Morgunblaðið - 05.07.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 E 11
Góð kjör fyrir kennara
á Raufarhöfn
Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn skóli
og verða í honum tæplega 80 nemendur í
1.—10. bekk á næsta skólaári. Kennara vantar
í eina til tvær stöður fyrir næsta skólaár.
Kennslugreinar: Almenn kennsla og kennsla
yngri barna.
Flutningskostnaður verður greiddur og ódýrt
húsnæði ertil staðar á vegum sveitarfélagsins.
Launakjör eru góð. Kennurum verður gefinn
kostur á að sækja námskeið innanlands.
Raufarhöfn er sjávarþorp i Norður-Þingeyjarsýslu og búa þar rúmlega
400 manns. Þorpið er á austanverðri Melrakkaslettu og er nyrsti þétt-
býlisstaður á Islandi.
Vinna við sjávarútveg er burðarás atvinnulífs auk ýmiss konar þjón-
ustu.
Mjög góð aðstaða er til íþróttaiðkana svo sem nýtt iþróttahús, sund-
laug, tækjasalur og fleira. Leikskólinn er rúmgóður og vel búinn.
Á staðnum er t.d. starfandi leikfélag, kór, íþróttafélag og tónlistar-
skóli.
Skólaþjónusta Eyþings hefur unnið að sérstöku þróunarverkefni
fyrir grunnskólann í samvinnu við Raufarhafnarhrepp. Markmiðið
er að stuðla að öflugu skólastarfi á staðnum sem gerir skólann að
eftirsóknarverðum vinnustað fyrir nemendur og kennara og foreldra
virka í skólastarfinu.
Okkur vantartil starfa metnaðarfulla kennara
sem vilja starfa við kennslu í litlu en öflugu
sjávarþorpi úti á landi, þar sem markmið
heimamanna er góður skóli sem stenst kröfur
tímans.
Nánari upplýsingar veita:
Sveitarstjóri í símum 465 1151 og 465 1251
og skólastjóri í símum 465 1241 og 465 1225.
Ferðamálaráð íslands auglýsir
stöðu sérfræðings á
sviði ferðaþjónustu
lausa til umsóknar
Staðan heyrir undir forstöðumann skrifstofu
Ferðamálaráðs íslands á Akureyri frá og með
árinu 1999, einkum við ferðaþjónustusvið
rekstrardeildar.
Eitt af megin verkefnum er að stýra og vinna
að rannsóknum á sviði ferðaþjónustu.
Æskileg menntun er M.Sc. eða Ph.D. í
ferðaþjónustu og/eða greinum tengdum
ferðaþjónustu, s.s. viðskiptatengdum greinum,
landafræði eða tölfræði.
í upphafi er um 50% starf að ræða.
Nánari upplýsingar veitir Elías Bj. Gíslason,
forstöðumaður skrifstofu F.M.R. Akureyri, í
síma 461 2915.
Umsóknir um stöðuna sendist til skrifstofu
Ferðamálaráðs íslands, Strandgötu 29, 600
Akureyri, fyrir 20. júlí 1998.
Ferðamálaráð íslands.
Þjónusta-tækifæri
I
Traustur aðili óskar eftir að ráða
starfsmann í þjónustustörf, m.a. móttöku
j gesta, öryggisgæslu og létt skrifstofustörf.
Um er að ræða spennandi starf í skemmti-
legu umhverfi. Unnið er á dagvöktum.
Skilyrði er að umsækjandi hafi lokið
stúdentsprófi, hafi góða framkomu, mikla
þjónustulund, einnig er góð enskukunnátta
nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí n.k.
Upplýsingar veittar á skrifstofu frá 13-15.
Einnig er hægt að skoða auglýsingar og sækja um
störf á http://www.iidsauki.is.
Fó/fc og /jefcfc/ng
Lidsauki
Skipholt 50c, 105 Reykjavlk slmi 562 1355, fax 562 3767
Netfang: www.lidsauki.is
Tölvupóstur: lidsauki@knowledge.is
Heilbrigðisstofnunin
Blönduósi
Fleilbrigðisstofnunin Blönduósi auglýsir eftir-
taldar stöður lausar til umsóknar:
Stada yfirlæknis. Staðan veitist frá hausti
1998 eða samkvæmt samkomulagi. Leitað er
eftir sérfræðingi í heimilislækningum eða sér-
fræðingi, sem hefur reynslu í heimilislækning-
um, en hefur menntun á öðrum sviðum læknis-
fræði, s.s. öldrunarlækningum, endurhæfingar-
eða lyflækningum.
Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk.
Umsóknir sendast framkvæmdastjóra stofnun-
arinnar, Bolla Ólafssyni, sem jafnframt veitir
nánari upplýsingar.
Stöður sjúkraþjálfara. Okkur vantar 1 —2
sjúkraþjálfara. Stöðurnar veitast frá 1. septem-
ber nk. eða samkvæmt samkomulagi.
Fjölbreytt vinna á stofnuninni, einnig ambul-
ant-verkefni.
Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk. Nánari upp-
lýsingar veita sjúkraþjálfarar, Angela Berthold
eða Stefán Örn Pétursson.
Heilbrigðisstofnunin Blöndósi,
Flúðabakka 2, sími 452 4206.
Markaðsfulltrúi
Háskólabíó hf. óskar að ráða starfsmann í markaðs- og
söludeild sem fyrst. Næsti yfirmaður er markaðsstjóri.
