Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 5
JÓNAS ÞÓR
JÓNASSON
+ Jónas Þór Jón-
asson fæddist í
Reykjavík 15. apríl
1948. Hann lést á
heimili sínu 7. júní
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Bústaðakirkju 18.
júní.
Við kveðjum hér góð-
an vin og félaga Jónas
Þór sem hetjulega barð-
ist við illvígan sjúkdóm
sem að lokum hafði yfir-
höndina. Jónasi Þór
kynntumst við á sjóstangaveiðimóti
fýrir um tíu árum. A þeim tíma hafði
hann mikinn hug á að endurvekja
Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur sem
stofnað var 1961 en það hætti síðan
starfsemi. Hann kallaði nokkurn
áhugamannahóp á sinn fund og sú
ákvörðun var tekin að hrinda því í
framkvæmd og varð hann formaður
félagsins sem aftur tók til starfa
1991. Gegndi hann þeirri stöðu með
sóma í nokkur ár eða þar til hann fór
að hafa meiri afskipti af stjómmálum
sem hann hafði einnig áhuga á
þannig að minni tími gafst í „stöng-
ina“. En ekki losnuðum við við kall-
inn því af brennandi áhuga varð hann
að fylgjast með og varð því með-
stjómandi félagsins og mætti á alla
fundi þegar tími gafst og Jónas Þór
hafði mikið skap og ákveðnar skoð-
anir og lét þær ávallt í ijós. Undirrit-
aður kynntist þeirri hhð hans mjög
vel því oft voram við ósammála um
hlutina en ræddum þá alltaf þar til
við komumst að niðurstöðu. Það er
gott að eiga samstarf með þannig
mönnum. En í öllu félagsvafstrinu
sem hann eyddi miklum tíma í tókst
honum ásamt sinni góðu konu, „frú
Katrínu", að opna glæsilega verslun,
Gallerí Kjöt, sem hann lagði fag-
mannlegan metnað í og er sárt að
hann skyldi hverfa frá því svo skjótt.
Endalaust væri hægt að skrifa um
vin okkar Jónas Þór.
En ekki stóð hann einn í barátt-
unni því Kötu sína hafði hann ávallt
sér við hlið og hún með allri sinni ást
og umhyggju gerði allt sem unnt var
til að honum liði sem best fram á síð-
ustu stundu sem var í faðmi fjöl-
skyldunpar á heimili þeirra.
Elsku Kata, Hreinn Rúnar, Jónas
Þór, Sandra Björk og aðrir ástvinir,
við biðjum Guð að blessa ykkur og
styrkja á erfiðri stundu. Blessuð sé
minning Jónasar Þórs.
Rósa og Birkir Þór.
Kæri vinur. Það var mnninn upp
bjartur og fagur sjómannadagur
þegar þú kvaddir þennan heim. Þeir
sem vel þekktu til þín vissu hve ríkt
sjómannseðlið var í þér og hvað þú
naust þín úti á sjó. Það var einhvem
veginn svo auðvelt að sjá þig fyrir sér
að veiða, þegar Kata útskýrði fyrir
Jónasi yngri að nú þegar þú værir
dáinn og kominn til Guðs værir þú
frískur aftur og liði vel og þú værir
að veiða fisk. Eg þykist vita að nú
loksins sértu frjáls frá vanlíðan og
verkjum og farinn, af eldmóði þínum
og krafti, að sinna hugðarefnum þín-
um. Þú varst hugsjóna- og fram-
kvæmdamaður fram í fingurgóma.
Það er sárt fyrir okkur sem eftir sitj-
um að horfa á eftir þér, því mér eins
og öðrum fannst þú eiga svo margt
eftir, bæði að gera og upplifa. Sjá ár-
angur erfiðis þíns blómstra. Búðin
þín og það sem hún hefur upp á að
bjóða var stolt þitt og það var gaman
þegar þú gast komið henni á legg
þrátt fyrir þröngsýni margra í upp-
hafi. Þig langaði að fylgjast með
börnunum þínum og sjá þau vaxa og
dafna. Þú varst stoltur og góður fað-
ir. Þau voru augasteinamir þínir og
allt vildirðu geta gert fyrir þau. Já,
Jónas minn, þú varst líka hreykinn af
henni Kötu þinni. „Þú veist það Inga
mín hvað hún Kata er sérstök." „Já,
Jónas minn, ég veit það.“ Ég er
þakklát fyrir það að þú naust ástai-
hennai- og umhyggju í erfiðum veik-
indum þínum. Þið voruð félagar og
vinir og missir hennar er mikill og
sár. Þú barðist við krabbameinið,
reist upp aftur og aftur
eftir þung högg. Þú
varst hetja í augum
okkar sem ekkert gát-
um gert til hjálpar þér
og urðum að horfa á þig
hverfa frá okkur. Fyrst
svona þurfti að fara,
Jónas minn, þá er ég
fegin því að þú fékkst
að kveðja þennan heim
með reisn og fara á fal-
legum degi. Ég vil
þakka þér góðan vin-
skap og traust í gegnum
árin. Eg bið að þeir sem
eiga um sárt að binda
vegna fráfalls þíns fái styrk til að
ganga í gegnum missinn.
