Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
KNATTSPYRNA
fyrrakvöld. Fólk var
tryllt af gleði, söng og
trallaði, veifaði fánum og
blés í lúðra. Andrúmsloft-
ið í Ósló var sem á kjöt-
kveðjuhátíð í Rio de Jan-
eiro og var haft á orði að
þessi Jónsmessunótt
gleymdist aldrei.
„Þetta var frábært og í
minum huga einn stærsti
íþróttasigur Norðmanna
sem um getur,“ sagði
Kjell Magne Bondevik
forsætisráðherra í sam-
tali við norska útvarpið.
„Fyrir hönd Norðmanna
óska ég strákunum til
hamingju en ég verð að
viðurkenna að trú mín
var nánast engin þegar
10 mínútur voru eftir. En
bæði mörkin voru stór-
kostleg.“
Evrópusigur á Poltava
dæmdur af Lerftri
Félagið verður einnig að greiða 350 þúsund krónur í sekt
Sigur Leifturs frá Ólafsfirði á
úkraínska liðinu Vorskla
Poltava, 1:0, í Getraunadeild Evr-
ópu (Inter-toto) um síðustu helgi
var dæmdur tapaður, 0:3. Leik-
maður Leifturs sem kom inn á
sem varamaður í umræddum leik
var ekki á leikskýrslu og er það
ólöglegt samkvæmt reglum Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA.
Leiftur var auk þess dæmt til
að greiða 350.000 krónur í sekt.
Tveir leikmenn liðsins, Jens Mart>
in Knudsen og Peter Ogaba, voru
reknir út af í fyrri leiknum á Ólafs-
fu-ði og voru þeir úrskurðaðir í eins
leiks bann vegna brottvísunarinnar.
Leiftursliðið hélt utan til Úkraínu í
gær og má segja að úrskurðurinn
hafi ekki verið það veganesti sem
leikmenn hefðu viljað óska sér.
Að sögn Geirs Þorsteinssonar,
framkvæmdastjóra KSÍ, er um
stranga niðurstöðu að ræða, og
sagði hann það reyndar reglu frem-
ui- en hitt að strangt væri tekið á
mistökum af því tagi sem átt hefðu
sér stað í leik Leifturs og Vorskla.
Viðkomandi leikmaður var á lista yf-
ir leikmenn Leifturs sem tilkynntur
var á sínum tíma til UEFA en vegna
mistaka heimamanna gleymdist að
setja nafn hans á leikskýrsluna fyrir
leikinn. „Þetta er ekki brot af ásetn-
ingi og ætti því ekki að taka eins
strangt á því. Mér fmnst þessi dóm-
ur mjög strangur,“ sagði Geir.
Leiftur hefur möguleika á að
áfrýja úrskurðinum til sérstakrar
áfrýjunamefndar UEFA fyi-ir mið-
nætti 27. júní. Geir sagðist reikna
með að Leiftrn- myndi áfrýja. Síðari
leikur liðanna fer fram á laugardag-
inn í Úkraínu.
KNATTSPYRNA: FRAMARAR FÖGNUÐU FYRSTA SIGRINUM Á HLÍÐARENDA / C5
Tvö töp
íNoregi
1998
■ FIMMTUDACUR 25. JÚNÍ
BLAÐ
GÍFURLEGUR fógnuður
braust út í Noregi eftir
sigur Norðmanna á
heimsmeisturum Brasihu-
manna í A-riðli HM í
Laudrup skoraði gegn Frökkum
Ruters
MICHAEL Laudrup, fyrirllði Dana, varð fyrstur til að skora mark hjá Frökkum ■ HM, er hann skoraði
úr vítaspyrnu. Það dugði ekki, þar sem Frakkar skoruðu tvö mörk, 2:1. Hér á myndinni fagna þeir
Michael Schjönberg og Thomas Helveg Laudrup, sem jafnaði 1:1.
„ÞESSIR ieikir voru tilvaldir til að gefa strákun-
um tækifæri til að rétta úr kútnum eftir strangar
þrekæfingar í tvær vikur. Þeir þurftu á hreyf-
ingu að halda, en því miður náðum við ekki að
leggja Norðmenn að velli að þessu sinni,“ sagði
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, eftir að landsliðið hafði tapað fyrir Noregi í
gærkvöldi 24:30 í Moelven fyrir utan Noreg, en á
mánudaginn tapaði íslenska liðið 19:26 ( Elverun.
Landslið.shópurinn kemur heim í dag og
framundan eru tveggja vikna æfingabúðir.
„Leikirnir þróuðust svipað. Norðmenn náðu fljót-
lega undirtökunum, en við náðum ekki að kom-
ast yfir. Það eru ekki þessir leikir sem skipta
máli fyrir okkur, heldur leikirnir i undankeppni
HM sem verða í haust. Fyrir þá leiki - gegn
Finnlandi, Ungverjalandi og
Sviss - erum við að undirbúa
okkur,“ sagði Þorbjörn.
Á þriðjudag léku liðin æf-
ingaleik í víkingaskipinu í
Hamri, sem var þrisvar sinn-
um 30 mínútur.
Mörkin í fyrri leiknum skor-
uðu: Valdimar Grímsson 7,
Róbert Julian Duranona 4,
Dagur Sigurðsson 2, Patrek-
ur Jóhannesson 2, Björgvin
Björgvinsson 2, Geir Sveins-
son 1, Daði Hafþórsson 1, Sig-
urður Bjaraason 1.
Þeir sem skoruðu í gær-
kvöldi voru: Geir 5, Patrekur
5, Ragnar Óskarsson 4, Ólaf-
ur Stefánsson 4, Bjarki Sig-
urðsson 3, Valdimar 1, Dagur
1, Sigurður Bjarnason 1.
DANIR mæta Nígeríumönnum í
16-Iiða úrslitum í heimsmeistara-
keppninni á sunnudaginn. Leikur-
inn fer fram á Saint Denis-vellin-
um í París kl. 19. Frakkland leikur
gegn Paraguay í Lens kl. 14.30 á
sunnudaginn. Spánveijar sátu eftir
með sárt ennið, þrátt fyrir stórsig-
ur á Búlgörum, 6:1.
■16-liða úrslit / C6