Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 B 3 DAGLEGT LÍF Ljósmynd/Chris Tullech EKIÐ vestur með kajakana á toppi bifreiðarinnar og landslagið myndað gegnum framrúðuna. Ljósmynd/Spessi GIST var hjá Kela og Huldu í Hornvík sem reiddu fram vel þegnar kræsingar eftir miðnætti. Ljósmynd/Spessi Ljósmynd/Spessi HALLDOR, Eyþór og Chris hvflast við varðeld í Almenningum vestari. ÞEGAR hafflöturinn ýfðist reyndi á leikni ræðaranna sem aðeins einu sinni misstu kajak á hvolf. nefndu húkkuðu sér far sjóleiðina til Bolungarvíkur. Okkar menn héldu hins vegar áleiðis til Aðal- víkur og segir ekki meira af ferð- um þeirra fyrr en á þriðja degi ferðar sem var sá stóri. Karrýréttur á flæðiskeri „Við lögðum úr Aðalvík og hann var aðeins hvassari þann daginn,“ segir Spessi. „Hughie ákvað að minna aðeins á sig! Aldan barst með klettunum úr tveimur áttum en við lentum með lagni á flæðiskeri undir Ritnum og biðum þar í nokkrar klukkustundir,“ halda þeir áfram í sameiningu. „Elduðum indverskan karrýrétt á meðan við lögðum á ráðin en stöðugt bætti í vind og um síðir fór að flæða að þannig að okkur var ekki til setunnar boðið.“ Ann- ar vildi snúa aftur inn í Aðalvík en hinn vildi láta slag standa og halda af stað vestur um. „Vindhraðinn var líklega 4-5 stig og metraháar öldur en þegar við komumst frá klettunum kom strengurinn bara úr einni átt sem var skárra,“ útskýra þeir. „Við rerum í austlægum hliðarvindi alla leið yfír til Bolungarvíkur og máttum ekki slaka á því þá hefði okkur rekið alla leið til Græn- lands,“ bæta þeir glottandi við. Róðurinn tók fjóra tíma og þeir telja sig jafnvel fyrstu mennina sem róið hafi frá Aðalvík yfir til Bolungarvíkur á kajökum. „Þeir sem á undan okkur reru hafa í það minnsta farið hljóðlega því við höfum ekki heyrt af því.“ Þegar félagarnir komu inn til Bolungai-víkur undir miðnætti fréttu þeir að flestir smábátar hefðu gefist upp á veðrinu og kom- ið inn eftir hádegið. Var því ekki laust við hetjusvip á kajakræður- unum þegar þeir litu yfir farinn veg og nutu sólsetursins í Bolung- arvík þar sem bjórinn er dýrmæt- ari en fjórar grænar flöskur hinum megin á hnettinum. Kajak er hljóð- laust og með- færilegt ffarar- tæki sem kemur manni í einstakt návígi við dýra- liff a sjo og i klettum MULTI VIT NÁTTÚRULEGT 60 töflur Ein með öllu handa öllum LJheitsuhúsið Skðlavöröusttg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri cintamani Hágæða íslenskur útivistarfatnaður. Stakkur Verð 14.900- (Þyngd 460 gr.) ICEGUARD öndunarfilma tryggir góða öndun og mikla vatnsheldni (20.000 ml/cm2). Efnið er níðsterkt en jafnframt ótrúlega létt og fyrirferðarlítið. Buxur Verð 9.900- (Þyngd 440 gr.) Cintamani hofur styrkt eftirtalda leiðangra: íslenska Everestleiðangurinn, íslenska Suðurpólsleiðangurinn og Islenska kvennaleiðangurinn yfir Grænlandsjökul. Útsölustaðir: Skátabúðin Útilíf Glæsibæ Everest Skeifunni Veiðimaðurinn Veiðibúð Lalla Hafnaf. Sportver Akureyri KEA Lónsbakka Ak. Sport og Útivist Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.