Elsku Kata mín, Hreinn Rúnar,
Jónas Þór, Sandra Björk og aðrir að-
standendur; megi allt hið góða styðja
ykkur á erfiðum stundum. Minningin
um mætan mann lifir í hjörtum okkar
allra.
Inga.
Það var haldið stórafmæli um dag-
inn. Og í sjálfu sér er það engin frétt,
því þau era svo til daglegt brauð þessi
afmæli út um allt. En þetta afmæli
var að mínum dómi eitthvert það sér-
stæðasta, sem um getur. Ekki fyrir
þær sakir, að umgjörð og íburður hafi
þar slegið út fyrri heimsmet á ís-
lenskan mælikvarða. Heldur hitt, að
þama hélt deyjandi maður stórveislu
á Argentínu, með tilheyrandi kræs-
ingum úr íslenskum landbúnaði, og
fagnaði þannig fimmtugsafmæli sínu
með ættingjum, ástvinum og félögum
um leið og hann var í raun að kveðja
sama fólkið, starf sitt og allt lífið. Og
þakka samfylgdina. Þetta upplifði ég
svo sterklega þegar ég kvaddi afmæl-
isbamið, tók utan um visnandi axlir
hans og lagði kinn að beinabera og
gráfólu andhtinu. Hann sagði ekkert.
En ég fékk skilaboðin í svipmótinu.
Þannig var einmitt hann Jónas Þór.
Kom ávallt til dyranna eins og hann
var klæddur og bauð uppá sjálfan sig
í heild. Allt eða ekkert.
Leiðir okkar Jónasar lágu saman í
Alþýðuflokknum. Við sátum saman í
stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavík-
ur og á þeim vettvangi kynntist ég
persónu hans og lífsviðhorfi. Sjónar-
mið okkar féllu oftast vel saman og
ég átti auðvelt með að láta mér þykja
vænt um velvild hans, réttlætiskennd
og hjartahlýju.
En Jónas Þór var einnig mikill
baráttumaður og brautryðjandi.
Hann varð þjóðkunnur fyrir skarpa
gagnrýni á ríkjandi stefnu í landbún-
aðarmálum hér á landi og þá sér í
lagi á úrelta pólitík að baki ríkis-
verndaðri og miðstýrðri kjötvöra-
framleiðslu. Hann áttaði sig snemma
á því besta sem íslensk kjötvöra-
framleiðsla getur boðið uppá og vildi
koma vinnslu og markaðssetningu á
hærri plön. Og gerði það. Og spum-
ingin er einmitt, hvort nokkrir já-
menn hinnai- ríkjandi landbúnaðar-
stefnu hafi gert meira fyrir neytend-
ur og framleiðendur íslenskrar kjöt-
vöru en einmitt gagnrýnandinn og
jafnaðarmaðui-inn Jónas Þór. Ég
held ekki. Og hin spurningin vaknar
líka, hvort forsvarsmönnum landbún-
aðarins væri ekki hollast, að hlusta
áfram og enn betur á gagnrýni
Jónasar Þórs, eins og hún á eftir að
enduróma að honum gengnum.
Veikindi Jónasar Þórs voru afar
erfið. Og varla er unnt að reyna
manninn umfram það sem hann og
fjölskyldan hafa mátt þola í þeim efn-
um í langan tíma. Missir eiginkonu,
bama og annarra ástvina er mikill og
eiga þau alla mína samúð. Með
Jónasi Þór er genginn góður dreng-
ur. Honum vil ég þakka alla viðkynn-
ingu, félagsskapinn og vináttuna og
ég vil fá að geyma minninguna um
hann í þeim anda gleði og sorgar,
sem hann skapaði sjálfur í fimmtugs-
afmælinu á Argentínu, þar sem gleð-
in spannaði líf hans og tilveru, en
sorgin missinn og söknuðinn.
