Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 B 7 Ofvirkni mikið vandamál I umræðu um notkun ritalins þarf að taka tillit til ástandsins sem blasir við þeim sem næstir málinu standa. Margir kennarar telja ofvirkni eitt alvarlegasta vandamál skólakerfis- ins í dag og ekki má líta framhjá erf- iðleikum þeirra fjölskyldna sem eiga ofvirk böm. Anna Kristín Sigurðar- dóttir, deiidai-stjóri kennsludeildai' Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir að víst sé ofvirkni mikið vanda- mál í skólum landsins, en ekki óyfir- stíganlegt. Komið sé til móts við þennan hóp bama á ýmsan hátt, því þarfir of- vh'kra barna séu mjög einstak- lingsbundnar. Reynt sé í lengstu lög að halda einstaklingnum innan síns bekkjar, stundum með stuðn- ingsaðila, en ef það gengi ekki væri gripið til sérkennslu hluta vikunn- ar. Aðspurð hvort þetta vandamál hefði ekki hreyft við skólastjórn- endum um að endurskoða blandaða bekkjarkerfið sagði Anna Kristín að svo sé ekki. „Miklu máli skiptir fyrir þessi börn að fá að vera innan um félagana sem kunna rétta hegð- un. Til þess þau læri samskipti er best að þau séu í sem eðlilegustu umhverfi," segir hún. Anna Kristín segir að hún sé ekki á móti lyfjameðferð ofvirkra barna, en mikilvægt sé að foreldrar og skóli geti unnið vel saman í meðferð bamanna. „Ef hægt er að draga úr þessum árekstram sem ofvirk börn era sífellt að lenda í við umhverfi sitt hjálpar það þeim mikið á fullorðinsárum, því oft er það þessi andstaða við umhverfið sem skaðar þau mest þegar til langs tíma er litið. Ef lyfjagjöf dregur úr þeiiri andstöðu er mikið unnið,“ segir hún. Mikið af upplýsingum á netinu Mikið af upplýsingum um ritalin og ofvirkni er að finna á netinu og sýnist þar sitt hverjum. Helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu eru á slóðinni http:- //www.mentalhealth/com/drugs/p3 Ritalin-notkun barna Fjöldi barna á aldrinum 3 til 16 ára sem notuðu Ritalin á tímabilinu ágúst 1996 til september 1997. Fjöldi barna skipt niður eftir fæðingarári. Heimild: Landlæknisembættió 3-r03.html og geta menn skoðað þar hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á síðustu árum og vísað er til þeirra fagtímarita sem rann- sóknh-nar birtust í. Helstu gagn- lýnendur ritalins eru Peter R. Breggin, höfundur bókarinnar Talking Against Ritalin, (http■//- www. breggin. com/fdbkritalin.h tml) og Mary Ann Block höfundur bók- arinnar No More Ritalin (http://- www.blockcenter.com/blockcenter.- htm). Viðmælendur innan heilbrigð- isgeirans töldu þó báðar þessar bækur gegn ritahni vera unnai' á hæpnum forsendum, þar sem til- vitnanir væru teknar úr samhengi og vísindagrannur væri lítill. Ljóst er að flestir viðmælend- urnir telja notkun ritalins viðun- andi í ljósi þeirra erfiðleika sem blasir við oíVirkum börnum. Þau telja því notkun lyfsins ekki frið- þægingu heldur þarft lyf sem reynslan hafi sýni að gagnist of- virkum bömum vel. DAGLEGT LÍF Vandamálið frekar of lítil greining en lyfjagjöf MATTHÍAS Kiistian- sen er formaður for- eldrafélags misþroska baraa og situr í nor- rænni nefhd sem skipu- leggur þing um mis- þroska böm með er- lendum sérfræðingum. Hann hefur yfir 20 ára keimslureynslu og þekkir vel raunir of- virkra baraa í skóla- kerfinu. „Misþroski er mikið vandamál í skóla- kerfinú og sést í námsörðugleikum, skoi-fi á skammtíma- mhmi, einbeitingarleysi og hreyfiofvirkni. En ofvirknin er sá hluti misþroskans sem snýi' mest að kennurunum,“ segir haim. Strákar eru í miklum meirihluta þeirra sem greindir era ofvirkir. Matthías segir að stundum sé orðið „ofvirkni" ofnotað og geti verið af- leiðmg af skorti ákveðiima foreldra og