Morgunblaðið - 25.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU „Ægilega fallegxir fískur“ Þrjú skip hafa verið að fá gúðan karfaafla á línu við Kolbeinsey „ÞETTA er ægilega fallegur fisk- ur, eldrauður og stór,“ sagði Einar Sigurðsson, skipstjóri á Albatros GK, um karfann, sem hann hefur verið að fá á línu við Kolbeinsey síðustu daga. Undir það tók Sævar Sigurðsson á Fjölni GK en það var hann, sem byrjaði á þessum veiði- skap fyrir rúmum hálfum mánuði. Hefur hann nú landað tvisvar, alls 130 tonnum af karfa og öðrum fiski, og er raunar búinn með karfakvótann. Þriðja skipið er Hrungnir GK. Sævar, sem hefur verið með Núp frá Patreksfirði og er að leysa af á Fjölni, sagði, að útgerðin hefði átt nokkurn karfakvóta og verið farin að hafa nokkrar áhyggjur af hon- um og því hefði hann leitað þar norður að Kolbeinsey. „Eg var þama fyrir um 20 árum, rerum þá með net frá Grenivík, og þá fengum við mikið af þorski og karfa í netin. Þá fórum við al- veg út á 30 mílur en við vor- um ekki svo norðarlega nú, bara rétt við Kolbeinseyna. Eg held, að það sé hægt að fá þokkalegan karfaafla þama en hann er aðallega á hólum og hiyggj- um, írá 80 föðmum og niður undir 200 faðma,“ sagði Sævar, sem firrti útgerðina áhyggjum sínum af karfakvótanum því að hann klárað- ist í tveimur stuttum túrum. Bullandi straumur „Þetta er ægilega fallegur fiskur en við frystum ekkert. Ef þetta væri vinnsluskip þá færi þessi karfi áreiðanlega á Japan, hann er svo fallegur, rauður og stór,“ sagði Einar á Albatros en í gær var hann á fjórðu lögn og búinn að fá um 35 tonn frá því á sunnudag. Kvaðst hann vera með fremur stutta línu, 20.000 króka, en mjög svera þannig að miklu meira kæm- ist ekki fyrir í ganginum. Sagði hann, að raunar hefði verið dálítið erfitt að eiga við þetta fyrir straumi og brælu og það var bull- andi straumur í gær. Einar sagði, að þeir væm ekki á karfanum vegna kvótastöðunnar þótt vissulega væra menn heldur að forðast þorsldnn. Það væri þó allt í lagi að fá hann með. Kvaðst hann ekki vita hvert framhald yrði á þessu. Útgerðin væri líklega með um 100 tonn í karfanum en karfa- kílóið væri dýrt í dag. Var það ekki ljóst í gær hvar aflanum yrði land- að en Einar hafði hug á að landa fyrir norðan enda stímið til Grinda- víkur langt. LjósmySnorri Snorrason ALBATROS GK 60, eitt skipanna þriggja, sem hafa verið að veiða karfa á línu við Kolbeinsey. Gullkarfi hann raunar láta þess getið með keiluna, að henni væri einfaldlega verið að útrýma, hann og aðrir hefðu séð um það, enda ætti hún að vera komin á kvóta fyrir lifandislöngu. Upp í 15 tonn á dag Fjölnir er minna skip en Albatros og Sævar sagði, að þeir væm með miklu grennri línu en hefðu ekki lagt hana alla, 20-25.000 króka á dag. Hefðu þeir verið að fá upp í 15 tonn á dag, mest af karfa en öðram fiski líka, tíl dæmis hlýra og keilu. Vildi Þorsteinn Sigurðsson fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun sagði í viðtali við Morgunblaðið, að karf- inn, sem nú væri að veiðast við Kol- beinsey, væri líklega gullkarfi eða stóri karfi. Hann héldi sig á þessu dýpi, 150 og niður á 400 metra, og gjarnan á hólum og hryggjum, sem hefðu fengið nokkurn frið. Sagði hann, að gangurinn væri þó yfirleitt sá, að aflinn minnkaði fljótlega. Ráðstefna um endurvinnslu í nútíð og framtíð Ráðstefna um „Endurvinnslu í nútíð og framtíð" verður haldin í tengslum við fjölskyldusýninguna Umhverfisdaga 1998. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Umhverfisráðuneytis, SORPU, og fyrirtækja í atvinnugreininni. Ráðstefnan verður í húsakynnum Áburðarverksmiðjunnar hf., í Gufunesi 26. júní kl. 13:30. Ráðstefnustjóri er Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í Umhverfisráðuneytinu. Geir Haarde, fjármálaráðherra, setur ráðstefnuna. Jeff Cooper, formaður starfshóps I.S.W.A (International Solid Waste Association): „Endurvinnsla og minnkun úrgangs. Stefna og framkvæmd Evrópu í minnkun úrgangs og endurvinnslu". Hlé. Cristian Fisher, aðst.frkvstj. ETV/W, (Europian Topic Centre on Waste) í Kaupmannahöfn „Þýðing samræmdra skilgreininga og tölfræði í úrgangsmálum". Niels Jorn Hahn, aðalframkvstj. Renholdningsselskabe af 1898 (R98). Stærsta fyrirtæki Danmerkur á þessu sviði. „A. Takmörk endurvinnslu". „B. Hvernig getum við hagnast á gagnkvæmri miðlun upplýsinga innanlands og utan?" Samantekt og niðurstöður. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri. Hlé. Stofnun Fagráðs á (slandi. Gunnar Bragason, Endurvinnslunni hf. og Ingi Arason, Gámaþjónustunni hf. Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir, borgarstjóri, opnar fjölskyldusýninguna Umhverfisdagar 1998. Léttar veitingar. Sýningin er opin til kl. 19:30 og 10:00-18:00 um helgina. Væntanlegir þátttakendur í ráðstefnunni eru beðnir að skrá sig í síma eða á faxi til SORPU fyrir 25. júní nk. Þáttökugjald er kr. 5.000. Sími 520 2200. Fax 520 2209. S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi • Box 12100 • 132 Reykjavík • Sími 520 2200 • Bréfasími 520 2209 • www.sorpa.is Loðnu- veiðin að g-læðast LOÐNUVEIÐI glæddist talsvert aðfararnótt gærdagsins, að sögn Hafþórs Sigurðssonar verksmiðju- stjóra SR-mjöls á Raufarhöfn í gærdag. Guðmundur Ólafur landaði þá tæplega 800 tonnum á Raufar- höfn og Þórður Jónasson 350 tonn- um á Seyðisfirði. A leið þangað voru einnig Óm með 1100 tonn og Svan- ur með rúm 700 tonn. Hafþór sagði að skipin hefðu ver- ið norðaustur af Langanesi, en dá- lítið austar heldur en byrjað var fyrstu veiðidagana. Alls var í gær búið að landa 6.896 tonnum af loðnu á þremur stöðum, mest hjá Hrað- frystihúsi Eskifjarðar, rúmlega 3.600 tonnum, samkvæmt upplýs- ingum hjá Samtökum fiskvinnslu- stöðva. Rannsóknarskip á sildarslóðum „Markmiðið með ferðinni er að kanna hversu mikið er af síld innan íslensku lögsögunnar," sagði Páll Reynisson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, rannsóknarskipi Haf- rannsóknastofnunar, sem er í sfld- arleit á miðunum norðaustur af landinu. Páll sagði að „ósköp lítið“ væri að frétta, það væru „smápeðrur" á víð og dreif sem væra „ábyggilega sfld“ eins og hann komst að orði. -------------- Norræna vélstjórasambandið Menntunar- kostir bættir NORRÆNA vélstjórasambandið, sem er fulltrúi meira en 20.000 vél- stjóra í dönskum, fínnskum, fær- eyskum, íslenskum, norskum og sænskum skipum, hélt stjómarfund hinn 4. júní sl. í Jprlunde í Dan- mörku, undir stjórn formanns síns, Helga Laxdal. I fréttatilkynningu frá samband- inu kemur fram, að rætt hafí verið um árangur kjarasamninga á Norð- urlöndunum og skipst á upplýsing- um um kjaramál. Þá var rætt um hlutverk Norðurlanda í tengslum við IMO (Intemational Maritime Organization) og var eining um að hvetja siglingastofnanir á Norður- löndum til að einbeita sér enn frek- ar að vandamálum í vélarrúmi og gera það að forgangsmáli að setja reglur um vinnuumhverfl/vinnu- skipulag og hvemig störf skuli skip- uð. A fundinum kom fram, að árum saman hefði alþjóðleg reglusetning miðast við öryggi skipa, ásamt vinnu í brú og á dekki, en nú væri kominn tími tii að tryggja öryggi þeirra, sem era ábyrgir fyrir því að skipin geti siglt. Nútímaskip væru fljótandi iðnfyrirtæld og því lífs- nauðsynlegt að settar yrðu betri al- þjóðlegar reglur um öryggi og vinnuskilyrði í vélarrúmi. Einnig voru menn sammála um að nú á tímum væri það verulegt vandamál í vélstjórastarfínu hversu erfitt væri að vekja áhuga ungmenna á tæknilegri menntun. Það hefði í för með sér skort á tæknimenntuðu ungu fólki. Því riði á, að stjórnvöld á Norðurlöndum bættu menntunarkosti á þessu sviði og gerðu þá sýnilegri með átaksverkefnum og með því að gera tæknimenntun hærra undir höfði. í fréttatilkynningunni kemur það einnig fram hjá Helga Laxdal, að vélstjórar í Svíþjóð hafi nýlega samið um það við kaupskipaútgerð- ir þar í landi, að yfirvélstjóri hafi aldrei lægri laun en skipstjóri. \ ) I I I > I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.