Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ I ) ) ! ► i > I r W ) I > > > i i ______________________________ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 B 1' FRJÁLSÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Golli BJÖRN Margeirsson og Sigurbjörn Arngrímsson háðu harða keppni í 800 og 1.500 m hlaupi og hafði Sigurbjörn betur í báðum hlaupum. Björn hafði forystu framan af 800 m hlaupinu, en Sigur- björn, Stefán Ágústsson og Smári Guðmundsson koma i humátt á eftír. Hleyp í þúfunum Eg er ánægður með minn hlut og sérstaklega ánægður að bæta eigið met í 3.000 metra hindrunar- hlaupi,“ sagði Sveinn Margeirsson, UMSS, en hann sigraði örugglega í tveimur greinum á Meistaramótinu, 3.000 m hindrunarhlaupi og 5.000 metra hlaupi. „Ég hefði eflaust get- að farið nær níu mínútunum en ég gerði, þar sem ég tiplaði aðeins áður en ég kom að hindrununum og það dró úr hraðanum, en framfarirnar gefa mér byr í seglin fyrir Norður- landamót unglinga eftir mánuð. Þar keppi ég í 3.000 metra hindrunar- hlaupi og stefni á verðlaunasæti sem ég tel ekki óraunhæft markmið þar sem ég á annan besta tíma keppenda eftir því sem ég kemst næst.“ Sveinn sagði hindrunarhlaupið vera sína eftirlætisgrein og líklega myndi hann leggja aukna áherslu á það í framtíðinni og reyna að hlaupa á skemmri tíma en níu mín- útur sem fyrst. „Ég ætla að reyna að nálgast íslandsmetið í hindrun- arhlaupinu á næstu tveimur árum,“ bætir Sveinn og segist vera hættur við að fara í háskólanám til Banda- ríkjanna og ætlar þess í stað að fara í nám í matvælafræði við Há- skóla íslands. „Þrátt fyrir það ætla að er ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig á hveiju móti, slíkt væri óeðlilegt," sagði Þórey Edda Eh'sdóttir, stangarstökkvari úr FH, en hún varð í öðru sæti í stang- arstökki, stökk 4 metra, 20 cm frá sínu besta. „Hliðarvindurinn á braut- ina var óþægilegur og gerði m.a. að verkum að stöngin vó salt, sem olli því að maður fór nokkuð til hliðar með vindinum yfír rána.“ Þórey sagði að sig vantaði ennþá ég ekki að gefa eftir í hlaupunum því ég hef gaman af þeim. Með góðri skipulagningu tel ég að nám- ið og hlaupin geti vel farið saman.“ Sveinn segir að framundan séu æfinga fyrir Norðurlandamótið. „Ég fer heim í Skagafjörðinn, hleyp í þúfunum og tek auk þess þátt í smalamennsku," en foreldrar hans búa á Mælifellsá í Skagfirði og eru þar með búrekstur. „Það er fínt að fara í sveitina og búa sig undir Norðurlandamótið, þúfu- hlaup er góða æfing fyrir hindrun- arhlaupið," segir Sveinn og brosir. Er orðinn þreyttur „Ég er hættur í sumar, hungrið er ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Björn Margeirsson, bróðir Sveins eftir að hann hafði hafnað í fjórða sæti í 800 m hlaupi, orðið að láta í minni pokann á lokasprettinum. Björn missti einnig af gullverð- launum í 1.500 m hlaupi á loka- sprettinum en náði þó í silfurverð- laun. „Þetta er þriðja helgin í röð sem ég keppi og ég hef einfaldlega fengið nóg, er orðinn þreyttur. Nú ætla ég að rifa seglin og búa mig undir að flytja til Bandaríkjanna í háskólanám. Ég kem endurnærður til leiks að ári.