Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 B 3
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
KVA-menn halda
ótrauðir áfram
sótti boltann sjálfur auk þess oft-
sinnis aftur á völlinn. Þá var fyrirlið-
inn Róbert Haraldsson skeinuhætt-
ur, einkum í fyrri hálfleik og síðan
verður að geta markvarðarins Ró-
berts Gunnarssonar, sem slegið hef-
ur svo eftirminnilega í gegn í sumar.
Róbert fyrirliða þraut örendi tæp-
um stundarfjórðungi fyrir leikslok
og bað þá um skiptingu. Eftir það
stóð hann ábúðarfullur á hliðarlín-
unni og brýndi sína menn til dáða,
enda þjálfarinn og leikmaðurinn
Miroslav Nikolie í leikbanni og því
fjarri góðu gamni.
Eftir leikinn héldu Austfirðingum
engin bönd í fagnaðarlátunum og við
varamannaskýlið heyrðist hvíslað að
nú væri bara að taka Víkingana og
þá væri hægt að stefna á efstu deild-
ina. Róbert fyrirliði var þó fullur
varkárni. „Þetta var geysilega erfið-
ur leikur, en við sigruðum og það er
fyrir öllu. í fyrri leiknum fyrir aust-
an jöfnuðu Stjörnumenn á lokamín-
útunni og kannski áttum við því inni
einhverja heppni í dag.“
Róbert sagði einstaklega gaman
þegar svo vel gengi og viðurkenndi
að sigurganga nýliðanna kæmi á
óvart. „Þetta er árangur mikillar
vinnu,“ segir hann. „Mikki þjálfari
hefur lagt sig allan í þetta verkefni
og haldið geysilega vel utan um liðið.
Eg myndi raunar segja að gríðarleg-
ur agi hans sé lykilatriði. Við höfum
æft þrotlaust í langan tíma og sætt
miklum aga, sem mér hefur einmitt
þótt skorta á hjá mörgum liðum hér
á landi. Þannig þori ég að fullyrða,
að margir ungir strákar fyrir sunnan
myndu ekki sætta sig við það aðhald
sem þjálfarinn veitir okkur. Við ger-
um það hins vegar og erum líka að
uppskera laun erfiðisins.“
Maður leiksins:
Dragan Stojanovic, KVA.
Morgunblaðið/Golli
RÚNAR Páll Sigmundsson reynir að leika á varnarmann KVA.
Markaskorarinn Veigur Sveinsson fylgist spenntur með.
LIÐ KVA, hins sameiginlega knattspyrnuliðs Vals á Reyðarfirði og
Austra á Eskifirði, hefur heldur betur komið á óvart á sínu fyrsta
ári í 1. deildinni. Á laugardag bar liðið sigurorð af Stjörnunni í
Garðabæ, 0:1, og nú er svo komið, að leikur liðsins við Víkinga í
kvöld hlýtur að teljast einn af úrslitaleikjunum um sæti í efstu
deild að ári.
Tæpar tvær mínútur voru liðnar
af leiknum á laugardaginn þegar
Austfirðingar náðu forystunni. Fyrst
og fremst var þar
Bjömlngi klaufagangi í vörn
Hrafnsson Garðbæinga um að
skrifar kenna. Markvörður-
inn Tómas Ingason
misreiknaði sig herfilega í úthlaupi
og varnarmaðurinn Veigur Sveins-
son renndi knettinum næsta
áreynslulaust í markið. Sannköliuð
óskabyrjun, vissulega, en samt kom
hún einhvern veginn ekki á óvart;
slíkur var vígamóðurinn og baráttu-
andinn, sem einkenndi sameinaða
leikmenn Austfirðinga í upphafi
leiks.
Taflið jafnaðist nokkuð í seinni
hálfleik og þar voru heimamenn á
köflum sterkai’i aðilinn. Þeim tókst
þó aldrei að ógna forystu gestanna
verulega og eftir því sem nær dró
leikslokum fór að bera á óeiningu
innan liðsins; skammh' tóku við af
hvatningum og smám saman runnu
sigurvonir Stjörnunnar út í sandinn.
Stjörnumenn, sem sumir myndu
kannski telja með betur spilandi lið
en KVA, áttu ekki svör við hama-
gangi gestanna. Vissulega áttu þeir
sín færi, og meira að segja þónokkur
í þessum leik. En eitthvað vantaði
upp á; herslumuninn skorti og vörn
Austfirðinga hélt allt til leiksloka.
Stundum þurftu þeir jafnvel að
bjarga á marklínu, en þá gerðu þeir
það flumbrulaust og sóttu síðan í
hættulegum skyndiupphlaupum.
