Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 7
6 B SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SVALBARÐI Norðausturlandið Edgeey Homsund ÍSKALDAR STAÐREYNDIR Stærö: 62.679 ferkílómetrar á um 90 eyjum. Stærst er Spitzbergen, þá Noröausturlandiö, Edgeey og Barentsey. Staðsetning: Á 74-81 gráðu norð- lægrar breiddar, nyrsta byggð í heimi. Loftslag: Vegna golfstraumsins er gerlegt að búa á Svalbarða. (s þekur um 60% lands, gróður um 6%. Sffreri 150-200 m niður í jörð, efstu 2 metrarnir þiöna aö sumarlagi. Meðalhiti á sumrin 6°, á veturna- 12°. Sólin sest ekki frá 19. apríl til 23. ágúst. Ekki skímar af degi frá 14. nóvembertil 29. janúar. Gróður og dýralíf: 165 gróðurteg- undir en engin tré. 163 fuglategund- ir, og aö auki ísbirnir, hreindýr, heimskautarefir, selir og rostungar. (búar: (Longyearbyen búa um 1.200 manns, 800 í Barentsburg, 301 Nýja Álasundi, 11 á Bjarnarey, 11 f Hornsund, 4 á Hopen og einn á ís- firði. Ferðamenn: Um 18.000 á ári og annað eins með skemmtiferðaskip- um. ANNA Johansen, elsti íbúinn á Svalbarða. ANNA Johansen á orðið erfítt með gang, enda er hún orðin 75 ára. Anna lét af störfum vegna aldurs fyrir níu árum og ætti með réttu að vera löngu flutt frá Sval- barða. En þessi kaldranalegi staður heldur fast í Önnu, sem þrjóskast við, þrátt fyrir óskir yf- irvalda á Svalbarða. „En nú fer að koma að því. Þetta verður lík- lega síðasti veturinn minn hér, svo flyt ég í húsið mitt í Bronnuysund," segir Anna. Hún er lífsglöð kona og stór- hrifín af því að fá gest frá ís- landi en þar á hún ættingja, auk þess sem henni fínnst landið fal- legt. Rétt eins og Svalbarði. „Ég væri milljónamæringur ef nátt- úrufegurðin hér væri mæld í peningum," segir Anna og kveðst halda sig við köldu svæð- in; Svalbarða, Island og Norður- Noreg. Hún býr í litlu herbergi í húsi sem eitt hótelanna í Longyear- byen á. Auk Önnu býr sextug þýsk kona, Freia Reutersward, sem einnig er komin á eftirlaun, í húsinu, svo og ferðamenn, sem Önnu þykja líflegur félagsskap- ur. Anna kom til Svalbarða árið 1981 til að vinna við hjúkrun á sjúkrahúsinu og gerði samning til fímm ára. Hún framlengdi samninginn og vann fram til árs- ins 1989 þegar hún fór á eftir- laun. Hún segist hafa ferðast mikið um eyna fyrstu árin á snjósleða en nú fer hún lítið út úr húsi, nema í leigubfl, því leið- in í matvöruverslanir, banka og pósthús er löng. Auk Önnu og Freiu eru tveir karlar á Svalbarða komnir á eft- irlaun en þeir eru kvæntir yngri konum, sem enn eru útivinnandi. Anna segir að sér fínnist samfé- lagið í Longyearbyen einstakt og gott að búa þar sem flestir fljú- anna gætu verið börn og barna- börn Önnu. „Það er alltaf verið að spyija mig hvernig sé að vera ellilífeyrisþegi hér og ég svara því jafnan til að það er frábært að búa hér, allir eru svo hjálpsamir. Það er vissulega erfítt að dvelja á Svalbarða er árin færast yfír en það er ekki síður erfitt annars A hj ar a veraldar Lífið á Svalbarða er með dálítið óvenjuleg- um blæ, enda er byggðin þar sú nyrsta í heimi. Vera manna á 78. breiddargráðu er enda ögrun við náttúruöflin og ekki þrauta- laus þótt mörgum líði þar vel. Urður Gunn- arsdóttir kom þangað norðureftir þegar miðnætursólin var nýlega sest, í fyrsta sinn í fjóra mánuði. ASVALBARÐA er nótt í tvo mánuði og samfelldur dagur fjórðung úr ári. Þar vafra ís- birnir um í næsta