Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 10
■'►10 B SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST r l| m il Sm gJM* * Morgunblaðið/Golli Hjónaband Kristín Björk Kristjánsdóttir, Kristján Guðjónsson, Gerður Jónsdóttir og Adda Ingólfsdóttir. Sefandi sjálfsblekking ÚTGÁFA á vínil lifir góðu Iífí, enda hentar formið einkar vel fyrir ýmis- konar tilraunastarf og -útgáfu; ekki síst þegar kynna á nýja sveit. Fyrir skömmu gaf hljómsveitin Spúnk út sína fyrstu plötu í samkrulli við aðra sveit enn nýrri sem kallast Múm. Platan er glær fjöguiTa laga tíutomma. Spúnk skipa Adda Ingólfsdóttir, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Kristján Guðjónsson og Gerður Jónsdóttir. Sveitin tók þátt í síðustu Músíktilraunum, með annarri mannaskipan, en þær stöllur Adda og Kristín segja að Spúnk sé orðin meiri hljómsveit en þá var. Pá voru þær tvær að bauka við tónlist og fengu til liðs við sig aðstoðarmenn, en nú er Spúnk hljómsveit sem æfír dyggilega og hefur samið fjölda laga að þeirra sögn. Spúnk tók upp tvö lög á tíu- tommu í sumar og gaf út fyrir stuttu, en annars hefur hún haft hægt um sig eftir stutta tónleika- ferð um Bretland síðsumars. Platan er tekin upp í Stúdíó Núlist og þær Adda og Kristín grípa tækifærið til að þakka þeim Jónsa og Hödda sér- staklega fyrir aðstoð og innblástur. Aðspurðar hvers vegna þær Adda og Kristín hafí farið að fást við tón- list og geri enn svara þær svo: „Af því að hún er svo fullnægjandi í sér. Ef það er eitthvað inni í manni sem maður vill koma út þá talar maður oft um það við fólk, en það er svolít- ið brengluð leið því það sem maður segir er svo litað af áhrifum frá hlustandanum. Orð eru líka svo tak- mörkuð. Þegar maður hefur upp- lifað eitthvað sem er kannski svolít- ið flókið þá er svo miklu meira inni í manni en hægt er að segja með orð- um, alls konar bylgjur og sveiflur og það er svo gaman að setja þær í tóna og hljóð. Þannig getur tónlist svo vel myndað alla stemmninguna í atburði eða hugsunum. Hún verður svo þykk og sönn útgáfa af sann- leikanum og stundum, ef þannig stendur á, ennþá betri útgáfa en sannleikurinn sjálfur. Getur jafnvel orðið sefandi sjálfsblekking." Þær Adda og Kristín hafa fengist við tónlist lengi; Kristín lærði á gít- ar og Adda á píanó. Hún segist ekki hafa velt því fyrir sér að fara í hljómsveit fyrr en hún hætti í tón- listarskóla; „það gerðist ekkert fyiT en ég kynntist Kristínu. Það er svo erfítt að fínna rétta félaga,“ segir Adda og Kristín bætir við: „Þetta er eins og hjónaband." Æ ALGENGARA verður að kvikmyndir og tónlist fallist í faðma, enda vel til fundið að láta tónlist auglýsa kvik- mynd og jaínvel að gefa tón- listarmönnum kost á að spreyta sig, til að mynda með nýjum samstarfsmönn- um eða á nýrri gerð tónlistar sem viðkomandi hefði ann- ars varla getað gert, fastur í yiðjum eigin ferils og vænt- inga útgáfu og aðdáenda. LISTIR Kvikmyndaskífur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Sumar ná að íallast í faðma flétta listilega saman áhrif- - -istónlistinni úr kvikmynd- inni og lögum sem ýmist bregður fyrir í myndinni eða eru samin í tilefni hennar. Þannig eru eftir- minnilegar frá fyrri tíð plötur með tónlist annars vegar úr Pulp Fict- ion og hins vegar Natural Born Kill- ers. í sum- ar hefur mikið kom- ið út af kvikmyndaskífum og ólíkrar gerðar. Mynd- irnar sem þær tengjast eru ekki síður ólíkar; nefna má plötur tengdar ástarsögum, ófreskjumynd, spennu- .mynd og vísindaskáldsögu. Plöturnar eru fimm sem koma upp í hugann, City of Angels, þar sem meðal annars