Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 6

Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 6
6 C FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 -7-------------------------- MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Allir á Stjörnuvöllinn! Olís er styrktaraðili Stjörnunnar Stjarnan Morgunblaðið/Frosti ÍSLENSKI hópurinn sem heldur til Svíþjóðar i dag. Aftari röð (f.v.): Níels Reynisson (UMFA), Hjalti Þór Pálmason (Víkingi), Sigursteinn Arndal (FH), Pálmi Hlöðversson (FH), Níels Pálmar Benediktsson (Fram) og Heimir Ríkharðsson þjálfari. Fremri röð (f.v.): Stefán B. Stef- ánsson (Fram), Atli R. Steinþórsson (Val), Hreiðar Guðmundsson (KR/Gróttu), Stefán Hannesson (Val), Hans Hreinsson (KA) og Ragnar Helgason (ÍR). Á myndina vantar Bjarka Sigurðsson (Val), Bjarna Fritzson (ÍR), Gísla Kristjánsson (KR/Gróttu), Hilmar Stefánsson (KA), Ara Fenger (KR/Gróttu) og Ragnar Kristjánsson aðstoðarþjálfara. HEIMIR Ríkarðsson þjálfari. ÍSLENSKA drengjalandsliðið í handknattleik skipað leik- mönnum 18 ára og yngri tekur þátt í „Swedish trophy" á al- þjóðlegu boðsmóti sem haldið verður í Svíþjóð um helgina. jr Islenski hópurinn heldur utan í dag og fyrirliðinn, Sigursteinn Arndal, sem leikur með FH, er bjartsýnn á góðan árangur þrátt fyrir að margir snjallir leikmenn komist ekki með til Svíþjóðar. Fyrsta deild karla í kvöld kl. 20 í Garðabæ Skallagrímur „Liðs- stjór- inn“ á netinu VEL á annað þúsund „liðs- - stjórar“ eru skráðir til Ieiks í knattspymuleik sem Morgunblaðið og Margmiðlun standa fyrir og er á forsíðu Boltaveíjar Morgunblaðsins. Þátttak- endur geta tekið þátt í tveimur leikjum, þar sem þeir velja ellefu manna lið skipuð leikmönnum i efstu deild karla, Landssíma- deildinni, eða þá í HM. Þeir geta skipt út leik- mönnum eftir umferðir og nú í vikunni fara þátttak- endur að „kaupa“ nýja * leikmenn í lið sitt, skipta út leikmönnum sem eru í liðum sem eru úr leik í HM-keppninni. Þeir sem hafa hug á að vera með í þessum skemmtilega leik geta far- ið inn á forsíðu Boltavefj- ar Morgunblaðsins, slóð www.mbl.is/boltinn eða þá beint inn á efstu deild- ina á fslandi, ■ www.mmedia.is/lids1jor- inn eða HM-keppnina: www.mmedia.is/hm. Það er ekki of seint að vera með, setjast í sæti „liðs- stjóra“ og velja eigið lið í keppni á íslandi og í HM í Frakklandi. Allt um Shell-mótið www.shell.is Opna Selfossveitumótið Unglingamót - stúlkna- og piltaflokkar verður haldið á Svarfhólsvelli laugardaginn 27. júní og hefst kl. 9.00 f.h. Keppt er í flokkum stúlkna og pilta, 14 ára og yngri og 15-18 ára. Höggleikur. