Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Hælavíkur- •% bjarg V Fljótavík^if^jfo SlraunilKS \ðal\ í/ Slélta .í s!' V' f J okulfirðir Cr“""OTft . Staðarhlíð ri Hrafrjjör^ s lands. Astralski ka.iakkappinn Chris Tullech kom alla leið norður til s Islands til þess að upplifa hina full- komnu kajakferð. Þegar Sigurbjörg Þrastardóttir hitti hetjurnar Chris og Spessa ljósmynd- ara voru þeir enn í sjöunda himni. Ljósmynd/Spessi CHRIS undir logagylltu bergstálinu á Hornströndum. reka ekki til Græn- ALGJÖRLEGA ótrú- legt!,“ segir Chris Tullech og á við kajakferðina um Hornstrandir sem hann fór í fyrir skömmu við fjórða mann. „Ég hef víða ratað og á langan feril að baki í kajaksiglin- um en þessi ferð var sú langbesta.“ Chris er 25 ára útivistarleiðbein- andi og státar af prófgráðu þar að lútandi. „Slíkt nám tekur þrjú ár í Astralíu. Einn skólafélaga minna var íslendingur, Óskar Guðjóns- son, og saman fórum við í kajak- ferð um syðsta hluta Ástralíu rétt áður en hann sneri heim. Síðar bauð Óskar mér sumarvinnu hjá sér en hann rekur ferðaþjónustuna Ultima Thule í Reykjavík." Chris leiðbeinir á kajaknám- skeiðum og sinnir fararstjórn hjá Ultima Thule en loksins fékk hann að fara sína eigin sjóferð. „Þessi ferð var að öllu leyti ólík því sem ég hef hingað til vanist. Við lögð- um til dæmis upp frá Bolungarvík klukkan tíu um kvöld. Að kvöldi til, athugaðu," hamrar hann, hlær og segir slíkt óhugsandi í Ástralíu. „Þar leggja menn af stað í kajak- ferðir klukkan tíu fyrir hádegi því annars mætir þeim hafgola og svartamyrkur. Hærri öldur, hvítur sandur og heitari sjór einkenna einnig kajaksiglingar í Ástralíu og þar geta strendur verið langar og einhæfar, sjaldgæft að þverhníptir klettar gangi í sjó fram eins og á Hornströndum.“ Dýrasta hressing ævinnar Með Chris í fór voru Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi), Halldór Sveinbjarnarson og Eyþór Hauks- son. Þeir fluttu búnaðinn á bát frá Bolungarvík til Látravíkur og sjó- settu kajaka sína þar. Fyrsta spottann til Hornvíkur reru þeir í rólegheitum og stigu úr bátunum við sólsetur. „Birtuskilyrði voru stórbrotin, miðnætursólin einstak- lega gullin og hlý,“ segir Chris. „Við sigldum undir björgum þar sem mergð var af fuglum, þeir sveimuðu yfir höfðum okkar og hljóðin bárust til okkar án nokk- urrar utanaðkomandi truflunar,“ útskýrir hann og, vísar í vélarhljóð báta. „Kajak er hljóðlaust og með- færilegt farartæki sem kemur manni í einstakt návígi við dýralíf á sjó og í klettum.11 I logninu við Hornvík drógu fé- lagarnir bjórflöskur úr fórum sín- um og teyguðu í logandi sólsetr- inu. „Við fengum þennan bjór á bar á Bolungarvík og það var sá dýrasti bjór sem ég hef á ævinni keypt!“, hrópar Chris upp yfir sig og Spessi getur ekki varist brosi. „Örugglega fjórum sinnum dýrari en bjórinn í Ástralíu, en smakkað- ist óneitanlega vel.“ „Þegar við höfðum dregið kajak- ana á land í Hornvík hittum við hjónin Kela og Huldu sem voru rétt lent í víkinni. Við hjálpuðum þeim að bera dót sitt upp í hús og fengum í staðinn trakteringar og gistingu,“ segir Spessi og Chris kveð- ur viðtökurnar hafa komið þeim þægilega á óvart, kakó og kökur eftir mið- nætti. Ástralskur veðurguð á Vestfjörðum „Daginn eftir nutum við enn ís- lenskrar gestrisni," rifjar Chris upp með glampa í augum. „Þá rerum við til Fljóta- víkur þar sem vanda- menn Halldórs, ferða- félaga okkar, tóku á móti okkur með kaffi og pönnukökum.“ Nefndur Halldór hvolfdi að vísu kajak sínum á leiðinni en týndi engu nema hatti og hanska. „Hann var bara á röngum stað á röngum tíma og aldan náði taki á honum,“ útskýra Chris og Spessi og flokka ekki sem óhapp. Leiðin sem farin var þann dag- inn var 30 kílómetrar, í sérstöku logni og fallegu umhverfi. „Hafið var spegilslétt og ótrúlega kyrrt,“ lýsir Chris uppnuminn. „Við sigld- um undir miklum klettum og það fór ekki hjá því að manni flygi í hug sjónarspilið sem hlýtur að skapast á þessum slóðum þegar veðrið kemst í ham. Við skynjuð- um sannarlega ógnina.“ Undrandi á logninu sem hafði fylgt þeim fram að þessu, voru fé- lagarnir sannfærðir um að æðri máttarvöld hefðu þar hönd í bagga. „Guð hafs og vinda í ástralskri goðafræði heitir Hugh, kallaður Hughie, og við göntuðumst með það okkar á milli að hann hlyti að hafa sent inn blíðlega beiðni til ís- lensku veðurguðanna - lognið var slíkt.“ Við Hornbjarg voru að vísu leifar af norðanvindi og var kajök- unum þá beitt í báruná eins og brimbrettum. I grennd við Hæla- víkurbjarg mættu þeir ferjunni Fagranesi og voru farþegar henn- ar ekki lítið hissa að eygja fjóra menn á litlum kajökum úti við nyrsta haf. „Við veifuðum og fólkið starði forviða á móti,“ segja þeir hlæjandi. Á miðri leið var áð, rekaviður dreginn í varðeld og sest að snæð- ingi. Síðan var fórinni haldið áfram til Fljótavíkur þar sem slegið var upp tjöldum. Næsta dag skildu Chris og Spessi við Halldór og Ey- þór á Straumnesi, en þeir síðar- um spegil á kajak með heimsins dýrasta nesti á fiöskum Þeir lónuðu undir bergstáli sem klauf skýin og gerði him- ininn heiðan. Þeir elduðu indverskan pottrétt á flæðiskeri og reru óslitið í fjóra tíma gegn hvössum vindi til þess að '-*‘***a Ljósmynd/Chris Tullech SJÁLFSMYND á siglingu. Ferðafélagarnir Spessi og Chris við sólarlag. stækkaö svæði m 10 km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.