Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 B 11*" MANNLIFSSTRAUMAR MATARLIST /Hvað er Ricotta? I ; i Nýtum sauðamjólk til ostagerðar VIÐ ISLENDINGAR höfum lengi verið miklir mjólkurdýrkendur. Slagorð eins og „Tvö glös á dag, alla ævi" klingja í auglýsingum og öll vitum við að ostur styrkir vöðva og bein. Norðlæg lega landsins okkar gerir það vafalaust að verk- um að við sækjum í meiri fitu en t.d. ítalir sem búa á mun suðlægari slóðum, en eru reyndar mikið gefn- ir fyrir ólífuolíuna sína, en aðra fitu borða þeir varla. Pær mjólkuraf- urðir sem við framleiðum eru allar úr kúamjólk, nema nú fæst fetaost- ur í kryddolíu líka úr sauðamjólk. Eg hef unnið talsvert við leiðsögn hér á landi og einmitt aðallega með ítalska túrista. Þeir eru yfirleitt nokkuð hrifnir af matnum hér og þá ^y^^,„^^^ _ helst fiskinum og fjallalambinu góða. Síðan ætla þeir oft að fara að kaupa sér ost úr hinni dásam- legu mjólk þessara rollna, sem skoppa með lömbin sín úti í effir ÁlfheiÖi Hönnu óspilltri náttúrunni Frioriksdóttur allt sumarið. En þar koma þeir að tómum kofunum. Þeir skilja ekki frekar en ég af hverju við nýtum ekki mjólk sauðfjár til osta- gerðar í einhverjum mæli. Vonandi verður bætt úr þessu einhvern tím- ann, en mig langar til að fjalla aðeins um einn aðalkindaostinn af ítölskum ættum, ricotta, sem nú fæst einnig hér á landi, en er framleiddur úr kúamysu. Ricotta útleggst sem „tvísoðin", en nafnið er dregið af framleiðsluaðferð- inni. Ricotta er búin til úr tvísoðinni mysu, nánar tiltekið mjólkuralbúmi mysu. Þegar það er hitað í ca 72 gráð- ur C skilur það sig og hleypur í flögur, sem síðan er safnað saman, þrýst því næst saman og mysan kreist úr þeim. Maður fær mun meira af ricotta-osti úr sauðamjólk heldur en úr kúamjólk, eða milli 3 og 8% á móti 2-3%. Þ.a.l. er sauðaosturinn mjög ódýr í framleiðslu og þótti einmitt fýsilegur kostur í gamla daga fyrir bændafólk sem ekki hafði mikið fé á milli handa. ítalir hafa samt í seinni tíð einnig nýtt kúamjólk til framleiðslu ostsins, en kindaostinn er samt alltaf hægt að fá líka og er hann álitinn meira ekta. Ostinn er líka hægt að framleiða t.d. úr geitamjólk. Á Itah'u er síðan hægt að fá ýmis af- brigði af ricotta-osti, t.d. reyktan og eldsteiktan. íslenska ricottan bragðast afar vel og ekkert er nema gott eitt um hana að segja, en að ósekju væri gaman að bragða góða osta úr sauðamjólk hér- Hér koma hins vegar tvær upp- skriftir að ricotta-réttum, sem tilval- ið er að gæða sér á þegar vetra fer. Ricotta með pasta (uppskrift miðuð við ca 300 g af pasta) 180 g ricorra 60 q parmesan 15 g smjör múksat, salt og pipar lendis. Gott er að nota ricotta í ýmsa rétti; út 1 salöt, sem fyllingu í belg- baunir og ravíolí, sem eftirrétt með kanil, kakói, hunangi eða kaffi. Hún er tilvalin í pastasósur og eins er hún góð beint ofan á brauð í stað smjörs. Nú er farið að kólna nokkuð í veðri og mann er er farið að langa í heitt kakó, kertaljós og svona dálítið þyngri, rjómakenndari og vetrarlegri mat. Þetta á a.m.k. við um mig. Engu að síður á eftirfarandi lagstúfur í Dýrun- um í Hálsaskógi ávallt við: „Gott er að borða gulrótina, grófa brauðið stein- seljuna...". Ég elda bara ögn rjóma- kenndari grænmetisrétti og matreiði oftar kjöt- og fiskrétti. Þótt ég sé að róma hér ost úr sauðamjólk, er sauð- fjárdýrkun