Morgunblaðið - 25.06.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.06.1998, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGINN 11. júní sl. birtist á síð- um Morgunblaðsins grein sem bar yfír- skriftina „Valkostur fyrir listaháskóla", rit- uð af Sigurði Gunnars- syni. Hann og félagar hans höfðu stofnað fé- lagið Mýrargata 26 ehf. til að kaupa gömlu Hraðfrystistöðina og innrétta þar gagna- og munavörslu af full- komnustu gerð, eins og segir í greininni. Þeir félagar sáu þó fljótlega að þetta húsnæði, ásamt gamla BÚR-hús- inu, myndi frekar nýt> ast fyrir listaháskóla. Virðast þeir hafa lagt mikla vinnu og kostnað í að kynna og útfæra þessa hugmynd. Ég verð að játa að mér var illa brugðið er ég las um þessa framtíðarsýn þeirra félaga. Ég efast ekki um að listaháskóli sómdi sér vel á þessum stað, en ég legg þó til að þeir breyti þessari tillögu sinni yfír í annan far- veg, þ.e.a.s. valkost fyrir sjóminja- safn. Fyrir nokkrum árum, þegar Grandi hf. flutti starfsemi sína úr BÚR-húsinu og Hraðfrystistöðinni yfír í Isbjamarhúsið á Norðurgarði, kviknaði hjá mér sú hugmynd að til- valið væri að setja þar upp sjóminja- og fískvinnslusafn. Ég hef hingað til ekki haldið þessari hugmynd á loft, en geri það nú af fullri alvöru. Glataðar minjar Það er næstum grátlegt að hugsa til þess að fiskveiðiþjóð eins og ís- lendingar skuli ekki eiga neitt alvöru sjóminjasafn. í gegnum árin höfum við kastað á glæ ýmsum minjum um þessa atvinnusögu okkar. Gamlir tré- bátar eru úreltir, þeim sökkt eða þeir brenndir. Er skemmst að minnast bátasafns Þjóðminjasafnsins sem brann í timburhjalli í Kópavogi. Gömlu nýsköpunartogaramir, sem á sínum tíma möluðu gull í þjóðarbúið, voru dregnir út, nánast á rassgatinu, í brotajárn. Gaman væri að eiga nú, þó ekki væri nema einn slíkan til sýn- is fyrir okkur og kom- andi kynslóðir. Gömlum áhöldum, vélum og tækjum til fiskvinnslu og sjósóknar er einfald- lega hent eða sett í brotajám þegar ekki er þörf fyrir það lengur. Þanpig mætti lengi teija. Þjóðminjasafnið geymir að vísu töluvert af gripum tengdum þessari atvinnusögu okkar, en sú deild safns- ins, sem að hluta til er vísir að sjóminjasafni í Hafnarfirði, hefur í gegnum árin verið hálf- gerð homreka. Er ekki löngu orðið tímabært að gera eitthvað í málinu? Sjóminjasafnið í frystihús Hús Hraðfrystistöðvarinnar og BÚR eru einkar vel til þess fallin að hýsa sjóminjasafn. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og óteljandi möguleikar á útfærslum á smekkleg- an og ódýran hátt á um 12.000 fm. Auk þessara húsa gefur nánasta um- hverfí þeirra milda möguleika til við- bótar. Má þar nefna Daníelsslipp, í Hraðfrystistöðinni ------------------------------ og BUR-húsinu er, að mati Ólafs T. Snæbjörnssonar, kjörið að setja upp sjóminja- og fiskvinnslusafn. hafnarkrikann bak við BÚR og ver- búðimar hinum megin götunnar. Hvar á sjóminjasafnið annars staðar heima en einmitt við gömlu höfnina? Vonandi verður gamla höfnin alltaf „gamla höfnin“ með sitt aðdráttarafl og sjarma. Veglegt sjóminjasafn á þessum stað verður sú skrautfjöður sem höfnin, lífæð okkar, á skilið. Úr því minnst er á Daníelsslipp má til fróðleiks geta þess að á kreppuárun- um fyrir stríð létu borgaryfirvöld smíða þar þrjá 30 brl. eikarbáta til atvinnuuppbyggingar. Einn af þess- um bátum var Aðalbjörg RE 5, frægt happafley, sem gefið var Reykjavíkurborg til varðveislu árið 1986. Þessi bátur grotnar nú niður í Árbæjarsafni. Væri óskandi að borg- aryfírvöld sýndu þessum bát og fyrr- verandi áhöfnum hans þá virðingu sem þeir