“ meiri keppnisreynslu og því hefði þetta tækifæri verið kærkomið og yrðu mótin í Svíþjóð í næstu viku nauðsynleg í undirbúningnum fyrir Evrópumeistaramótið. „Ég þarf að læra að einbeita mér betur í keppni, en ég finn alltaf fyrir streitu þegar út í keppni er komið. Miðað við að- stæður er ég nokkuð sátt við árang- urinn í dag. Nú tekur við lokavinna íyrir EM og þar er ég staðráðin í að standa mig.“ FOLK ■ ÞÓRDÍS Liljn Gísladóttir úr ÍR sigraði í hástökki, stökk 1,75 metra, en hún er nýbyrjuð æfingar eftir barnsburð. Þórdís keppti fyrst á Meistarmóti Islands árið 1975, en hún hefur ekki keppt sleitulaust á þeim. Þórdís sagðist halda að þetta væri sitt 16. meistaramót. ■ HELGA Halldórsdóttir, fyrrver- andi íslandsmethafi í 400 m grinda- hlaupari og Ólympíufari, keppti ekki á mótinu, en fáar konur hafa keppt oftar en hún. Helga er gengin sex mánuði með sitt fyrsta barn og hefur því rifað seglin á hlaupabrautinni að sinn. Sambýlismaður Helgu er Björn Traustason, hlaupari úr FH, en hann var hinn sprækasti á mótinu og vann m.a. silfur í 400 m hlaupi. ■ FH-INGAR settu meistaramóts- met í 4x100 m boðhlaupi karla á meistaramótinu, hlupu á 42,56 sek. Sveitin var skipuð, Aroni Lúðvíks- syni og bræðrunum Ólafi, Birni og Bjarna Þór Traustasonum. Gamla metið átti sveit Ármanns sem sigraði árið 1993. ■ JÓN Ásgrímsson, spjótkastari úr FH, náði sér ekki vel á strik í sinni grein og var nokkuð frá sínu besta. Hann bætti það upp í kúluvarpi þar sem hann náði öðru sæti, varpaði 15,97 metra og bætti sig um tæpa tvo metra. ■ PÉTUR Guðmundsson Islands- methafi í kúluvarpi og Armenningur vann sína grein af öryggi, varpaði 18,26. Þá munaði hann ekkert um að kasta lengst allra í kringlukasti, 54,85 metra, og slá þar við Magnúsi Aroni Hallgrímssyni, HSK, sem á besta árangur landsins á þessu ári, rétt rúma 60 metra. Vantar reynslu Kom beint frá Bandaríkjunum Eg er mjög ánægður með að hafa unnið báðar greinarnar og náð um leið að bæta mig í átta hundruð metra hlaupinu," sagði Sigurbjörn Arngrímsson, HSK, Is- landsmeistari í 800 og 1.500 m hlaupi. Sigurbjörn hljóp 800 metrana á 1.54,62 mín., en átti best áður 1.55,33 frá sumrinu 1993. „Þetta eru mínar eftirlætisgreinar þótt ég hafi meira þurft að hlaupa 3.000 metra hindrunarhlaup fyrir háskólann minn í Bandaríkjunum,“ segir Sigurbjörn, en hann kom heim sl. föstudag og hafði þá nýlok- ið við mastersritgerð í þjálfunarlíf- eðlisfræði við háskólann í Aþenu í Georgíu. Segist hann lítið hafa hvílst fyrir mótið og því hafi árang- urinn verið enn ánægjulegri. „Eg varð að draga verulega úr æfmgum á lokaspretti ritgerðarinnar og því kemur það mér þægilega á óvart hversu vel mér gekk og hraðinn var mikill, t.d. hljóp ég lokahring- inn í fimmtán hundruð metra hlaupinu á 57,6 sek.“ Sigurbjörn sagði framhaldið í hlaupunum nokkuð á huldu því nú tæki við doktorsnám og um leið hætti hann keppni íyrir háskólann sinn ytra. „Ég geri stuttan stans hér heima því ég fer aftur utan á mánudaginn. Ég tel mig geta farið niður á 3,50 mínútur í 1.500 metra hlaupi, en vildi ekki fara miklu hraðar að þessu sinni því þá taldi ég að Bjöm Margeirsson ætti meiri möguleika á að vinna mig.