Gunnar Ingi Gunnarsson.
Þegar Jónas Þór Jónasson gekk til
liðs við Alþýðuflokkinn gerði hann
það af atfylgi og heilum hug. Hann
gerðist einn af helstu burðarásunum
í félagsstarfi flokksins í Reykjavík og
átti m.a. sæti í stjórn Alþýðuflokksfé-
lags Reykjavíkur. Þar lagði hann sig
allan fram af þeim áhuga og kappi,
sem honum var lagið hvarvetna þar
sem hann lagði hönd á plóginn.
Ahugamál Jónasar vora ekki síst á
sviði landbúnaðar- og sjávarútvegs-
mála. Þar hafði hann mjög afdráttar-
lausar skoðanir og var t.d. af heitu
hjarta sammála Alþýðuflokknum í
landbúnaðarmálunum. Jónas gerði
sér fulla grein fyrir því, að miðstýr-
ingaráráttan og kerfiskarlahugsun-
arhátturinn, sem ráðið hafa ferðinni í
landbúnaðarstefnu stóra flokkanna,
vora, eru og verða bændum sjálfum
fjötur um fót. Sú stefna vinnur gegn
framforam í landbúnaði þ.á m. bættri
afkomu þeirra, sem þann atvinnuveg
stunda, og hefur raunar hneppt
bændur í fjötra fátæktargildra.
Jónas var sannfærður um, að með
auknu frjálsræði í viðskiptum, bættri
vöravöndun og meiri atvinnu-
mennsku í markaðs- og sölumálum
mætti ná miklu betur til neytenda en
gamla kerfið áorkaði, og í slíku starfi
fælist viðreisn íslensks landbúnaðar
og afurða hans. Sjálfur sannaði Jónas
þessa skoðun sína með eigin athöfn-
um. Fáir kjötverkendur á Islandi
hafa náð jafn miklum árangri og
hann í að kynna góða vöra og koma
henni á framfæri og enginn, hvorki
einstaklingur né stofnun, stóð honum
þar framar. Það var Alþýðuflokknum
ómetanlegur styrkur að eiga slíkan
skoðanabróður og málsvara sem
Jónas var. Honum varð nefnilega
ekki núið því um nasir að í afstöðu
hans fælist fjandskapur við íslenskan
landbúnað og bændur. Til þess vora
góð samskipti hans við bændur,
áhugi hans á markaðssetningu á af-
urðum þeirra og velvilji hans í garð
íslenskrar landbúnaðarframleiðslu of
þekkt. Afstaða Jónasar í landbúnað-
armálunum var til komin vegna vel-
vildar hans til atvinnugreinarinnar
og þeirra, sem hana stunda. Liðveisla
slíks manns var Alþýðuflokknum
mikilvæg.
En liðveisla Jónasar var okkur
mikilvæg á fleiri sviðum. Hann var
einstaklega áhugasamur og kapp-
samur og mikill og góður félagi. Þeir
eiginleikar hans nýttust okkur vel í
félagsstarfinu í Reykjavík. Þar er
skarð fyrir skildi eftir að Jónas er
horfinn.
Fyrir hönd Alþýðuflokksins, Jafn-
aðarmannaflokks Islands, færi ég
Jónasi innilegar þakkir fyrir sam-
fylgdina. Konu hans, börnum og öðr-
um ættingjum sendi ég samúðar-
kveðjur. Jónas féll frá langt um aldur
fram, hann háði harða baráttu við
erfiðan sjúkdóm sem greip hann öll-
um að óvöram og er nú allur. Alþýðu-
flokkurinn minnist Jónasar með virð-
ingu og þökk.
Sighvatur Björgvinsson,
form. Alþýðuflokksins,
Jafnaðarmaimaflokks
Islands.
Jónas Þór vinur minn er látinn.
