Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 3

Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 C 3 HM í FRAKKLANDI Beckham ; í öðrnm heimi GLENN Hoddle, landsliðs- þjálfari Englands, gagn- rýndi miðjumanninn David Beckham fyrir að einbeita sér ekki að ltðandi verkefni, leikjunum í HM. Beckham, Isem er mjög vinsæll á Englandi, sérstaklega eftir að hafa opinberað trúlofun sína og kryddstúlkunnar Victoriu Adams, var ekki í byijunarliði Englands í fyrstu tveimur leikjum riðla- keppninnar og varð það til þess að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchest- er United, gagnrýndi val liðsins opinberlega. Hoddle svaraði gagnrýninni, sagði að Beckham hefði ekki verið rétt stemmdur. „Það er hluti Ivandamálsins og félag hans hefði átt að taka til hendi fyrr. Hann hefur ekki ein- beitt sér að fótboltanum heldur verið reikull í spori.“ Hoddle sagðist hafa rætt vandamálið við Beckham. „Hann er mun einbeittari nú og gerði góða hluti þegar hann kom inná á móti Rúm- eníu,“ sagði Hoddle og bætti ; við að ummæli Fergusons hefðu verið að hætti áhuga- manna. „Ef hann á við vandamál að stríða átti hann að hringja í mig í stað þess að fara beint í dagblöðin með málið. Og að gera það á leikdegi okkar var ekki at- vinnumannslegt." Mario Zagallo, þjálfari Brasilíu Norðmenn leika ekki knattspyrnu MARIO Zagallo, þjálfari Brasilfu, hrósaði Marokkó fyrir góðan Ieik í liðinni viku en liðið sem hann dáði situr eftir þrátt fyrir 3:0 sigur á Skotlandi þar sem Brasilfa tapaði 2:1 fyrir Noregi í fyrrakvöld. „Norðmenn leika ekki knattspyrnu," sagði Zagallo. „Þeir eru með eina íjögurra manna varnarlínu og síðan aðra Hmm manna varnar- línu fyrir framan. Þeir Ieika alltaf sama kerfi, sama hver staðan er, jafnvel eftir að við skoruðum. Eftir markið slökuðum við á og leyfð- um þeim að senda háar sendingar inn í vítateiginn hjá okkur. Þetta er kerfið þeirra, það hefur verið árangursríkt hjá þeim og ég óska þeim til hamingju." „Ég veit að nokkrir leikmenn eiga við andleg vandamál að stríða og ég veit hverjum ég get treyst" BERTI Vogts, iandsliðsþjálfari Þýskalands, hefur meiri trú á að eldri leikmenn hópsins Ijúki ætlunarverkinu á móti íran og komi Þýskaiandi í 16 liða úrslit. Gert er ráð fyrir að Lothar Mattháus verði miðvörður og Olaf Thon og Thomas Helmer á miðjunni í staðinn fyrir Dietmar Hamann og Jens Jeremies. F%ýskaland varð heimsmeistari ■^1954, 1974 og 1990 og hefur að- eisn einu sinni orðið að hætta eftir riðlakeppnina en það var 1938, þegar keppnin var síðast haldin í Frakk- landi. „Ef við ætlum áfram verðum við að sigra Þýskaland og ekkert er ómögulegt," sagði Khodadad Azizi, miðherji Irans, sem lék með Köjn í þýsku deildinni á liðnu tímabili. Tveir aðrir leikmenn írans þekkja vel til í Þýskalandi, miðherjinn Ali Daei og miðjumaðurinn Karim Bag- heri, eftir að hafa leikið með Arminia Bielefeld. Gert er ráð fyrir að aðeins þrír leikmenn yngri en 30 ára verði í byrjunarliði Þýskalands á móti íran; Michael Tarnat, Jörg Heinrich og Christian Wöms, sem em 28 ára. „Ég varð að stokka upp spilin á móti Júgóslavíu því frammistaða nokk- urra leikmanna var ekki góð,“ sagði Vogts og átti við yngri leikmenn. „Ég veit að nokkrir leikmenn eiga við andleg vandamál að stríða og ég veit hverjum ég get treyst. Mikil- vægt er að hugarfarið verði rétt á móti íran.