“ Atta hundruð metra hlaupið á meistaramótinu var ein skemmti- legasta greinin. Björn tók forystuna eftir nærri 300 metra og hélt henni allt þar til 100 metrar voru eftir að Sigurbjörn, sem hafði verið í humátt á eftir, geystist fram úr, svo og Stefán Már Agústsson, ÍR, og FH-ingurinn Smári Björn Guð- mundsson. Smári og þó einkum Stefán sóttu mjög að Sigurbimi á lokametrunum en Birni Margeirs- son skorti kraft til að fylgja þeim eftir og varð að gera sér fjórða sæt- ið að góðu á 1.56,50 mín. Smári hlaut bronsið á 1.55,51 en Stefán silfrið á 1.55,26. Öruggt hjá Birnu Bfi-na Bjömsdóttir, FH, er fremst kvenna í 800 og 1.500 m hlaupi hér á landi og sigraði í báð- um greinum af nokkru öryggi. Hún bætti sig um tvær sekúndur í 1.500 m hlaupinu, hljóp á 4.32,62 mfn. og var nærri sínu besta í 800 m hlaupi. „Ég get alveg hlaupið vel án þess að hafa keppni, aðalatriðið er bara að undirbúa sig vel,“ sagði Birna. „Ég tel raunhæft að hlaupa á 2,07 mínútum í 800 metra hlaupi á góð- um degi og kannski næ ég því fyrir lok tímabilsins. Að því stefndi ég fyrir mótið en því miður tókst það ekki, en ég er ánægð með tímann í lengra hlaupinu og sé íram á að það er stutt í fjóra og hálfa mínútu.“ Birna sagði að framundan hjá sér væri bikarkeppni FRÍ en þar skipti tími minna máli, aðalatriðið væri að ná góðu sæti fyrir sitt fé- lag og vinna stig. „Stefnan var alltaf að vera í sem bestri æfingu á meistarmótinu, þannig að ég veit ekki hvaða mark ég set mér í ^ bikarkeppninni annað en að vera fyrst í mínum greinum." Birna segir að það heilli sig ekk- ert að fara utan og dvelja við æf- ingar, sér henti einfaldlega betur að vera hér heima. „Við höfum orðið frábæra aðstöðu í Hafnar- firði og þar hef ég líka mjög góðan þjálfara. Einnig tel ég að best sé að æfa við þær aðstæður sem mað- ur keppir oftast í. Hér heima veit ég að hverju ég geng, það er ör- uggt og skilar mér eflaust betri ár- angri þegar fram í sækir.“ Ólafur reynir við EM ? lágmarkið í tugþraut ÓLAFUR Guðmundsson, tugþrautarmaður úr HSK, verður á meðal keppenda á sænska meistaramótinu í fjölþrautum í Upp- sölum um næstu helgi. Þar hyggst hann freista þess að ná lág- marki fyrir þátttöku í tugþrautarkeppni Evrópumeistaramdts- ins í Búdapest, cn frestur til þess að ná því rennur út á næsta mánudag. Ólafur þarf að ná 7.850 stigum, en hann á best 7.535 stig frá sl. ári. „Ég er bjartsýnn á að ég nái Iágmarkinu," sagði Ólafur. „Eftir að hafa átt við meiðsii að strfða síðustu vikur er ég að gera mér vonir um að vera orðinn góður því ég hef ekk- ert fundið fyrir neinuin eymslum síðustu viku. Ef ég kemst í gegnum fyrstu grein, 100 meti-a hlaup, þá held ég að ég fari í gegnum þrautina, en meiðslin sem hafa verið að hijá mig hafa koinið upp í þeirri grein.“ Fari svo að Ólafur nái lágmarkinu verða tveir íslenskir tug- þrautarmenn á meðal keppenda á EM í Búdapest því sem kunnugt er verður frændi Ólafs, Jón Arnar Magnússon, þar einnig, en móðir Jóns og faðir Olafs eru systkini. Sunddeild KR ÞJALFARI ÓSKAST Óskum að ráða sundþjálfara/kennara fyrir byrjendahópa. Skriflegar umsóknir berist sunddeild KR, Frostaskjóli 2,107 Reykjavík, fyrir 10. ágúst. Nánari upplýsingar í s: 898 3552

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.