Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 8
"* 8 B SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SÆBJÖRN Jónsson hefur verið stjórnandi Stór- sveitar Reykjavíkur frá upphafí og hann átti frumkvæðið að stofnun sveitarinnar. Stórsveit Reykjavík- ur hefur undanfarin ár verið að hasla sér völl sem alvöru „big band", átján manna hljómsveit skipuð yngri og eldri hljóðfæraleik- urum og hafa margir þeirra mikla -reynslu. Þessi tegund hljómsveitar, sem er samofin sögu djassins, hef- ur verið mikilvægur vettvangur ungra og efnilegra hljómlistar- manna sem eru að kynnast stór- sveitarsveiflunni. Fyrir um það bil þrem árum kom út diskur frá Jazz- ís með Stórsveit Reykjavíkur og söngvurunum Ellý Vilhjálms, Agli Ólafssyni og Ragnari Bjarnasyni. Á diskinum eru ýmsar djassperlur og tvö frumsamin lög eftir saxófón- leíkarann Stefán S. Stefánsson. Það er vonandi að Stórsveit Reykjavíkur láti ekki þar við sitja heldur komi með nýjan disk, því af nógu er að taka og fyrsti diskur sveitarinnar er víða til á heimilum djassgeggjara og þykir ómissandi í safnið. Þeir eru minnisstæðir tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur í sal Ráð- húss Reykjavíkur fyrir rúmum fj'órum árum. Það var húsfyllir og gífurleg stemmning. Þarna voru t.d. nokkrir ungir menn í fremstu víglínu sem vöktu verulega athygli gesta á tónleikunum og stórhljóm- st og rifjuð upp Morgunblaðið/Kristinn SÆBJÖRN Jónsson, stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur. sveitinni stjórnaði af miklu öryggi hljómsveitarstjórinn Sæbjörn > Jónsson. Síðan hefur stórsveitin spilað nokkuð reglulega í Ráðhúsi Reykjavíkur og víðar og hróður hennar farið stöðugt vaxandi. Sæbjörn Jónsson býr ásamt konu sinni Valgerði Valtýsdóttur á níundu hæð í stórhýsi við Skúlagöt- una í Reykjavík. Þaðan er gott út- sýni af svölum íbúðarinnar í aust- urátt og í vesturátt úr stofuglugga er frábært útsýni yfir á Kjalarnes- ið, Viðey, Engey og hafið í fjarska og í góðu skyggni telur Sæbjörn að hann greini jafnvel æskustöðvarn- ar í Stykkishólmi. Sæbjörn var að vinna ýmsa undirbúningsvinnu fyr- ir stórsýninguna á Broadway þeg- ar ég heimsótti hann á föstudegi í byrjun septembermánaðar. Hann var að taka saman nótnablöð og raða niður í flokka fyrir stórsveit- ina og söngvarana Andreu Gylfa- dóttur, Bjarna Arason, Pál Óskar og Ragnar Bjarnason. Sæbjörn Jónsson er meðalmaður á hæð, fremur þéttvaxinn. Hann ber sig vel þráttfyrir að vera ör- yrki eftir alvarleg veikindi, hjarta- áfall. Sæbjörn hefur stjórnað æf- ingum stórsveitarinnar í ágúst- mánuði síðastliðnum, fyrir djasshá- tíðina sem nú er nýlokið hér í Reykjavík. Hann var ekki stjórn- andi á tónleikunum á djasshátðinni heldur Svíinn Daníel Nolgard. Sæ- björn hefur ekki verið vel frískur undanfarið og það er með ráðum gert að hann hvíldi sig á meðan djasshátíðin stóð yfir. Sæbjörn er hugsjónamaður sem hefur séð y draum sinn rætast. Stórsveit Reykjavíkur á framtíðina fyrir sér Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð 17. febr- úar 1992, en á þeim degi kom hljómsveitin fyrst saman. Hún hélt svo sína fyrstu tón- leika 9. maí það ár. Sæbjörn Jónsson hefur verið stjórnandi hljómsveitarinnar frá upp- hafí og það er ötulli forystu hans að þakka að hljómsveitin hefur nú starfað í rúm sex ár. Stórsveitin kemur fram á á Broadway 26. september og 10. og 17. okt. Olafur Ormsson ræddi við Sæbjörn um starfsferil hans, stórsveitina og stórsýninguna Himnasending, New York, New York. og á eftir að gleðja fólk með leik sínum um ókomin ár. Sannarlega frábær hljómsveit sem vakið hefur mikla athygli, átján manna „big band" sem flytur vandaða tónlist, t.d. margt af því besta úr heimi djassins. Æskuár í Stykkishólmi - starfsferili tvíþættur Sæbjörn stóð við stofugluggann á heimili sínu og skimaði í vestur- átt þegar hann hóf að segja frá uppruna sínum. „Eg er fæddur á Vegamótum á sunnanverðu