Með honum er genginn drengur góð-
ur. Við kynntumst fyrir 17 áram
þegar hann var kjötiðnaðarmaður
hjá Tommaborgurum og strax við
fyrstu kynni leið mér vel í návist
hans. Það var eitthvað í fari hans
sem ég hreifst af en ég áttaði mig
ekki á því hvað var fyrr en mörgum
áram síðar. Það var þessi fram-
kvæmdakraftur og vinnusemi ásamt
óbilandi trú á þeim hlutum sem hann
tók sér fyrir hendur. Þá hluti vann
hann fagmannlega og vel. Fyrir það
stendur nafn Jónasar Þórs í mínum
huga. Jónas átti auðvelt með að hrífa
fólk með sér og vekja áhuga þess á
því sem hann var að gera og berjast
fyrir hverju sinni. Þau vora ófá
skiptin sem ég sat á litlum stólgarmi
á Grensásveginum og Jónas las yfir
mér pistilinn um ruglað landbúnað-
arkerfi og vitleysu í kjötframleiðslu.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi
að fá að kaupa úrvals íslenskt kjöt
hjá Jónasi á gamla staðnum neðst á
Grensásveginum. Það klikkaði aldrei
kjötið sem ég fékk hjá honum enda
úrvals gæði í hverju grammi. Þeir
sem nutu höfðu ávallt orð á þvi hve
kjötið væri óvenju gott.
Jónas Þór var framkvöðull í sínu
fagi. Hann innleiddi nýja hugsun í
kjöt- og matvælaiðnaðinn og hann
þreyttist aldrei á því að segja mönn-
um hve mikilvægt það væri að missa
aldrei sjónar á aðalmarkmiðinu. í
hans huga voru það gæðin sem
skiptu mestu máli.
Jónas kom oft í morgunkaffi í Bæj-
argilið eldsnemma á sunnudags-
morgnum. Þá var hellt upp á sterkt,
svart kaffi og málin rædd. Oftast
snerist umræðan um sjóstangveiði,
sem var stórt áhugamál hjá honum á
seinni áram.
Leiðir okkar Iágu saman á ýmsum
sviðum; í einkalífi, fjölmiðlum og við-
skiptum, og alltaf voru það forréttr
indi að eiga samskipti við Jónas Þór.
Hann átti ótakmarkað magn af kær-
leika í hjarta sínu og hann var hann
tilbúinn að gefa öllum þeim sem við
honum vildu taka.
Kæri vinur, takk fyrir allar góðu
stundirnar og árin. Megi Guð vera
með þér, Katrínu og bömunum.
Jón Axel Ólafsson.
Hann Jónas er allur, hann er sá
fyrsti af okkur bekkjarfélögunum
fæddum 1948 frá unglingaskólanum
á Höfn að hverfa úr þessu jarðlífi.
Arið 1961 kom snöggkhpptur og
snaggaralegur strákur til Homa-
fjarðar og settist þar á skólabekk.
Fljótlega kom í Ijós að þarna fór eng-
inn meðalmaður. Jónas hafði sérstakt
skopskyn og var ávallt með hnyttin
tilsvör á takteinum og bar með sér
sérstakan þokka. Að sið Hornfirð-
inga var Jónas skírður upp, og var
ætíð nefndur Jónas Beck og tengd-
um við hann þannig stjúpfóður hans
honum Páli.
Jónas var fjöragur félagi sem ávallt
var gaman að vera nálægt. Hann var
GYLFIMÁR
GUÐBERGSSON
tGylfi Már Guðbergsson,
prófessor við Háskóla fs-
lands, fæddist á Siglufirði 18.
október 1936. Hann lést í
Reykjavík 1. júní síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Dómkirkjunni 10. júní.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast kennara okkar, Gylfa Más
Guðbergssonar sem féll frá eftir
skamma baráttu við illvígan sjúkdóm.
Gylfi Már var landfræðingur og
hans sérsvið vora landnytjar og
kortagerð og þá einkum gróður-
kortagerð sem hann starfaði alla tíð
ötullega að og var framkvöðull á því
sviði hér á landi.
Þegar litið er yfir farinn veg er
það snyrtimennska og vandvirkni
sem einkenndu Gylfa Má. Eftir-
minnilegar era glærur hans og glós-
ur prýddar einstaklega fallegri og
snyrtilegri rithönd og að öðram
kennurum ólöstuðum stóð hann
fremstur í flokki hvað skipulag
kennslu varðaði.
í landfræðiskor er gjarnan gert
góðlátlegt grín að goretexgöllum og
gönguskóm sem hafa löngum þótt
einkenna klæðaburð landfræðinga
og landfræðinema. Gylfi var sómi
landfræðiskorarinnar útávið, alltaf í
nýpressuðum buxum og bónuðum
skóm hvort sem við vorum inni í fyr-
irlestrum eða úti í feltinu.
