Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
kvennalið Gróttu í
knattspyrnu, „eldri‘
stelpur sem spila með
til gamans en tróna
húsmæður á takkaskóm sei
óvart á toppi síns rið-
ils. Sigurbjörg Þrast-
ardóttir fékk að bera
töskur og hleraði
stemmninguna
í liðinu.
nefnist 1. deild, og okkur þótti
nærtækast að spyrja um leyfi til að
keppa undir merkjum Gróttu. Það
var auðfengið enda hefur Grótta
aldrei verið með kvennalið og ný-
búið er að leggja niður karlalið fé-
lagsins." Umræddar „við“ eru fyrr-
verandi knattspymukempur úr
ýmsum liðum, aðallega KR, Val og
Breiðabliki, sem hafa af ýmsum
ástæðum hætt keppni. Flestar eru
á aldrinum 34-38 ára og vegna ald-
urs eru þær af gárungum kallaðar
Grótta/Grund með tilvísun í sam-
nefnt elliheimili!
„Okkur finnst þetta mjög fyndið
sjálfum og höfum tekið upp þetta
góða slagorð. Fyrir leiki söfnumst
við saman í hring og öskrum
Grótta-Grótta-Grótta-Grund!!!,“
segir Bryndís og skellihlær. Hún
er opinber þjálfari liðsins en það
kemur til af líkamlegu ásigkomu-
lagi þar sem hún á von á barni í
ágúst. Margar hðskvenna eru
tveggja og þriggja barna mæður
og koma oftar en ekki með
gríslingana á æfingar. „Krakkarnir
una sér vel í sandkassaleik í
grennd við völlinn og svo mæta
eiginmennirnir náttúrulega á leiki
og hvetja sínar konur,“ segir Bryn-
dís.
Velgengnin
veldur áhyggjum
Öllum að óvörum er Grótta eina
taplausa liðið í deildinni þegar
þetta er ritað, en riðlakeppnin er
nú hálfnuð. Liðið er efst í sínum
riðli og ef sú verður raunin í lok móts
„veldur það ákveðnum vandræðum,"
eins og Bryndís orðar það. „Þá kepp-
um við ásamt þremur öðrum liðum í
sérstökum lokaslag um laust sæti í
meistaradeild. Það var aldrei ætlunin
og okkur vex í augum að færast upp
um deild því þá þurfum við að fara að
æfa almennilega," segir Bryndís og
glottir en eins og sakir standa er að-
eins æft tvisvar í viku. „Einhverjir
myndu eflaust kalla það gauf en þetta
er okkai- stefna. Einkalífið hefur for-
gang og við viljum ekki vera of bundn-
ar yfir boltanum eins og við vorum
meira og minna hér áður fyrr. Nú er
þetta meira til gamans gert.“ Bryndís
segir þó of snemmt að hafa áhyggjur
af meistaradeildarsæti, þær séu ekki
búnar að vinna neitt enn.
„Verst þótti okkur hins vegar að
vera of seinar að skrá okkur í bikar-
keppnina, þá hefðum við getað lent á
móti okkar gömlu félögum.“ I liðum 1.
deildar eru hins vegar fremur ungar
stúlkur sem gerðu að sögn grín að
„gömlu“ konunum í upphafi.
„Þær voru með ýmsar glósur, töldu
til dæmis að við hlytum að mæta á
takkaskóm sem væru löngu komnir úr
tísku,“ rifjar Bryndís upp en bætir við
að Grótta/Grund hafi sýnt þeim í tvo
heimana. „Við vinnum á leikreynsl-
unni og skynseminni. Þær reyna
kannski stungusendingar eða ætla sér
hreinlega að stinga vörn okkar af en
við sjáum oft við slíku. Þó við séum
kannski ekki í jafngóðu formi og yngri
stelpurnar þá lesum við leikinn betur
og fónim langt á því.“
„Læturðu stelpu
sóla þig?!“
Að sögn Bryndísai- eru þjálfarar
hinna liðanna hissa á seiglu Gróttu-
kvenna og telja þær verðuga
andstæðinga. Þær eru óneitanlega
stoltar af því enda keppnisskapið
þeim í blóð borið.
