Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 8

Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 8
Stórsigur á Búlgaríu dugði Spánverjum ekki til FRAKKLAND 98 HEIMSMEISTARAKEPPNIN m DERBY hefur fest kaup á þýska varnarmanninum Stefan Schnorr frá Hamburg. Hinn 27 ára gamli Pjóðverji fékk frjálsa sölu frá Ham- borgarliðinu og er tólfti erlendi leik- maðurinn í herbúðum enska liðsins. ■ ASTON Villa hefur einnig farið mikinn á leikmannamarkaðinum að undanförnu og í gær keypti liðið ítalska leikmanninn Fabio Ferraresi. ■ FERRARESI kostaði Aston Villa ekki krónu, því hann var með frjáls- an samning eins og svo margir fleiri atvinnumenn þessa dagana. ■ GUUS Hiddink, þjálfari Hollands, sagðist ekki ætla að gera miklar breytingar á liðinu sínu, sem leikur við Mexíkó í dag, frá viðureigninni við Suður-Kóreu um síðustu helgi. Hann sagðist bíða eftir upplýsingum um það hvort Phillip Cocu og Ron- ald de Boer yrðu klárir í slaginn en þeir urðu fyrir meiðslum gegn S- Kóreu. ■ HIDDINK sagðist ennfremur reikna með að Mexíkó myndi leika sóknarleik frá fyrstu mínútu. Hvað sem því líður ætlar hann ekki að láta sína menn bakka, þeir myndu leika til sigurs og vinna riðilinn. ■ LUIS Hernandez er bjartsýnn á að geta leikið í fremstu víglínu Mexíkó í dag gegn Hollendingum en hann hefur verið meiddur í ökkla. „Eg hef það gott og finnst ég vera til- búinn í slaginn," sagði Hernandez. ■ RAUL, framherji Real Madrid, var ekki í byrjunarliði Spánverja gegn Búlgaríu eftir slakan leik gegn Paragvæ. Hann kom þó inn á sem varamaður á 52. mínútu fyrir Etxeberria. ■ LUIS Enrique var heppinn að vera ekki rekinn út af á 75. mínútu gegn Búlgaríu er hann kom aftan að Gosho Ginchev og felldi hann gróf- lega. Enrique slapp með gult spjald. ■ CLAUDIO Caniggia, framherji argentínska landsliðsins á HM 1990 og 1994, er afar ósáttur við að vera ekki í landsliði þjóðar sinnar sem nú leikur í Frakklandi. Caniggia, sem nú leikur með Boca Juniors í heima- landi sínu, segir að allir aðrir þjálfar- ar en Daniel Passarella hefðu valið sig í landsliðið. Paragvæ óvænt áfram VONBRIGÐI! Spænskur áhorfandi getur ekki leynt vonbrigðum sínum þótt öruggur sigur á Búlgaríu sé í höfn. Spánverjar, sem töpuðu ekki Ieik í undankeppninni, eru úr leik á HM og er það versti árangur liðsins síðan 1978. SPÁNVERJAR og Búlgarir eru úr leik á HM, en Paragvæar fylgja Nigeríumönnum upp úr D-riðli keppninnar. 6:1-stórsig- * ur Spánverja á Búlgörum dugði þeim ekki til að komast áfram í sextán liða úrslitin, því baráttuglaðir Paragvæar gerðu fyrstu þrjú mörk sín í keppn- inni til þessa er þeir lögðu Ní- geríumenn 3:1. Sigur Paragvæa var fyllilega verðskuldaður en Nígeríumenn verða vart dæmdir af þessum leik, enda með marga leikmenn í hvíld á bekknum og þar að auki búnir að tryggja sér sigur í riðlinum áður en hann hófst. Byrjun leiksins hlýtur þó að hafa komið þeim í opna skjöldu, því það tók ekki nema tæpa mínútu fyrir Paragvæ að ná forystu í leiknum. Var þar að verki Celso Ayala með laglegum skalla eftir góða aukaspymu. Engum leik- manni á HM að þessu sinni hefur tekist að skora jafnfljótt. Nígeríumenn svöruðu þó fyrir sig tíu mínútum síðar með marki Wil- sons Oruma og voru oft með undir- tökin á miðjunni í fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér teljandi færi. í seinni hálfleik áttu Nígeríu- menn hins vegar ekkert svar við firnagóðum skyndisóknum Parag- væa. Á 57. mínútu skoraði fram- herjinn Miguel Benitez eitt af mörkum keppninnar - þrumuskot í markslána og inn - og fjórum mín- útum fyrir leikslok gulltryggði Car- dozo síðan óvæntan sigur með góðu marki. Paragvæ vann leikinn á mikilli baráttu. Þeir vissu að ekkert annað en sigur kæmi þeim áfram og léku Bonev hættir með Búlgari HRISTO Bonev, þjálfari Búlgarfu, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi strax eftir að lið hans hafði tapað 6:1 fyrir Spáni og lent í neðsta sæti D-riðils með aðeins eitt stig. „Mér er ómögulegt að halda áfram starfi mínu eftir þennan leik,“ sagði Bonev. Hann tók við þjálfun búlgarska Iiðsins í ágúst 1996 eftir að forverí hans hafði veríð látinn taka pokann sinn að lokinni úrslitakeppni Evr- ópumótsins á Englandi. Búlgariumenn höfðu vonast til að lið þeirra næði góðum árangri í heimsmeistara- keppninni að þessu sinni, en þeir komust í undanúrslit fyrir fjórum árum eftir að hafa slegið þáverandi heims- meistara Þjóðverja úr leik. samkvæmt því. Liðið hefur aðeins einu sinni áður komist í aðra umferð HM. Líklega kemst liðið þó ekki miklu lengra en það, því á sunnudag mætir það gestgjöfunum Frökkum. Þjálfarinn, Paolo Cesar Carpeggi- ani, sagðist enda vera himinlifandi. „Biðin eftir lokaflautunni tók veru- lega á taugarnar. Nú er tími til að fagna og þjóðin getur verið stolt af sínum mönnum. Þeir áttu skilið að vinna, spiluðu þétta vöm og sóttu síðan hratt.