Morgunblaðið - 05.07.1998, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 E 7
LANDSPITALINN
þágu mannúðar og vísinda...
Tölvunarfræðingar,
verkfræðingar,
kerfisfræðingar
óskast til starfa á hugbúnaðardeild
Ríkisspítala.
Fyrir höndum er mikil uppbygging og endur-
nýjun tölvukerfa spítalans, sem koma inn á
flesta þætti í starfsemi hans. Um er að ræða
ran nsó kn astofu ke rf i, f j á rh ag ske rf i,
starfsmannakerfi, birgðakerfi, sjúklinga- og
sjúkraskrárkerfi, og margt fleira.
Starfsumhverfi hugbúnaðardeildar:
Staðar- og víðnet, Unix, Novell, Informix o.fl.
Starfsvið:
• Greining og hönnun tölvukerfa í samvinnu
við notendur.
• Þátttaka í gerð útboðslýsinga og vali á tölv-
ukerfum.
• Stýring og uppsetning tölvukerfa.
• Þátttaka í gæðastarfi og stefnumótun.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Tölvunarfræði, verkfræði, kerfisfræði eða
sambærileg menntun.
• Æskilegt að viðkomandi þekki hlutbundna
aðferðafræði.
• Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að
starfa með öðrum.
Spennandi og áhugaverð störf eru í boði í
góðum hópi reyndra starfsmanna.
Framtíðarmöguleikar og fagmenntun í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Jón Freyr
Jóhannsson, forstöðumaður hugbúnaðardeild-
ar í síma 560 2384. Skriflegar umsóknir sendist
til hugbúnaðardeildar
Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31,105 Reykjavík
fyrir 8. júlí 1998.
--------- i
Laun samkv. gildandi samningi vidkomandi stéttarfélags
og fjármálarádherra.
Umsóknareyftublöd fást hjá starfsmannahaldi
Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala.
Öllum umsóknum verftur svaraft þegar ákvörftun um
ráftningu hefur verift tekin.
Ræstingarstörf —
öruggar tekjur
Yfir 400 manns starfa í ræstingardeild Securitas og hópurinn
stækkar sífellt vegna fjölgunar verkefna.
Starfsmenn fá kennslu og þjálfun og bestu áhöld og efni sem
völ er á. Einnig fá starfsmenn aðstoð frá ræstingarstjórum.
Securitas ehf. leitar að fólki í þann góða hóp
starfsmanna sem fyrir er. Þú sem ert að leita
að fullu starfi eða bara hlutastarfi, tímabundið
eða til langframa, finnur það e.t.v. hjá okkur.
Hafðu samband og kannaðu málið.
Upplýsingar og umsóknareyðuböð hjá starfs-
mannastjóra, Síðumúla 23, næstu viku kl. 11-
12 og 14-15.
Netfang erna@securitas.is
rm
SECUKITAS
Skrifstofumaður
Óska eftir skrifstofumanni í hlutastarf.
Upplýsingar í síma 896 9371.
Kennara vantar
í hlutastarf við almenna kennslu í Broddanes-
skóla, Strandasýslu.
Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í
símum 451 3359 og 451 3350 eða skólanefnd-
arformann í síma 451 3339.
Húsvörður
Óskum eftir að ráða húsvörð í 50 íbúða
fjölbýlishús . Um er að ræða mjög
vinsælt hús í austurborginni.
Starfið felst í umsjón og viðhaldi á hús-
eigninni, jafnt innanhúss sem utan, ásamt
ræstingu á sameign, umsjón með lóð og
eftirlit og aðstoð [ samkomusal hússins,
sem er leigður út til samkomuhalds.
Leitað er að starfsmanni, sem á gott með
mannleg samskipti, og hefur reynslu af
viðhaldsstörfum. Æskilegur aldur 45-55 ára.
Hreint sakavottorð er skilyrði.
í boði er mjög gott starf, sem myndi henta
hjónum, góð 75 fm íbúð fylgir, auk skrifstofu
(með stjórn húsfélagssins). Húsið er nýlegt
og allur frágangur sérlega skemmtilegur.
Ráðning frá og með 15. október n.k.
Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí n.k.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
eingöngu veittar á skrífstofu Liðsauka.
Einnig er hægt að skoða auglýsingar og sækja um
á http://www.lidsauki.is
Fd/fr ogr þekking
Lidsauki 0
Skipholt 50c, 105 Reykjavfk sími 562 1355, fax 562 3767
Netfang: www.lidsauki.is
Tölvupóstur: lidsaukl@knowledge.ls
A&P
LÖGMENIV
Eínkaritari - Aðstoðarmaður
Óskum eftir að ráða einkaritara og
aðstoðarmann lögmanns fyrir A&P
Lögmenn.