Leitað er að ungum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur
áhuga og þekkingu á markaðsmálum. Viðkomandi þarf að geta
unnið hratt, sjálfstætt og skipulega. Góð tölvu- og tungumála-
kunnátta er skilyrði. Viðskiptamenntun er nauðsynleg.
I boði er krefjandi, fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf hjá
stóru þjónustufyrirtæki.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir hjá Ráðningarþjónustu
PriceWaterhouseCoopers á íslandi.
Skrifleg umsókn ásamt mynd óskast send til Ráðningarþjónustu
PriceWaterhouseCoopers eða á heimasíðu fyrir 10. júlí n.k.
PricewaTerhouseQopers @
Áður Ráðningarþjónusta Hagvangs hf.
EYJAFJARÐARSVEIT
Hrafnagilsskóli
auglýsir eftir kennurum
Okkur vantar kennara í u.þ.b. 5 stöður.
Kennslugreinar eru: Byrjendakennsla, almenn
kennsla á miðstigi, íslenska, stærðfræði, raun-
greinar og samfélagsfræði á unglingastigi,
sérkennsla og smíðar.
Hrafnagilsskóli er í Eyjafjarðarsveit 12 km sunnan Akureyrar
(10 mín. akstur). Nemendur eru 170 í 1.—10. bekk, að meðaltali
17 nemendur í bekk. Við skólann er gott íþróttahús og sundlaug.
Leikskóli er í næsta nágrenni. I sveitinni er öflugt félagslíf, svo
sem leikfélag, kórar, karlaklúbbar, kvenfélög og ungmennafélag,
þar sem nýjum félögum er vel tekið.
Húsnæðishlunnindi í boði.
Nánari upplýsingarumvinnuaðstöðu og kjör
veita Anna Guðmundsdóttir skólastjóri í síma
463 1137 vs., og 463 1127 hs. og Valdimar
Gunnarsson skólanefndarmaður í síma
463 1325.
Starfsmaður
í fataverslun
Starfsmaður, með þekkingu á efnum og
fatnaði, óskast til afgreiðslu í fataverslun.
Umsóknir, ásamt upplýsingum sem máli
skipta, sendist til afgreiðslu Mbl. merktar:
„Plús gen 354 — 5241", fyrir 10. júlí.
AKUREYRARBÆR
Grunnskólar
Akureyrarbæjar
Lundarskóli er einsetinn skóli með um 350
nemendur í 1 .—7. bekk en mun á næstu árum
fjölga í u.þ.b. 480 nemendur þar sem bætast
við 8., 9. og 10. bekkur.
Lundarskóla vantar kennara í:
Stöðu smíðakennara.
I Lundarskóla er góð starfsaðstaða og góður
starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki.
Upplýsingar um starfið veitir Þórunn
Bergsdóttir, skólastjóri, í síma 462 4888
og heimasíma 466 1162.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfs-
mannadeild Akureyrarbæjar í síma 462 1000.
Umsóknum skal skila á starfsmannadeild
í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk.
Starfsmannastjóri.
Síntl: 455 4000- Símbréf: 455 4
-Símbréf: 4554010-pósthólf:20
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Staða
heilsugæslulæknis
Lausertil umsóknar staða heilsugæslulæknis
við Fleilbrigðisstofnunina Sauðárkróki.
Æskilegt er að viðkomandi hafi sérfræðiviður-
kenningu í heimilislækningum. Umsóknarfrest-
ur er til 1. ágúst nk. en staðan veitist eftir
nánara samkomulagi.
Umsóknir skulu sendasttil Birgis
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
stofnunarinnar, á sérstökum eyðublöðum sem
fást hjá Landlæknisembættinu.
Upplýsingar veita Örn Ragnarsson, yfirlæknir
heilsugæslusviðs, í síma 455 4000 og/eða
Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri í síma
455 4020.
—Reyklaus vinnustaður—
Fræðslufulltrúi
Spennandi starf á Húsavík
Staða fræðslufulltrúa á Húsavík er laus til
umsóknar. Um er að ræða nýtt starf forstöðu-
manns mennta- og menningarmála. Fræðslu-
fulltrúi fer m.a. með yfirstjórn leikskóla, grunn-
skóla, tónlistarskóla og bókasafn. Óskað er
eftir starfsmanni með reynslu af stjórnun og
góða almenna menntun. Umsækjandi þarf að
hafa mennun á rekstrarsviði og þekkingu og
reynslu af mennta- og menningarmálum.
Húsavík er vinalegur 2500 manna bær. Hér eru
góðir skólar, alltfrá leikskólum upp í fram-
haldsskóla. Hér er veitt öll grundvallarþjónusta
og hér býr gott fólk. Húsavík er fjölskylduvænt
samfélag.
Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri eða
bæjarritari í síma 464 1222.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna á
Húsavík, Ketilsbraut 9, 640 Húsavík, eigi síðar
en 20. júlí.
Bæjarstjórinn á Húsavík.
FJÖLBRAUTASKÓLINN
VIÐ ÁRMÚLA
Líffræði
Efnafræði
Kennara vantar nú þegar í líffræði, heila stöðu,
og efnafræði, hálfa stöðu. Launakjörfara eftir
gildandi kjarasamningi.
Upplýsingar um stöðurnar veita skólameistari
í síma 896 1396 og aðstoðarskólameistari í
símum 557 7847 og 898 8965.
Skólameistari.