vekur athygli fyrsta lag Alanis Morrisette eftir að hún lagði heiminn að fótum sér, The Wedding Singer, þar sem safnað er saman gamalli tónlist, Lost in Space, þar sem danstón- list er allsráðandi í bland við áhrifstónlist úr mynd- inni, The X-Files, þar sem Björk Guðmundsdóttir á eftir Ámo Motthíasson lag meðal annarra, og loks Godzilla. Sumar þessar skífur hafa sannað hagkvæmni þess að tengja kvikmynd og tónlist, en sú plata sem hefur náð mestum vinsældum af þeim sem hér eru taldar dregur þó nafn sitt af þeirri mynd- anna sem gekk hvað verst vestan hafs, Godzilla. Þar á eru til að mynda lög eins og Heroes með The Wall- flowers og notið hefur hylli, nýtt lag með Jamiroquai sem fór beint á toppinn á Englandi, og merkilegt samstarf þeirra Puff Daddy og Jimi Page. Á plötunni eru síðan til skrauts bútar úr áhrifstón- list myndarinnar sem er eftir David Arnold sem er með fremstu kvikmynda- lagasmiðum. Ónnur plata af þeim sem taldar eru upp er og bráðvel heppnuð, diskur með lögum tengdum X-Files. Eins og getið er á þar lag Björk Guðmundsdóttir, Hunter, en fleiri fræga má telja, til að mynda The Cure, Noel Gallagher, Foo Fighters og þá Rykbræður. Utgefand- inn kýs ekki að láta fljóta með stef úr myndinni, sem hefði þó gefíð disknum aukið vægi fyrir kvik- myndaáhugamenn, en gerir hann reyndar að sjálfstæð- um safndiski og eigulegum. NÚTÍMALEG PLATA SÍFELLT eru ólíkir listamenn að leggja saman í púkk í danstón- listarheiminum. UNKLE er slíkt samstarf, en vek- ur líklega meiri athygli en flest, því þar eru þeir í forsvari James Lavelle, forstjóri Mo’Wax, og D J Shadow. Samstarfsskífa þeirra félaga undir nafninu UNKLE heitir Psyence Fiction og gestir á henni eru meðal ann- arra Richard As- hcroft, Thom Yorke og Mike D, en einnig koma við sögu Mark Hollis úr Talk Talk og Jason New- sted úr Metallicu. Samstarfið á sér langan aðdraganda því hugmyndin kviknaði þegar þeir Shadow og Lavelle voru að vinna saman í Los Angeles fyrir þremur árum. í viðtali við New Musical Express sagði Lavell að drif- kraftur hans í þessu sam- starfí hafí verið að hann langaði til að gera plötu sem svipaði til Blue Lines Massi- ve Attack. „Mig langaði til að gera mína eigin Blue Lines, til að segja frá öllu sem var í kringum mig á æskuárunum, en einnig að gera nútímalega plötu.“ Upphafslag plötunnar syngur Richard Ashcroft og söng lagið inn á band fyrir þá um það leyti sem þeir unni. Shadow varð þannig leiður á að flakka sífellt á milli og segir að í árslok 1996 hafi hann verið búinn að fá sig fullsadd- an af ferðalögum og flugi, „en þegar kom að því að hætta hlustaði ég á upptökurnar og gat það einfaldlega ekki“. Annað sem setti strik í reikninginn var þegar fyrir- tækið sem ætlaði að gefa plötuna út lagði upp laupana þegar hún var loks tilbúin, sem tafði útgáfu um á annan mánuð. Hún er þó loks kom- in út og þykir hreinasta af- bragð, en engum sögum fer af því hvort þeir félagar hyggist starfa lengur saman. UNKLE-menn voru að byrja á plötunni og Verve þá hætt störfum í bili. Þeir Lavelle og Shadow segja að svo vel hafí Ashcroft sungið lagið að það varð einskonar út- gangspunkt- ur og mæli- kvarði íyrir öll önnur lög á plötunni. Thom Yorke slóst síðar í hópinn og Lavelle segir að hann hafí ekki sungið síður en Ashcroft, en að auki hafi hann leikið á bassa og stillt píanó í hljóðverinu. Ekki gekk þrautalaust að taka plötuna upp, meðal ann- ars í ljósi þess að þeir félagar eru eðlilega afskaplega upp- teknir menn, en einnig búa þeir hvor í sinni heimsálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.