Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 8
GOLF/ÍSLENSKA MÓTARÖÐIN
Vallaimet Björgvins var
rúsínan í pylsuendanum
Morgunblaðið/Björn Blöndal
RAGNHILDUR Sigurðardóttir, GR, og Björgvin Sigurbergsson,
Keili, uppskáru glæsta sigra í þriðja móti íslensku mótaraðar-
innar í sumar eftir að hafa sett vallarmet á fyrsta hring.
Beðið eftir þessu
í svo mörg ár
BJÖRGVIN Sigurbergsson,
Keili, og Ragnhildur Sigurðar-
dóttir, GR, sigruðu á þriðja
móti íslensku mótaraðarinnar í
golfi á Hólmvelli í Leiru, þar
sem Golfklúbbur Suðurnesja
hefur aðsetur. Bæði settu þau
vallarmet á einum af þremur
hringjum sem leiknir voru á
laugardag og sunnudag.
Björgvin jök forskot sitt í stiga-
keppni Islensku mótaraðarinnar
er hann sigldi fram úr keppinautum
sínum á síðari keppn-
Edwin isdegi, sunnudegin-
Rögnvaldsson um, en þá lék hann á
skrífar 66 höggum - sex
höggum undir pari.
Þannig sló Keilismaðurinn rúmlega
vikugamalt vallarmet Arnar Ævars
Hjartarsonar, sem vai- 67 högg.
Björgvin var einu höggi á eftir
efstu mönnum fyrir síðasta hringinn.
Islandsmeistarinn af Akranesi,
Þórður Emil Ólafsson, Kristinn G.
Bjarnason úr GR og Björgvin Þor-
steinsson, GA, voru í forystu á þrem-
ur höggum undir pari eftir 36 holur á
laugardag, en þá lék veðrið við kepp-
endur og margir þeirra nýttu sér
það. Björgvin Sigurbergsson lék því
ekki í síðasta ráshóp á sunnudag, en
þegar hann lauk leik um fjórum
klukkustundum síðar voru úrslitin
ráðin. Hann lauk keppni á átta högg-
um undir pari, fímm höggum á und-
an Þórði Emil. Kristinn varð þriðji á
215 höggum, einu höggi undir pari.
„Þetta var stórkostlegur hringur,"
sagði sigurvegarinn, eftir að honum
hafði verið fagnað ákaft af keppi-
nautum sínum og félögum undir hús-
vegg við átjándu flötina. I huga
Björgvins, kom methringurinn eins
og þruma úr heiðskíru lofti. „Eg kom
hingað með því hugarfari að leika
sem næst parinu. Eg vissi að ég yrði
nálægt efsta sætinu ef það tækist.
Það var það sem ég stefndi á, en síð-
an komu fuglarnir bara koll af kolli,“
sagði Björgvin, en hann fékk sex
fugla á lokahringnum - en engan
skolla(!) En eykur þessi frammistaða
ekki sjálfstraust Björgvins, sérstak-
lega vegna þess að landsmótið hefst
eftir átta daga á sama velli. „Jú, jú.
En maður verður auðvitað að halda
Ragnhildur hefur sett þrjú 18
holu-vallarmet í tveimur síð-
ustu mótum sínum, meistaramóti
GR á Korpúlfsstöðum og í Grafar-
holti auk mótsins um helgina. Er
þetta ekki að verða svolítið hvers-
dagslegt í huga hennar? „Nei, þetta
er æðislegt. Eg hef nefnilega beðið
eftir þessu í svo mörg ár. Eg hef í
raun ekki æft nógu vel í öll þessi ár.
Nú loksins fór ég að sinna þessu og
það skilar árangri. Mér líður því al-
veg rosalega vel. Það er frábært að
sjá alla vinnuna skila árangri.“
Glæsileikur Ragnhildar upp á
síðkastið hefur sannfært marga
golfáhugamenn hér á landi um að
nú sé röðin komin að henni að
hampa íslandsmeistaratitlinum á
landsmótinu, sem hefst einmitt í
Leiru á fimmtudag eftir rúma viku.
„Það er spurning. Ef ég spila
svona... verða hinar að ■ minnsta
kosti að æfa meira,“ sagði Ragn-
hildur og glotti, en hún varð Is-
landsmeistari árið 1985, þegar hún
var aðeins 18 ára.
Eflaust verða frekari væntingar
gerðar til Ragnhildar fyrir lands-
mótið í ár, heldur en síðustu ár.
