna, kannski vegna þess að ég hef alltaf haft nóg fyrir stafni. Ég hef verið í Rotary og fleiri félög- um, spilað brids í hverri viku, haft gaman af skák og verið á skíðum og í sundi. Svo gekk ég í Félag eldri borgai-a þegar ég var 65 ára og var kosinn í stjórn í mars í fyrra. Bar- áttumálin era ótal mörg og maður sekkur dýpra og dýpra í félagsstörf- in! Ég lenti í lífeyris- og trygginga- málanefnd, bygginganefnd, blað- stjórn málgagns eldri borgara, og í framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara. Maður hefur því ekki setið auðum höndum, en það sem há- ir mér er að vera ekki almennilega gangfær. Ég þurfti að gangast undir aðgerð í haust vegna þrengsla í mænugöngum og hef ekld enn náð fullri göngugetu aftur.“ Sveinn segir að sér hafi opnast nýr heimur þegar hann kynntist fólki sem vill vinna að hagsmunamálum og velferð aldraðra. „Ég yngdist bara upp við það að kynnast eldri borgurum!" í framhaldi af síðustu orðum bein- ist talið að æskudýrkun og Sveinn segist reyndar hafa orðið var við hana í Bandaríkjunum. „Ég held að hennar gæti hér líka. Félag eldri borgara er því sem mótvægi við það fyrirbæri. Éldra fólk verður meira áberandi í þjóðfélaginu og ekki að- eins sýnilegt þegar sjúkdómar herja á það. Það vill oft gleymast að hinir eldri búa yfir þekkingu sem er mikils virði. Fólk sem hefur látið af störfum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.