Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 B 9* unni þegar hún byrjaði. Ég stjórn- aði t.d. hljómsveit í nokkrum söng- leikjum í Þjóðleikhúsinu. Þá var ég stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans á sama tímabili eða í tíu ár og var auðvitað kominn með nokkra reynslu sem hljómsveita- stjóri. Þetta var orðin gríðarlega mikil vinna. Ég fór á æfingar hjá Sinfónlunni á morgnana, í leikhúsið klukkan eitt og var þar á æfingu í þrjá til fjóra tíma. Eftir það fór ég í Tónmenntaskólann og kenndi þar til klukkan átta á kvöldin og eftir það tók við hljómsveitarstjórn í leikhúsinu eða tónleikar hjá Sin- verið í þessum harða djassi. Þá höf- um við verið með söngvara með okkur. Ég tel að þetta hafi verið vel heppnaðir tónleikar og við höfum alltaf fyllt húsið og það hefur verið mjög góð stemmning. Hann er að verða stór sá hópur sem sækir að jafnaði tónleika Stórsveitar Reykjavíkur. Við héldum afmælis- tónleika í Loftkastalanum 5. apríl 1997 sem voru mjög vel heppnaðir. Við höfum einnig tekið þátt í öllum djasshátíðum hin síðari ár, fyrst RIJREK djasshátíðunum og nú Djasshátíð Reykjavíkur. Hijóm- sveitin kom fram í Borgarleikhús- Magnússon, ungur og efnilegur pí- anóleikari sem nú er við framhalds- nám í Hollandi, var með okkur um tíma. Trompetleikarar eni t.d. Ein- ar Jónsson og Andrés Bjömsson frá Keflavík. Andrés er úr sama skóla og Veigar, frá Karen. Þá er þarna gamli Tónmenntaskólanem- andinn minn Snorri Sigurðsson. Hann er núna aðalsólisti Stórsveit- ar Reykjavíkur. Jóhann Stefánsson er einnig í trompetdeildinni og er ágætur trompetleikari. Þá er með okkur ungur og efnilegur maður frá Vestmannaeyjum , Birkir Freyr, sem var með okkur í upphafi FYRSTA myndin sem var tekin af Stórsveit Reykjavíkur á æfingu árið 1992. Ljósmynd/Ljósmyndastofa Kristjáns Magnússonar NÝLEG mynd af Stórsveit Reykjavíkur í Ráðhússalnum. fóníunni. Þetta var einfaldlega of mikil vinna og of mikið álag og þá hætti ég tónlistarstjóm í leikhús- inu.“ Tfmamót - Stórsveit Reykja- víkur stofnuð 1992 Hvenær kom Stórsveit Reykja- víkur fyrst saman til æfinga? „Hún var stofnuð 17. febrúar 1992 og fyrsta æfingin var þann dag í húsakynnum Tónmenntaskól- ans.“ Og áttir þú hugmyndina að stofnun sveitarinnar? „Já, ég átti hugmyndina með þrýstingi frá ungu mönnunum sem höfðu verið hjá mér í Tónmennta- skólanum og þá einmitt í Léttsveit skólans. Ég fann meðbyr þegar ég hringdi í mína menn og hljómsveit- in varð til á nokkram dögum. Þeir sem leitað var til vora strax tilbún- ir að vera með og gerðu sér samt grein fyrir því að það var ekki um að ræða neitt kaup og engir pen- ingar til. Þetta var grasrótin og áhuginn var mikill, að gera þennan di-aum að veraleika og af alvöra og metnaði og eins fullkomið og hægt er með mjög færam hljóðfæraleik- urum. Það hefur verið okkar stefna, það hefur tekist frá því að Stórsveit Reykjavíkur hóf feril sinn þótt það hafi verið manna- breytingar í gegnum árin eins og gengur og gerist. Það hafa alltaf komið frábærir hljóðfæi-aleikarar í staðinn fyrir þá sem hafa hætt.“ Og fyrstu tónleikamir? Vora þeir á stofnárinu? „Já, þeir vora í Ráðhúsinu 9. maí 1992. Við höfum haldið þar tvenna til þrenna tónleika á ári. Reykjavík- urborg hefur stutt okkur svolítið fjárhagslega og í þakklætisskyni íyrir veittan stuðning þá leikum við í Ráðhúsinu. Þar höfum við spilað almenna tónlist, en ekki beinh'nis inu fyrir fullu húsi og kynnti lög af diskinum um það leyti sem hann var að koma út. Þá höfum við komið fram á djasshátíðum austur á Hér- aði og heimsótt tónlistai'skóla hér í nágrannabyggðunum og spilað fyr- ir nemendur og verið í upptökum í útvarpi. Stórsveitin og Langholts- kirkjukórinn færðu upp saman Requiem eftir Niels Lindberg fyL-ir síðustu áramót. Það var mikið verk, djassreqiuem. Tónskáldið kom frá Svíðþjóð og tók þátt í flutningnum á