Hún segist þó ekki ætla að láta það
trufla sig. „Ég hef lagt hart að mér
við æfíngar og frammistaðan núna
sýnir að ég get þetta. Þá er ekkert
annað að gera en að fara á fleygi-
ferð - einn, tveir, þrír og áfrarn!"
rétt á spöðunum. Þetta getur haft
neikvæð áhrif. Það er ekki hlaupið að
því að leika vel í hvert sinn. Ég gerði
þetta í dag, en ég gæti alveg eins
spilað á áttatíu og eitthvað á morg-
un. Maður verður bara að láta þetta
kyrrt liggja, halda ró sinni og reyna
að halda uppteknum hætti. Maður
má ekki vera sífellt að hugsa um eitt-
hvað sem er afstaðið," sagði Björg-
vin.
Enn eitt vallarmet Ragnhildar
Ragnhildur sigraði með tíu högga
mun í kvennaflokki og setti vallar-
met á fyrsta hring, lék þá á 70 högg-
um. Karen Sævarsdóttir, Suður-
nesjastúlka sem leikur nú sem at-
vinnumaður í Bandaríkjunum, átti
gamla metið, 72 högg. Það setti hún í
meistaramóti GS árið 1994. Ragn-
hildur lék annan hringinn á pari, 72
höggum, og náði þannig þrettán
högga forskoti á íslandsmeistarann
úr Keili, Ólöfu Maríu Jónsdóttur. Sú
síðarnefnda lék síðasta hringinn á 75
höggum, en Ragnhildur á 78.
Ragnhildur hefur leikið svo vel að
undanfömu að sumir vita vart hvað-
an á þá stendur veðrið. „Ég hef nátt-
úrlega spilað mun betur en við höf-
um verið að gera - stöðugt á pari eða
undir því. Eg var á tveimur undir
pari eftir tvo hringi og það er erfítt
fyrir aðra að vinna það upp. Maður
verður þó sjálfur að halda áfram að
vera ákveðinn og halda áfram að
leika eins og maður er vanur. Ég var
ekki alveg nógu ánægð með sjálfa
mig [á sunnudag]. Eg hefði mátt
vera harðari. Púttin voru of stutt og
ég var hálf smeyk við þetta. í stað
þess hefði ég átt að kýla á það og
reyna að skora.“
Er því ekki hægt að ætlast til þess
að aðrar, t.d. Olöf María Jónsdóttir,
geti veitt þér einhverja keppni er þú
leikur svona?
„Ölöf María stóð sig einmitt mjög
vel hvað það varðar. Hún sýndi
mikla keppnishörku og púttaði alveg
eins og herforingi - setti löng pútt
beint 1 miðja holu. Púttin skipta öllu
máli. Þau gera það,“ sagði Ragnhild-
ur, en bætti þó við að munurinn hefði
verið of mikill svo Ólöf María hefði
getað ógnað henni eitthvað að ráði á
lokahringnum.
FOLK
:■ INGI Rúnar Gislason, meist-
araflokksmaður úr Leyni, vann
vikuferð til Mexíkó frá Úrvali-Út-
sýn fyrir að slá annað högg sitt á
átjándu braut nær holu en nokkur
annar. Bolti Inga Rúnars nam
staðar 1,93 m frá holunni.
■ SIGURÐUR Pétursson, at-
vinnumaður og golfkennari hjá GR,
varð að sætta sig við að ljúka
keppni á íleiri höggum en sonur
sinn, Pétur Óskar Sigurðsson. Sig-
urður hafnaði í 18. til 20. sæti á 226
höggum eftir þrjá hringi, en Pétur
lenti í 12. til 16. sæti á 224 höggum.
■ SIGURÐUR lék þó best þeirra
þriggja atvinnumanna, sem tóku
þátt um helgina. Hinir tveir voru
þeir Hörður Arnarson, sem lék á
230 höggum, og Sigurður Sigurðs-
son, golfkennarinn í Leiru, sem lék
á 239 höggum.
■ FJÓRTÁN kylfingum tókst að
leika átján holu hring undir pari
Hólmsvallar, þrettán körlum og
einni konu - Ragnhildi Sigurðar-
dóttur. Karlarnir þrettán léku
samtals sautján hringi undir pari,
því sumir léku vitaskuld oftar en
einu sinni undir pari.
■ FJÓRUM kylfingum tókst að
leika tvívegis undir pari. Það voru
þeir Björgvin Sigurbergsson,
Keili, Þórður Emil Ólafsson,
Leyni, Kristinn G. Bjarnason, GR,
og Sigurpáll Geir Sveinsson, GA.
■ STEVE Pate frá Bandaríkjun-
um sigraði á móti helgarinnar á
PGA-mótaröðinni þar vestra, sem
heitir Charity Classic á frummál-
inu. Pate lék á 269 höggum, en
landi hans, Scott Hoch, kom næst-
ur á 270 höggum.