nágrenni byggðarinnar, vélsleðar eru fleiri en íbúarnir og þeir síðarnefndu fá klippikort til að ti-yggja að þeir kaupi ekki meira en nemi mánaðarlegum áfengisskammti. Raunar er varla rétt að tala um íbúa, því á Svalbarða á enginn lögheimili, fólkið þar er gestir, til skamms tíma í senn, þótt margir hafi tengst staðnum órjúfanlegum böndum og vilji helst bera beinin þar. Aþreifanlegasta dæmið um það er Anna Johansen, sem orðin er 75 ára og á að vera löngu farin til fastalands- ins. Þá eru þeir æ fleiri sem vilja hafa áhrif á samfélagið á Svalbarða og kröfur um sveitarstjórnarkosningar þar verða æ háværari. Svalbarði er nær Norðurpólnum en Osló, en heyrir engu að síður undir stjórnvöld í höfuðborginni, „niðri í Noregi“ eins og margir íbúar Sval- bai'ða segja. Raunar fær maður það á tilfinninguna að þrátt fyrir að Sval- barði teljist norskur og íbúarnir séu flestir Norðmenn, leiki dálítill efi á því hversu norskar þessar veðurbörðu eyjar séu. Enda minna þær mest á frostkalt fríríki, þar sem gilda önnur lög og aðrar reglur en heimafyrir. Skattur er 14% á einstaklinga en 20% á fyrirtæki. Þá er hægt að kaupa toll- frjálst áfengi, tóbak og fatnað en mat- ur er hins vegar dýr. Kröfur um aukin réttindi Enginn á lögheimili á Svalbarða og í kosningum greiða menn atkvæði til sveitarfélagsins á meginlandinu. Hins vegar hefur verið kosið til svokallaðs Svalbarðsráðs á tveggja ára fresti frá árinu 1971. I því eiga sæti fulltrúar íbúa og er kosningin pólitísk. Valdsvið ráðsins er nær ekkert, það hefur heim- ild til að gefa út leyfi til leigubílaakst- urs, og þar með eru bein völd þess upptalin, segir Turid Telebond, ráð- gjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Sval- barða. Að öðru leyti er ráðið einungis ráðgefandi, en æ háværari raddir eru um að auka völd þess og það starfi líkt og sveitarstjómir í Noregi. Innan ráðsins vilja fulltrúar Verka- mannaflokksins og Hægriflokksins, sem eru þriðjungur, að ráðið verði full- gild sveitarstjórn, en aðrir, flestir af lista óflokksbundinna, vilja takmarka völd ráðsins. „Réttindum fylgja skyld- ur og útgjöld og ekki eru allir reiðu- búnir til að taka slíkt á sig,“ segir Tele- bond en hún segist enga trú hafa á því að Svalbarði verði nokkurn tíma full- gilt sveitarfélag. Hún ætti að vita hvað hún er að tala um, hefur búið á Sval- barða með hléum frá árinu 1971. Þá eru lögfræðingar ekki sammála um hvort slíkt myndi brjóta í bága við Svalbarðasamninginn frá 1925. Með riffil um öxl Anna Johansen elsti íbúinn á Svalbarða Verður erfitt að kveðja AUt er með dálítið öðrum blæ í Longyearbyen en maður á að venjast. Ungur maður þrammar með riffil um öxl á leið heim úr helgarinnkaupun- um, þó tæplega hlaðinn, því það er bannað í íbúðabyggð. Nær allir íbú- anna eiga vopn og verða að geta notað þau ef stærsta og grimmasta rándýr jarðar, ísbjörninn, skyldi verða á vegi þeirra. Isbirnir eru alfriðaðir en skjóta má þá í nauðvörn og það sem af er ári hafa fimm dýr verið felld. Annars eru ungar konur með börn og háskólanemar algengasta sjónin á götum úti. Atvinnuleysi er óþekkt á Svalbarða, þangað kemur enginn til dvalar nema hann eigi erindi enda hætt við að líf í aðgerðarleysi á frer- anum gæti reynst sálartötrinu erfitt. Um 90% húsnæðis á Svalbarða ei-u í eigu ríkisins og fá starfsmenn hins op- inbera ókeypis húsnæði. Starfsmenn einkafyrirtækja