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti án/forgj. í hverjum flk. og 3 efstu sætin með/forgj. í hverjum flk. Mótsgjald kr. 1.000. Skráning í símum 482 2417 og 482 3335. Skráningu lýkur kl. 20.00 á föstudagskvöld. Golfklúbbur Selfoss. Bikarsigur KVA kom sér illa ÓVÆNTUR sigur KVA á Keflavík í Bikarkeppni meist- araflokks í knattspyrnu, kom sér illa fyrir drengjalandsliðið í handknattleik. Forráðamenn drengjaliðsins gerðu sér góðar vonir urn að Róbert Gunnars- son, markvörður liðsins og handknattleiksmaður úr Fram, gæti farið með drengjaliðinu á alþjóðlegt mót í Svíþjóð. Áframhaldandi þátttaka KVA í bikarkeppninni gerði það liins vegar að verkuin að félagið sá sér ekki fært að láta hann lausan, en austfirska félagið var þegar farið á stúfana, til að fá deildarleik færðan til. Þá er ljóst að Ingjmundur Ingimundarson úr ÍR, sem var í 20 ára landsiiðinu sem lék á Akureyri fyrir skömmu, kemst ekki með. Hann nefbrotnaði á lokasekúndunum í leiknum gegn Dönum. „Þetta eru gríðarlega sterkir mótherjar, meðal annars Danir, sem sigruðu á Olympíudögum Evr- ópuæskunnar, en ég hef trú á því að við fórum langt. Við lentum í þriðja sæti á síðasta móti og af hverju ekki að bæta þann árangur? Að vísu er hópurinn nokkuð breytt- ur og liðið var nokkuð stirt á fyrstu æfingunum, en það er nú á góðri leið og breiddin er góð í þessum aldursflokki," sagði Sigursteinn. Söfnuðu sjálfir fyrir ferðinni Það kom í hlut leikmannanna sjálfra að safna fyrir farareyri, en uppihald á mótinu er greitt af móts- höldurum. Það má því búast við því að kostn- aður við ferð hvers leikmanns sé nálægt fjörutíu þúsund krónum, fyrir utan gjaldeyri. Sigursteinn sagði að það hefði gengið vonum framar að safna, leikmönnum hafi oftast verið tekið mjög vel og hann vildi fyrir hönd hópsins koma þakklæti til þeirra mörgu fyrirtækja sem hjálpuðu þeim. Skyldi vinnan vera þess virði og eru leikmenn ekki orðnir hálfþreyttir á hand- knattleik? „Það kemur alltaf að því að menn fá leiða, en það á aldrei við um ferð- ir eins og þessar. Það er mín reynsla að ferðir sem þessar eru frábærar. Andinn er ótrúlegur og þetta er miklu betra en að fara í sumarleyfi með pabba og mömmu. Við erum allir á sama aldri og með sama áhugamál og það er góð upp- skrift að skemmtilegum dögum í Svíþjóð," sagði Sigursteinn sem einnig keppti fyrir Islands hönd á Leikir íslands Föstudagur: Króatía. Laugardagur: Ungverjaland og Noregur. Sunnudagur: Egyptaland og Danmörk Mánudagur: Svíþjóð • Fjórar efstu þjóðimar leika til úrslita á þriðjudaginn. SIGURSTEINN Arndal fyrirliðl. „Hela cup“, landsliðsmóti sem fram fór í Þýskalandi milli jóla og nýars. Hvorki fleiri né færri en níu ný- liðar eru í íslenska hópnum frá síð- asta verkefni, að sögn Heimis Rík- arðssonar þjálf- ara. Upphaflega valdi Heimir 28 stráka og segist lítið hafa þurft að skera hópinn nið- ur, þar sem margir leik- manna boðuðu forfóll, meðal annars vegna þess að þeir fengu sig ekki lausa úr vinnu og vegna meiðsla. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn, því við vitum lítið um hin lið- in. Við lékum gegn Króötum, Dön- um og Svíum í fyrra og töpuðum naumlega þeim leikjum, hin liðin höfum við ekki séð ennþá,“ sagði Heimir sem kallaði hópinn saman í lok maí þegar prófum lauk í fram- haldsskólum. Hópurinn hefur síðan æft um helgar og í síðustu viku æfði hópurinn tvisvar á dag á hverjum degi. Miklu betra en sumaiieyfi með mömmu og pabba

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.