Morgunblaðið - 25.06.1998, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
DIETER
ROTH
+ Dieter Roth,
fullu nafni Karl
Dietrich Roth,
fæddist í Hannover
í Þýskalandi 21.
apríl 1930. Hann
varð bráðkvaddur í
Basel í Sviss 5. júní
síðastliðinn og
hefur bálför hans
farið fram.
~r Dieter Roth hefur
lokið lífsgöngu sinni.
Hann snaraðist inn um
dauðans dyr einn og
óstuddur nýstaðinn upp úr vinnu-
stólnum. Þó verður ekki sagt að frá-
fall hans komi í opna skjöldu, því
hann lifði hratt og ekki alltaf heilsu-
samlegu lífi, svo hjartað var farið að
lýjast. En fjarri fer að Dieter Roth
sé allur. Aður yfír lauk var hann orð-
inn svo fyrirferðarmikill í myndlist-
arlífi Vesturlanda að framhjá honum
kemst enginn sem heiðarlega vill
kanna listasögu tuttugustu aldar í
okkar heimshluta. Ahrif hans á unga
íslenska myndlistarmenn verða seint
ofmetin.
« Ég heyrði nafn Dieters fyrst nefnt
á fundi í ritstjóm Birtings snemma
vetrar 1957 heima hjá Herði Ágústs-
syni að Laugavegi 135. Thor hafði
með sér á fundinn mynd/bók eða
bók/mynd eftir Dieter til að sýna
okkur og leita umsagnar Harðar,
sérfræðings okkar um allt sem að
myndlist laut. Eftir að hafa skoðað
gripinn um stund kvað hann upp úr
með að þetta væri af ætt hins allra
nýjasta í evrópskri myndlist. „Bók-
in“ var að öllu leyti handunnin, eins-
konar faktúrumappa með lausum
A blöðum, geómetrísk form skorin í
hvítan karton og glærur í ýmsum lit-
um; blöðunum mátti raða að vild og
komu þá fram nýjar myndir í nýjum
litbrigðum þegar formin hópuðu sig
eða sköruðust á nýjan hátt og glær-
urnar skiptu litum.
Það var ekki fyrr en allnokkru eft-
ir þetta að fundum okkar Dieters
bar fyrst saman. Hörður lá á Landa-
kotsspítala og ég var í heimsókn hjá
honum þegar inn í sjúkrastofuna
tróðst ungur maður með eitthvert
mynd- eða prentlistardót í möppu
sem hann var að sýna Herði, og við
vorum kynntir. Ég vissi að Dieter
hafði starfað um skeið í Danmörku
og talaði því við hann dönsku; hélt
honum þætti það þægilegra. Við urð-
um samferða út. Á leið fram ganginn
sneri hann sér að mér og spurði með
vanþóknun: „Hvers vegna talarðu
dönsku við mig? Getum við ekki not-
að íslensku?“ Ég varð skömmustu-
legur yfír skorti mínum á þjóðlegum
metnaði en gat þó ekki varist brosi,
því hann átti sem vonlegt var flest
ólært í málinu þá. En eftir þetta
bauð ég honum aldrei upp á annað
en tæra íslensku og hann tók vel við:
var alla ævi frá því er ég kynntist
honum að bæta kunnáttu sína þótt
hægar gengi en skyldi vegna langra
fjarvista í öðrum löndum þar sem ís-
lenska var ekki töluð virka daga á
torgum.
Það var áreiðanlega að ráði Harð-
-^%r sem Dieter var boðið að sjá um
uppsetningu á 1.-2. hefti Birtings
1957. Ég var um sumarið fararstjóri
íslenskra ferðamanna á vegum Or-
lofs um Norðurlönd en Thor á Ítalíu.
Ég var staddur í Kaupmannahöfn
þegar mér barst þetta stóra nýstár-
lega hefti í hendur og hófst á loft af
hrifningu. Þótt menn sæju slíkt um-
brot nú á dögum hrykki enginn við.
En þetta varð ýmsum hneykslunar-
hella þá og olli alvarlegum deilum í
ritstjórninni sem frægt er, svo ekki
varð af frekara samstarfi Dieters og
Birtings.
