Morgunblaðið - 20.03.1998, Side 8

Morgunblaðið - 20.03.1998, Side 8
+1 * KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Reuters KRASSIMIR Balakov, Búlgarinn frábæri hjá Stuttgart, gerir fyrra mark sitt beint úr aukaspyrnu gegn Slavia Prag í gærkvöldi. Chelsea sigurstranglegast Arnar Grétarsson og félagar nokkrum sekúndum frá fjögurra liða úrslitunum Arnar Grétarsson og samherjar í gríska félaginu AEK voru slegnir út úr Evrópukeppni bikar- hafa í Moskvu í gær; töpuðu 1:2 fyrir Lokomotiv en fyrri leiknum lauk 0:0 í Aþenu. Auk Lokomotiv komust Chelsea frá Englandi, Vicenza frá Italíu og þýska félagið Stuttgart í undanúrslitin. Sigurmark Lokomotiv Moskvu gegn AEK kom aðeins fáeinum sek- úndum áður en flautað var til Gascoigne til Middles- brough? BRYAN Robson, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough segist vera kominn nærri samkomu- lagi við Paul Gascoigne og for- ráðamenn Rangers um að kappinn gangi til liðs við félag- ið. „Við erum búnir að sam- þykkja að greiða uppsett verð, 3 milljónir punda [360 milljónir króna] og eigum ekki langt í land með að ná samningum um persónuleg atriði,“ sagði Rob- son. „Endahnúturinn yrði síðan læknisskoðun sem hann þyrfti að fara i áður en kaupin verða í höfn.“ Gangi þetta eftir gæti svo farið að Gascoigne leiki með Middlesbrough í úrsiitum deildabikarsins gegn Chelsea annan sunnudag. Jafnvel gæti hann verið í hópnum á laugar- daginn er Boro og Norwich raætast í deildinni. Þetta eru slæmar fréttir fyr- ir Mark Goldberg sem hefur í hyggju að kaupa Crystal Palace og vill gjarnan fá Gascoigne í raðir féalgsins verði af kaupunum. Mel Stein umboðsmaður Gascoigne segir þó að ekki sé öll nótt úti fyrir Goldberg sem er tilbúinn að greiða um 420 milljónir króna fyrir leikmanninn. Ieiksloka, en hefði leiknum lokið með jafntefli hefðu Arnar og félagar farið í undanúrslitum. Skömmu fyrir sig- urmarkið voru Grikkirnir í dauða- færi en á einhvem óskiljanlegan hátt mistókst framherja liðsins að koma knettinum í tómt markið; skotið var allt of laust og varnarmaður komst á milli. VfB Stuttgart, sem sló Vest- mannaeyinga út úr keppninni í fyrstu umferð, sigraði Slavia frá Prag 2:0 á heimavelli með tveimur mörkum Búlgarans Krassimirs Balakovs beint úr aukaspyrnum. Fyrra markið gerði hann á 10. mín- útu og það síðara á síðustu mínútu leiksins. Þrátt fyrir sigurinn voru heima- menn ekki allt of sannfærandi og gestimir réðu ferðinni lengst af. Leikstjómandi þeirra, Pavel Hor- vath - sem missti af fyrri leiknum vegna leikbanns - var frábær og var maðurinn á bak við margar góðar sóknar liðsins. Vladimir Labant komst næst því að skora á 66. mín. er hann skallaði í stöng. „Þetta var mjög taugatrekkjandi. Við gerðum of mörg mistök, misst- um knöttinn allt of oft,“ sagði ESSEN, með Patrek Jóhannes- son innanborðs, vann mikilvæg- an útisigur, 26:24, í Flensborg í fyrrakvöld. Þar með er Essen kom- ið í 16 stig, en er enn í 12. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Eisenach sem er í 11. sæti. Patrek- ur skoraði þrjú mörk fyrri Essen er var einu marki yfir í hálfleik, 12:11. Lið Flensborgar varð fyrir áfalli þegar á 9. mínútu er leikstjómand- inn Roger Kjendalen sleit hásin og verður ekki meira með á leiktíðinni, en fimm umferðir eru eftir. Joachim Löw, þjálfari Stuttgart. Hann stillti ungum Júgóslava, Sreto Ristic, upp í fremstu víglínu við hlið Fredi Bobic þar sem Nígeríumaður- inn Jonathan Akpoborie er meiddur. „Ristic og Bobic em ekki vanir að leika saman,“ sagði þjálfarinn. „Sla- via lék mjög vel og liðið skapaði nokkmm sinnum mjög mikla hættu.“ Búlgarinn Balakov þótti besti maður vallarins. „I leikjum sem þessum verða lið að vera þolinmóð og nýta tækifærin þegar þau gefast,“ sagði hann. Thomas Berthold, varn- armaður Stuttgart, vonast til þess að liðið mæti ekki Chelsea í undanúr- slitunum, en dregið verður í dag. „Það yrði erfiðasti mótherjinn." Chelsea, sem þykir sigurstrang- legasta liðið í keppninni, sigraði Real Betis frá Spáni örugglega i London, 3:1 og 5:2 samanlagt. Nígeríumaður- inn Finidi George kom gestunum reyndar yfir á 21. mín. Gianfranco Zola og Ginaluca Vialli skutu svo báðir í tréverk Betis-marksins og Robert Jarni átti gott skot hinum megin sem Ed de Goey, markvörður Chelsea, varði mjög vel, áður en Frank Sinclair jafnaði fyrir heima- menn á 30. mín. Stuðningsmenn í hinum leik kvöldsins sigraði Nettelstedt liðsmenn Minden í Minden, 27:26. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem Nettelstedt vinnur nágrannaslag í Minden. Robert Hedin skoraði átta mörk fyrir Minden sem var 16:14 yfir í hálfleik. Talant Duschebajev gerði 9 mörk fyrir Nettelstedt, en hann hefur ný- lega gert tveggja ára samning við Minden sem tekur gildi að lokinni yfirstandandi leiktíð. Ljóst er að forráðamenn Minden ætla sér stóra hluti á næsta keppn- Chelsea gátu andað léttar þegar Ro- berto Di Matteo bætti marki við með góðu skoti strax í upphafi seinni hálf- leik og Zola gulltryggði svo sigurinn á síðustu mínútunni. Þrátt fyrir sig- urinn var vörn Chelsea ekki sann- færandi og lenti hvað eftir annað í vandræðum, eftir snarpar skyndi- sóknir spænska liðsins. „Þeir léku mjög vel í fyrri hálfleik. Við vorum of kærulausir í byrjun þannig að það tók okkur nokkum tíma að komast almennilega inn í leikinn," sagði Vialli að leikslokum. Hann gerði þá breytingu á liðinu frá fyrri leiknum að leika sjálfur í stað Tore Andre Flo, sem gerði bæði mörkin í Sevilla. „Við urðum nokkuð skelkaðir eftir að þeir skoruðu. Eg er ekki ánægður fyrstu 20 mínútum- ar hjá okkur; þær voru hræðilegar,“ sagði Vialli. Vicenza tók hollenska liðið Roda JC Kerkrade í kennslustund og sigr- aði 5:0 á heimavelli sínum á Italíu. Staðan var 4:0 í leikhléi og fimmta markið kom á upphafsmínútum þess síðari. Italska liðið sigraði 4:1 í fyrri leiknum í Hollandi og því 9:1 saman- lagt. Segja má að útreið Hollending- anna hafi verið háðugleg. istímabili, því auk Duschebajevs, hafa þeir gert tveggja ára samning við Aleksandr Tutschkin sem leikið hefur sl. átta ár með Essen. Minden hét á ámm áður Grun Weiss Dank- ersen og léku m.a. Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson með félaginu á blómaskeiði þess á síðari hluta átt- unda áratugarins. Fyrir þremur ár- um var nafni bæjarins bætt aftan við nafn félagsins er fjársterkir aðil- ar bæjarins komu félaginu til bjarg- ar með því að leggja í það verulega fjármuni. FOLK ■ EMMANUEL Petit miðvallarspil- ari hjá Arsenal var einn þriggja leikmanna sem á ný voru kallaðir inn i leikmannahóp Frakklands vegna vináttulandsleiks við Rússa í næstu viku. Hinir tveir sem Aime Jacquet kallaði inn í hópinn á ný em Christian Karembeu hjá Real Madrid og Sabri Lamouchi hjá Auxerre. ■ PAUL Scholes meiddist í hné í fyrri hálfleik leik Manchester United og Mónakó í fyrrakvöld og kann að vera að meiðslin séu það al- varleg að hann geti ekki gefið kost á sér í leikmannahóp Englands í HM í sumar. ■ REYNDAR hafa þessi meiðsli plagað Scholes sl. þrjá mánuði en ágerðust í leiknum og nú verður hann að gangast undir skurðaðgerð til að fá bót meina sinna. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort hún verður á næstunni eða þá að beðið verður með hana þar til keppnistímabilinu lýkur í byrjun maí. B GEORGES Leekens landsliðs- þjálfari Belgíu segist ætla að halda dymm opnum fyrir Enzo Scifo í landsliðshópi sínum fyrir heims- meistarakeppnina í Frakklandi. Scifo hætti með landsliðinu í síðasta mánuði eftir að hafa ekki verið val- inn í landsliðshóp sem tók þátt í tveimur æfingaleikjum. ■ „VIÐBelgar útilokum aldrei neitt og allir vita að dyram landsliðsins hefur ekki verið lokað fyrir Scifo,“ sagði Leekens. Hann sagðist hins vegar vilja að Scifo bæðist afsökun- ar á framkomu sinni og gerði sér grein fyrir að enginn ætti öruggt sæti í landsliðinu. Scifo segist ekki ætla að biðjast afsökunar. ■ GILLES De Bilde framherji hjá PSV gæti átt von á allt að tveggja mánaða fangelsi fyrir að ganga í skrokk á Krist Porte, leikmanni Aalst, í Belgíu árið 1996 þegar Bilde var leikmaður hjá Ander- lecht. Dóms er að vænta í málinu 3. apríl. ■ ÞAÐ sá vemlega á Porte eftir hnefahögg Bilde, nefið var laskað og augað sökk um tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bilde lætur skapið hlaupa með sig í gönur því árið 1995 gekk hann í skrokk á tveimur hjúkranarfræðingum sem neituðu honum um að heimsækja föður hans á sjúkrahús. ■ MAN. City hefur fest kaup á mið- vallarleikmanninum Jamie Pollock frá Bolton á eina miljj. punda. ■ ALEX Ferguson, knattspymu- stjóri Man. Utd., hefur hug á að styrkja leikmannahóp sinn, þar sem margir lykilmenn hans em meiddir. Hann hefur augastað á hollenska varnarmanninum Jaap Stam hjá Eindhoven, en er ekki til viðræðu um kaupverð upp á 15 millj. punda. ■ ARSEN Wenger, knattspymu- stjóri Arsenal, hefur einnig hug á að styrkja leikmannahóp sinn. Hann þarf markaskorara, þar sem Ian Wright er meiddur og Dennis Bergkamp er að fara í þriggja leikja bann. Hann er með leikmenn utan Englands undir smásjánni. ■ ROY Evans, knattspymustjóri Liverpool, var á meðal áhorfenda þegar Auxerre og Lazió gerðu jafn- tefli í UEFA-keppninni, 2:2. Hann var að fylgjast með franska mið- herjanum Stephane Guivarch, sem skoraði bæði mörk Auxerre. ■ GUIVARCH er 27 ára. Hann hef- ur skorað 20 deildarmörk í Frakk- landi í vetur, en í fyrra var hann markakóngur er hann skoraði 22 mörk fyrir Rennes. Evans var ekki sá eini sem var að fylgjast með Gui- varch, því ekki langt frá honum sátu Karl-Heinz Rummenigge, varafor- seti Bayern Mlinchen, og Uli Hö- ness, framkvæmdastjóri liðsins. HANDKNATTLEIKUR Essen vann í Flensborg Duschebajev og Tutschkin skipta til Minden

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.