borga hins vegar fullt verð, sem þó er lægra en á fastaland- inu. Húsin eru öll úr timbri og byggð á stólpum sem ná 4-5 metra ofan í sífrerann. A Svalbarða gildir sú regla, sem á sér rætur í kolanámuvinnsl- unni, að enginn fer nokkurs staðar inn á útiskóm, og víðast hvar eru gesta- inniskór í anddyrum stofnana. Stór hluti friðaður Veðurfar er óvenju þurrt. Úrkoma er sáralítil á Svalbarða, rakinn kemur að mestu úr jörðu. Nær allar ár eru jökulár og mikil leðja í vatninu og því þarf að hreinsa allt drykkjarvatn. Hraustlega blæs um eyjarskeggja og vísindamennirnir segja að loftmeng- unin hafi náð svona langt norður, þótt loftið virðist hreint og tært. Engin tré er að finna á eyjunum en um 170 plöntutegundir og er stærstur hluti Svalbarða friðaður. Bannað er að hrófla við nokkru nema þeim fáeinu hefur búið á Svalbarða í tæp fjögur ár. Maðurinn hennar er kolanámamaður og sjálf er hún dagmamma. Segir það þægilegt starf þegar hún sé með tvö lítil börn og erfitt að fá pössun fyrir þau bæði. Maðurinn hennar er fæddur á Svalbarða, þar sem faðir hans var kolanámu- maður og foreldrar hennar bjuggu þar um skeiö áður en hún fæddist. Fleiri úr fjölskyldunni hafa starfað þar og því þótti henni tilhugsunin um að flytjast norður á hjara veraldar hreint ekki sem verst. „Kostirnir eru aðallega þeir að þetta er lítið samfélag og mikill samgangur á milli fólks. Hér hefur maður allt sem þarf; verslanir, skóla, bíó og veitingastaði. Hér er mikið af ungu fólki, og margir sem ég kannast við frá Norður-Noregi þar sem ég er fædd og uppalin. Við segjumst bara ætla að vera hérna í nokkur ár en það vill dragast, því hér er gott að vera. Ég viðurkenni þó að þegar myrkrið er sem svartast hefur komið fyrir að ég spyrji sjálfa mig hvað ég sé eiginlega að gera hér?“ .NýjaÁlasund 1 « f Spitsbergen J •Pyramiden Barentsey Forland 'yýP' • Longyearbyen • Barentsburg Priní„ v , Karls^ý J r ÍÞióðnarðar I I Náttúruverndarsvæði n Gróðurfriðunarsvæði <2 Fuglaverndarsvæði Hopen MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 B 7 * íslendingur í jarðfræðinámi við háskólann á Svalbarða Kann vistinni vel ÍSLENSKUR jarðfræðinemi, Mel- korka Matthíasdóttii', er ein fáira Islendinga sem hefur haft langa við- dvöl á Svalbarða. Melkorka hefur reyndar aðeins verið í þrjár vikur á staðnum, en hún sækir námskeið í setlagafræði jökla við háskólann á Svalbarða, og verður þar fram í nóv- ember. „Mér fannst spennandi að fara á stað sem þennan, þar sem svo stór hluti er þakinn jöklum, til að læra um þá,“ segir Melkorka. Kennari hennar við Háskóla Islands benti Melkorka Matthíasdóttir ætlar að dvelja í þrjá mánuði í Longyearbyen henni á þennan möguleika og ákvað hún að slá tíl. Hún er eini íslending- urinn á Svalbarða nú en segist hafa hejTt að landi sinn hafi verið við nám þar áður. Flestir nemendm- há- skólans, alls um 130 manns, eru Norðurlandabúar. Melkorka kann verunni í Longye- arbyen vel, ekki síst smábæjar- bragnum, sem henni finnst sérstak- ur. Hún kom til Svalbarða í lok ágúst og þá gekk sólin ekki til viðar. Nú, þremur vikum seinna, dimmir um kl. 21.30, hitinn er kominn niður í frostmark, og snjóföl á jörðinni á morgnana. „Veran hér minnir mig á ísland að vetrarlagi en ég bjóst reyndar við meiri snjó. Mér skilst að hér snjói ekkert að ráði fyrr en und- ir áramót. Hins vegar er skrýtið að finna hve dimmir hratt og ég verð að viðurkenna að ég hlakka eigin- lega til í nóvember, þegar dimmt verður allan sólarhringinn. Skólafé- lagar mínir hér segja að það sé ljúft tímabil, þar sem menn uni sér við kertaljós, tali saman og hlusti á tón- list.