Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 7
+ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 B 7 íslendingur f jarðfræðinámi við háskólann á Svalbarða Kann vistinni vel ISLENSKUR jarðfræðinemi, Mel- korka Matthíasdóttir, er ein fárra íslendinga sem hefur haft langa við- dvöl á Svalbarða. Melkorka hefur reyndar aðeins verið í þrjár vikur á staðnum, en hún sækir námskeið í setlagafræði jökla við háskólann á Svalbarða, og verður þar fram í nóv- ember. „Mér fannst spennandi að fara á stað sem þennan, þar sem svo stór hluti er þakinn jöklum, til að læra um þá," segir Melkorka. Kennari hennar við Háskóla íslands benti Melkorka Matthíasdóttir ætlar að dvelja i þrjá mánuði f- Longyearbyen henni á þennan möguleika og ákvað hún að slá til. Hún er eini íslending- urinn á Svalbarða nú en segist hafa heyrt að landi sinn hafi verið við nám þar áður. Flestir nemendur há- skólans, alls um 130 manns, eru Norðurlandabúar. Melkorka kann veranni í Longye- arbyen vel, ekki síst smábæjar- bragnum, sem henni finnst sérstak- ur. Hún kom til Svalbarða í lok ágúst og þá gekk sólin ekM til viðar. Nú, þremur vikum seinna, dimmir um kl. 21.30, hitínn er komínn niður í frostmark, og snjóföl á jörðinni á morgnana. „Veran hér minnir mig á ísland að vetrarlagi en ég bjóst reyndar við meiri snjó. Mér skilst að hér snjói ekkert að ráði fyrr en und- ir áramót. Hins vegar er skrýtið að finna hve dimmir hratt og ég verð að viðurkenna að ég hlakka eigin- lega til í nóvember, þegar dimmt verður allan sólarhringinn. Skólafé- lagar mínir hér segja að það sé ljúft tímabil, þar sem menn uni sér við kertaljós, tali saman og hlusti á tón- list" ÞETTA skilti segir llklega allt sem segja þart um að varúðar er þörf á Svalbarða. SAGA SVALBARÐA „Svalbarði fundinn" segir í Skálholtsannál á tólftu öld. Norður í hafsbotni, fjórum sinnum tólf tíma frá íslandi hefur landið með hinar svðlu strendur fundist. Engin merki eru þó um vík- inga eða aðra sjðfarendur fyrr en árið 1596, er hollenski sæ- farinn Willelm Barents fann Svalbarða. í fyrstu var talið að hann væri hluti Grænlands og er hans þannig getið á kortum. Mikið var af hval við strendur Svalbarða, eða Spitzbergen, eins og stærsta eyjan var nefnd vegna hvassra fjallstinda á norðvesturhluta hennar. Flykktust hollenskir og enskir veiði- menn norður á bóginn til hvalveiða, þar sem þeir höfðu sumir hverjir vetursetu. Hart var gengið fram við veiðar á hval, sel og fleiri dýrategundum og var hvalnum við Svalbarða því sem næst útrýmt. Á átjándu öld fðru náttóruvísindamenn að leggja leið sína þangað. Um síðustu aldamót uppgðtvuðu menn svo möguleikann á kolavinnslu á Svalbarða og árið 1906 hóf Bandarfkjamaðurinn John M. Longyear kolavinnslu, þar sem Longyearbyen stendur nú. Norðmenn keyptu vinnsluna af honum áratug síðar og hafa stundað hana frá því. Nú er að- eins ein af sjö námum opin við Longyearbyen. Frá því að Svalbarði fannst og fram yfir síðustu aldamót, var hann ekki eign neins ríkis. Það skapaði átök um veiðirétt- indi og síðar réttinn til kolavinnslu. Fjöldi ríkja tók þátt í samningaviðræðum um hann og árið 1920 var Svalbarðasamn- ingurinn undirritaður í Versölum. Markmið hans var að „setja þessu landsvæði eðlilega sljórn í því skyni að tryggja þróun og skynsamlega nýtingu þess" og varð að samkomulagi að fela Norðmönnum ríkisyfirráð. Nú hafa 42 ríki undirritað hann en samkvæmt honum eiga þegnar aðildarlanda hans jafnan rétt til mikilvægrar atvinnustarfsemi. íbúar Svalbarða skiptust um árabil nær jafnt á milH Norð- manna, sem flestir búa í Longyearbyen, og Rússa og Ukramu- manna, en tveir bæir á Svalbarða, Barentsburg og Pyramiden, eru rússneskir. Námagreftri í þeim síðarnefnda hefur nú verið hætt og íbúarnir fluttir á brott. Sambandið á milli Rússa og Norðmanna á Svalbarða hefur verið lítið og á köflum