Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 58
-t '58 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ljóska
Smáfólk
SURE, THERE I U)AS
HAVIN6A600DTIMEAT
THE DANCE,AND THEN
VOU MADT0 6ET SICK..
50ME0NE SAIP
YOU PROBABLY
DRANK TOO
MUCH PUNCH...
I ATÉ TOO MUCH..
I DRANKTOOMUCH
AND I DANCED
TOO MUCH... _
Auðvitað, þarna skemmti Einhver sagði að þú hefðir Ég át of mikið ... ég Gerum það aftur annað
ég mér dável á ballinu, og lfldega drukkið of mikið drakk of mikið ... og kvöld ...
þá þurftir þú að verða púns... ég dansaði of mikið...
., veikur ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Opið bréf til
hreppsnefndar
Bessastaðahrepps
og sveitarstjóra, Gunnars
Vals Gíslasonar
Frá Guðnýju Th. Bjarnar og
Arna Bjömssyni:
AGÆTU hreppsnefndarmenn og
hreppsnefndaroddviti, Guðmundur
Gunnarsson! Okkur hafa borist þau
tíðindi, að skólastjóra tónlistarskóla
Bessastaðahrepps, Sveinbjörgu Vil-
hjálmsdóttur, hafi verið vikið úr
starfi, fyrirvaralítið eða fyrirvara-
laust. Látið er í veðri vaka að brott-
vísunin tengist skipulagsbreyting-
um á starfsemi tónhstarskóla um
land allt og mun hin nýkjörna
hreppsnefnd undtr forystu oddvit-
ans Guðmundar Gunnarssonar ætla
að ganga hér á undan öðrum sveit-
arfélögum með góðu eftirdæmi við
framkvæmd nýrra laga um grunn-
skóla. Svo hyggjast hreppsnefndar-
menn meirihlutans í sveitarstjóm
væntanlega vilja sýna í verki
hreppskunnan áhuga sinn á tónlist
og annarri menningarstarfsemi í
hreppnum.
Við hjónin hörmum þessi vinnu-
brögð, sem án efa eiga eftir að valda
úlfúð í annars sæmilega friðsama
sveitarfélaginu okkar. Okkur eru
málefni tónlistarskólans hugstæð af
ýmsum ástæðum. Við vorum svo
lánsöm að geta skotið skjólshúsi yf-
ir hluta af skólanum í upphafinu á
starfsemi hans og við höfum síðan
séð hann vaxa og dafna undir far-
sælli stjóm Sveinbjargar og verða
að stofnun, sem ætti að vera stolt
hvers sveitarfélags, sem hefði hana
innan sinna vébanda. Þá höfum við
íylgst með tveim barnabörnum okk-
ar nema við skólann og ná góðum
árangri. Loks höfum við, sem unn-
endur tónlistar, átt ómældar
ánægjustundir við að hlusta á unga
tónlistarnema svo og kennara skól-
ans, sem flestir hafa verið hámennt-
aðir tónlistarmenn, flytja fjöl-
breytta og vandaða tónhst.
Skólastjórinn, Sveinbjörg Vil-
hjálmsdóttir, hefur sýnt mikla sam-
viskusemi og metnað í starfi sínu og
má vera að skoðanir hennar og
ráðamanna hreppsins, sem að sjálf-
sögðu hafa fyrst og fremst stjómast
af ráðdeild fyrir hönd hreppsins,
svo sem í menntamálum, hesthúsa-
málum, o.fl., hafi ekki alltaf farið
saman.
Sveitarfélagið okkar hefur ekki af
sérlega mörgu að státa. Hér er þó
að jafnaði gott mannlíf, nema helst
kringum sveitarstjórnarkosningar,
en þá er stundum eins og siðferðis-
vitundarþröskuldurinn lækki hjá
ýmsum þeim sem sækja til valda.
Oftast hefur hann þó hækkað aftur
eftir kosningar. Nú virðist hann
hafa staðið á sér.
Væri nú ekki rétt að staldra við
og lofa þröskuldinum að komast í
eðlilega hæð? Ef íyrsta verk ný-
kjörinnar hreppsnefndar verður að
reyta af hreppnum eina af litfeg-
urstu skrautfjöðrunum, er þá ekld
hætt við að fuglinn verði orðinn dá-
lítið strípaður í lok kjörtímabilsins,
ef svo skal áfram haldið?
Með vinsemd og virðingu miðað
við aðstæður.
GUÐNÝTH. BJARNAR,
ÁRNI BJÖRNSSON,
Blátúni 4, Bessastaðahreppi.
Islendingar bikar-
meistarar árið 3964
Frá Birgi Bragasyni:
NÚ TRÖLLRÍÐUR landslýð ein-
hver fjandans heimsmeistarakeppni
í tuðrusparki, sem gerir lýðinn ýmist
arfavitlausan vegna röskunar á anm
ars hefðbundinni dagskrá sjónvarps-
ins - sem var svo sem ekki upp á
marga fiska - eða fyllir aðra slíkum
spennuæsingi að þeir neyta vart
svefns né matar meðan á leik stend-
ur. („Hann gæti kannski skorað
meðan ég er að kyngja og mér
svelgist á og dey án þess að vita
hvernig leikurinn fór. Komdu með
koppinn. Ég hef ekki komizt til að
pissa síðan um síðustu helgi.“)
En fyrir þá sem hafa velt fyrir sér
hverjir verða heimsmeistarar þetta
árið er ágætt að kíkja á nokkrar
staðreyndir.
Brazilía vann síðast heimsbikarinn
1994. Áður höfðu þeir unnið bikarinn
1970. Leggið saman 1970 og 1994.
Útkoman verður 3964.
Argentína vann síðast bikarinn
1986. Áður höfðu þeir unnið hann
1978. Leggið saman 1986 og 1978.
Útkoman verður 3964.
Þýzkaland vann síðast bikarinn
1990. Áður höfðu þeir unnið hann
1974. Leggið saman 1990 og 1974.
Útkoman verður 3964.
Og ef einhverjir vilja veðja um úr-
slitin vann England bikarinn 1966.
Leggið 1966 við árið 1998. Útkoman
verður 3964!!!!
Og þá vitum við hvernig þetta fer
og getum slökkt á imbanum og farið
og leigt okkur spólu!
En ekki er öll von úti enn því ein
þjóð hefur aldrei unnið bikarinn þó
að hún eigi heimsmethafa í kvenlegri
fegurð, sterkasta mann í heimi og
heimsmethafa í stangarstökki - í
tæpa viku - Samkvæmt tölfræði ætt-
um við að vinna bikarinn 3964. Nú er
bara að bíða og vona - og æfa sig í
oley-oley-oley-oley!.
BIRGIR BRAGASON,
Laugavegi 81, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.