eiga skilið og gerðu hann upp og staðsettu á sínum heimaslóð- um. Safn Jósafats Hinrikssonar Inn við Súðarvog í Reykjavík er staðsett safn Jósafats heitins Hin- rikssonar. Þar gefur að líta fjölbreytt og viðamikið safn sjó- og smiðjumuna sem Jósafat kom upp í vélsmiðju sinni af einskærum áhuga og smekk- vísi. Væri óskandi að samstaða næð- ist um að skipa því heiðurssess á nýj- um stað í réttu umhverfi með útsýni yfír gömlu höfnina. Kostnaður og fjármögnun I áðumefndri grein Sigurðar Gunnarssonar kemur fram að hann, ásamt Kristni Má Þorsteinssyni, hafi gert kostnaðaráætlun fyrir uppbygg- ingu listaháskóla ásamt kaupum á fasteignum upp á 800 milljónir króna. Þar er ekki reiknað með neinum íburði, en vönduðum frágangi fyrir þarfirnar eins og þar segir. Ég er sannfærður um að hægt væri að halda kostnaði við uppbyggingu sjó- minjasafns innan þessara marka. Nú skora ég á alla þá hagsmunaaðila sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt, svo og félagasamtök og áhugasama aðila, að sameinast í breiðri fylkingu til framgangs á þessu þjóðþrifamáli. Grandi hf. varð eins og kunnugt er til við sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og Is- bjarnarins. Síðar kom Hraðfrysti- stöðin inn í fyrirtækið. Vil ég skora á Granda hf. að ríða á vaðið og leggja málinu lið með því að gefa BÚR hús- ið undir sjóminjasafn. Leiðir til að fjármagna uppbyggingu og rekstur sjóminjasafns eru margar en verða ekki tíundaðar hér. Þó má ljóst vera að stuðningur Ríkisins og Reykjavík- urborgar mun vega þar þungt. Þennan möguleika á að eignast loks alvöru sjóminja- og fiskvinnslu- safn megum við ekki missa frá okk- ur. Hálfnað er verk þá hafið er. Hefj- umst strax handa og reisum mynd- arlegt safn til heiðurs okkar Hrafn- istumönnum. Höfundur er fyrrv. sjómaður. Valkostur fyrir sjóminjasafn Ólafur Tryggvi Snæbjörnsson ÍSLENSKIR vinstri- menn bíða nú óþreyju- fullir næstu alþingis- kosninga, uppfullir af eldmóði sem aldrei fyrr. Það er skiljanlegt þar sem vatnaskil munu verða í íslenskri pólitík náist samkomulag um sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Kvenna- lista. Þegar hefur náðst samstaða í grundvallar- málum og málefna- grundvöllur liggur skýr fyrir. Einungis er eftir að taka formlega ákvörð- un um að jafnaðarmenn og -konur bjóði fram sameiginlegan lista og starfi saman eftir kosningar sem einn samstilltur þingflokkur. Frammistaða stjórnarflokka Um þessar mundir er grundvöllur fyrir stórum félagshyggjuflokki hinn ákjósanlegasti. Þar ráða miklu um stjómarathafnir (og athafnaleysi) Sjálfstæðisflokksins með Framsókn sér til fulltingis. Þar hefur hvert hneykslismálið rekið annað. Nýju há- lendislögin eru einhver sárgrætileg- asti minnisvarði sitjandi stjómar, þar sem hálendinu er úthlutað til fárra. Að sjálfsögðu hefur ekki verið hróflað við gjafa- kvóta sægreifanna, enda ekki við því að búast. Nýjar reglur í félags- lega húsnæðiskerfinu eru svo til að bíta höfuð- ið af skömminni. I of- análag misnotar forsæt- isráðherra valdamikið embætti sitt, t.d. með ósæmandi dylgjum í garð fréttamanna ríkis- fjölmiðils, vegna ósigurs flokks síns í sveitar- stjómarkosningum, þannig að með ólíkind- um þykir. Er nú fátt eitt talið af afrekalista stjómarflokkanna. Vinstri forysta En það er fleira sem skapar góðan jarðveg fyrir vinstrimenn en afglöp sitjandi stjórnar. Skoðanakannanir hafa sýnt að sameiginlegt framboð gæti halað inn 35-45% atkvæða. I ný- afstöðnum sveitarstjómarkosningum náðist víðtæk samstaða félags- hyggjuflokkanna um gervallt landið. Hér hefur farvegur