M Haustið 1957 fluttust Dieter og
Sigga á Ljósvallagötu 14. Við bjugg-
um á Hjarðarhaga 38, svo skammt
var í milli. Kalli sonur þeirra var þá í
vöggu og við Dieter að hjálpast að
við að skipta á honum þegar Sigga
kom heim og við heilsuðumst í fyrsta
sinn. Þetta var í sannleika falleg fjöl-
skylda og aðlaðandi, enda varð ég
^fljótlega heimagangur þar og við
Dieter brölluðum
margt saman. Á þess-
um haustmánuðum
stofnuðum við „forlag
ed“ (einar og diter) sem
gaf út nokkur af fyrstu
bókverkum hans, en
þau losuðu hundraðið
að lokum og betur þó.
Um þann kafla úr list-
ferli Dieters skrifaði
Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur 3Ö síðna
ritgerð í vorhefti Skírn-
is 1988 og nægir að vísa
á hana. Þegar litið er
aftur til þessara ára
undrast ég hve lítið
mátti í Miðengi. Ef vikið var frá hinu
allra vanalegasta ætlaði allt um koll
að keyra. I janúar ‘58 gáfum við út
sárasaklaust ljóðaplakat eftir mig (í
hökli úr snjó), hið fyrsta sinnar teg-
undar á Islandi. Efnið var rifið innan
úr ófullgerðri djöflasónötu um upp-
reisnina í Ungverjalandi og Dieter
bjó það mjög smekklega til prentun-
ar á löngum renningi. Ðt af þessu til-
tæki birtust bullandi svívirðingar um
höfundinn í Vísi og Tímanum og út-
varp allra landsmanna lét ekki hjá
líða að senda honum tóninn!
Fyrsta bók Dieters sem forlag ed
gaf út hét Kinderbueh. Dieter vann
hana í höndunum að öllu leyti undir
prentun. Hún var í stóru broti,
prentuð á þykkan karton og spíral-
heft. Nú tókst svo ólánlega til að
prentaranum láðist „að leggja á
milli“, svo að allt klesstist og eyði-
lagðist nema fáeinar efstu síðurnar í
hverjum bunka. Nokkur eintök voru
þó heft og engin tvö alveg eins, held-
ur síðunum raðað saman á mismun-
andi vegu. Við fórum hróðugir með
kynningareintak í nokkrar bókabúð-
ir og létum fylgja lista sem áhuga-
samir kaupendur gátu skráð sig á.
Þegar við smöluðum listunum viku
seinna kom í Ijós að einn maður hafði
reyndar gerst áskrifandi í Bókabúð
Braga við Lækjartorg. Hinir listarn-
ir voru allir auðir. Þessi eini var
Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt.
Við vorum svo klökkir yfir að hafa þó
fundið einn áhugamann um fagrar
listir í höfuðborginni að okkur kom
saman um að heiðra hann með því að
gefa honum bókina.
Það vakti fljótt athygli mína og
undrun hve Dieter var eldsnöggur
að læra á borgina. Hann vissi áður
en við kynntumst upp á hár hvar efni
og alls kyns tæki og tól sem hann
þurfti að nota í starfi sínu var að
finna og gat gengið að því blindandi,
oft á stöðum sem ég hafði ekki grun
um að væru til. Ég var stundum með
honum í útréttingum og þegar á
staðinn kom leyndi sér ekki að hann
hafði verið þar margoft áður, var
orðinn kunningi afgreiðslufólksins
og allir fúsir að leysa vanda hans eða
vísa honum á staði þar sem úrlausn
væri að fá.
Dieter var einn þeirra snillinga
sem fá í vöggugjöf hagleikshendur
sem allt geta og smiðsauga sem sér á
svipstundu einfóldustu lausn hvers
viðfangsefnis. Þar á ofan var hann
gífurlega hugmyndaríkur, átti sífrjóa
frumlega sköpunargáfu og skorti
hvergi áræði að ganga gegn
straumnum. Einhver sagði að mála-
miðlun hefði ekki verið til í orðabók
hans þegar um list var að ræða. Allt
þetta ásamt vandvirkni, góðri
menntun og óhemjulegu vinnuþreki
gerði hann að einum fjölhæfasta,
frumlegasta og afkastamesta lista-
manni aldarinnar.
