Morgunblaðið - 25.06.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 25.06.1998, Síða 42
142 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hagræðingaraðförin að heilbrigðiskerfinu UM NÆSTU mánaðamót taka uppsagnir hjúkrunarfræðinga gildi og er ekki annað sýnna en heil- brigðisþjónusta landsmanna leggist að mestu af gangi hjúkrunarfræð- ingar út. Samkvæmt því vinnulagi er tíðkast hjá stjórnvöldum var þá fyrst tekið að ræða við hjúkrunar- fræðinga er samningar þeirra runnu út og fyrst sjö mánuðum síð- ar, í júní 1997, náðist samkomulag um samning sem í voru ákvæði um röðun í nýjan launaramma en greiðslur samkvæmt þeim ramma áttu að hefjast 1. febrúar sl. sam- kvæmt samkomulaginu. Þegar hvorki gekk né rak í þeim efnum sögðu hjúkrunarfræðingar upp störfum 1. apríl. I ljósi þess að aldrei var staðið við samninginn frá júní 1997, því engin röðun í launaramma hefur enn átt sér stað, kemur mönnum óneitanlega nokkuð spánskt fyrir sjónir að bæði heilbrigðisráðherra og varaformaður heilbrigðisnefnd- ar eru mjög undrandi á þessum uppsögnum og telja að þær geri stjórnvöldum afar erfitt fyrir. Þessi undrun verður varla skilin öðruvísi en svo að hafi launþegar gert samn- ing skipti engu hvort samningurinn er uppfylltur af viðsemjanda eða ekki og allar tilraunir til þess að knýja hann til þess að virða eigin samning geri málið aðeins erfiðara viðfangs. Það hefur vísast ekki fai'ið fram- hjá neinum landsmanni að fjárlög voru um jólaleytið afgreidd halla- laus. Ráðhen'arnir snýttu sér á skýjunum vegna þessa afreks og töldu að við þvílíka snilli í fjármála- stjórn yrði seint jafnast. Að vísu benti minnihluti fjárveitingarnefnd- ar ítrekað á að þessu hallaleysi væri náð með þeim einfalda hætti að láta sem ýmis óhjákvæmileg út- gjöld væru ekki til. Fyrir alllöngu kom svo upp á borðið að uppsafnaður rekstrar- Uppsagnir hjúkrunar- fræðinga ættu ekki að koma á óvart, segir Sigríður Jóhannes- dóttir, því ekki var staðið við samninga sem gerðir voru við þá árið 1997. vandi sjúkrahúsanna skiptir millj- örðum sem var litið framhjá við af- greiðslu fjárlaga til þess að geta státað af hallalausum fjárlögum. Nú þessa dagana berast af því fréttir að enn sé lagt fyrir sjúkra- húsin að spara þrátt fyrir að borð- liggjandi sé að meiri spamaður verði trauðla kreistur fram nema með því að loka deildum sjúkrahús- anna. Ekki skal ég draga í efa að hagræðing í rekstri sjúkrahúsa hafi í byrjun skilað betri af- komu þótt ekki hafi dugað til en þegar for- stöðumönnum þeirra er gert að klappa þann steininn sýknt og heil- agt án þess að nokkuð annað komi til hljóta afleiðingarnar að verða versnandi þjónusta. Þrátt fyrir þá stað- reynd að hér séu færri heilbrigðisstarfsmenn á hvern íbúa en annars staðar á Norðurlöndum hefur heilbrigðisþjón- usta hér á landi verið með því besta sem þekkist í heiminum. En með ofurhagræðingu hefur vinnu- álag starfsmanna aukist mjög undanfarin ár og fjarvistir þeirra jafnframt farið vaxandi. í 70% til- vika rekja starfsmenn þessa aukn- ingu á fjarvistum til þreytu og streitu. En