Snæfellsnesi árið 1938, en fluttist til Stykkishólms tveggja ára og þar kynntist ég fyrst tónlistinni þegar ég byrjaði að læra á trompet tólf ára. I Stykk- ishólmi var á þessum árum Víking- ur Jóhannsson og kenndi á flest blásturshljóðfæri. Hann var org- anisti við kirkjuna og stjórnandi Lúðrasveitarinnar. Það má segja að ég hafi byrjað að spila á trompet árið 1950 og að ég hafi verið að spila á hljóðfærið síðan í fjörutíu og fimm ár. Ég byrjaði minn hljómsveitar- feril í hljómsveit í Stykkishólmi. Við vorum þar með kvintett, Egon- kvintettinn. Ég var í þessari hljóm- sveit til ársins 1959. Sextán ára fór ég að læra raf- virkjun. Eg var nítján ára þegar við Valgerður kona mín fluttum til Reykjavíkur. Eg var þá búinn með rafvirkjanámið og tók sveinsprófið hér í Reykjavík og fór síðan yfir í rafvélavirkjun til þess að hafa hvort tveggja og ég fékk mín meistararéttindi. Eg vann í nokkur ár hjá IBM umboðinu eða Skrif- stofuvélum í rafvélavirkjun, í við- gerðum á tækjum, tölvum og vél- um, þannig að við rafvirkjun vann ég lítið sem ekkert. Ég stofnaði rafvélaverkstæðið . Rafbraut og var þar með hóp manna í vinnu í ellefu ár, en vann jafnframt við tónlistina og það má segja að minn starfsferill hafi verið tvíþættur, annars vegar rafvirkjun og rafvélavirkjun og hins vegar störf við tónlistina." Atvinnutónlistarmaður - tónlistarkennari En hvað með tónlistarnám eftir að þú fluttir til Reykjavíkur? „Árið 1960 fór ég í Tónlistarskól- ann í Reykjavík og var í skólanum í þrjú ár. Það var svo um það bil ára- tug síðar að ég hóf nám í kennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík og þar fékk ég viðbótarmenntun og kláraði þar almenna tónlistar- menntun. Jafnframt því sem ég vann hjá Skrifstofuvélum var ég byrjaður sem lausamaður í Sinfón- íuhljómsveit íslands árið 1963. Ég fékk síðan fastráðningu sem trompetleikari í Sinfóníunni árið 1969 og þá hætti ég að vinna í iðn- inni og sneri mér alfarið að tónlist- inni og hef haft starfið hjá Sinfóní- unni sem aðalstarf. Þá hef ég einnig starfað við kennslu. Eg starfaði við Tónmenntaskólann í Reykjavík í yfir 20 ár. Eg kenndi þar á trompet og stjórnaði þrem skólahljómsveitum, tveim lúðra- sveitum og einu „big band" sem við kölluðum léttsveit. Það er gaman að geta þess að tveir minna nemanda sem byrjuðu ungir í skólahljómsveitum, átta, níu ára, hafa farið í gegnum Tón- listarskóla Reykjavíkur og Tón- menntaskólann og síðan hafa þeir farið í tónlistarskóla erlendis og komið heim aftur og hafa verið að spila með mér í Stórsveit Reykja- vfkur, að vísu annar kominn úr hljómsveitinni í bili, Einar Jónsson, en Guðmundur Hafsteinsson er enn með stórsveitinni. Einar er núna í Sinfóníunni og kom þar í staðinn fyrir mig þegar ég varð að hætta vegna veikinda. Það eru fleiri tónlistarmenn í Stórsveitinni sem voru með mér í gegnum Tón- menntaskólann og þeir hafa haldið í „karlinn í brúnni". Eftir að ég flutti til Reykjavíkur spilaði ég með danshljómsveitum. Eg var með Hauki Morthens í Glæsibæ og á Sögu og fór með Hauki til Kaupmannahafnar þar sem hljómsveitin hafði atvinnu um tíma. Þá var ég einnig í hljómsveit Ragnars Bjarnasonar í Súlnasal Hótel Sögu. Aðallega hef ég nú samt verið klassíkmegin í tónlist- inni, ég er t.d. ekki lærður djass- leikari. Ég hef alltaf dáðst að djassinum, djassinn er tónlist sem ég kann að meta. Við Magnús Ingi- marsson stofnuðum „big band" FÍH 1969. Hljómsveitin spilaði oft í upptökum í útvarpi og við komum nokkrum sinum fram á Hótel Sögu. Þá var hljómsveitin með tvenna stóra tónleika í Háskólabíói. Á þeim tónleikum kom fram með hljómsveitinni enska söngkonan Wilma Riding og John Hotkings, píanóleikari sem kom hingað með Wilmu. Þessi hljómsveit starfaði allt fram til ársins 1975 og kom fram við ýmis tækifæri. Ég var í hljómsveitum sem spil- uðu í leikhúsum og í íslensku óper-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.