tónleikunum. Það voru tónleikar fyrir þéttsetinni kii-kju og vora virkilega góðir. Ég æfði bandið og Jón Stefánsson kórinn. Það er of langt mál að telja upp alla meðlimi Stórsveitarinnar og þá sem hafa leikið með okkur frá byrj- un. Af þeim eldri má ég þó til með að nefna Arna Elfar sem er að vísu hættur með hljómsveitinni og Björn R. Einarsson sem er enn með okkur og af þpim yngri jir sax- ófóndeildinni t.d. Ólaf Jónsson, Sig- urð Flosason, Jóel Pálsson, Ki-istin Svavarsson og Stefán S. Stefáns- son. Trompetleikararnir hafa kom- ið og farið og þar hafa verið svolitl- ar breytingar að undanfómu. Veig- ar Margeirsson var lengi með okk- ur. Hann er mjög efnilegur og ég leyfi mér að segja að hann sé „séní“. Hann fór til Bandaríkjanna úr góðum skóla hér og spilaði fyrstu árin í Stórsveitinni og hann er núna að gera það mjög gott úti í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hann er búinn með námið og er fai-inn að fást við útsetningar fyrir stórsveitir. Einar Valur Scheving var með okkur fyrstu árin. Hann er erlendis núna í framhaldsnámi og Jóhann Hjörleifsson spilar nú á trommur. Gunnar Hrafnsson hefur verið bassaleikari í Stórsveit Reykjavíkm- eiginlega frá því að sveitin kom fyrst fram. Agnar Már og aftur núna. Þá hafa komið ýmsii' ungir og efnilegir sti'ákar úr Tón- listarskóla FÍH og yfir til okkai\“ Stórsýning á Broadway Þegar Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð 1992, hafði þá ekki verið starfandi hér „big band“ um ára- bil? „Nei, ekki síðan 1975. í millitíð- inni vora tvær hljómsveitir. Það var Léttsveit Ríkisútvarpsins sem síðan breyttist í stórsveit, eða „big band“ sem starfaði hér um tíma á vegum Ríkisútvarpsins, en það var stutt. Það liðu þarna mörg ár þar til Stórsveit Reykjavíkur var stofn- uð. Það hefur lengi verið þörf á svona stórsveit, t.d fyrir stórsýn- ingu eins og þá sem framundan er á Bi'oadway." Hefur þú útsett lög fyrir Stór- sveit Reykjavíkur? „Ég hef ekki fai'ið út í útsetning- ar fyrir „big band“. Það er flóknara og krefst annarrar þekkingar. Ég hef útsett fyrir Lúðrasveitina Svan og fleiri lúði'asveitir. Ég lærði það á sínum tíma hjá Páli Pampichler. Magnús Ingimarsson hefur útsett fyrir Stórsveit Reykjavíkur fyi’ir stórsýninguna á Bi'oadway og Veigar Margeirsson hefur í Los Angeles einnig útsett fyrir okkur fyrir stórsýninguna og sendir mér útsetningar í gegnum tölvuna og svo pöntum við restina. Veigar var að útsetja syrpu sem hvergi er til og ekki er hægt að panta. Það eni vinsæl „big band“ lög frá þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Magnús er að útsetja sérstök lög sem við gátum ekki pantað og eru fyrir Pál ðskar og Bjarna Ara. Annars pönt- uðum við yfir 26 númer. Söngvar- arnir með stórsveitinni era fjórir og með fjögur lög hver, Andrea Gylfadóttir, Bjarni Arason, Páll Qskar og Ragnar Bjamason. Við pöntum þessar útsetningar frá Bandaríkjunum.“ Og þessi hugmynd, að vera með stórsýningu á Broadway. Hvenær kom hún fyrst fram? „Við höfðum verið að tala um það í Stórsveit Reykjavíkur að vera með stórdansleik. Þá kom Broadway upp í hugaim og sú hug- mynd að ræða við Ólaf Laufdal. Snemma í vor hi'ingdi hingað heim til mín ungur maður, starfsmaður á Broadway, og spurði hvað væi*i framundan í haust og ég sagði hon- um frá því. Þá sagði hann mér að Ólafur Laufdal hefði áhuga á sam- vinnu við stórsveitina. Þannig kom hugmyndin bæði frá okkur og Ólafi um að gera eitthvað, t.d. að vera með sýningu sem byggðist á tón- listarferli Frank Sinatra, en úr varð þessi hugmynd að stórsýn- ingu þar sem Frank Sinatra er miðpunkturinn og út frá honum hans kunningjar, Dean Martin, Sammi Davis og samstarfsmenn og svo stjörnur þeirra ára, Nat King Cole, Billie Holiday, Ella Fitzger- ald, Tony Bennett, Louis Am- strong. Bing Crosby og o.fl o.fl og sagan frá þessum minnisstæðu ár- um, fyrir fimmtíu, sextíu áram þegar stórsveitirnar í New York vora áberandi, stórsveitir eins t.d. sveitir Benny Goodmans, Glenn Miller og Count Basie. Þetta er veigamikil saga og sýning. Björn G. Bjömsson hannar sviðsmynd og rekur söguna.