stirt, en starfsmenn sýslumannsins á Svalbarða segja að það fari nú batnandi. staðar. Við erum þijú sem viljum búa áfram hér, búa til nokkurs konar elliheimili, þar sem við myndum aðstoða hvert annað. Stjörnvöld höfnuðu þeirri hug- mynd, þrátt fyrir að við legðum áherslu á að við ætluðum ekki að vera nein byrði á samfélaginu hér, og myndum flytja til megin- landsins þegar við yrðum of las- burða til að sjá um okkur sjálf." Anna hefur starfað víða á langri starfsævi en hún giftist aldrei og eignaðist ekki börn. Bjó lengi með móður sinni og segir að nú haldi lítið í sig. „Eg er orð- in rótlaus, Jief misst samband við flesta sem ég þekkti á meginland- inu. Mín bíður ekkert og það verður erfitt að snúa aftur til baka og þurfa að hlusta á allt veikindatalið í gamla fólkinu." J0N Landvik, + Morgunblaðið/UG prófessor í jarðfræði við háskólann á Sval- barða, hefur verið þar (hálft sjötta ár. Eigin- kona hans vinnur einnig við rannsóknir á eynni og börnin þrjú eru á leikskóla og I barnaskóla staðarins. Landvik hafði margoft komið til Svalbarða vegna starfs síns við landbúnaðarháskólann við Ás nærri Ósló og segir það hvorki hafa vafist fyrir sér eða fjöl- skyldunni að flytjast þangað um skeið er starf bauðst við háskólann. „Okkur líður vel hér og það er ekki síst vegna samfélagsins. Hér rfkir samheldni og vegna smæðarinnar er maður fljótur í og úr vinnu. Það kemur fjölskyldufólki til góða, maður ver meiri tíma en ella með börnunum. Því fer fjarri að við séum einmana hér eöa leiðist. Hingað koma margir ættingjar og vinir í heimsókn og margir íbúanna hér eru duglegir að ferðast. En vegna þess hve dvalartími fólks hér er takmarkaður eru það fyrst og fremst þeir sem eru reiðubúnir að breyta til og gera eitt- hvað alveg nýtt, sem koma hingaö. Hingað leggur ekki heimakært fólk leið slna og það setur vissulega mark sitt á samfélagiö, því eirðarleysisins gætir frekar fyrir vikið." VÉLLEÐAR eru við hvert hús, og húsin, þau eru máluð í öllum regnbogans litum, þar sem þau standa á stólpum upp úr grýttum sífreranum. sveppum sem þar er að finna. Eru ströng viðurlög og háar fjársektir við spjöllum á náttúru, sem er óvíða við- kvæmari, og minjum um fyrri búsetu. Þær minjar standast vel tímans tönn, því þurrt andrúmsloftið gerir það að verkum að timbrið í gömlum veiðikof- um rotnar ekki. Norsk stjórnvöld á Svalbarða hafa í hyggju að stækka verndarsvæðið enn en því hafa Rúss- ar mótmælt og telja það brot á Sval- barðasamkomulaginu. Tap á kolavinnslunni Mikill uppgangur er á Svalbarða, hver opinber byggingin á fætur annarri hefur rokið upp á síðustu ár- um. Þeirra á meðal er háskólinn, þar sem 130 manns, þar á meðal einn ís- lendingur, stunda nám, m.a. í líffræði, landafræði og jarðfræði heimsskauta- svæða, á ensku. Að háskólanum standa fjórir norskir háskólar. Uppgangurinn nær hins vegar ekki til undirstöðuatvinnugreinarinnar á Svalbarða, kolavinnslunnar. Nú sér fyrir endann á kolanámi í sjöundu og síðustu námunni við Longyearbyen, búist er við að hún endist í 3-4 ár til viðbótar. Svea-náman, sem er á aust- urströndinni, dugir að minnsta kosti í áratug, en þangað liggur enginn veg- ur og námaverkamennirnir þurfa því að gista þar, viku eða hálfan mánuð í senn og það er ekki vinsælt hjá fjöl- skyldumönnum. Tap hefur verið á rekstri Det store norske Spitzbergen Kullkompani, í daglegu tali nefnt „Stóra norska" frá því á 8. áratugnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast gera sér vonir um að snúa megi því upp í hagnað en þangað til greiðir norska ríkið niður tapið. „Það er ekkert launungarmál að norska ríkið ver 4-5 milljörðum ísl. kr. á ári til að halda uppi atvinnu og byggð á Svalbarða, og tryggja þannig norskan yfirráðarétt," segir Turid Telebond, ráðgjafi. Ferðamennska og rannsóknarvinna Til að skjóta stoðum undir samfé- lagið á Svalbarða