Það var ekki fátt sem Dieter lagði
á gjörva hönd frumbýlingsárin á Is-
landi í þeim tilgangi að sjá sér og
sínum farborða: leirkerahönnun,
glerhönnun, skartgripahönnun,
blómaskreytingar, módelsmíði,
bókahönnun, auglýsingagerð, hönn-
un á almanökum, bókbandspappír,
húsgögnum, samstarf við arkitekta
osfrv, osfrv. Þessu voru gerð nokk-
ur skil á einni síðu í Morgunblaðinu
9. þm, en fyllri könnun bíður list-
fræðinganna. Dieter var inn við
beinið ákaflega ljúfur maður eða
„góður strákur“ eins og hann kall-
aði þá sem honum var vel við.
Hjálpfýsi hans voru lítil takmörk
sett og hann var höfðingi í lund:
gjafmildur úr hófi fram, ef heimilt
er að taka svo til orða um mann-
kosti. Það varð að taka fram fyrir
hendurnar á honum til þess að hann
gæfi manni ekki myndir sem nægðu
til að þekja alla veggi í heilu félags-
heimili. Hann var verkglaður, gam-
ansamur og góður félagi. Þrátt fyrir
þetta var ýmsum uppsigað við hann,
eins og eitthvað í fari hans færi í
taugarnar á þeim, enda þurfti ekki
alltaf mikið til. Hann skar sig úr í
klæðaburði. 68-kynslóðin getur al-
veg hætt að guma af að hafa innleitt
frjálslegan fatnað á Islandi. Þar var
Dieter Roth langt á undan eins og í
svo mörgu öðru. Hann var alltaf
hreinn og snyrtilegur. En her-
mannanærskyrta sem kostaði ekki
neitt var honum fullboðleg peysa og
fór honum líka ágætlega. Þegar
Lido var vígt var Dieter meðal
boðsgesta því hann hafði unnið eitt-
hvað að innréttingum eða þess hátt-
ar á lokastigi. Hann klæddi sig upp
á og var að ofan í forlátapeysu sem
tengdamóðir hans hafði prjónað og
gefið honum. Við urðum samferða
og þriðji maður sem ég man ekki
hver var. Þegar við komum að dyr-
unum stóð þar fyrir herðibreiður
vörður sem neitaði Dieter um inn-
göngu vegna óviðeigandi klæðnað-
ar. Stoðaði ekkert þótt við hinir
reyndum að koma vitinu fyrir
manninn. Fóru svo leikar að Dieter
varð að snúa frá og ég fylgdi hon-
um.
Dieter var algjör bindindismaður
á áfengi fyrstu ár sín á íslandi og allt
að því dýrlingur í öllu sínu lífemi,
svo maður blygðaðist sín fyrir að
játa að hafa stundum fengið sér í
staupinu. Svo var það einhvern tíma
upp úr ‘60 að hann brá sér til útlanda
snögga ferð og þegar heim kom fór
hann að fá sér í aðra stórutána og
stundum báðar. Kom þá í ljós það
sem forfeðumir veittu reyndar at-
hygli fyrir mai’gt löngu: að öl er ann-
ar maður. Ég vissi ekki fym en
mörgum árum seinna að hann hafði
drakkið ótæpilega í fögra, fógra
Kaupinhöfn og kannski víðar og hér
voru að endumýjast samvistir við
gamla Bakkus sem stóðu með stutt-
um hléum upp frá því til æviloka.
Framan af var sá slægi þrjótur eins
og góður þjónn og veitti honum vafa-
laust margar gleðistundir á vina-
fundum, en færði sig smátt og smátt
upp á skaftið sem hans er vandi og
gerðist að lokum harður húsbóndi.
Og þá fór að kárna gamanið.
Það var líkt með Strindberg og Di-
eter að annar treysti sér ekki til að
vera við framsýningar á leikritum
sínum, hinn ekki til að vera viðstadd-
ur opnanir á sýningum mynda sinna.
