Morgunblaðið - 25.06.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.06.1998, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Salat í hádeginu og súkkulaði klukkan tvö? Á TÍMUM vaxandi meðvitundar um hollt mataræði og mikilvægi hreyf- ingar ákveða margir að sleppa kjöt- bollunum og sósunni í hádeginu og fá sér frekar salat í hádegismat. Flest útivinnandi fólk hefur ekki tækifæri til þess að elda aðalmáltíð heimilisins í hádeginu og kýs því frekar léttari málsverð á vinnustað. Salatbarir stórmarkaðanna eru því vænlegur kostur og víst er að þar úr mörgu að velja. Hins vegar skiptir miklu máli hvað er valið í salatbakkann og alls ekki víst að allir salatbakkar flokkist sem létt fæði, né að þeir geti tahst fullgild máltíð ef of orkusnauðar vör- ur eru valdar. Fullgild máltíð ef rétt er valið Flestir tengja orðið salat og salat- bar hollustu og heilsu, enda er það yfirleitt raunin, en svo þarf þó alls ekki að vera. Salat af salatbar getur vel verið fullgild úrvalsmáltíð ef rétt er valið í bakkann, en það er ekki alltaf svo. Orkuþörf fólks er mismunandi en ef við tökum meðalmanninn og með- alkonuna er orkuþörfin um 2100 kcal á dag fyrir konur en 2700 kcal á dag fyrir karlmenn. Æskilegt er að 25% af orku dagsins sé neytt í hádeginu ef hádegisverðurinn er léttari málsverður dagsins eins og er hjá flestum. Konur þurfa að fá 530 kcal orku úr sínum hádegisverði en karlar 680 kcal. Fólk sem hreyfir sig mikið þarf að sjálfsögðu meiri orku til þess að halda þyngd, þannig að þeir sem grípa salatbakkann eft- ir að hafa eytt hádeginu í líkams- rækt þyrftu veglegri og hitaeininga- ríkari skammta en hinir sem hreyfa sig minna. Bryndís Eva Birgisdóttir næring- arráðgjafi var fengin til að velja salat í þrjá bakka og mæla hitaeiningarn- ar. Akveðið var að velja í bakkana þannig að einn væri of orkulítill til að uppfylla orkuþörf neytandans, annar mátulegur og sá þriðji of hitaein- ingaríkur. Salatbakkamir taka u.þ.b. 550 ml og fyrsti bakkinn er valinn með þá fjölmörgu einstaklinga í huga sem eru í stöðugri megrun og reyna að sleppa öllu úr sínu fæði sem orkuríkt er. Of fáar hitaeiningar Kona sem er hrædd við að þyngj- ast reynir að velja sem hitaeininga- snauðasta hráefnið á salatbarnum. Hún forðast öll salöt sem eru með majónesi eða sýrðum rjóma og hefur þar að auki heyrt að egg og túnfisk- ur séu fitandi. Hún velur sér því ein- göngu hreint grænmeti og ávexti eins og iceberg salatblöð, sér- rítómata, gúrkur, sveppi, papriku, gulrætur, zuccini og ananas. I þessum fyrsta salatbakka eru: MIKILVÆGT er að vanda valið á salatbarnum svo orka máltíðarinnar endist fram að kvöldverði. SALATBAKKI konunnar sem er í stöðugri megrun og er of orkusnauður til að duga út daginn. Hitaeiningar 76 kcal Prótein 3 g Fita 1 g Kolvetni 15 g Trefjar 5 g C-vítamín 117 mg Járn 1 mg Konan sleppir salatsósu en borðar salatið með einu ósmurðu hrökk- brauði og drekkur sykurskertan gos- diykk með. Heildarhitaeiningamagn hádegisverðarins er því einungis 110 kaloríur. Þetta er alltof h'til orka fyrir þessa konu til að endast henni fram að næsta málsverði. Þrátt fyrir að hún borði jafn mikið magn í grömmum talið