þegar kolin hverfa er æ meiri áhersla lögð á ferða- mennsku og rannsóknir. Nú þegar gilda strangar reglur um umgang á verndarsvæðum og tilkynninga- og tryggingaskyldu allra þeirra sem fara eitthvað út fyrir Longyearbyen. Vegna veðurfarsins og ferðamanna- straumsins eru snjósleðar algengasta farartækið og fullyrt er að um 2.000 sleðar séu á Svalbarða. Það hljómar ekki ósennilega, því snjósleðarnir standa í röðum við hvert hús. Þeir eru engu að síður umdeild farartæki vegna hávaðans en íbúar á Svalbarða halda fast í réttinn til að aka þeim. Turid Telebond segir Longyearbyen hafa tekið geysilegum breytingum á síðustu árum. „Við vitum auðvitað ekki hvað gerist ef og þegar kolavinnslan hættir. En hér hafa sprottið upp ný fyrirtæki á síðustu árum og ólíkt því sem áður var, er nú gerð krafa til þeirra um að þau beri sig. Konum og vinnustöðum fyrir þær hefur fjölgað og bærinn er orðinn fjölskylduvænni fyrir vikið. Þá hefur menntafólki fjölgað mikið í tengslum við háskólann og þá rannsóknarvinnu sem hér fer fram, m.a. í tengslum við fjarskipti við gervi- hnetti. Ég tel að í framtíðinni muni fólk búa hér skemur en áður og ferðamónn- um fjölga enn. Vaxtarmöguleikar í at- vinnulífí eru svo takmarkaðir, hér er takmarkað hráefni og geysilega dýrt að flytja það hingað." Félagsleg aðstoð af skornum skammti Þetta einkennilega samfélag á Sval- barða, þessar vinnubúðir á hjara ver- aldar, eru illa í stakk búnar til að standa undir öflugu öryggisneti og fé- lagslegu kerfí. Barnaheimili og skólar eru á staðnum, svo og sjúkrahús, en þar má t.d. ekki fæða vegna áhættun- ar ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis, og eru konurnar sendai' til Noregs. Ekki er vilji til að gera ellilífeyris- þegum kleift að vera á Svalbarða, þar sem slíkt væri óhemju dýrt, segir Hanne Ingebrichtsen, fulltrúi sýslu- mannsins á Svalbarða. Enda var ætl- unin með byggð á Svalbarða aldrei sú að þar væru menn um aldur og ævi. „íbúar hér geta farið á eftirlaun allt niður í 57 ára. Þeim er ftillljóst að hér geta þeir ekki verið og því verða íbúar Svalbarða að vera duglegir að byggja sér upp vinahóp á meginlandinu. Mað- ur byrjar ekki á því um sjötugt, í síð- asta lagi tíu árum fyrr. Þá má ekki gleyma því að margir sem hafa starf- að lengi í kolanámum eru orðnir x~ heilsutæpir," segir Telebond. Hún segir að fólk búi að meðaltali 8-10 ár á Svalbarða, sumir mun skem- ur, aðrir miklu lengur. Karlmenn eru enn í meirihluta og margir þeirra eru einhleypir, þótt fjölskyldufólki hafi fjölgað. Og meðalaldurinn er líklega óvíða lægri. Drykkja hefur löngum loðað við Svalbarða og Telebond viðurkennir að miðað við höfðatölu, sé meira keypt af áfengi þar en í Noregi. „Eg er hins vegar ekki reiðubúin að segja að drykkja sé vandamál hér. Gestir kaupa töluvert af áfengi þar sem það er tollfrjálst og menn færa vinum og ættingjum ævinlega áfengi þegar þeir fara tíl meginlandsins. Mikil drykkja myndi koma niður á vinnunni og það gengur einfaldlega ekki. Þá er samfé- lagið svo lítið og nándin svo mikil að menn gera einfaldlega minna af sér, þar sem þeir vilja ekki að allir frétti það. Þetta er ekki aðeins lítið samfé- lag, heldur öruggt. Hér læsum við ekki bílunum og ekki íbúðunum held- ur. Hvert ættí bíllinn svosem að hverfa? Samfélagið er svo lítið að hjólaþjófnaður telst til tíðinda. Ekld skilja mig þannig að þetta sé einhver Kardimommubær, við eigum auðvitað við okkar vandamál að stríða." Dimmur dagur Þrátt fyrir að komið sé haust er enn bjart á þessum einkennilega stað. Það á þó eftir að breytast hratt, dagarnir styttast með ógnarhraða og fyrr en varir verður kominn vetur. Dimmari en hægt er að ímynda sér, þar sem skilin milli dags og nætur eru engin. Nema kannski helst á norðurljósunum. * Þau eru sögð vera öðruvísi á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.