stjórnvöld luma á fleiri ráð- um til hagræðingar en ofþrælkun heilbrigðisstétta. Eitt þeirra er vaxandi kostnaðarþátttaka sjúk- linga en það þjóðráð, sem á sínum tíma var réttlætt með því að verið væri að „auka kostnað- arvitund sjúklinga“, hefur m.a. leitt til þess, skv. heimildum landlæknis, að sl. tvö ár hafa milli 20 og 30% sjúklinga frestað heimsókn til lækna vegna fjárskorts. Eg get út af fyrir sig tekið undir þá skoðun Davíðs Odds- sonar að við eigum að fara vel með góðærið og nýta það til að grynna á skuldum, spara og búa í haginn fyrir mögru árin en ég hef rökstuddan grun um að þeir sem flæmast úr landi vegna ofþrælkunar og slæmra kjara og þeir sem spara sér lækn- ishjálp búi ekki við margumtalað góðæri. Eg hef líka um það ljótan grun að þá fyrst takist að „auka kostnað- arvitund" stjórnvalda í þeim mæli að þau skilji verðmæti starfs og menntunar heilbrigðisstétta er heilsugæsla í landinu verður einka- vædd. Er sú e.t.v. ætlunin? Höfundur er alþingismaður fyrir Al- þýðubandalagið í Reykjanesi. Sigríður Jóhannesdóttir TILK YNNINGAH * Auglýsing varðandi íslenskan ríkisborgararétt Með lögum nr. 62 12. júní 1998 um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/ 1952 er sett ákvæði til bráðabirgða þar sem þeim hjónabandsbörnum íslenskra mæðra og erlendra feðra, sem fædd eru á tímabilinu eftir 1. júlí 1964 en fyrir 1. júlí 1982 og hefðu öðlast íslenskt ríkisfang ef lagabreyting, sem tók gildi 1. júlí 1982, hefði verið í gildi við fæð- inguna, er veitt heimild til að öðlast íslenskan ríkisborgararétt að fullnægðum tilteknum skil- yrðum. Þeir sem óska eftir að notfæra sér þessa heim- -»*ild skulu tilkynna það til dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins. Samkvæmt lagaákvæðinu skal móðir barns sem fætt er á þessu tímabili og er innan 18 ára aldurs lýsa yfir að hún óski eftir íslenskum rík- isborgararétti fyrir barn sitt og skal barnið einnig samþykkja yfirlýsinguna. Móðirin skal vera íslenskur ríkisborgari og hafa forsjá barns- ins. Hafi barn sem lagaákvæði þetta á við náð 18 ára aldri getur það tilkynnt ráðuneytinu um að það óski eftir að nýta sér þessa heimild til að fá íslenskan ríkisborgararétt. í því tilviki skal móðirin hafa haft íslenskan ríkisborgararétt við fæðingu barnsins og a.m.k. til 1. júlí 1982 og barnið skal fullnægja skilyrðum 8. gr. laga »iim íslenskan ríkisborgararétttil að vera íslenskur ríkisborgari. Samkvæmt þeirri laga- grein skal barnið vera fætt hér á landi eða hafa átt lögheimili hér áður en það náði 22ja ára aldri eða dvalið hérlendis umtalsverðan tíma. Yfirlýsingu eða tilkynningu þess sem óskar eftir að notfæra sér ofangreindan rétt skulu fylgja eftirtalin gögn: 1. Fæðingarvottorð barnsins. 2. Fæðingarvottorð móðurinnar. 3. Gögn um ríkisborgararétt móðurinnar. 4. Gögn um forsjá móður sé barnið undir 18 jt ára aldri. 5. Vottorð Hagstofu íslands um búsetu eða önnur gögn um dvöl hér á landi sé barnið yfir 18 ára aldri og ekki fætt hérlendis. 