keimara á þoli gagnvait fyrir- ferðarmiklum sti'ákum. „Þess vegna væri ötækt að láta skólana sjá um greiningu. Aðalatriðið er að Iáta fag- fólkið, sérfræðmgana greina bamið, því ofvirkni er ekki óþekkt eða fyrir- ferð heldur meðfætt ástand,“ segir Matthías. Foreldrar áhyggjufullir Hann segist fá margar fyrirspurn- ir frá foreldram um lyfíð ritalin. „Foreldrar eru hræddastir um að með notkun lyfsins sé ekki verið að hugsa fyrst og fremst um sálarheill bamsins, heldur sé verið að hugsa um bekkhm í skólanum eða um- hverfið," segir Matthías. „Ef læknir hefur ráðlagt lyfjameðferð, segjum við fólki að ef það sé sátt við þann úrskurð skuli það prófa. Lyfið hefur virkað mjög vel fyrir marga og gæti eins gert það fyrir viðkomandi. Hins vegar bendum við fólki lika á að vera mjög vakandi fyi'ir því hveraig lyfið virkar á bamið og ef baraið sýnir einhver einkeimileg viðbrögð skuli fólk hafa samband við lækninn strax. En við ráðleggjum fólki að taka bamið aldrei af lyfinu nema í samráði við lækni.“ Að sögn Matthíasar era foreldr- ar oft mjög uggandi yf- ir því að ritalin geti stuðlað að fíkniefnamis- notkun síðar á ævi bamsins, en hann segir að engar rannsóknir í Noregi bendi til þess. „Fyrsti Norðmaðurhm sem ég hitti stuttu eftir að við stofnuðum félagið átti son sem hafði verið á lyfinu í 4-5 ár, allt frá sex ára aldri. En þegar ég hitti hami þurfti hami einungis að nota 1/3 af þeim skammti lyfsins sem hann hafði þurft í upphafi. Ef þetta væri fíknilyf þyrfti stöðugt að auka skammthm,“ segir Matthías. Aðspurður um mikla aukningu lyfiagjafar eins og ritalins segir Matthías að þegar reynslan hafi sýnt fram á gagnsemi lyfsins sé ekkert óeðlilegt að notkun þess aukist. „Norðmeim hafa gefið lyfið um ára- tuga skeið. Danir og Svíar síður, en Finnar gefa ritalin svo að segja ekki. Þetta er svolítil spuming um pólitík hman hvers lands íyrir sig,“ segir hann. Hami telur aukningu ritalin-gjafar ekki vandamál hérlendis. „Ég veit að í Bandarikjunum liafa memi áhyggj- ur af þessu. Lykilatriðið er að fara varlega í alla lyfjagjöf. Hún má aldrei vera bara til að friða ein- hvem, heldur þarf traust vísindalegt mat fagmanna að liggja hemú til grundvallar. En við í félaginu höfum engar efasemdir um lyfið sem slikt. Lyfjagjöf sem hluti af meðferð tel ég ekki óeðlilega." Að sögn Matthíasar er aðeins brot þeirra barna sem era ofvirk greind hérlendis. „Talað er um að 5-6% baraa séu misþroska og af þeim er helmmgurinn ofvirkur og kannski 2/3 eða helmingur þehTa á við veru- lega erfiðleika að stríða vegna of- virkni. Hann telur hinn langa tíma sem það getur tekið að komast í greiningu mun meira vandamál en lyfjagjöf. „Ég er miklu hræddari um það að margir séu í vandræðum í þjóðfélaginu. Víða erlendis kemur í ljós, þegar fangar og brotamenn eru rannsakaðir, að margir þeirra eiga við athyglisbrest að strfða, era jaíh- vel enn ólæsir, og langflestir hafa átt við námserfiðleika að stríða. Við verðum því að horfast í augu við það að það fólk sem fer illa í samfé- laginu kemur mjög mikið úr hópi of- virkra og misþroska bama. Það eitt er næg ástæða til að allt sé reynt til að hjálpa þessum einstaklingum," segir hami. Matthias segir að fleiri úrræðum en Iyfjagjöf verði að beita við of- vh-kiú. „Okkur hættir til að treysta því að aðrir leysi vandann og erum ekki tilbúin að gera það sjálf. Þegar haldnir eru fyrirlestrar í félaginu um einhvers konar þjónustu sem þú getur fengiö lijá öðrum fyllist allt, en þegar haldinn er fyrirlestur, t.d. iðjuþjálfara, um livað þú getur gert sjálfur, kemur fólk síður. Við fáum kannski fyrirmæli frá lækni um að gera þetta og hitt og svo endar það með því