Hins vegar gengur stundum brösu-
lega að samræma þau tvö markmið
sem liðið leik-
ur eftir, að
allar fái að /
Mikið úrval efna!
Flísefni frá Bandaríkjumim frá 1.045 kr. m.
Flísefni frá Ítalíu frá 1.195 kr. m.
Teygjuefni í buxur og kjóla frá 1.565 kr. m.
Einlit dragta- og kjólaefni með fiskibeinamynstri
frá 1.595 kr. m.
Svart, beige, dökkbrúnt, off white og dökkblátt.
ÓgUÖ -búðirnar
spila og að liðið
vinni hvern leik (þó svo að viðmiðið
sé ekki að vinna deildina!) „í hverjum
leik eru fimm varamenn og hugmynd-
in er að allar komi inn á. Slíkt getur
hins vegar verið varasamt ef leikurinn
spilast þannig að lið okkai- er í góðu
jafnvægi. Ekki það að varamennirnir
séu endilega lélegri en þeir sem eru
inná, heldur geta margar skiptingar
truflað taktinn í leik liðsins, leik sem
við kannski höfum góð tök á hvernig
svo sem staðan kann að vera.“
Að sögn Bryndísar er yfirbygging
liðsins í lágmarki. Þjálfari og vara-
menn sjá um að fylla út leikskýrslur
og svo er lærður sjúkraþjálfari í liðinu
- til taks inni á velli ef eitthvað kemur
upp á. Hún nefnir fleiri skondin atriði
í liðsstarfinu, til dæmis eru skotæfíng-
ar háðar því að markvörður mæti á
æfingar en skyldumæting er óþekkt
hugtak í herbúðum Gróttu.
Sjálf lék Bryndís knattspyrnu frá
fei-mingaraldri en hætti í meistara-
flokki fyrir fjórum árum. Hún i'ifjar
upp að á árum áður hafi stúlka með
knött þótt tilefni athugasemda:
„Abbabbabb, stelpa í fótbolta..." auk
5 gerðir - margir litir
60 dra frábeer reynsla.
VkMS} Bnar
\0mm ■ -\ Farestveit&Co hf
Borgartúni 28 Tt S62 2901 og S62 2900
KitcHenAid
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Isaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
AÐ JAFNAÐI mæta um 15
Gróttukonur á æfingar en
liðshópurinn telur um 25
konur þegar best lætur.
Hér eru í aftari röð f.v.:
Brynja Guðjónsdóttir,
Unnur Arnadóttir, Sigrún
Sævarsdóttir, Arndís
Sigurgeirsdóttir, Erna
Lúðvíksdóttir, Ragnhildur
Skúladóttir, Ragnheiður
Víkingsdóttir, Arney
Magnúsdóttir, Ragnheiður
Sæmundsdóttir, Margrét
Leifsdóttir, KUldur
Kristjánsdóttir, Hjördís
Gunnlaugsdóttir og Ásta
Baldursdóttir. Með
börnunum í neðri röð sitja
Guðrún Inga Sívertsen og
Hrefna Harðardóttir.
Þær eiga samtals að
baki 59 landsleiki og
samtals næstum jafn
mörg börn. Þær eru á
besta aldri en gætu
verið mæður sumra
mótherja sinna í leikj-
um 1. deildar. Þetta er
BRYNDÍS Valsdóttir var í upphafi
leiktíðar sjálfkjörin þjálfari af
líffræðilegum orsökum og stýrir
Gróttukonum í gamni og alvöru.
IUPPHAFI vorum við nú
bara að leita okkur að æf-
ingaaðstöðu og fengum
inni í sal Gróttu,“ segir
Bryndís Valsdóttir, fyrr-
verandi leikmaður með
meistaraflokki Valskvenna. „Út frá
því spannst hugmynd um að vera
með í keppni 2. deildar, sem núna