Morgunblaðið - 25.06.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 13
FRÉTTIR
Samið um
samstarf í
prentiðnaði
NÝLEGA undirritaði Prent-
tæknistofnun og Myndlista- og
handiðaskóli Islands viljayfir-
lýsingu um samstarf. Þörfín
fyrir slíkt samstarf segja aðil-
arnir til komna vegna aukinnar
tölvutækni í upplýsinga- og Ijöl-
miðlageiranum. Segja þeir að
slíkt kalli á gott og náið sam-
starf milli þeirra sem standa að
grunn- og endurmenntun fólks í
þessum starfsgreinum.
Samstarfíð mun fela í sér
skipti á kennurum, leiðbeinend-
um og sérfræðiþekkingu og er
nefnt sem dæmi að Prenttækni-
stofnun þarf að efla þekkingu
sína í grafískri hönnun þar sem
MHÍ geti miðlað af reynslu
sinni. Á móti geti MHI leitað
aukinnar þekkingar til Prent-
tæknistofnunar um prenttækni,
frágang prentgagna og sam-
skipta prentiðnaðarins við verð-
andi grafíska hönnuði eins og
segir í fréttatilkynningu.
Samstarf er nú þegar hafíð
en alls eru um 1100 manns í fé-
Iagi bókagerðarmanna.
Síma-
skráin á
alnetinu
SÍMASKRÁIN er komin á al-
netið og er aðgangur öllum
opinn að kostnaðarlausu.
Slóðin er www.simaskra.is.
Símaskráin á netinu verður
með réttustu upplýsingar um
símanúmer Islendinga sem fá-
anlegar eru á hverjum tíma,
því gagnagrunnurinn er upp-
færður daglega af starfs-
mönnum Landssímans.
í ársbyrjun var sú ný-
breytni tekin upp að boðið var
upp á að skrá netfóng og vef- 1
föng í símaskrána, segir í
fréttatilkynningu. Þessar und-
irlínur birtust í fyrsta sinn í
skránni í ár og eru í síma-
skránni á netinu. Tekið er á
móti skráningum netfanga og
veffanga á heimasíðu síma-
skrárinnar. Skráningar birt-
ast nokkrum dögum síðar.
Tengjast heimasíðu
fyrirtækja
í símaskránni eru fjöl-
breyttir leitarmöguleikar og
er hægt að leita eftir mismun-
andi skilyrðum, t.d. eftir for-
nafni, föðurnafni, heimilis-
fangi, póstnúmeri eða síma-
númeri. Einnig er hægt að
leita eftir atvinnuflokki eins
og ski-áð er í gulu síðurnar í
símaskránni. Ollum þessum
leitaraðferðum má blanda
saman, jafnvel með hluta úr
orðum til að þrengja leitina að
nákvæmlega því sem sóst er
eftir.
Hægt er að tengjast heima-
síðu fyrirtækja eða senda
tölvupóst með því að smella á
vef- og netföng séu þau skráð.
Þannig geta einstaklingar og
fyrirtæki auðveldlega nálgast
upplýsingar um fyrirtæki í
ákveðinni atvinnugrein, skoð-
að heimasíðu þeirra og borið
saman vöru og þjónustu, allt í
gegnum símaskrána á alnet-
inu.
Þá er í undirbúningi teng-
ing símaskrárinnar við götu-
kort, þar sem hægt verður að
sjá á andartaki hvar viðkom-
andi símanúmer er.
Morgunblaðið/Arnaldur
BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, undirritaði ásamt Gunn-
steini Gíslasyni, skólastjóra MHÍ, og Hirti Guðnasyni, framkvæmda-
stjóra PTS, viljayfirlýsingu um samstarf.
Kviknaði í út frá
einnota grilli
SLÖKKVILIÐ Borgarfjarðardala
var kallað út að sumarhúsi í Húsa-
felli um tvöleytið aðfaranótt mánu-
dags en þar hafði kviknað í klæðn-
ingu út frá einnota grilli sem skilið
hafði verið eftir á palli undir hús-
vegg.
Að sögn Bernhards Jóhannesson-
ar slökkviliðsstjóra var búið að ná
tökum á eldinum að mestu þegar
slökkviliðið kom á staðinn en
slökkviliðsmenn rufu klæðninguna
til að leita af sér allan grun um að
eldur kraumaði fyrir innan hana.
Bernhard segir að tilkynnt hafi
verið um eldinn til umsjónarmanns
sumarhúsa í Húsafelli en það hafi
tafið fyrir og bendir Bernhard fólki
á að hringja beint í Neyðarlínuna
þegar aðstoðar er þörf. Allir milli-
liðir tefji fyrir og skilaboð verði öll
óljósari.
Bernhard segir að margir hafi
verið að nota einnota kolagrill und-
anfarið vegna þess að grillgas hafi
ekki fengist. I slíkum tilfellum ráð-
leggur hann fólki að setja einnota
grillin í gasgrillin og slökkva síðan í
kolunum með vatni. Þau þorni fljótt
og þá megi nota þau aftur.
Síður kjóll
Sundbolir
Winona
Blússa
Stuttur kjóll
Jakki
Pils
Barnafatnaður
Ýmisleg tilboð
KRINGU
0 n