Sjálfsti-aust þeirra dylst engum og
þeir fara ansi langt á því. Aukinheld-
ur eru lukkudísimar því hliðhollai',
eins og oft vill verða hjá liðum á sig-
urbraut.
Bestir Garðbæinga í leiknum voru
þeir Björn Másson og Ottó Karl Ott-
ósson. Sá síðarnefndi gerði sig
reyndar stundum sekan um of mikla
græðgi á ögurstundu; hefði stundum
mátt gefa á samherja í betri aðstöðu.
Erfiðara er að finna einhvern einn
eða jafnvel tvo sem stóðu upp úr í
jöfnu liði KVA. Dragan Stojanovic
vai- afar lunkinn í framlínunni og
Markalaust í Eyjum
IBV og Breiðablik áttust við í
meistaradeild kvenna í Vest-
mannaeyjum í tíðindalitlum leik
sem lauk með
Sigfús G. markalausu jafn-
Guðmundsson tefli. Blikar voru
sknfar nær þvj ag koma
boltanum í netið en
höfðu ekki heppnina með sér. Eftir
örfáar sekúndur fékk Kristrún L.
Daðadóttir gott færi eftir slæm
mistök í vörn ÍBV en henni tókst
ekki að nýta það.
Hrefna Jóhannesdóttir fékk svo
dauðafæri eftir prýðilega sókn ÍBV
en skotið fór í varnarmann og fram
hjá. Kristrún var aftur á ferðinni
fyrir Blika um miðjan fyrri hálf-
leik. Eftir slæm mistök í vörn ÍBV
fékk hún gott færi en Eyjastúlkur
björguðu nánast á línu. Það sem
eftir lifði af fyrri hálfleik var tíð-
indalaust.
Lið ÍBV fékk svo fyrst umtals-
verða færið í síðari hálfleiknum
upp úr miðjum hálfleiknum þegar
Bryndís Jóhannesdóttir átti hörku-
skot rétt yfir markið. Kristrún
fékk svo sitt þriðja góða færi í
leiknum en Petra Fanney Braga-
dóttir sá við henni og varði. Það
var svo Sigríður Þorláksdóttir sem
átti síðasta orðið í leiknum þegar
hún átti þrumuskot undir þver-
slána þegar 7 mínútur voru eftir af
leiknum en ínn vildi boltinn ekki í
þetta sinnið frekar en önnur í þess-
um leik.
Fylgst með
Ríkharði
FJÖLMARGIR útsendarar
enskra úrvalsdeildarliða voru á
meðal áhorfenda á leik Vikings
frá Stafangri og Rosenboi'g á
laugardaginn. Samkvæmt
noi’ska dagblaðinu Rogalands
Avis voru „njósnararnir“ m.a.
að fylgjast með íslenska lands-
liðsmanninum Ríkharði Daða-
syni. Samkvæmt frétt blaðsins
voru útsendarar Newcastle,
Tottenham, Sheffield Wednes-
day, Nottingham Forest og
Leeds að fylgjast með nokkrum
leikmauna Viking-liðsins, þar á
meðal Rfldiarði, en hann er þar
næstmarkahæstur, með 6 mörk.
Pétur skor-
aði fyrir
Hammerby
PÉTUR Marteinsson skoraði
fyrir lið sitt, Hammerby, í 3:1
sigri á Kvarnsveden í 1. um-
ferð sænsku bikarkeppninnar f
knattspyrnu sem fram fór um
helgina. Hann gerði lyrsta
mark liðsins á 7. mfnútu.
Sverrir Sverrisson gerði
einnig fyrsta mark Malmö FF f
3:0 sigri á Áhu/Horna í sömu
keppni. Skagamaðurinn Stefán
Þórðarson var einnig á skot-
skónum og gerði fjórða mark
Öster í stórsigri á Vestra, 7:0.
ÞIN FRÍSTUND
-OKKARFAG
V
INTER
9PORT
lasnoTolRO
KAPPAKSTUR
Hákkinen nær sálrænu
forskoti á Schumacher
MIKA Hakkinen frá Finnlandi fagnaði öruggum sigri á McLaren-bíl
sínum í austurríska kappakstrinum á sunnudag. Með sigrinum
náði hann átta stiga forystu á helsta keppinaut sinn um heims-
meistaratign ökuþóra, Michael Schumacher hjá Ferrari, sem mátti
þakka fyrir þriðja sætið í keppninni eftir slæm mistök í hita leiks-
ins er leiddu til útafaksturs og skemmda á bílnum hans. Finninn
náði því sálrænu forskoti fyrir næstu keppni sem fram fer á Hock-
enheim-brautinni um næstu helgi.