Þó veittist mér einu sinni sú ánægja
að hitta Dieter við opnun sýningar.
Það var hinn 29. júní 1995 á Seyðis-
firði. Mér hafði verið boðið til hátíða-
halda vegna 100 ára afmælis bæjar-
ins. Þar vora margar sýningar á
boðstólum og ein þeirra eftir Dieter.
Strax og hátíðin hafði verið sett
steðjaði ég á sýningu hans. Hún var í
gömlu húsi svo hrumu að það mátti
heita að hrani komið. Þegar ég kom
að dyrunum var dimmt inn að líta
nema tveir sjónvarpsskjáir lýstu á
móti manni. Þannig stóð á þeim að
Dieter hafði látið mynda öll hús í
bænum bæði að vetrarlagi og sumri
og var verið að sýna árangurinn,
vetrarmyndir á öðrum skjánum,
sumarmynd af sama húsi á hinum.
Þegar ég kom inn úr dyranum sá ég
hvar höfðinginn sat í hálfrökkri tví-
breiður miðað við umfang yngri ára
og að því skapi þykkur undir belti,
hvítur á skör og skegg og við fóðm-
uðumst innilega glaðir. Hægra meg-
in við hann var stærðar mubla, eins
konar altari Bakkusar eða bar sem
hann hafði smíðað í tilefni dagsins
fullur af dýrastu veigum, við hliðina
á altarinu hlaðar af bjórkössum og
gátu sýningargestir valið sér drykk
að vild. Um kvöldið borðuðum við
saman á hótelinu. Þar kom líka að
borðinu Bjössi sonur hans sem hefur
verið samverkamaður fóður síns og
hjálparhella frá æskuáram. Eftir
kvöldverð buðu þeir mér að skoða
Bryggjuhúsið þar sem Dieter bjó sér
síðast hæli eftir að umferð var orðin
óþolandi mikil í Loðmundarfirði! í
öðrum enda hússins var hraðbátur
sem þeir feðgar notuðu til að skjót-
ast í Loðmundarfjörð að vitja óðals
síns, í hinum endanum og á efrihæð
íveruherbergi og vinnustofur, öllu
haganlega fyrir komið eins og vænta
mátti.
★
Þegar Dieter kom til Islands var
hann 27 ára vel menntaður og full-
mótaður listamaður. Hann hafði vax-
ið upp í foreldrahúsum í fæðingar-
borg sinni Hannover til 13 ára aldurs
og átti ekki endurminningu um ham-
ingjusama bernsku. Árið 1943 var
sprengjuregn yfir þýskar borgir orð-
ið fastur þáttur hversdagslífsins og
allir sem gátu reyndu að forða börn-
um sínum úr eldhafinu. Vegna fað-
ernis hafði Dieter svissneskan ríkis-
borgararétt. Honum bauðst vist í
fóðurlandi sínu og varð frelsinu feg-
inn. Af frásögn hans mátti vart milli
greina hvoru hann fagnaði meir: að
sleppa úr djöfulæði stríðsins eða
undan harðneskjulegum aga foreldr-
anna. Hann hafnaði á hóteli í Zúrich
innan um litríkt lið sem kom og fór;
hann átti aldrei á visst rúm að róa en
svaf í því sem laust var þá og þá,
rokkandi milli hæða og herbergja í
fjögur ár. Hann átti góðu atlæti að
fagna og þetta var líf sem honum lét.
Ég gat ekki betur skilið en hóteld-
völin sú arna hefði verið blómaskeið
bernsku hans og æsku. Á þeim áram
gekk hann í menntaskóla, nam fom-
málin auk frönsku og ensku og var
þá þegar farinn að hneigjast að
myndlist og ljóðlist. Hann yfirgaf
menntaskólann 17 ára og hóf nám í
grafiskri hönnun á auglýsingastofu í
Bern, átti um drjúgan veg að sækja
en notaði tímann í lestinni milli Bern
og Solothurn þar sem hann bjó þá til
að teikna og yrkja. Náminu lauk
hann á fjóram áram (*47-’51) og vann
síðan fyrir sér önnur fjögur þar í
borg sem lausamaður í listum. Kona
sem þekkti hann á þeim áram (Sibyl
Spalinger) hefur sagt að manna á
meðal í Bern hafi verið rætt um Di-
eter af aðdáun: „að skaparinn skyldi
hafa léð þessu efnilega skáldi og
listamanni yfirbragð sjálfs Apollos".