fyrir farsælt samstarf verið lagður í samræmi við ákall grasrótarinnar. Akall almenn- ings, sem var orðinn langþreyttur á minniháttar ágreiningi smáflokkanna Vatnaskil munu verða í íslenskri pólitík, segir Harpa Hrönn Frankelsdóttir, náist samkomulag um sam- eiginlegt framboð. á vinstri væng. Ágreiningi sem hefur tryggt íhaldsmenn í sessi og gert þá að kjölfestu íslensks samfélags. Það er löngu kominn tími til að jafnaðarmenn fylki sér saman í nafni jöfnuðar, kvenfrelsis og félagslegs réttlætis. Höfuðmarkmiðið nú er að jafnaðarmenn eigi fyrstir tilkall til stjómarmyndunarumboðs sem sig- urvegarar kosninganna eða fylgis- mesti listinn. Davíð í fréttirnar! Ég sé fyrir mér gjörbreytt samfé- lag eftir næstu alþingiskosningar. Ég sé vinstrimenn bæta kjör almennings. Ég sé vinstrimenn ráðast gegn launa- misrétti og koma á raunverulegu jain- rétti kynjanna. Ég sé siðvæðingu í stjómsýslunni. Ég sé Davíð Oddsson stoftia sína eigin ftjálsu, óháðu frétta- stofu. Ég sé sægreifa borga veiði- leyfagjald. Ég sé bætta heilbrigðis- þjónustu. Ég sé ekki óhófleg skóla- gjöld. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið alltof lengi í ríkisstjóm. í byrjun júlí munu alþýðuflokks- og alþýðubandalagsmenn ákveða hvort af sameiginlegu framboði verður fyrir sitt leyti. Vinstrimenn! Við eigum samleið. Bjóðum upp á öflugan vinstri valkost í komandi alþingiskosningum. Höfundur er í stjórn Verðandi, sam- taka unfrs alþýðubandalagsfólks og óháðra. Við eigiim samleið Harpa Hrönn Frankelsdóttir Yandaðir veð- urfréttatímar Öryggisatriði og meira til... UMRÆÐA varð um veðurfréttir fjölmiðla eftir nokkra atburði í vetur þar sem leita þurfti að ferðafólki á hálendinu. Þá kom fram að með litlum veðurfréttum á Stöð 2 og færslu veðurfrétta fram fyrir fréttir í Sjónvarpinu (RUV), fylgdist almenningur miku verr með fregn- um af veðri og spám. Hvorki útvarpsspár né blaðaefni eða veður- fréttasími Veðurstofunnar telst hafa sama þunga og lifandi veður- spár í sjónvarpi. Nú hefur orðið gjörbreyting í þessum efnum. Stöð 2 hóf útsendingu veðurfrétta í 19-20 með nýju og glæsilegu sniði í vor og nú í júní tók RÚV einnig upp svipaða tölvuframsetningu Vegna fjölmargra fyrir- spurna (og stundum misskilnings) gerir Ari Trausti Guðmundsson grein fyrir veðurfrétt- um Stöðvar 2. veðurs og færði hana aftur inn í fréttatímann. Þetta er mikil fram- fór og þar með ættu landsmenn að eiga greiðari og eftirsóttari aðgang að traustum og vönduðum veður- fréttum en áður enda veðrið óað- skiljanlegt mannlífinu. Til upplýsingar Vegna fjölmargra fyrirspurna (og stundum misskilnings) geri ég nú grein fyrir veðurfréttum Stöðv- ar 2. undirbúningsvinna að veður- fréttunum stóð í rúmt ár. Allar upplýsingar eða spár sem þarf til veðurfréttanna koma frá Veður- stofu Islands skv. samstarfssamn- ingi. Stofnunin aflar gagna og tölvuspáa heima og heiman og vinnur efni fyrir marga fjölmiðla. Sérstök forrit sem fengin voru frá fyrirtækinu Earthwatch í Banda- ríkjunum til Stöðvar 2 vinna þar úr gögnunum efni sem fellt er að kort- um og ýmsum sýniferlum. Feik- iöfluga tölvu þarf til að vinna allt efnið. Þannig eru t.d. nýttar gervi- tunglamyndir sem sýna skýjafar, með eða án úrkomu, yfir landinu og umhverfis það og felldar að þrívíðu flugi sem hægt er að ráða að öllu leyti og sýnir ísland frá hvaða sjónarhomi sem er. Tölvan býr til hnökralaust flug í 15-20 sek. úr mörg hundruð myndum sem hún skeytir saman. Úpplýsingar um veður dagsins og spár um breyt- ingar á lægðum og hæðum eða um veður næsta sólarhrings eru unnar í tölvunni; sumt