Síðastliðið haust fóram við í viku-
langa námsferð til Akraness. Kom
þá berlega í ljós hversu þekking
hans á landinu var mikil. Við áttum
að kortleggja gróður umhverfis
Aki-afjall og þar þekkti hann hverja
þúfu eins og lófann á sér. Þannig að
engin leið var að kaupa sér tíma í
góða veðrinu og svindla örlítið með
því að áætla gróðurlendi úr mikilli
fjarlægð.
Nú líður að útskrift okkar úr
jarð- og landfræðiskor og við vor-
um við því búin að kveðja Gylfa Má
en þó datt okkur aldrei í hug að
kveðjustundin yrði á þennan hátt.
Gylfa verður sárt saknað og stórt
skarð er höggvið í raðir landfræð-
inga. f okkar huga er Gylfi Már
fróður og fróðleiksfús og virtist alltaf
þurfa að hafa eitthvað mikið fyrir
stafni. A þessum áram virtist hann
ætíð vera að leita að einhverju til að
gera, athafnaþráin var óþijótandi.
Vissulega kom það fyrir að vinahóp-"
urinn gerði ýmislegt sem fór fyrir
brjóstið á eldra fólkinu. Eitt sinn tók-
um við dráttarvél og heyvagn
traustataki suðui’ í Suðursveit og
veltum hvora tveggju. Við sem þama
stóðum að verki bundumst fastmæl-
um um að þegja yfir athæfinu, en upp
komst þegar aðstandendur okkar sáu
allar skrámurnar og marið. Eftir að
við höfðum útskrifast frá Höfn fóram
við hvert sína leið til þess að finna
okkar stað í tilveranni. Jónas fór á
sjóinn og stundaði ýmis störf um ára-
bil. A þeim áram fann hann sig ekki
og átti erfitt með að átta sig á því
hver hann var eða hvar hæfileikar
hans myndu njóta sín best. En öll él
birtir upp um síðir. Jónas fann sinn
starfsgrandvöll þar sem allir hans
hæfileikar og ímyndunarafl fengu að
njóta sín.
A mínum frambýlingsáram kom
Jónas iðulega í heimsókn til okkar
hjóna þegar hann gerði sér bæjar-
ferð. Éitt sinn horfði hann á elda-
mennskukunnáttu mína með mikilli
athygli og tjáði mér að hann þyrfti að
kenna mér að steikja lauk án þess að
ég brenndi mig eða köttinn. Næsta
kvöld var Jónas mættur með lauk og
smjör og kenndi mér frumreglurnar í
mafreiðslu.
Árin liðu og við urðum bæði stór,*-
alltaf var jafn gaman að hitta Jónas
hvar sem það var. Hann varð auð-
vitað stórtækur í sinni grein og
kenndi okkur íslendingum að meta
okkar eigið kjöt og hvernig best
væri að matreiða það. Hann átti
mörg áhugamál og stundaði þau af
kostgæfni og með árangri. Fyrir
nokkrum árum hittumst við bekkj-
arfélagarnir frá Höfn uppi á Vatna-
jökli, Jónas brást ekki frekar en
fyrri daginn, hann var primus
motor í því að halda uppi skemmt- „
uninni. Þarna uppi á jökli 30 árum
síðar var einsog ekkert hefði í
rauninni breyst, allir voru eins og
fyrr og við nutum þess innilega að
vera saman. Nú vorum við orðin
fullorðin og sumir orðnir afar eða
ömmur en við vorum samt í sömu
hlutverkunum innan hópsins og við
höfðum verið sem óharðnaðir ung-
lingar.
A síðustu árum hefur jólahátíðin
byrjað hjá mér með því að fara og
versla við Jónas, þaðan hef ég ætíð
komið endurnærð með eina góða
sögu í kaupbæti og koss á kinn. Það
er gott að vita til þess að sonur
hans og vinir munu standa við af-
greiðsluborðið á næstu jólum og
bjóða uppá sælkeramat að hætti ■
Jónasar. Genginn er góður drengur
sem við munum minnast fyrir það
sem hann kenndi okkur og lifði fyr-
ir. Ég vil að lokum votta konu hans,
börnum, foreldrum og vinum samúð
mína.
Sölvína Konráðs.
Landfræðingurinn - með stóru L-i.
Við vottum aðstandendum hans
okkar dýpstu samúð.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga.
Að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
(PállJ.Árdal.)
3. árs nemar í landfræði.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.