“ SAGA SVALBARÐA ÞETTA skilti segir líklega allt sem segja þarf um að varúðar er þörf á Svalbarða. „Svalbarði fundinn" segir í Skálholtsannál á tólftu öld. Norður í hafsbotni, fjórum sinnum tólf tíma frá íslandi hefur landið með hinar svölu strendur fundist. Engin merki eru þó um vík- inga eða aðra sjófarendur fyrr en árið 1596, er hollenski sæ- farinn Willelm Barents fann Svalbarða. f fyrstu var talið að hann væri hluti Grænlands og er hans þannig getið á kortum. Mikið var af hval við strendur Svalbarða, eða Spitzbergen, eins og stærsta eyjan var nefnd vegna hvassra fjallstinda á norðvesturhluta hennar. Flykktust hollenskir og enskir veiði- menn norður á bóginn til hvalveiða, þar sem þeir höfðu sumir hverjir vetursetu. Hart var gengið fram við veiðar á hval, sel og fleiri dýrategundum og var hvalnum við Svalbarða því sem næst útrýmt. Á átjándu öld fóru náttúruvísindamenn að leggja leið sína þangað. Um síðustu aldamót uppgötvuðu menn svo mögulcikann á kolavinnslu á Svalbarða og árið 1906 hóf Bandaríkjamaðurinn John M. Longyear kolavinnslu, þar sem Longyearbyen stendur nú. Norðmenn keyptu vinnsluna af honum áratug síðar og hafa stundað hana frá því. Nú er að- eins ein af sjö námum opin við Longyearbyen. Frá því að Svalbarði fannst og fram yfir síðustu aldamót, var hann ekki eign neins rflds. Það skapaði átök um veiðirétt- indi og síðar réttinn til kolavinnslu. Fjöldi ríkja tók þátt í samningaviðræðum um hann og árið 1920 var Svalbarðasamn- ingurinn undirritaður í Versölum. Markmið hans var að „setja þessu landsvæði eðlilega stjórn í þvf skyni að tryggja þróun og skynsamlega nýtingu þess“ og varð að samkomulagi að fela Norðmönnum ríkisyfirráð. Nú hafa 42 ríki undirritað hann en samkvæmt honum eiga þegnar aðildarlanda hans jafnan rétt til mikilvægrar atvinnustarfsemi. íbúar Svalbarða skiptust um árabil nær jafnt á milli Norð- manna, sem flestir búa í Longyearbyen, og Rússa og Ukraínu- manna, en tveir bæir á Svalbarða, Barentsburg og Pyramiden, eru rússneskir. Námagreftri í þeim síðarnefnda hefur nú verið hætt og íbúarnir fluttir á brott. Sambandið á milli Rússa og Norðmanna á Svalbarða hefur verið lítið og á köflum stirt, en starfsmenn sýslumannsins á Svalbarða segja að það fari nú batnandi. Morgunblaðið/UG staðar. Við ei*um þijú sem viljum búa áfram hér, búa til nokkurs konar elliheimili, þar sem við myndum aðstoða hvert annað. Sijórnvöld höfnuðu þeirri hug- mynd, þrátt fyrir að við legðum áherslu á að við ætluðum ekki að vera nein byrði á samfélaginu hér, og myndum flytja til megin- landsins þegar við yrðum of las- burða til að sjá um okkur sjálf.“ Anna hefur starfað víða á langri starfsævi en hún giftist aldrei og eignaðist ekki börn. Bjó lengi með móður sinni og segir að nú haldi lítið í sig. „Ég er orð- in rótlaus, Jief misst samband við flesta sem ég þekkti á meginland- inu. Mín bíður ekkert og það verður erfítt að snúa aftur til baka og þurfa að hlusta á allt veikindatalið í gainla fólkinu." JON Landvik, prófessor í jarðfræði viö háskólann á Sval- barða, hefur verið þar í hálft sjötta ár. Eigin- kona hans vinnur einnig við rannsóknir á