og aðrir sem fóru á salatbarinn er orkan sem hún fær úr salatinu svo lítil að hún orðin sársoltin strax aftur. Aðeins tveimur tímum eftir þennan „létta“ hádegisverð hleypur hún út í næstu sjoppu og kaupir sér súkkulaði og kók. Hún borðar það af mikilli áfergju og finnst hún svo ómöguleg manneskja á eftir og fær sér meira. Margir borða sig ekki sadda í há- deginu þar sem þeir eru alltaf að SALATBAKKI skrifstofu- mannsins, sem er svo orkuríkur að hann gæti alveg eins fengið sér kjötbollurnar í hádeginu. „passa sig“ og sleppa jafnvel hádeg- ismat en verða þá glorhungraðir um leið og verða þá að komast í orkuríkt fæði sem fyrst og þá verða sætindin oft fyrir valinu. Þegar heim er kom- ið er stokkið á kexið eða kökurnar sem þar er oft hægt að finna ef vel er leitað. Bryndís Eva ráðleggur fólki sem er alltaf að hugsa um aukakílóin að velja örlítið hitaein- ingaríkari samsetningu í salatbakk- ann, eða fá sér t.d. jógúrt með, þannig að hungrið sverfi ekki strax að aftur. Of margar hitaeiningar En öllu má nú ofgera. Næst tökum við dæmi af skrifstofumanni sem ákveður að breyta um lífsstíl, sleppa heitu máltíðinni í matsalnum og fara á salatbarinn. Hann er fullviss um að sú ákvörðun skili sér í minnkun magamáls, af því að allir vita hve gíf- urlega grennandi salatið er. Hann velur í sinn bakka tvö egg, fær sér ríflega af túnfisk í olíu, ólífum og ostatortellini, smá pastasalat, kota- sælu og brauðmola og fyllir svo upp með salthnetum og rúsínum. Að lok- HÉR er hæfilega orkuríkur sal- atbakki þar sem fjölbreytnin er höfð að Ieiðarljósi og ætti að endast fram að kvöldverði. um bætir hann smá káli ofan á bakk- ann til málamynda. Þetta val í bakkann er ekki til þess fallið að minnka mikið þær hitaein- ingar sem hann hafði áður fengið sér í formi heitrar máltíðar í matsalnum. Sérstaklega ekki ef hann bætir við salatsósu úr majónesi sem hægt er að fá með á salatbarnum. I þessum öðrum salatbakka eru: Hitaeiningar 870 kcal Prótein 51 g Fita 59 g Kolvetni 32 g Trefjar 7 g C-vítamín 1 mg Járn 6 mg Salatið borðar hann síðan með vænu rúnstykki með smjöri og drekkur appelsínusafa með. Heildar- hitaeiningamagn hádegisverðarins er 1150 kaloríur. Þessi hádegismatur er of orkurík- ur fyrir skrifstofumann sem borðaði morgunmat og á eftir að fai-a heim og elda um kvöldið og ætlai’ því bara að fá sér eitthvað „létt“ í hádeginu. Að velja einungis hitaeiningaríkustu FJOLBREYTT úrval á salatbarnum og þá er bara að velja rétt. vörurnar á salatbarnum er ekki væn- leg leið til árangurs gegn aukakíló- unum og fellur engan veginn undir „léttan“ málsverð, þó að sjáist í eitthvað grænt. Góð samsetning og hæfileg orka Þá er það konan sem velur rétt í salatbakkann. Hún veit að það er fjölbreytnin sem gildir og þekkh- hina ágætisreglu að fylla hálft boxið af grænmeti en láta orkuríkari af- urðir eins og egg, túnfisk, kotasælu, baunir og pastasalöt fylla hinn helm- inginn. Hún velur sér eitt egg, 1 msk. túnfisk, 2 msk. nýrnabaunir, 3 msk. pastasalat, icebergssalat, tómata, lauk, 3 ólífur, sveppi, spírur, maís, papriku, og grasker. Síðan set- ur hún u.