Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF TALSVERÐ umræða hefur átt sér stað undanfarið um ávísun lyfsins ritalins til of- virkra bama hérlendis. -- Telja má líklegt að grein Þorsteins Hjaltasonar, lögmanns á Akureyri, sem birtist í Morgunblaðinu 3. júní sl. eigi þar einhvem hlut að máli, en þar veltir hann fyrir sér notkun ritalins og spyr hvort lyfið sé þrautalausn í meðferð ofvirkni eða fyrsta skrefið. I samtölum við fagað- ila innan heilbrigðiskerfisins kom í Ijós að ritalin er talið besta meðferð- arúrræðið við ofvirkni bama og að þær fjölmörgu leiðir sem Þorsteinn bendir á í grein sinni, sem frekar flokkast undir óhefðbundnar lækn- . ingar, hafi ekki sannað sig sem vís- indi. Margir em mjög áhugasamir um óhefðbundnar lækningar og telja heilbrigðiskerfið of lokað fyrir öðr- um möguleikum en lyfjagjöf. Þeir benda á að lyfjagjöf haldi aðeins ein- kennum niðri en lækni ekki orsök vandans. Víst er að fólk skiptist í tvo andstæða hópa í skoðunum sínum gagnvart lyfjagjöf og óhefðbundn- um lækningum. Hins vegar er Ijóst að umræðan getur aldrei orðið gjöf- ul ef þessir tveir andstæðu pólar reyna ekki að skilja tungumál hvors annars. Vísindi eiga ekki að byggj- ast á trú og hugsanlega þurfa þeir sem em fylgjandi óhefðbundnum lækningum að nálgast aðferðafræði vísinda til að koma sínum hugmynd- um á framfæri, því helstu rök lækna em þau að rannsóknir þeirra sem óhefðbundnar lækningar stunda séu ekki nógu fræðilegar og þ.a.1. ekki marktækar. Enginn fékkst til að tjá sig um eigin reynslu óhefðbundinna lækningaaðferða við ofvirkni og tak- markast umfjöllunin af því. Notkun amfetamínskyldra lyfja hefur fimmfaldast - I samtali við Einar Magnússon hjá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu kom í ljós að sala am- fetamínskyldra lyfja fimmfaldaðist á ámnum 1991-96. Innan þessa flokks er ritalin, sem gefið er ofvirkum bömum. Einar segir að almennt hafi ávísun tauga- og geðlyfja, sérstak- lega geðdeyfðarlyf, aukist mikið á ABARNA- og unglingageð- deild Land- spítalans (BUGL) á Dalbraut 12 vinnur hópur sérfræðinga að málum ofvirkra barna. Frá árinu 1990 hef- -ur þar verið byggð upp starfsemi sem sér um greiningu athyglis- brests með ofvirkni hjá börnum og viðeigandi meðferð. Ólafur Ó. Guð- mundsson bamageðlæknir, yfir- læknir deildarinnar, og Páll Magn- ússon sálfræðingur á BUGL em í daglegum tengslum við ofvirk börn og foreldra þeirra. Þeir vom teknir tali og spurðir út í greiningu á of- virkni og lyfjameðferð með lyfinu ritalin. - Margir tala um að ofvirkni beri nútímanum vitni og sé alls ekki sjúkdómur heldur bara gamaldags óþekkt? Páll: Þessar hugmyndir lýsa þekk- ingarleysi, því ofvirkni er ekki ný- tískusjúkdómur og á ekkert skylt við óþekkt. Flestar rannsóknir benda til þess að ofvirkni eigi sér líffræðilegar rætur og sé arfgeng. Margar ranghugmvndir era í gangi um sjúkdóminn og hefur heyrst að ofvirkni lýsi ofurgreind og hún verið tengd nöfnum manna eins og Edi- sons og Einsteins. Þessar hug- myndir eiga ekki við nein rök að styðjast því í þeim könnunum sem gerðar hafa verið kemur í ljós að flest þessara barna hafa meðal- greind. Hins vegar era svo fá ár síð- . an farið var að greina sjúkdóminn hérlendis að fólki finnst kannski eins og nú sé annað hvert barn orð- ið ofvirkt. Það er þó fjarri lagi því ætla má að mun minni hluti barna sé greindur ofvirkur hér miðað við reynslu annarra landa og því er lík- legast að hér sé um vangreint vandamál að ræða. "■ - Hverjar eru forsendur grein- þessum áratug. Hann segir að mörg ný lyf hafi komið á markaðinn og þótt betri en þau sem fyrir vom. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að aukningin á ritalin-notkun megi rekja til bættrar greiningar á ofvirkni, sem hefur leitt til að fleiri tilvik finnast. „Það er mjög slæmt ef verið er að hræða fólk með þessu lyfi, því þetta er ágætis lyf og hefur gefið mjög góða raun,“ segir Matthías og bætir því við að hann hafi enga trú á því að of fljótt sé farið að gefa lyfið því þeir sem ávísi lyfinu séu allt góðir og vel menntaðir bamalæknar og sérfræð- ingar. Matthías segir að ekki sé búið að taka saman nákvæmar tölur yfir aukningu ritalins á þessu árabili, en ljóst sé að notkunin hafi aukist. Hann segir að mikið eftirlit sé haft með útgáfu ritalins og þurfi þeir læknar sem ávísi lyfinu að fá gult kort hjá landlækni sem hann skrifi upp á. Ekki geti hvaða læknir sem er ávísað lyfinu og á skrifstofu land- læknis sé vel fylgst með lyfjagjöf. Á meðfylgjandi töflu sem Matthí- as tók saman um fjölda bama sem notuðu ritalin kemur fram að á 14 mánaða tímabili, frá ágúst 1996 til september 