“ Og á Broadway verða þá flutt vinsæl lög fyrri ára? „Já, og við reynum að halda okk- ur alveg innan við þann ramma, förum ekkert út fyrir hann. Við lát- um aðrar hljómsveitir og aðra tón- leika um það eins og t.d. djasshátíð- ir, þar er allt önnur tónlist og yfir- leitt ný. Ég tel að stórsýningin geti orðið skemmtileg bæði fyrir unga og aldna. Þetta er góð músík og þar er sérstakt „sound“ sem svona stórsveit gefur frá sér og Stórsveit Reykjavíkm' er eina hljómsveitin hér á landi sem getur tekið að sér svona verkefni. Það verður mikið stuð á Broadway og þar kemur fram úrval hljóðfæraleikara og söngvara. Það er ekki létt verk að ná saman fjóram landskunnum söngvurum og átján manna „big band“. Það eru margar hljómsveitir innan stórsveitarinnar, eins og t.d. Páll Óskar og trompetleikarinn í Casínó, Snon-i Sigurðsson. Þá era það Andrea og hennar lið og Milljónamæringarnir Jóel og Bjarni Ara og Tamlasveitin, Gunn- ar Hrafnsson og Stefán S. Stefáns- son. Það era þrjár sýningar ákveðnar. Það er ekki ljóst hvort þær verða fleiri, það ræðst af ýmsu. Þetta er stór hópur listamanna og þeir hafa allir mikið að gera.“ I efnisskrá 5 ára afmælistónleika Stórsveitar Reykjavíkur í Loft- kastalanum 5. apríl 1997 rifjar Sæ- björn Jónsson upp tildrögin að stofnun Stórsveitar Reykjavíkur. „Ég sting hér niður penna á þessum tímamótum hjá Stórsveit Reykjavíkur, og læt hugann reika aftur í tímann, og sex mánuðum betur. Ég var á gangi á Laugaveg- inum þegar ég mætti nokkram ungum mönnum sem ég þekkti mjög vel. Þeir höfðu allir starfað með mér í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, bæði í Blásarasveit og Léttsveit skólans, sumir allt frá níu ára aldri og þar til þeir luku brottfararprófi. Allir höfðu þeir verið í Léttsveitinni í sex ár en höfðu nú lokið framhaldsnámi og sumir komnir úr háskólanámi frá Bandaríkjunum. Ég má til með að segja frá þessu vegna þess að þarna kviknar hugmyndin að stofnun Stórsveitar Reykjavíkur. Eftir þetta spjall við ungu mennina fór ég að hugsa alvarlega um að hægt væri að stofna „big band‘L— með vel menntuðum djassleikur- um, þaraa myndi verða um alvöru hljómsveit að ræða, hljómsveit sem mundi útvíkka tónlistarlíf landsins og sér í lagi djassinn. Ég vissi að erfitt yrði að hringja í atvinnu- menn í tónlist og biðja þá um að koma og spila hjá mér í svo stóru bandi algjörlega kauplaust. Nú, ég gerði lista og fór að hringja, í al- gerri óvissu um hvernig móttökur ég fengi, hvort menn vildu fórna sér fyrir þessa hugmynd að starfa ív~ svo stóri'i hljómsveit sem myndi taka frá þeim mikinn tíma ef þetta ætti að takast. Svarið sem ég fékk var alltaf afdráttarlaust og á hreinu: Já, alveg sjálfsagt. Ég ætl- aði varla að trúa mínum eigin eyr- um, ég var kominn með fullskipað „big band“ með frábærum hljóð- færaleikuram og tveir af frægustu söngvuram landsins höfðu einnig lýst sig meira en fúsa til að syngja endurgjaldslaust með þessari hljómsveit sem þeir þekktu hvorki haus né sporð á.“ GLERLISTARNAMSKEIÐ Myndlistarmaðurinn Jónas Bragí hefur nú um mánaðamótin námskeíð í: Glerbræðslu, krístalssteypu og steíndu glerí. Innrítun og nánarí upplýsingar í símum 554 6001 / 895 9013 á míllí ld. 14:00 og 20:00 alla daga. Sölusýning á handhnýttum, austurlenskum gæóateppum á Grand Hótel Reykjavík. í DAG, SUNNUDAG,20. SEPT. FRÁ KL. 13-19. Verðdæmi: Indverskar Gabbeh 1,43x0,72 kr. 9.900 Pakistan „sófaborðsstærð" 1,23x1,79 kr. 42.600 Afghan silk 1,48x1,17 kr. 78.800 og margt fleira, m.a. rauður Afghan, gömul Chachum og Gl. Afghan Kurk á ótrúlegu verði. \ BE CBJ RABGHElBSUm f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.