eynni og börnin þrjú eru á leikskóla og [ barnaskóla staðarins. Landvik hafði margoft komið til Svalbarða vegna starfs síns við landbúnaðarháskólann við Ás nærri Ósló og segir það hvorki hafa vafist fyrir sér eða fjöl- skyldunni að flytjast þangað um skeið er starf bauðst við háskólann. „Okkur líður vel hér og það er ekki sfst vegna samfélagsins. Hér ríkir samheldni og vegna smæðarinnar er maður fljótur í og úr vinnu. Það kemur fjölskyldufólki til góða, maður ver meiri tíma en ella með börnunum. Því fer fjarri að við séum einmana hér eða leiðist. Hingað koma margir ættingjar og vinir í heimsókn og margir íbúanna hér eru duglegir að ferðast. En vegna þess hve dvalartími fólks hér er takmarkaður eru það fyrst og fremst þeir sem eru reiðubúnir að breyta til og gera eitt- hvað alveg nýtt, sem koma hingaö. Hingað leggur ekki heimakært fólk leið sína og það setur vissulega mark sitt á samfélagið, því eirðarleysisins gætir frekar fyrir vikið." VÉLLEÐAR eru við hvert hús, og húsin, þau eru máluð I öllum regnbogans litum, þar sem þau standa á stólpum upp úr grýttum sífreranum. sveppum sem þar er að fmna. Eru ströng viðurlög og háar fjársektir við spjöllum á náttúru, sem er óvíða við- kvæmari, og minjum um fyiri búsetu. Þær minjar standast vel tímans tönn, því þurrt andrúmsloftið gerir það að verkum að timbrið í gömlum veiðikof- um rotnar ekki. Norsk stjórnvöld á Svalbarða hafa í hyggju að stækka verndarsvæðið enn en því hafa Rúss- ar mótmælt og telja það brot á Sval- barðasamkomulaginu. Tap á kolavinnslunni Mikill uppgangur er á Svalbarða, hver opinber byggingin á fætur annarri hefur rokið upp á síðustu ár- um. Þeirra á meðal er háskólinn, þar sem 130 manns, þar á meðal einn ís- lendingur, stunda nám, m.a. í líffræði, landafi-æði og jarðfræði heimsskauta- svæða, á ensku. Að háskólanum standa fjórh' norskii' háskólar. Uppgangurinn nær hins vegai' ekki til undirstöðuatvinnugreinarinnar á Svalbarða, kolavinnslunnar. Nú sér fyrir endann á kolanámi í sjöundu og síðustu námunni við Longyearbyen, búist er við að hún endist í 3-4 ár til viðbótar. Svea-náman, sem er á aust- urströndinni, dugir að minnsta kosti í áratug, en þangað liggur enginn veg- ur og námaverkamennirnir þurfa því að gista þar, viku eða hálfan mánuð í senn og það er ekki vinsælt hjá fjöl- skyldumönnum. Tap hefur verið á rekstri Det store norske Spitzbergen Kullkompani, í daglegu tali nefnt „Stóra norska" frá því á 8. áratugnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast gera sér vonir um að snúa megi því upp í hagnað en þangað til greiðir norska ríkið niður tapið. „Það er ekkert launungarmál að norska ríkið ver 4-5 miljjörðum ísl. ki'. á ári til að halda uppi atvinnu og byggð á Svalbarða, og tryggja þannig norskan yfirráðarétt,“ segir Turid Telebond, ráðgjafi. Ferðamennska og rannsóknarvinna Til að skjóta stoðum undir samfé- lagið á Svalbarða þegar kolin hverfa er æ meiri áhersla lögð á ferða- mennsku og rannsóknir. Nú þegar gilda strangar reglur um umgang á verndarsvæðum og tilkynninga- og tryggingaskyldu allra þeh-ra sem fara eitthvað út fyrir Longyearbyen. Vegna veðurfarsins og ferðamanna- straumsins eru snjósleðar algengasta farartækið og fullyi't er að um 2.000 sleðar séu á Svalbarða. Það hljómai- ekki ósennilega, því snjósleðarnir standa í röðum við hvert hús. Þeir eru engu að síður umdeild farartæki