Kappaksturinn varð mjög tíðinda-
samur, ekki síst sakir þess að í
tímatökum á laugardag riðlaðist hin
Ihefðbundna rásröð
Ágúst sakir úrhellis. Hákk-
Ásgeirsson inen náði þá aðeins
skrifar þriðja besta tíma og
félagi hans hjá Mc-
Laren, Skotinn David Coulthard, að-
eins 14. besta. I skráfþurri brautinni
á sunnudag náði Hákkinen hins veg-
ar strax forystu og Schumacher
komst úr fjórða sæti í annað og sótti
hart að Finnanum. Svo djarft reyndi
Schumacher að komast fram úr
Hákkinen, að honum urðu á mistök á
17. hring af 71; náði ekki beygju sak-
ir hraðaksturs með þeim afleiðingum
að hann ók útaf. Framvængur brotn-
aði af bílnum og vonin um keppni um
sigur við Hákkinen fauk út í veður
og vind.
Schumacher sótti þó smám saman
fram á við. Um tíma fékk hann harða
keppni frá bróður sínum Ralf, á Jor-
dan-bíl, um fjórða sætið og hafði bet-
ur. Félagi hans hjá Ferrari, Bretinn
Eddie Irvine, hægði síðan verulega á
undir lokin til að hleypa Schumacher
upp í þriðja sætið svo hann fengi
sem flest stig í keppninni um heims-
meistaratignina.
Coulthard maður
dagsins
Coulthard verður eiginlega að telj-
ast maður dagsins því nokkru áður
en keppnin var hálfnuð, eða á 28.
hring, hafði hann unnið sig upp í 2.
sætið eftir að hafa farið af stað í 14.
sæti. Og reyndar féll hann neðar um
skeið er hann varð að fara inn á við-
gerðarsvæði vegna skemmda sem
urðu á bflnum er ekið var á hann í
fyrsta hring. Er þetta í fyrsta sinn
frá Spánarkappakstrinum 10. maí að
silfurörvar McLaren koma í mark í
fyrstu tveimur sætum en fram að
austurríska kappakstrinum hafa ver-
ið fjögur mót í millitíðinni.
Fjöldi óhappa varð á fyrstu tveim-
ur hringjum og margir bflar féllu úr
keppni af þeim sökum. ítalinn
Ginacarlo Fisichella hjá Benetton fór
illa að ráði sínu og gat ekki notfært
sér að byrja keppni í fremsta
rásmarki í fyrsta sinn í formúlu-1. Á
21. hring lenti hann í árekstri við
Frakkann Jean Alesi hjá Sauber,
sem náði 2. besta tíma í tímatökum,
og féllu báðir úr leik. Yh-tist
Fisichella bremsa of seint fyrir
beygju og ók innanvert í beygjunni
inn í hlið bifreiðar Alesi sem var á
undan fyrir beygjuna og lokaði á
aksturslínu ítalans.
POLO SPORT
RALPH LAUREIM
AF HVERJU HELDURDU LÍKAMANUM VIÐ EN SKILUR ANDLITIÐ EFTIR?
Face fitness AHA Moisture Fcrmula
llmlaust andlitskrem með AHA-sýrum fyrir karlmenn.
SJÁANLEGUR
ÁRANGUR Á 2 VIKUM!
Viltu heyra sannleikann?
Hallaöu þér upp að
speglinum og skoöaðu
vel. Húð þín er oft
óhrein og Ifflaus, jafnvel
strax eftir þvott. AHA-
ávaxtasýrurnar örva
náttúrulega hreinsun
þannig að húðin verður
hraustlegri og unglegri.
Raksturinn verður leikur
einn.
ANDLITIÐ MUN
NJÓTA ÞESS EN
NEFIÐ FINNUR
ENGAN MUN
Face Fitness-kremið er
olíu- og ilmefnalaust.
Það inniheldur
sólarvörn SPF 8
og er þvf frábært fyrir
alla útivistarmenn!
Prófaðu, og eftir 5
mín. muntu finna
vellfðan, sem endist
þér allan daginn.
KOMDU OG FÁÐU PRUFU SEM ENDIST í 2 VIKUR*
Útsölustaðlr:
Reykjavík og nágrenni: Glæsibær snyrivv., Magkaup Kringlunni, Hagkaup Skeifunni, Hygea
Austurstræti, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Pönglabakka 6, Sara Bankastræti 8,
Sigurboginn Laugavegi 80, Anderra Hafnarfiröi, Byigjan Kópavogi, Hagkaup Smáranum.
Landið: Hjá Mariu / Amaró Akureyri, Bjarg Akranesi, Hagkaup Akureyri, Hilma Húsavík, Krisma
ísafiröi, Miðbær Vestmannaeyjum, Selfossapótek, Smart Keflavik.
* Á meðan birgöir endast.