Handrit að einhverjum æskuljóða
hans munu vera varðveitt á safni í
Bern.
Eftir 12 ára dvöl í Sviss komst
hann með aðstoð vinar síns til Kaup-
mannahafnar og vann þar fyrir sér
sem hönnuður á annað ár hjá virt-
ustu auglýsingastofu Norðurlanda. I
Höfn kynntist hann listakonunni
Sigríði Björnsdóttur 1956, og þar
með voru örlög þeirra ráðin. Hjóna-
bönd tveggja listamanna hafa löng-
um reynst brothætt og bætir ekki úr
skák séu hjónin þar á ofan sitt af
hvora þjóðemi. Kunnugir þóttust
fljótlega sjá að Dieter Roth fengi
aldrei notið sín sem listamaður hér á
landi, enda varð hann um síðir að
velja á milli þess að koðna hér niður
eða sækja á önnur mið og gerði það.
Erlendis biðu verkefni í öllum áttum
og hann tók að hasla sér völl í Vest-
urevrópu og Bandaríkjunum. Þá
reyndi á hvort hjónabandið bæri eða
brysti, og það brast. Hjónin skildu
1964 og Dieter hvarf á brott.
★
Nú má segja að frægðarferill Diet-
ers hefjist. Ég hef séð skrá yfir
einkasýningar hans í 25 ár frá 1958-
1983. Fyrsta áratuginn er hann
lengstaf búsettur á Islandi og sýn-
ingar 6; eftir það býr hann erlendis
og annan áratuginn era sýningar
hans 82, seinustu fimm ár þessa
tímabils eru þær 44.
Fyrsta áratuginn sýnir hann í
þremur Evrópulöndum: Islandi (1),
Danmörku (2) og Þýskalandi (2);
einu landi utan Evrópu: Bandarikj-
unum (1). Annan áratuginn sýnir
hann í níu Evrópulöndum: Þýska-
landi (45), Sviss (12), Hollandi (6),
Austurríki (3), Englandi (3), Frakk-
landi (1), Ítalíu (2), Danmörk (1),
Spáni (5); tveimur löndum utan Evr-
ópu: Bandaríkjunum (3), Bresku
Columbíu (1). Seinustu fimm árin
fram að ‘83 sýnir hann í níu Evrópu-
löndum: Englandi (2), Sviss (15),
Spáni (2), Þýskalandi (14), Hollandi
(2), Frakklandi (1), Ítalíu (1), Aust-
urríki (4), Islandi (1); einu landi utan
Evrópu: Bandaríkjunum (1).
Samtals eru þetta 132 sýningar í
12 löndum. Borgirnar hef ég ekki
talið en meðal þeirra eru stórborgir
eins og Kaupmannahöfn, Vín, Lond-
on, París, New York, Barcelona,
Berlín, Hamborg, Los Angeles, Am-
sterdam, svo nefndur sé einn tugur.
Hve margar sýningar vora haldnar á
verkum hans seinustu 15 árin veit ég
ekki, en þær hafa verið ófáar; sú
seinasta var opnuð á laugardag fyrir
viku í Nýlistasafninu. Meðal safna
sem keypt höfðu verk hans fyrir
1983 era Tate Gallery í London,
Stedelijk Museum í Amsterdam,
Museum of Modem Art í New York,
Centre Pompidou í París, Moderna
Museet í Stokkhólmi, Louisiana í
Danmörku, Museum des 20. Ja-
hrhunderts í Vínarborg.
Ég hefði viljað gera þessu megin-
skeiði á listferli Dieters miklu betri
skil. En mig skortir til þess bæði
hæfileika og heimildir, og þótt ég
hefði hvorttveggja væri vonlaust að
komast sómasamlega frá því í stuttri
blaðagrein. Enda er engin hætta á
að listfræðingar framtíðarinnar láti
sér úr greipum ganga slík efni í
doktorsritgerðir sem ævistarf Diet-
ers hefur að geyma.