6. Upplýsingar um í hvaða ríki barnið á nú ríkis- borgararétt. Dóms- og x kirkjumálaráðuneytið, * 23. júní 1998. Niðjamót Bjarneyjar S. Guðmundsdóttur og Líkafróns Sigurgarðssonar verður haldið í Hótel Reyk- holti (s. 435 1260) dagana 10.-12. júlí nk. Upplýsingar í símum 567 1073, 551 7006, 562 6461. TILBDÐ/ÚTBOÐ L Landsvirkjun Útboð Lúkning Kröfluvirkjunar Stálsmíði Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í stálsmíði o.fl. vegna lúkningar Kröfluvirkjunar í samræmi við útboðsgögn KRA-20. Verkið felst m.a. í smíði á undirstöðum, lagn- ingu safnæða, tengingu gufuháfs, einangrun og álklæðningu, smíði og uppsetningu á holu- toppsbúnaði auk uppsetningar og tengingar á gasdælum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá og með föstudeginum 26. júní 1998 gegn óaft- urkræfu gjaldi að upphæð 1.000 krónur m. vsk fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Lands- virkjunarað Háaleitisbraut 68, Reykjavíktil opn- unar 10. júlí 1998 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. atviimisiuhúsimæði Skrifstofuhúsnæði Mjög gott ca 120 fermetra skrifstofuhúsnæði til leigu í norðurturni, Kringlunni 6. Upplýsingar í síma 562 3300. TIL SÖLU Skómarkaður Ármúla 23, vesturendi Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00 til 18.00. Mikið úrval. Góðir skór. Verð frá krónum 500. HÚSNÆÐI ÓSKAST 2 herbergja íbúð óskast til leigu Óskum eftir 2. herb. íbúð á Reykjavíkur- svæðinu. Helst á jarðhæð eða á fyrstu hæð. Upplýsingar í s. 564 3904 eftir kl. 19 á kvöldin. FUNOIR/ MANNFAGNABUR Lífeyrissjóðurinn Hlíf heldurauka sjóðfélagafund mánudaginn 29. júní kl. 18 í Grand Hótel Reykjavík. Fundarefni: Stofnun séreignadeildar og aðrar reglugerðarbreytingar. Stjórnin. Hluthafafundur Stjórn Hótels Húsavíkur hf. boðartil hluthafa- fundarfimmtudaginn 2. júlí 1998 á Hótel Húsa- vík, Ketilsbraut 24, 640 Húsavík og hefst fund- urinn kl. 20.30. Dagskrá fundarins: 1. Kosning nýrrar stjórnar. 2. Önnurmál. Stjórn Hótels Húsavíkur. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG §) ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 26.-28. júní a) Fjölskylduhetgi í Þórs- mörk. Árleg ferð sem jafnan nýtur mikilla vinsælda. Mjög hagstætt fjölskyldutilboð. Gist í Skagfjörðsskála eða tjöldum. Fjölbreytt dagskrá, léttar göngur, ratleikur, kvöldvaka. b) Fimmvörðuháls — Þórs- mörk. Aukaferð á gódum kjörum. Gist í Þórsmörk og gengið yfir hálsinn á laugardeg- inum. Brottför föstudaginn kl. 20.00. Pantið strax á skrifst., Mörkinni 6. Skógarganga í kvöld, 25. júní. Brottför með rútu kl. 20 frá Mörkinni 6. Laugardagur 27. júní Kl. 9.00: Skarðsheiði — Skessuhorn. Skemmtileg fjall- ganga. Verð 2.500 kr. Sunnudagur 28. júní Kl. 9.00: Dímon — Hrafna- björg — Reyðarbarmur. Fjall- ganga austan Pingvalla. Verð 1.500 kr. Kl. 13.00: Þingvellir — plöntu- og náttúruskoðun. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Samkoma í umsjá Gils Guðmundssonar. TILKYNNINGAR Einkatímar með Helgu Mogensen • Þú lærir að lesa úr skilaboðum líkamans. • Þú lærir rétta öndun. • Þú lærir slökun. Upplýsingar og tímapantanir i síma 552 4365.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.