nú samt best í hófi eins og ¦ iJÍSÍTX . . ¦ - * V*. *> t*V* -w'. . ¦ '- ' KLÁÐAMAUR er örsmár áttfætlumaur sem sést tæplega berum augum. LÆKNISFRÆÐI / Er ómögulegt að útrýma plágum eins og lús og kláðamaur? Kláðamaur MANNAKLÁÐAMAUR (seabies) eða bara kláðamaur er örsmár átt- fætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætl- að að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi á hverju ári. Talsvert af pöddum herjar á mannkynið og má þar nefna alls kyns flugur, bitmaura, flær, lýs og áttfætlumaura en af þeim sem lifa eingöngu á mönnum eru höf- uðlýs og kláðamaur þekktust. Þau síðastnefndu smitast beint á mOli manna og ekM virðist mögulegt að útrýma þeim. Margir hafa tilhneigingu til að tengja lús og kláðamaur við sóðaskap og fátækt og finnst skammarlegt að smitast. Þetta hef- ur þó alls ekkert með sóðaskap að gera og allir geta smitast af lús eða kláðamaur, ungir sem gamlir, fátæk- ir sem ríkir. Lús og kláðamaur smitast á svipaðan hátt, oftast við nána snertingu, en slíkt þarf þó ekki að koma til því fót, handklæði og rúmföt geta borið eftir Magnús Jóhannsson dýrin eða egg þeirra á milli manna. Kláðamaur er talsvert smitandi og t.d. er ekki óalgengt að heilu fjöl- skyldurnar smitist í einu. Eftir smit getur liðið allt að því mánuður þar til viðkomandi verður var við óþægindi. Óþægindin stafa af því að kvendýrið grefur sig inn í húð- ina, myndar nokkurra mm löng hlykkjótt göng og verpir þar eggjum sínum. Dýrið gefur frá sér vökva sem yeldur ofnæmi, kláða og útbrot- um. I byrjun má oft sjá göngin en þegar útbrotin stækka verður erfið- ara að greina þau. Kláðamaurinn sest að á stöðum sem margir eru svolítið varðir fyrir umhverfinu og má þar einkum nefna hliðar fingra, greipar, handarbök, úlnliði, olnboga, handarkrika, innanverð læri og mitti. Hjá fullorðnum sest kláða- maur hvorki að í hársverði né á höfði en það getur gerst hjá börnum. Ef dýrin fá að vera í friði halda þau áfram að verpa í 4-5 vikur, þá fara ný dýr að klekjast út og sýkingin breiðist út. Sumir hafa meira ofnæmi fyrir dýrunum en aðrir og fá þess vegna meiri útbrot. Stundum bætist bakteríusýking ofan á og gerir astandið og óþægindin enn verri. Aðalóþægindin eru kláði sem er verstur á nóttunni og getur oft hald- ið vöku fyrir sjúklingnum hálfu og heilu næturnar. Sjúkdómsgreiningin er stundum auðveld en getur líka verið mjög snúin. Oft er reynt að skrapa svolítið af húð og skoða undir smásjá í leit að kláðamaur eða eggj- um hans. Ef slíkt finnst er greining- in fengin en takist það ekki er erfitt að vera viss. Stundum er ekki annað að gera en að reyna meðferð við kláðamaur og sjá hvort hún ber ár- angur. Meðferð við kláðamaur er tiltölu- lega einföld og áhrifamikil en mikil- vægt er að settum reglum sé fylgt nákvæmlega. Hér eru á markaði nokkur lyf við kláðamaur sem öll eru vel reynd og meðferð er árang- ursrík ef farið er nákvæmlega eftir leiðbeiningunum. Ef það er ekki gert er hætta á að meðferðin beri ekki árangur eða að endursmit eigi sér stað. Lyfin eru notuð á svolítið mismunandi hátt en notkunin bygg- ist á þvi að bera þau á allan lík- amann nema höfuð og láta þau verka yfir nótt eða jafnvel í heilan sólarhring. Oftast dugir ein slík meðferð og mikilvægt er að með- höndla ekki að óþörfu vegna þess að lyfin geta haft aukaverkanir og eru