Starfið felst í ritvinnslu og almennri
töivuvinnslu, skjalavistun, móttöku
viðskiptavina, svörun fyrirspuma m.a. í
síma auk aðstoðar við ýmis sérverkefni.
Unnið er að verulegu leyti eftir upplestri á
"diktafóni" bæði á ensku og íslensku.
Við leitum að dugmikilli og drifandi
manneskju, sem hefur áhuga á að starfa í
krefjandi starfsumhverfi. Viðkomandi þarf
að vera glöggur tölvunotandi og með góða
tal- og ritkunnáttu í íslensku og ensku.
Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð,
kurteisi, áreiðanleika, fagmennsku og
metnað til að ná góðum árangri i starfí. Góð
laun era í boði fyrir réttan aðila.
Umsóknarfrestur ertil ogmeð 17. júlí n.k.
Ráðning verður ffá og með 1. september.
Unnið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
Guðný Harðardóttir og Ingibjörg
Einarsdóttir veita nánari upplýsingar.
Viðtalstímar eru frá kl. 10-13.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á
skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10-16
allarvirkadaga.
STRA
STARFSRÁBNINGAR
eM.
ámrit'Ts
mnislti
GUÐNY HARÐARDOTTIR
MBrkinni 3,108 licykjavík. sími. 588 3031, brcfsími 588 3044
NAMMCO
Staða vísindastjóra
Staða vísindastjóra hjá skrifstofu Norður-
Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO)
í Tromsö, Noregi, er laus til umsóknar.
NAMMCO er alþjóðleg stofnun sem stofnsett
var árið 1992. Tilgangur ráðsins er að vinna
með svæðisbundnu samráði og samvinnu að
verndun, skynsamlegri stjórnun og rannsókn-
um á sjávarspendýrum í Norður-Atlantshafi.
Aðildarríki ráðsins eru Noregur, ísland, Græn-
land og Færeyjar.
Starf vísindastjóra felst í samhæfingu á vinnu
vísindanefndar ráðsins og vinnunefnda henn-
ar, þ.m.t. skipulagningu funda, gerð fundar-
skjala og fundarskýrslna. Vísindastjóri ber enn
fremur ábyrgð á tæknilegri ritstjórn vísindarits
NAMMCO (NAMMCO Scientific Publication
Series), skráningu heimilda og viðhaldi gagn-
abanka um veiðar ásamt reglulegri uppfærslu
á skýrslu um ástand sjávarspendýrastofna í
Norður-Atlantshafi. Starfinu fylgja u.þ.b.
þriggja vikna ferðalög erlendis á ári.
Umsækjendurskulu hafa háskólapróf í viðeig-
andi náttúru- eða félagsvísindum, reynslu á
sviði stjórnunar og þekkja til vísindasamvinnu
á vegum alþjóðastofnana. Vísindastjóri þarf
að hafa mjög gott vald á ritaðri og talaðri
ensku og reynslu af undirbúningi og útgáfu
skýrslna og rita á ensku. Kostur er ef hann hef-
ur einnig gott vald á dönsku, norsku eða
sænsku. Vísindastjóri þarf að hafa mikla hæfni
til samskipta, vera sveigjanlegur, samstarfsfús
og sjálfstæður í starfi. Reynsla á notkun nútim-
atölvukerva og alnetinu er nauðsynleg.
Staðan erveitttil fjögurra ára í senn með mögu-
leika á framlengingu. Laun eru í samræmi við
kröfurtil umsækjenda og samsvara launumfyrir
sambærileg störf hjá öðrum alþjóðlegum stofn-
unum.
Skriflegar umsóknir ásamt æviágripi og nöfn-
um, heimilisföngum og símanúmerum þriggja
meðmælenda skulu póstsendartil fram-
kvæmdastjóra ráðsins og póststimplaðar eigi
síðar en 7. ágúst 1998. Framkvæmdastjóri ráð-
sins, Kate Sanderson, veitirfrekari upplýsingar
um stöðuna.
NAMMCO, c/-Universlty of Tromso,
N-9037 Tromso, Norge.
Sími: + 47 77645908, Fax: + 47 7764 5905.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Framkvæmdastjóri
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga óskar
eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50—70% starf
með sveigjanlegum vinnutíma frá og með
1. september nk.
Óskað er eftir viðskiptafræðingi eða hagfræð-
ingi til að stýra faglegu og félagslegu starfi
FVH.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Jóhannsson
í síma 525 7221 eða 565 2858.
Vinsamlegast sendið umsóknirtil FVH,
pósthólf 5184, 125 Reykjavík, fyrir 10. júlí nk.
Trésmiðir
Vantartrésmíðaflokk. Mikil vinna samkvæmt
uppmælingu.
Upplýsingar í síma 896 9371.
Smiðir óskast
við nýbyggingu miðsvæðis í Reykjavík.
Góð laun í boði fyrir rétta menn.
Upplýsingar í síma 893 4284.