■ PATE slasaðist í umferðarslysi
fyrir einu og hálfu ári, þegar bif-
reið hans skall á vöruflutningabíl
þegar hann var, að eigin sögn, að
flýta sér heim til að horfa á úrslita-
leik ameríska fótboltans í sjónvarp-
inu í fyrsta sinn í sex eða sjö ár.
Meiðsl Pates þóttu svo alvarleg að
ferill hans sem atvinnumanns virt-
ist á enda.
■ STEPHEN Leaney frá Ástralíu
sigraði á móti vikunnar á PGA-
mótaröð Evrópu, Opna hollenska
mótinu. Norður-írinn Darren
Clarke sótti hart að Leaney á loka-
deginum, en sá síðarnefndi hélt
eins höggs forskoti til enda.
■ HALE Irwin sigraði á Opna
bandaríska öldungameistaramót-
inu í golfi, sem fór fram á Riviera-
vellinum nærri Los Angeles í Kali-
forníuríki um helgina. Irwin náði
fugli á lokaholunni og lauk keppni
einu höggi á undan Vicente Fern-
andez frá Argentínu.
SUND/OPNA IRSKA MEISTARAMOTIÐ
a
HANDKNATTLEIKUR
Glæsilegt íslandsmet
íslenskur sigur
á Japansmótinu
Islenskt sundfólk var í sviðsljós-
inu um helgina á Opna írska
meistaramótinu, sem staðið hefur
undanfarna daga og lauk á laugar-
dag.
Góður árangur náðist á mót-
inu, en hæst ber glæsilegt ís-
landsmet kvennasveitarinnar, sem
synti 4x100 m skriðsund á tíman-
um 3.55,78 mín. og dugði það til
A sigurs. Sveitin bætti metið um 2,36
sek. sem var orðið tíu ára gamalt
og sett í Svíþjóð.
Lára Hrund Bjargardóttir varð
í þriðja sæti í 100 m skriðsundi
þegar hún kom í mark á 58,52 sek.
og setti síðan persónulegt met í
sigri kvennasveitarinnar í boð-
sundinu, synti á 58,29 sek.
íris Edda Heimisdóttir setti
telpnamet í 50 m bringusundi þeg-
ar hún synti á 35,04 sek. og sigraði
þar með í unglingaflokki, en varð
fimmta í flokki fullorðinna. Hall-
dóra Þorgeirsdóttir, sem átti
gamla telpnametið, varð í fjórða
sæti í fullorðinsflokki með tímann
34,39 sek.
í 50 m bringusundi vann Hjalti
Guðmundsson silfurverðlaun er
hann synti á 31,58 sek. og hjó þar
nærri eigin íslandsmeti. Islend-
ingar unnu síðan bæði gull- og silf-
urverðlaun í 50 m flugsundi
kvenna, þegar Eydís Konráðsdótt-
ir sigraði á tímanum 28,46 sek.,
sem er aðeins íjórðungi úr sek-
úndu frá íslandsmeti hennar. í
öðru sæti varð Elín Sigurðardóttir
á 29,26 sek.
Karlasveit íslands í 4x100 m
skriðsundi náði mjög góðum ár-
angri og vann silfurverðlaun, varð
aðeins þremur hudruðustu á eftir
sigursveitinni.
Arangur íslenska liðsins á mót-
inu var góður. í flokki fullorðinna
unnust sex gullverðlaun, níu silfur
og fimm brons. í unglingaflokki
unnust fern gullverðlaun og tvenn
silfurverðlaun.
Islenska karlalandsliðið í
handknattleik sigraði á fjögurra
liða móti sem lauk í Hiroshima í
Japan á sunnudag. Liðið vann alla
þrjá leiki sína, fyrst 23 ára lið (B-
lið) Japana 34:23, síðan Kínverja
29:19 og loks A-landslið Japans í
úrsjitaleik mótsins, 29:23.
Urslitaleikurinn við Japan var
jafn framan af, en fljótlega í síðari
hálfleik seig íslenska liðið fram úr.
Hraðaupphlaup íslendinga gengu
vel upp og þar var Bjarki
Sigurðsson fremstur í flokki. Hann
gerði 8 mörk og var markahæsti
leikmaður mótsins, með samtals 31
mark. Hann gerði 11 mörk á móti
23 ára liði Japans og síðan 12 mörk
á móti Kínverjum.
Þorbjöi-n Jensson
landsliðsþjálfari fór með marga
líttreynda leikmenn til Japans og
því árangurinn enn atyglisverðari.
Næsta verkefni landsliðsins verður
þátttaka í undankeppni HM og
verða íyrstu leikirnir í haust, sá
fyrsti gegn Finnum hér á landi í
september.