vegna hávaðans en íbúar á Svalbarða halda fast í réttinn til að aka þeim. Turid Telebond segh’ Longyearbyen hafa tekið geysilegum breytingum á síðustu ái'um. „Við vitum auðvitað ekki hvað gerist ef og þegar kolavinnslan hætth'. En hér hafa sprottið upp ný fyrirtæki á síðustu ái’um og ólíkt þvi sem áður var, er nú gerð krafa til þeirra um að þau beri sig. Konum og vinnustöðum fyrir þær hefur fjölgað og bærinn er orðinn fjölskylduvænni fyrir vikið. Þá hefur menntafólki fjölgað mikið í tengslum við háskólann og þá rannsóknarvinnu sem hér fer fi-am, m.a. í tengslum við fjarskipti við gervi- hnetti. Ég tel að í framtíðinni muni fólk búa hér skemur en áðui’ og ferðamönn- um fjölga enn. Vaxtarmöguleikar í at- vinnulifi eru svo takmarkaðir, hér er takmai'kað hráefni og geysilega dýrt að flytja það hingað.“ Félagsleg aðstoð af skornum skammti Þetta einkennilega samfélag á Sval- barða, þessar vinnubúðir á hjara ver- aldar, eru illa í stakk búnar til að standa undir öflugu öryggisneti og fé- lagslegu kerfi. Barnaheimili og skólar eru á staðnum, svo og sjúkrahús, en þar má t.d. ekki fæ.ða vegna áhættun- ar ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis, og eru konurnar sendai' til Noregs. Ekki er vilji til að gera ellilífeyris- þegum kleift að vera á Svalbarða, þar sem slíkt væri óhemju dýrt, segir Hanne Ingebrichtsen, fulltrúi sýslu- mannsins á Svalbarða. Enda var ætl- unin með byggð á Svalbarða aldrei sú að þar væru menn um aldur og ævi. „íbúar hér geta farið á eftirlaun allt niður í 57 ára. Þeim er fullljóst að hér geta þeir ekki verið og því verða íbúar Svalbai'ða að vera duglegir að byggja sér upp vinahóp á meginlandinu. Mað- ur byrjar ekki á því um sjötugt, í síð- asta lagi tíu árum fyrr. Þá má ekki gleyma því að margir sem hafa starf- að lengi í kolanámum eru orðnir heilsutæpir,“ segir Telebond. Hún segh' að fólk búi að meðaltali 8-10 ár á Svalbarða, sumir mun skem- ur, aðrir miklu lengui'. Karlmenn eru enn í meirihluta og margh' þein-a eru einhleypir, þótt fjölskyldufólki hafi fjölgað. Og meðalaldurinn er líklega óvíða lægri. Drykkja hefur löngum loðað við Svalbarða og Telebond viðurkennir að miðað við höfðatölu, sé meira keypt af áfengi þar en í Noregi. „Ég er hins vegar ekki reiðubúin að segja að drykkja sé vandamál hér. Gesth' kaupa töluvert af áfengi þar sem það er tollfrjálst og menn færa vinum og ættingjum ævinlega áfengi þegar þeir fara til meginlandsins. Mikil di'ykkja myndi koma niður á vinnunni og það gengur einfaldlega ekki. Þá er samfé- lagið svo lítið og nándin svo mikil að menn gera einfaldlega minna af sér, þar sem þeir vilja ekki að allh' frétti það. Þetta er ekki aðeins lítið samfé- lag, heldur öruggt. Hér læsum við ekki bílunum og ekki íbúðunum held- ur. Hvert ætti bíllinn svosem að hverfa? Samfélagið er svo lítið að hjólaþjófnaður telst til tíðinda. Ekki skilja mig þannig að þetta sé einhver Kardimommubær, við eigum auðvitað við okkar vandamál að stríða." Dimmur dagur Þrátt fyrir að komið sé haust er enn bjai't á þessum einkennilega stað. Það á þó eftir að breytast hratt, dagarnir styttast með ógnai'hraða og fyrr en varir verðui' kominn vetur. Dimmai-i en hægt er að ímynda sér, þai' sem skilin milli dags og nætur eru engin. Nema kannski helst á norðurljósunum. y Þau eru sögð vera öðruvísi á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.