þ.b. 1 tsk. af hnetum og rús- ínum ofan á salatið. Hún velur sér létta salatsósu ofan á en passar að hún sé búin til úr súrmjólk eða sýrðum rjóma en ekki majónesi. I þessum þriðja salatbakka eru: Hitaeiningar 350 kcal Prótein 22 g Fita 15 g Kolvetni 31 g Trefjar 7 g C-vítamín 49 mg Járn 3 mg Konan borðar salatið með einni grófri brauðsneið, drekkur vatn með og fær sér ávöxt í eftirmat. Heildar- hitaeiningafjöldi hádegisverðarins er 530 kaloríur sem er hæfilegur orku- skammtur fyrir daginn og ætti að endast fram að kvöldverði. Fjölbreytni er lykilorðið Af ofantöldum dæmisögum má ráða að heillavænlegast er að velja salat sem er kolvetnaríkt, en sniðganga ekki allar orkuríkari vör- umar. Þó skyldi a.m.k. helmingur salatbakkans vera hreint grænmeti. Gott er síðan að borða brauðbollu með salatinu, drekka vatn með og enda síðan á ávexti í eftirrétt. Það er ljúf máltíð sem uppfyllir orku- og næringarþörf yfir daginn fram að kvöldverði og stuðlar að því að ekki er hlaupið í óhollari vömtegundir milli mála vegna svengdar. Bryndís Eva segir að lykilorðið í heilbrigðu mataræði sé fjölbreytni, þó að orðin hófsemi og ímyndunarafl fylgi þar fast á eftir. Gróðiirvinin er í Mörkínní • Ráðleggjum um plöntuval. • Sendum plöntur hvert á land sem er. • Gerum ræktunarsamninga til lengri tíma. • Auðvelt að semja um hagstæð kjör ef um stærri kaup er að ræða. • Góð lausn fyrir fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög og bæjarfélög. Tré og runnar Lauftré • Skrautrunnar • Banliv • Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar. Þið fáið vel ræktuð lauftré, skrautrunna og barrtré í miklu úrvali. • Til eru þrjú veggspjöld með myndum og upplýsingum um skrautrunna, lauftré og barrtré GRÚÐRAKSrðtm Opnunartímar: • Virka daga kl. 9-21 • Umhelgarkl. 9-18 II /1 * Tvö ný fræðslurit komin: IV jLvJrJL „Gróðursetning" og srjúKmmórm sámm <m&, mxm xm „Ræktaðu garðinn þinn“ m <2 5 c Nýtt Hringt á Netinu NÚ GETA þeir sem eiga ætt- ingja eða vini erlendis lækkað símreikning sinn talsvert því hægt er að nýta sér forritið Internet Phone 5.0. VG Vörur ehf. eru með umboð fyrir forrit- ið og samkvæmt upplýsingum þeirra geta þeir sem tengdir eru við Netið hringt í hvaða síma sem er í heiminum á lægra verði en nú þekkist. Mínútan til Bandaríkjanna kostar 9 kr. og það kostar 11 kr. að hringja til Svíþjóðar. Ef annar aðili úti í heimi er með sama forrit, er hægt að tala við hann á verði innanbæjar- samtals. Þá er einnig hægt að varpa út mynd ef annar aðilinn er með tölvumyndavél. Með Intemet Phone forritinu fylgir aðgangur að spjallrás fyrir not- endur, þar sem hægt er að tala við fólk út um allan heim eða sjá það ef það er með tölvumynda- vél. Forritið er auðvelt í notkun og fljótlegt í uppsetningu. Hægt er að senda „Audio“-tölvupóst og skiptast á skjölum svo eitt- hvað sé nefnt. Einungis er hægt að keyra forritið í tölvum sem hafa Penti- um 75 Mhz örgjörva eða meira og minnið þarf að vera minnst 16 Mb. Eins þarf að vera hátal- ari við tölvuna eða heymartæki og míkrófónn. Verðið á Intemet Phone er 5.690 krónur með virðisauka- skatti og er hægt kaupa forritið í flestum tölvuverslunum. SækiU sumarift tíl ökkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.