vinnur hún sjálf- virkt en annað þarf starfsfólk graf- ískrar deildar að setja handvirkt inn á kort. Kortagrunnar eru fengnir frá Landmælingum Is- lands. Veðurtákn og yfirbragð skjámyndanna var allt unnið inn- anhúss áður en útsending hófst. Um það bil 4 klukkustundir líða frá því að byrjað er að vinna úr upp- lýsingum frá Veðurstofunni á miðj- um degi þar til útsending hefst. Grafískur hönnuður hefst handa einn en síðdegis eru veðurmenn mættir og eftir það er verkinu lok- ið í samstarfí. Kostun Hið nýja símafyrirtæki TAL kostar mikilvægan hluta alls þessa dagskrárþáttar eins og kemur fram í sérstakri kynningu. Án stuðningsins væri vart um jafn viðamiklar veðurfréttir að ræða og fólk sér nú. Fyrir- tækið kom þó ekki að undirbúningi eða hönnun veðurfrétt- anna; né heldur sér það Stöð 2 fyrir gögn- um eða spám eins og haldið var fram í les- endabréfi í DV á dög- unum. Þrískipt útsending Veðurfréttimar eru þrískiptar hvert kvöld. Einstakir þætt- ir þeirra eru enn í þróun og smám saman verður breytt um gerð eða röð liða til þess að auka fjölbreytn- ina og efla enn innihaldið. Fyrsta útsending fleygast á milli Islands í dag og sjálfra fréttanna; sá hluti tekur allt að 3 mín. og 15 sek. Þar kemur fram veður dags- ins, yfirlit yfir skýjafar og hita í landinu, ásamt úrkomu, staða hæða og lægða, myndræn færsla veðurkerfa, þrýstilína og aðal- skýjasvæða til morguns og svo loks kemur spáin fyrir Island (skipt í þrennt: Hitastig, vindátt og -styrk- ur og úrkoma/skýjafar); frá kl 12 á hádegi til kl 12 á hádegi daginn eft- ir. Næsta útsending er í lok 19-20, eftir fréttir og tekur um 1 mín. og 50 sek. Þá er spá morgundagsins ávallt endurtekin en auk þess ým- ist sagt frá veðri í 12-14 borgum í Evrópu og Ameríku, auk sólar- hringsspár, eða sett fram spá fyrir Island fimm daga fram í tímann. Borgaveður er á þriðju-, miðviku-, laugar- og sunnudögum, sett fram í dálkum, en aðra vikudaga er sett fram langtímaspáin með fjórum, skýrum kortamyndum. Þetta verð- ur haft svona í sumar en smám saman þróast framsetningin eins og áður sagði. T.d. er sagt frá færð á hálendinu fyrri hluta sumars, einu sinni í viku. Þriðja útsending er í lok frétta sem hefjast kl. 22.30. Þá er spá morgundagsins endur- tekin á innan við 1 mín. Veðurvitarnir Við sem sjáum um veðurfrétt- irnar erum enn sem komið er fjög- ur. Unnur Ólafsdóttir, Einar Sveinbjörnsson og Sigurður Jóns- son eru öll menntaðir veðurfræð- ingar; tvö þau fyrrnefndu eru starfsmenn Veðurstofunnar en Sigurður er sjálfstætt starfandi (og vinnur m.a. í tengslum við Veð- urstofuna). Þau fyrstnefndu koma til vinnu á Stöð 2 eftir að vinnu lýkur á Veðurstofunni eða á frí- dögum sínum. Greinarhöfundur er ekki veðurfræðingur, heldur sjálf- stætt starfandi jarðeðlisfræðingur en almenn veðurfræði er ein grunngreina í því fagi. Hann sá um veðurfréttir í sjö ár á Stöð 2 (með- an veðurfréttamenn voru þar leik- menn) og þrífst bærilega í þessum fríða flokki. Veðurfræðingarnir þrír hafa allir komið við sögu veð- urfrétta hjá RÚV. Þau kusu sjálf að skipta um fjölmiðlavinnustað en voru hvorki keypt á Stöð 2 né hrakin í burtu af RÚV. Að lokum Með þessu ætti ýmislegt að vera ljósara en ella varðandi veðurfrétir Stöðvar 2. Áhorfskönnun fór fram um 10 dögum eftir að veðurfréttir hófust með þessum hætti hjá fyrir- tækinu. Samkvæmt henni höfðu um 90% landsmanna séð þennan lið og vel ríflega 80% svarenda voru mjög ánægð eða ánægð með þjón- ustuna. Höfundur er umsjónarmaður veðurfrétta á Stöð 2. Ari Trausti Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.