1997, hafi 300 böm notað lyfið. Stærsti hópurinn sem notar lyfíð er á aldrinum 6-12 ára. Athygli vekur að mikill meirihluti notenda em drengir, en Matthías segir að bæði misþroski og ofvirkni séu mun algengari meðal drengja en stúlkna. Tilhugsunin um að börnum sá gefíð am- fetamín fínnst mörgum skelfíleg. Dóra Osk Halldórsdóttir kynnti sér álit sérfræðinga á lyfínu ritalin og talaði við aðra sem málið snertir. Ofvirkni ekki nýtískusjúkdómur ingar ofvirkni og hverjir fram- kvæma greininguna? Páll: í dag er aukin meðvitund, bæði meðal fagfólks og foreldra um þennan sjúkdóm og mjög oft koma tilmæli frá leikskólum, gmnnskól- um eða heilsugæslu til foreldra um að láta kanna bamið ef það sýnir of- virka hegðun sem er ekki í sam- ræmi við aldur og þroska. Barnið hefur yfirleitt lent í miklum útistöð- um við umhverfið áður en til grein- ingar kemur. Börnunum er þá gjarnan vísað til örfárra bama- og barnageðlækna á stofu til mats. Oft koma erfiðleikar barnanna jafn- framt til kasta sálfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. - Eru þau einkenni sem stuðst er við til greiningar ofvirkni það afger- andi að þau geti ekki átt við mörg börn í dag? Ólafur: Greiningin er klínísk. Hún byggist á sögu, skoðun og athugun- um á barninu og aðstæðum þess auk notkunar ýmissa matskvarða. Hins vegar er ekki til neitt eitt próf sem mælir hvort barn er ofvirkt eða ekki. Einkennin þurfa að hafa verið til staðar í a.m.k. 6 mánuði og að hafa komið fram fyrir 7 ára aldur. Lykilatriði er að einkennin séu ekki í samræmi við þroskastig bamsins og valdi verulegum erfiðleikum í samskiptum við umhverfið. - Hvað með börn sem fá litla at- hygli eða eru vanhirt. Gætu þau ekki sýnt svipuð einkenni og ofvirk börn? Páll: Víst geta börn sýnt sum þess- ara einkenna ef þau búa við erfiðar aðstæður, en í greiningu er litið til margra þátta sem gætu útskýrt ástand bamsins út frá öðmm hlut- um en ofvirkni. Hér er teymi margra aðila sem koma að mati og meðferð barnsins og greiningarferl- ið er mjög ítarlegt. Eftir að greining hefur verið gerð era helstu meðferðarúrræði, þ.e. námskeið og ráðgjöf í viðeigandi uppeldisaðferðum, kynnt fyrir for- eldrum og þeim ráðlagt að sækja fræðslunámskeið um ofvirkni sem við höldum í samvinnu með for- eldrasamtökunum. Oft er boðið upp á að halda fund með skóla barnsins til að veita ráðgjöf um meðferð þess í skólanum eftir því sem á þarf að halda. Ef eitthvað er athugavert við hreyfiþroska er vísað til meðferðar sjúkraþjálfa eða iðjuþjálfa. Einnig aðstoðum við fólk við þau félagslegu úrræði sem völ er á, s.s. stuðnings- fjölskyldur, umsjónarmenn. - Hvað með lyfjagjöf? ÓLAFUR Ó. Guðmundsson barnageðlæknir. Ólafur: í mörgum tilfellum ráð- leggjum við notkun lyfja því rann- sóknir hafa sýnt að þau eru áhrifa- ríkasta meðferðin við ofvirkni. Al- gengast er að nota lyfið ritalin, en alloft em viss þunglyndislyf notuð. En lyfjagjöf er ekki notuð ein og sér, heldur næst mestur árangur þegar tekið er á sem flestum þátt- um í lífi barnsins. Þar þurfa foreldr- ar, skólar og fleiri að leggja sitt af mörkum. - Hvernig lyf er ritalin ? Ólafur: Ritalin er lyf í flokki örvandi lyfja. Það hefur stuttan helmingunartíma, þannig að lyfja- gjöf þarf að vera ör. Lyfið kom fram á 6. áratugnum og fljótlega var farið að nota það við ofvirkni erlendis og einnig við drómasýki með góðum árangri. - Er ekki mótsögn að gefa ofvirk- um börnum örvandi lyf? Ólafur: Mörgum finnst það mót- sagnakennt en lyfið virkar ekki örvandi á þessi börn. Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist en gerðar hafa verið rannsóknir á hópum of- virkra barna sem sýna ákveðin frá- vik á vissum stöðum í heilastarf- semi, á pre-frontal-svæði heilabark- arins vinstra megin í heilahvelinu og tengdum djúpkjörnum. Með efnaskiptaprófi með geislavirkum efnum og nákvæmri segulómskoðun er hægt að sjá vanvirkni á þessum svæðum heilans. Menn þekkja ekki til hlítar þessi svæði, en vita þó að þau era mikilvæg fyrir greiningu og skipulag upplýsinga sem okkur ber- ast og viðbragða við þeim. Ef þessi svæði era vanvirk verður hegðunin óheft og dálítið frumstæð. Lyfið virkar örvandi á þessi svæði og starfsemin verður líkari því sem gerist hjá heilbrigðum einstakling- um. Þó vil ég taka fram að þessi munur er ekki stór og ekki er hægt að gera prófun á einum einstaklingi, heldur verður að sjá muninn á stærri hóp og bera hann saman við sambærilegan hóp eðlilegra barna. Ekki er þvf hægt að taka einstakt bam og setja það í svona rannsókn til að sjá hvort það er ofvirkt. Þekk- ingin nær ekki svo langt í dag. Með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.