að það er bara lyfið sem er látið duga. Foreldrar eru alltof oft slæmir með það að treysta bara á kerfiö," segir Matthías. Að lokum segir Matthías að rital- in hafi tvímælalaust hjálpað mörg- um. En sjálfsagt sé að setja spurn- ingarmerki við óhefta lyfjagjöf en hún verði að vera á faglegum for- sendum. „Ég held liins vegar að óheft lyfjagjöf eigi sér ekki stað hérlendis,“ segir hann. „En ég reyni sjálfur að taka aldrei pillur þannig að ég skil áhyggjur foreldra gagnvart, lyljagjöf mjög vel,“ segir hann. Matthías Kristiansen því að gefa örvandi lyf, eins og rital- in, eða lyf sem verka á dópamín- og noradrenalín-kerfið, örvast þessi vanvirku svæði. - Hvernig myndi lyfíð virka á eplilegan samanburðarhóp? Ólafur: Lyfið virkar mjög lítið á eðlilegan samanburðarhóp, eykur hugsanlega einbeitingarhæfni flestra, en lyfið virkar langmest á þá sem hafa hlutfallslega mikinn at- hyglisbrest og hreyfiofvirkni. - Virkar lyfið þá ekki örvandi á venjulega einstaklinga? Ólafur: Ekki í þessum lækninga- legu skömmtum sem við erum að tala um, frá 10-60 mg á dag. Lyf eins og amfetamín hafa verið mis- notuð af mörgum hópum, en þá er- um við að tala um 10-100 falda skammta á við lyfjagjöf ritalins til ofvirki-a barna. Lyfíð er yfirleitt gefið tvisvar til þrisvar á dag og al- gengast er að gefnir séu 10 mg skammtar í hvert skipti. Mjög sjald- gæft er að heildarinntaka fari yfir 60 mg skammt á dag. - Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á lyfmu? Ólafur: Ritalin læknar ekki ofvirkni en það heldur einkennunum niðri. Við vitum talsvert um áhrif þess til lengi'i tíma, en núna eru stórar rannsóknir í gangi erlendis á lang- tímaáhrifum lyfsins. Fá lyf fyrir börn hafa verið jafn mikið rannsök- uð og ritalin, og sú þekking sem nú er til staðar byggist á yfir 100 rann- sóknum og ekkert í þeim bendir til alvarlegra langtímaaukaverkana. - Hverjar eru aukaverkanir lyfs- ins? Ólafur: Skammtímaaukaverkanir eru yfirleitt minnkuð matarlyst, svefntruflanir og vægur höfuðverk- ur sem hverfur þó mjög fljótlega eftir að meðferð er hafin. Reynt er að bregðast við þessum aukaverk- unum með því að gefa börnunum lyfið eftir matartímana, en þó ekki eftir kvöldmat til að vinna gegn svefntruflunum. Viss þunglyndislyf era frekai' valin þegar um hliðar- kvilla er einnig að ræða, svo sem þunglyndi eða kvíðaraskanir. Talað hefur verið um að lang- tímaáhrif lyfsins ritalin geti haft áhrif á lengdarvöxt, og í einstaka tilfellum getur tímabundið hægt á lengdarvexti barna sem taka lyfíð. Hins vegar á að fylgjast gi'annt með vexti og þyngd bama sem taka inn lyfíð, og það er gert. - Hvað með áhrif lyfsins á fíkni- efnamisnotkun síðar á ævinni? Páll: Menn hafa skoðað lyfið ritalin með tilliti til þess hvort börn sem hafa notað lyfið séu líklegri til að verða fíkn að bráð síðar á ævinni. Rannsóknir hafa sýnt að ofvirk börn eru líklegri en önnur börn til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Hins vegar er ekki marktækur munur á þeim oívirku einstakling- um sem hafa notað lyfið og þeim sem ekki hafa notað það. Þessi rannsókn og fleiri slíkar hafa sýnt fram á að ritalin-notkun gegn of- virkni eykur ekki líkur á fíkniefna- misnotkun síðar á ævinni. - Er notkun lyfsins hætt á ung- lingsárunum? Ólafur: Áður var talið að börn yxu upp úr ofvirkninni því mjög algengt er að hreyfi-ofvirkni lagist eða minnki með árunum. Þá var iðulega lagt til að lyfjagjöf yrði hætt, þar sem þau sýnilegu einkenni voru ekki til staðar. Núna hafa erlendar rannsóknir hins vegar sýnt fram á að algengast sé að athyglisbrestur- inn sé í mörgum tilfellum ennþá til staðar á unglings- og fullorðinsár- um. Einstaklingurinn