“ Vogts var allt annað en ánægður með leik Þýskalands á móti Jú- góslavíu og eins sætti hann sig ekki við hugmyndir í hópnum þess efnis að Þýskaland hætti keppni vegna árásar hryðjuverkamanns á fransk- an lögreglumann eftir leikinn. And- rúmsloftið var hreinsað á fundi og þar fór ekki á milli mála hvers Vogts óskar. „Hann hitti naglann á höfuð- ið,“ sagði miðjumaðurinn Andy Möll- er eftir fundinn. „Við lékum mjög illa en klukkan verður ekki færð aftur. S-Kórea stefnir að fýrsta sigrinum telgía verður að sigra Suður- Kóreu til að eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslit HM en sig- urinn nægir hugsanlega ekki því aukinheldur verða Belgar að vinna 3:0 geri Holland og Mexíkó jafntefli. „Við fömm í leikinn með því hugar- fari að sigra en hugsum ekki um að gera þrjú mörk,“ sagði miðjumaður- inn Enzo Scifo. Hins vegar verður Suður-Kórea ekki auðveld bráð í dag. Kantmað- urinn Danny Boffin meiddist í leikn- um við Mexíkó og leikur ekki auk þess sem markvörðurinn Filip de Wilde er tæpur vegna meiðsla eins og fyrirliðinn Franky Van der Elst. Suður-Kórea hefur aldrei fagnað sigri í úrslitakeppni HM og nýr þjálfari hefur hug á að byrja með stæl. „Við höfum leikið fjómm sinnum í röð í HM en aldrei sigrað og ætlum að gera það sem við getum til að snúa blaðinu við,“ sagði þjálfarinn Kim Pyung-seok. Reuters BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, var ekki ánægður með sína leikmenn gegn Júgóslavíu. G01TM0T OPEN Golfklúbburinn Oddur gengst fyrir opnu golfmóti á hinum glæsilega golfvelli Oddfellowa laugardaginn 27. júní 1998 Leikin verður höggleikur með og án forgjafar i Hámarksgefin forgjöf er 24. Ótrúlega vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin með 3 og án forgjafar, m.a. Prestige golfsett, driverasett, pokar og kerrur. Veglegar gjafakörfur fyrir lengsta upphafshögg á 12. og 18. braut og nándarverðlaun á 4 og 13 braut. Nýjung - Drive keppni verður haldin kl. 17:00 * á 10. braut. Glæsileg verðlaun. Þátttökugjald er aðeins kr. 2.000.- Ræst verður út frá kl. 8:00 Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 200 keppendur og því er vissara að panta rástíma sem fyrst hjá vallarverði í síma 565-9092 HREYSTI Þar sem þú færð golfvörur og fatnað við hæfi... Sorg og gleði í Rúmeníu RÚMENSKUR táningur lést í fagnaðarlátum í Búkarest í Rúmeníu í kjölfar sigursins á Englendingum á mánudaginn. 19 ára pilturinn, sem var drukkinn, féli nieð fymiefnduni afleiðingum en meira en 50.000 manns söfnuðust saman í miðborginni. Sigrinum var fagnað úti um allt land en 60 ára gamall maður í norðurhluta Rúmeníu lifði ekki fögnuðinn af, dó úr hjartaslagi þegar hann var að horfa á sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Hins vegar var greint frá því að glaður Rúmeni lét skíra son sinn, sem fæddist á leik- dag, Adrian Bie í höfuðið á miðherjanum sem gerði sigurmarkið í fyrsta HM-sigri Rúmeníu á múti Kólumbíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.