Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 B 5
m longu eru komnir úr tísku
þess sem gerð voru hróp að svifasein- og hæl en að öðru leyti úr taui til þess
um strákum: „Iss, læturðu stelpu sóla að við meiddum nú örugglega ekki
þig?!“ Nú séu mun fleiri kvenmenn á hver aðra.“
stjái á knattspyrnuvöllum og þyki
ekki tiltökumál. „En hugs-
aðu þér, í upphafi
keppnisferilsins vor-
um við á sérstökum
kvennaknatt-
spyi-nuskóm.
Þeir voru
bara með
leðri á tá
Nú eru breyttir tímar og konum
leyfist sú harka sem andinn blæs
þeim í brjóst. Óháð aldri og
fjölda bama.
„Hva, er ekki æfing?“
„Og einmitt þegar blaðamaður er
á staðnum."
„Hva, er ekki æfing?“, spyr
hraustleg stúlka sem í þessu
kemur arkandi upp á hæðina.
„Kannski er veðrið of gott, það
er að segja annars staðar en
hér.“ Haldið er áfram að rök-
ræða og smám saman glæðist líf
á hæðinni, stelpurnar tínast að
og ná einum tug fyrr en varir.
Bryndís situr enn inni í bflnum
og gefur skipanir út um glugg-
ann.
„Hita upp, stelpur, ég kem
svo.“ Hún teygir sig í þjálfara-
úlpuna, við grípum teppi og örk-
um svo út á völl þar sem lands-
Iiðskonurnar fyrrverandi hlaupa
um og teygja þróttmikla vöðva.
Einhver spyr hvernig síðasti
leikur hafi farið.
„2:0“
„Fyrir...?“
„Nú, fyrir okkur, hvernig
spyrðu.“
„Maður veit aldrei."
Til áréttingar er bent á að liðið
hafi vaðið í dauðafærum, nema
hvað! Ein sem kemur aðvífandi
gratúlerar með sigurinn.
„Heyrðu, ætlaðir þú ekki að
mæta í þann leik?“, spyr þjálfar-
inn að bragði.
„Jú, en svo komst ég ekki. Það
virðist nú ekki hafa komið að
sök...“
Þannig er gantast og spjallað
og heilmikið hlegið. En það er
líka blótað þegar keppni hefst og
blaðamaður furðar sig á orð-
bragði þessara dagfarsprúðu
kvenna þegar kappið hleypur
þeim í kinn. Bryndís þjálfari hef-
ur skipt í lið. Leikið er í afmörk-
uðu svæði og barist um boltann
af hörku. Markmiðið er að sama
liðið nái tíu snertingum í röð og
hefur þá skorað „inark“. Konurn-
ar keyra hver í aðra, öskra,
hvetja, skamma og kútveltast í
grasinu. Upp kemur ágreiningur
um stöðuna í leiknum, bæði lið
segjast hafa skorað en samt er
1:0.
„Þið svindluðuð..."
„Sko, það var ráðist á mig á
svívirðilegan hátt í níundu snert-
ingu!“
„Þið verðið bara að sætta ykk-
ur við tapið...“ Hlátrasköll og
stimpingar.
Við lfliðarhnuna stendur Bryn-
dís og hugsar upp leikreglur í
næstu æfingu. Til þess að krækja
í stig verður að hitta í stöng eða
slá, ekki í netið sjálft. Tilgangur-
inn er að æfa nákvæmni í skotum
en mótmæli heyrast úr hópnum.
„Það endar með því að við fór-
um að gera þetta í leikjum, hitta
bara í slár og stangir," segir ein
og hinar skella upp úr. Hugurinn
í liðinu er greinilega á þá leið að
standa sig í riðlakeppninni en
æðsta boðorðið er að hafa gaman
af öllu saman.
Vindinn hefur ekkert lægt en
stúlkurnar gefa næðingnum ekki
lengur gaum. Þær eru vel gallað-
ar, ijóðar í kinnum og athyglin
er öll á h'flegum knettinum.
Saumaklúbbar og teboð fölna
óneitanlega í samanburði við
knattspyrnuæfingar kvenna því
hér mætir kraftur íjöri svo um
munar.
ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT AÐ HUGSA UM H EIL S UNA
Frábœru amerísku
heilsudýnurnar frá
Einfaldlega
toppurinn í
amerískum dynutn.
Husgogn
* ★
Síðumúla 28 • S. 568 0606
EINI ókosturinn við æfinga-
svæðið er rokið,“ segir Bryndís
þjálfari þar sem við ökum í
fyrsta gír upp Valhúsahæðina.
Þrátt fyrir glampandi sól gnauð-
ar vindur um opnar bflrúðurnar.
Það er hávaðarok. Efst á hæðinni
er stór grasflöt með nokkrum
knattspyrnumörkum en okkur
báðum til ómældra vonbrigða er
enginn mættur. Hvar eru þessar
boltahneigðu húsmæður sem mér
hefur verið sagt frá? Hvar er sá
sextán kvenna kjarni sem heldur
liðinu á floti? Þetta eru svik.
„Þær eru örugglega að ranka
við sér í sólbaðinu núna“, segir
sú eina sem er mætt og bíður í
bflnum sínum úti við kant.
„Við höfum aldrei verið svona
fáar,“ stynur Bryndís afsakandi.
Skemmtiatriði á Valhúsahæd