m.a. talsvert ertandi fyrir húð- ina. Ekki eru heldur öll lyfin örugg á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Þó svo að dýrin lifi einungis í stutt- an tíma utan líkamans (í mesta lagi 2-3 daga) er talið mikilvægt að þvo fót, handklæði, sængurfót, greiður, bursta og annað sem kemst í snert- ingu við líkamann úr 50 gráða heitu vatni (í minnst 15 mínútur). Þetta á að gera samtímis lyfjagjöfinni. Eitt af því sem veldur oft erfiðleikum er að jafnvel þótt dýrin drepist öll við meðferðina halda þau áfram að erta húðina og geta valdið kláða í nokkrar vikur. Það er þess vegna full ástæða til að láta lækni fylgjast með og end- urtaka meðferðina því aðeins að ör- ugg merki séu um endursmit. allt annað. Kjötfjall okkar íslendinga er nú oft á tíðum fullhátt fyrir þjóðina að klífa, en lambakjötið stendur vitan- lega alltaf fyrir sínu. í tilefni af slátur- tíð læt ég fylgja hér með nokkrar lín- ur úr Ijóðinu Síðasta lambið, sem ég veit nú ekki hver er höfundurinn að, en þar gætir hráslagalegs húmors: Hræri ég með hönd í blóði, hræri ég í erg og gríð, lfkt og afi minn, Ari fróði, ávallt gerði í sláturtíð. Síðustu línur síðasta erindisins hljóða síðan á þennan veg: Pott á hlóðir hreykinn set ég, hlakka yfir felldri bráð. Ljúf mun stundin er lambið ét ég. Lifi sauðféð í drottins náð. Hrærið ricotta-ostinn þar til hann er orðinn vel mjúkur. Blandið þá parmesan-ostinum saman við og kryddið með múskati, salti og pipar. Hellið síðan soðnu, vel síuðu pastanu í eldfast mót og sósunni yfír. Hitið í 200 gr C heitum ofni í u.þ.b. 2 mín., eða þar til osturinn er nokkuð bráð- inn. Ricotta með kaffi 300 q ricotta 150 g sykur 4 tsk. sterkt kaffi 60 ml Síið ricotta-ostinn; bætið sykri, kaffi og rommi út í og hrærið vel. Utbúið þennan eftirrétt a.m.k. 2 tímum áður en hann er borinn frarmr-- til að kaffíbragðið nái að síast vel inn í ostinn og samlagast honum og romminu. Berið fram t.d. með rjóma og ískexi, eða öðru þunnu kexi. Til sölu Jeep Grand Cherokee Limited Til sölu glæsilegur Jeep Grand Cherokee Limited, einn með öllu árgerð 1997. Verð kr. 4.500.000. Möguleiki á yfirtöku á bílaláni að upphæð kr. 2.950.030. Nánari upplýsingar í síma 898 2642 eða 898 8271 á skrifstofutíma. Langar þig... í skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku? Langar þig að vita hvað eru afturgöngur, líkamningar, álfar, huldufólk, fjarskynjun, fyrirboðar, berdreymi, svifjógar, ærsladraugar, eða bara hvers vegna skilaboð koma að handan? Og langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklegast eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá og þessa undarlegu heima er með aðstoð miðla í svo sannarlega skemmtilegum spennandi skóla í glaðværum og jákvæðum hópi nemenda eitt kvöld í viku fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er áttu ef til vill samleið með okkur og yfir átta hundruð ánægðum nemendum sl. átta misseri. - Skráning stendur yfir. - Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann sem er í boði í dag. - Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kl. 14.00 til 19.00. Kynningarfundir verða á morgun, mánudagskvöld, kl. 20.30 og næstkomandi laugardag kl. 14.00. Sálarrannsóknarskólinn -„skemmtiiegasti skólinn í bænum" -, Vegmúla 2, sími 561 9015 og 588 6050.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.