★
Þótt Dieter gerðist aldrei íslensk-
ur ríkisborgari hefur Island ekki
eignast marga raunbetri og trygg-
lyndari drengi. Þegar honum uxu
efni bjó hann sér hreiður hér og hvar
- í Loðmundarfirði, á Seyðisfirði, í
Mosfellssveit, Reykjavík, á Hellnum
- vitjaði þeirra eins og farfugl varp-
stöðvanna og verður lagður til hinstu
hvflu í íslenskri mold. Börn hans
Karl, Bjöm og Vera og stjúpdóttirin
Adda eiga öll heima á íslandi og
barnabörnin níu. Ég tel því enga
goðgá að kalla hann íslenskan lista-
mann. Það væri þá einna helst hæpið
vegna þess að þeir sem áttu að gæta
virðingar þjóðarinnar sáu aldrei
sóma sinn í að efna meðan hann lifði
til svo myndarlegrar sýningar á
verkum hans sem verðugt hefði ver-
ið.
Samgleðjast má heiminum yfir að
hafa átt jafnhæfileikaríkan lista-
mann og Dieter Roth. Þeir sem
hryggðin slær við að sjá á bak nán-
um ættingja og góðum vini geta
einnig glaðst yfir að hann komst hjá
þeirri kröm og niðurlægingu sem
langvarandi helstríði einatt fylgir.
Einar Bragi.
Hann gaf mér uppblásna kanínu
þegar ég var sjö ára. Hann var að
koma frá útlöndum. Hann var alltaf
að koma frá útlöndum, færandi börn-
unum sínum framandi varning. Og
einhvem veginn atvikaðist það
þannig að ég var stundum, - nei,
alloft, viðstaddur þessar langþráðu
gjafastundir. Langþráðar vegna
þess að Dieter og Sigga voru skilin
og Dieter dvaldi langdvölum erlend-
is, að því er mér skildist við að leggja
grunn að heimsfrægð. Kannski var
það eina gilda afsökunin sem hann
hafði fyrir að vera svo oft fjarri
börnunum sínum. Hans var sárlega
saknað hvern einasta dag sem hann
var ekki á íslandi. Hann vissi það, og
hann bar öragglega sama söknuð í
brjósti. Því kom hann alltaf færandi
hendi. Gjafmildi er mælikvarði á ást
í huga barns sem nýtur ekki
stöðugrar samvistar við foreldri. Og
Dieter var sannarlega gjafmildur, og
hann var ekki maður sem skilur út-
undan. Ef einhver hafði á síðustu
stundu bæst við móttökunefndina
var hann ekki sendur tómhentur
heim. Ég velti því stundum fyrir mér
hvort hann hefði hugsað fyrir þessu
og haft með sér aukadót frá útlönd-
um. Ástæðan fyrir því að ég fylgdist
svona vel með ferðalögum Dieters
var einfóld: Kalli, elsti sonui- hans,
og ég vorum ekki aðeins frændur
heldur óaðskiljanlegir vinir.
Hann gaf út plötu með okkur
frændum þegar við voram á sautj-
ánda ári. Þar með gerðist Dieter
bakhjarl og sérlegur verndari hljóm-
sveitarinnar Melchior. Við bárum
mikla virðingu fyrir velgjörðarmanni
okkar og öllu sem hann stóð fyrir.
Mig minnir að hann hafi orðið við öll-
um okkar óskum, jafnvel þeim sem
aldrei vora upp bornar.
Hann kallaði mig vin þegar ég var
tuttugu og tveggja ára. Þá dvaldi ég
á heimili hans í Stuttgart í nokkra
daga meðan verið var að ganga frá
Melchior-plötunni Balapoppi, sem
Dieter fjármagnaði að stórum hluta.
Hún var kennd við heimili hans, Bala
í Mosfellssveit. Þar varð hún til.
Honum þótti vænt um þá plötu. Og
mér þótti vænt um hann þegar við
kvöddumst. Mér fannst ég loks hafa