“ Nígeríumenn, sem gerðu sjö breytingar frá sigurleiknum gegn Búlgaríu, virtust æði áhugalitlir og voru greinilega þegar komnir með hugann við sextán liða úrslitin. Þar mæta þeir Dönum og verða fyrir- fram að teljast sigurstranglegri. Stórsigur dugði ekki til Spánverjar sitja hins vegar eftir með sárt ennið, þrátt fyrir stórsigur á Búlgörum. Markalausa jafnteflið gegn Paragvæ og tapið gegn Níger- íu vó þyngra þegar upp var staðið og stjömurnar frá Spáni pökkuðu fóggum sínum mun fyrr en búist hafði verið við. Liðið fann loksins rétta taktinn í leiknum, eftir dapra frammistöðu til þessa. Liðið fékk óskabyrjun og tók forystu úr vítaspyrnu Femandos Hierros á sjöttu mínútu leiksins. Tólf mínútum seinna jók Luis En- rique forystuna og staðan í leikhléi var 2:0, Spánverjum í vil. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri. Hristo Stoichkov, sem sá ekki til sólar í þessum leik fremur en öðrum í keppninni, var tekinn af leikvelli í hálfleik. Á 53. mínútu gerði Morientes þriðja mark Spán- verjanna en skömmu síðar minnk- aði öldungurinn Emil Kostadinov muninn. Fyrsta mark Búlgara í keppninni að þessu sinni hleypti auknum krafti í leikmenn liðsins og snarlega fjölgaði í framlínunni. Allt kom þó fyrir ekki og í stað þess að minnka muninn enn frekar bættu Spánverj- ar þremur mörkum við og innsigl- uðu sannfærandi stórsigur sinn. Fagnaðarlætin yfir mörkunum sex urðu þó sífellt vandræðalegri, enda bárust fréttir af velgengni Parag- væa jafnharðan. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1978 sem Spánverjar falla úr HM í fyrstu umferð. Búlgarir geta heldur ekki verið sáttir við sína frammistöðu, liðið sem lék til undanúrslita á HM ‘94 var hvorki fugl né fiskur að þessu sinni, gerði eitt jafntefli en tapaði tveimur leikjum og gerði eitt mark en fékk sjö á sig. Javier Clemente, þjálfari Spánar, var svekktur í leikslok en óskaði þó Paragvæum til hamingju með ár- angurinn. „Þeir eiga heiður skilinn," sagði hann. „Eg er miður mín, en lífið heldur áfram. Liðið sýndi ein- ingu í leikjum sínum, en heilladís- irnar voru víðsfjarri." Hristo Bonev, þjálfari Búlgara, tilkynnti eftir leik að hann væri hættur með liðið. .Aðdáendur okkar hafa orðið fyrir sárum vonbrigð- um,“ sagði hann. „Við vorum með lakasta lið riðilsins og getum engum um kennt nema okkur sjálfum." Hoddle segir Kólumbíu- menn sakna Asprilla Glenn Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englendinga, segist bjart- sýnn fyrir hönd sinna manna fyrir leikinn gegn Kólumbíu- mönnum á morgun. Sigurveg- ari í þeim leik mun fylgja Rúmenum upp úr G-riðli. „Við erum með sterkara lið en þeir og fjarvera Faustinos Asprilla mun veikja framhnu þeirra,“ sagði þjálfarinn á blaðamannafuudi í gær. „Sóknarleikur Kólumbíu- manna hefur snúist í kringum Asprilla á undanförnum árum og því hafa þeir átt í erfiðleik- um með að leika án hans.“ Hoddle mun að öllum líkindum tefla fram táningnum Micheal Owen í framlínu Englendinga í stað Teddys Sheringhams og sömuleiðis er ekki loku fyrir það skotið að David Beckham leiki á miðjunni í stað Pauls Ince, sem enn hefur ekki náð sér fyllilega af meiðslunum sem hann hlaut í leiknum gegn Rúmeníu. HM hitinn bræðir suð- urskautið TILFINNINGAHITA manna vegna Heimsmeistarakeppn- innar virðist engin takmörk sett. Þannig hafa 37 starfs- menn bresku heimskauts- rannsóknarstofnunarinnar á suðurskautinu sent neyðar- kall heim af heldur óvenju- legum ástæðum; þeir ná nefnilega engri sjónvarps- stöð og nýlega misstu þeir útvarpssambandið við Heimsþjónustu BBC og þar af leiðandi hafa þeir ekki átt þess kost að fylgjast með máli málanna, Heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu. Sem nærri má geta brugð- ust yfírvöld í Cambridge vel við þessari málaleitan starfs- manna sinna og nú hefúr tölvusamband stöðvarinnar gegnum gervihnött leyst málið. Tölvupósti með úrslit- um leikja, fréttum og öðruin upplýsingum rignir nú yfir boltaóða vísindamennina, sem vitaskuld una glaðir við sitt. KNATTSPYRNA / HM I FRAKKLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.