Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 1
■ KAJAKFERÐ A VESTFJÖRÐUM MEÐ HEIMSINS PÝRASTA NESTI/2-3 ■ VÍGALEGAR HÚSMÆÐUR Á GAMALPAGS TAKKASKÓM/4-5 ■ OFVIRKNILYFIÐ RITALIN - ÞARFT LYF EÐA FRIÐÞÆGING?/6-7 MIKIÐ er um að vera á Húsafelli á laugardögum, en þá býður Útilífsmiðstöðin upp á ævintýra- ferðir fyrir börn. Farið er með fararstjórum í göngutúr um svæð- ið og tekur ferðin 1-2 tíma. í ferð- inni er náttúran skoðuð og farið í leiki. Um kvöldið er varðeldur kveiktur og þar er farið í leiki, sungið og trallað og hægt að fara á hestbak. Á sunnudagsmorgnum er síðan mini-golfmót þar sem tekist er á um fyrsta sætið. Hópurinn leggur af stað einn laugardagsmorgunn í góðu veðri. Fararstjórinn er Bjarni Freyr Bjarnason, en hann er öllum hnút- um kunnugur á svæðinu og kann margar sögur sem krakkarnir kunna vel að meta. „Þú ert eins og andamamma með ungana þína,“ kallar einn drengurinn sem hafði dregist aftur úr hópnum og krakkarnir gagga saman í kór. Á leiðinni fínna börnin rusl sem Bjarni tekur upp í lítinn poka. „Við tökum alltaf upp rusl, ef við sjáum það í svona ferðum," segir hann. Krakkarnir fara í kapp við að finna rusl, en sem betur fer er lítið af því. „Núna förum við í alvöru „skógasvig" kallar Bjarni og hóp- urinn klöngrast í gegnum skóg- inn, og ekki er laust við að mönn- um finnst þeir verða örh'tið stærri við þessa hættuför í gegnum „frumskóg" Húsafells. „Hér er hreiður!" kallar einn og hópurinn þyrpist að, en engir ungar eru í hreiðrinu. Bjarni segir að fugl- arnir lifi góðu lífi í skóginum, því þar séu engir kettir eins og í bænum til að hirða ungana þegar þeir eru nýskriðnir úr hreiðrinu. Allt í einu er skógurinn að baki og autt svæði tekið við þar sem jörðin dúar undir fótunum. „Hér erum við í sömu hæð og vatnið er. Jarðvegurinn er svo gljúpur að vatnið seytlar alls staðar í gegn,“ segir Bjarni og krakkarnir prófa að snúa sér á sama svæði svo skórnir grafast ofan í jörðina. „Þarna er Þjófaborg," segir Bjarni og bendir á fjall sem blasir við. „Þar voru útilegumenn hengdir í gamla daga og látnir veðrast í burtu.“ Þetta finnst öllum mjög merkilegt og miklar umræður spinnast um lífíð í gamla daga, og ekki laust við að í sögum barnanna líkist það örlítið villta vestrinu. ALLIR hjálpast að við að draga að tijádrumba fyrir bálköstinn. I kjölfarið fylgja sögur frá Teitsgili og útburð- arvælinu þar og ekki minnkar spenningurinn við það. Eftir að gengið hefur verið fram hjá Hvítá og Hundavaðsfossi sem vek- ur mikla hrifningu vegna sögunn- ar um hinn lífseiga hund sem foss- inn dregur nafn sitt af, er sest niður í laut og borðað nesti. „Þeg- ar maður er úti í sveit er gaman að prófa að segja ekki neitt og hlusta bara á náttúruna," segir Bjarni og allir þegja smástund og hlusta á fuglasönginn. En börnin þyrstir í fleiri sögur og Bjarni segir draugasögu sem er svo spennandi að allir öskra af æsingi í lokin. Þegar haldið er heim á leið er safnað trénuðum trjábút- um fyrir varðeldinn um kvöldið. Mikið verður gaman þá. ÆVINTÝRIÐ endar á hestbaki á kvöldvökunni. Sve fnherhergis húsgdgn Frá VAUGHAN, stærsta framleiðanda svefnherbergis- húsgagna í Bandaríkjunum. Loftdýnur Nýjungíhedsudfnum <jjMfbríasre Heilsukoddar Tempur.Hudson Tri-core og Strobel heilsukoddar f úrvali CHIROPRACTIC Heilsudýnur bVTRI OÝI\IA . BETRA 0^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.