hefur ennþá einkenni mikillar hvatvísi og óþolin- mæði, skipulagsleysis og á erfitt með að einbeita sér. Þó er alltaf hluti ofvirkra barna sem fær það mikla bót meina sinna að hægt er að tala um að þau hafi vaxið upp úr sjúkdómnum. En mikið er verið að rannsaka ofvirkni í fullorðnum í Bandaríkjunum og tilhneigingin í dag er að halda lyfjanotkuninni áfram. - Eru þá flestir á lyfmu í lengri tíma en áður var? Ólafur: Erfitt er að segja til um það fyrirfram hvað hver einstaklingur þarf að nota lyfíð lengi. Langflestir þurfa að vera á lyfinu í nokkur ár. Rannsóknir styðja langtímanotkun lyfsins og tilhneigingin í dag er að nota lyfið í lengri tíma en áður var, sérstaklega í Bandaríkjunum og þróunin hérlendis er sú sama. Eg sé enga ástæðu til að hætta notkun lyfsins, ef einkenni ofvirkninnar koma fram eftir að lyfjanotkun er hætt, þó unglingsáram sé náð. Það er engin ástæða til að neita fólki um þessa lyfjagjöf ef alvarleg einkenni eru enn til staðar. - Þarf að auka lyfjaskammtana eftir því sem barnið er lengur á lyf- inu? Ólafur: Ekkert einhlítt svar er til við þessari spurningu því það er svo einstaklingsbundið. Stundum þarf að auka skammta lítillega, en oft dugar sami skammtur áfi'am. Al- gengast er að maður hreyfi skammtinn mjög lítið meðan lyfið er notað. - Hvernig hefur gengið að venja böm a f ritalini? Páll: Yfirleitt gengur það mjög vel. Börn sem hafa verið á ritalini hjá okkur hafa einnig fengið annars konar atferlismeðferð. Umhverfi þeirra er orðið mun meðvitaðra um ástand þessa einstaklings og barnið hefur oft náð talsverðri færni í sam- skiptum og lendir því síður í úti- stöðum við umhverfið. Lyfjameð- ferðin er í stöðugu endurmati og er þá oft reynt að hætta notkun lyfsins til reynslu. - Er lyfið gefið mjög ungum börnum? Ólafur: Það er í undantekningartil- fellum. Við miðum við að gefa ekki börnum innan við 5 ára aldur lyfið, því fyrir þann tíma er oft mjög erfitt að meta ofvirkni vegna þess hve börn hafa mikla hreyfiþörf og hvatvísi á því aldursskeiði. - Nú hefur orðið gífurlega mikil aukning á notkun ritalins. Eru eng- ar aðrar leiðir reyndar fyrst áður en til lyfjameðferðar kemur? Ólafur: Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á ofvirkum börnum og fæðunotkun standast oft ekki akademískar kröfur. En margir segja að sum börn bregðist illa við ýmsum fæðutegundum, og þá geta foreldrar prófað sig áfram með fæðuval, ef þau fínna að barnið bregst illa við ákveðnum fæðuteg- undum. En eins og staðan er í dag era niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið það tilviljun- arkenndar að ekki er hægt að full- yrða um neitt í þeim efnum. Það er til fullt af dæmum um það í einstaka tilvikum að ákveðnir fæðuflokkar hafa slæm áhrif á tiltekin börn, en það hefur ekkert einhlítt komið út úr rannsóknum með tilliti til fæðu- efna. Við getum því ekki ráðlagt fólki neina meðferð viðvíkjandi mataræði þar sem engar vísindaleg- ar niðurstöður styðja þannig með- ferð. Hins vegar vitum við að lyfja- meðferð ber mikinn árangur og þar höfum við bæði reynsluna og mý- mörg dæmi, auk fjölda áreiðanlegra rannsókna, sem sanna það að lyf eins og ritalin hafa hjálpað ofvirk- um börnum mikið. Ekki má gleyma í þessari umræðu hversu gagnlegt lyfið getur verið börnum sem eru oft mjög vansæl í sinni ofvirkni og hafa lélega sjálfs- mynd af því að vera í endalausri and- stöðu við umhverfið. Bamið nær að einbeita sér, fer að ganga betur í skóla og lærir heilbrigð samskipti við umhverfið. Sjálfsmynd þess batnar og það á meiri möguleika á þvi að afla sér menntunar og nýta sér hæfileika sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.