Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landssöfnun SIBS til endurhæfíngar
Minni árangur en ella
vegna símabilunar
ARANGUR í söfnun SÍBS fyrir
áframhaldandi uppbyggingu á
endurhæflngaraðstöðu á Reykja-
lundi varð ekki sem skyldi á föstu-
dagskvöldið vegna bilunar hjá
Landssímanum, að sögn Ingólfs
Garðarssonar söfnunarstjóra. Þá
höfðu safnast tæplega 20 miljónir
króna en í gærmorgun hélt söfn-
unin áfram og var þá jafnframt
verið að fara yfír allar tölur á ný.
Ingólfur kvaðst ekki í vafa um að
árangur hefði verið mun betri ef
símakerfíð hefði ekki gefíð sig enda
hefði tekist með beinni sjónvarps-
útsendingu að ná upp stemmningu
meðal landsmanna sem sýnt hefðu
örlæti. Söfnunin stóð allan gærdag-
inn og í dag verður svarað í söfnun-
arsímann 800 6060 til klukkan 23.
Vildi Ingólfur hvetja þá sem ekki
náðu í gegn á föstudagskvöld til að
bregðast við um helgina. Símakerf-
ið komst í lag um ellefuleytið á
fóstudagskvöldið og var þá tekið
við framlögum til rúmlega 1 um
nóttina. Ingólfur minnti jafnframt
á að hægt væri að leggja inn á
reikning söfnunarinnar í aðalbanka
Búnaðarbankans, nr. 2600.
Morgunblaðið/Kristinn
YFIR 300 manns höfðu safnast saman við BT-versIunina í Hafnarfirði áður en hún var opnuð í gærmorgun.
Ös við
nýja BT-
verslun í
Hafnarfírði
NÝ BT-verslun var opnuð við
Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í
gærmorgun en fyrir var slík
verslun í Skeifunni í Reykjavík.
Jón Jón Steingrímsson, for-
stöðumaður BT-verslananna,
sagði að yfir 300 manns hefðu
verið í biðröð þegar opnað var
klukkan 10 og greinilegt að
menn kynnu að meta tilboð og
gott verð.
„Með nýju versluninni náum
við enn betra innkaupsverði á
tækjum með meiri magninn-
kaupum og við nýtum betur
ýmsa sameiginlega þætti í
rekstrinum þegar verslanirnar
eru orðnar tvær. Við ætlum
okkur líka að gera áfram allt
til að vera alltaf með lægsta
verðið á þessum tækjum,“ seg-
ir Jón Jón en BT-verslunin
býður tölvur og raftæki og ým-
is afþreyingartæki. Sett voru
fram nokkur tilboð vegna opn-
VIÐSKIPTAVINUM var hleypt inn í nýju BT-verslunina
í hópum og lá mörgum á.
unar nýju verslunarinnar og
varð að hleypa viðskiptavinum
inn í hópum. Var um 80 manns
hleypt inn í senn. Jón Jón
sagði því menn ekki hafa feng-
ið nóg af áhugaverðum tilboð-
um þegar raftæki væru annars
vegar.
Skemmtilegt að versla
Tugur manna var við störf í
versluninni í gærmorgun auk
fjögurra öryggisvarða sem
fengnir voru til að sjá um dyra-
vörslu en venjulega verða
starfsmenn 5 til 6. Húsnæði
verslunarinnar er um 300 fer-
metrar en til samanburðar má
nefna að kringum 30 manns
starfa í BT-versluninni í Skeif-
unni sem er í um þúsund fer-
metra húsnæði.
„Fólk kann greinilega að
meta gott verð og skemmtilega
verslun og við reynum að setja
fram vörur okkar þannig að
bæði sé auðvelt og skemmtilegt
að versla hjá áhugasömu starfs-
fólki okkar,“ sagði Jón Jón
Steingrímsson að lokum.
Varnar-
liðsþyrla
sótti veik-
an sjó-
mann
ÞYRLA frá Vamarliðinu á
Keflavíkurflugvelli sótti veik-
an sjómann um borð í rúss-
neskan togara aðfaranótt
laugardags. Togarinn var um
330 sjómílur suðvestur af
landinu og var eldsneytisvél
send með þyrlunni auk ann-
arrar þyrlu Bandaríkjamanna.
Beiðni um hjálp barst
Landhelgisgæslunni um hálf-
átta á fostudagskvöld og eftir
að læknar höfðu metið ástand
sjúklingsins var ákveðið að
sækja hann. Fór leiðangurinn
af stað um miðnætti og lenti
þyrlan með manninn í Reykja-
vík undir hálffímm á laugar-
dagsmorgni.
Tveir
meiddust
í vél-
hjólaslysi
ÖKUMAÐUR og farþegi á
vélhjóli slösuðust nokkuð þeg-
ar vélhjólið lenti á bíl í Breið-
holti í Reykjavík á fóstudags-
kvöld. Vélhjólið var óskráð.
Vélhjólið og bfll rákust sam-
an og slasaðist ökumaður vél-
hjólsins í andliti og á hönd.
Einnig brotnuðu í honum
tennur. Farþeginn meiddist á
fíngri. Voru þeir fluttir á
slysadeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur. Vélhjólið var svonefnt
motocross-keppnishjól, óskráð
og því án tryggingar til akst-
urs í umferðinni, að sögn lög-
reglunnar.
Utanríkisráð-
herra Rúss-
lands sent
heillaóska-
skeyti
í TILEFNI af fímmtíu og
fímm ára afmæli stjómmála-
sambands Islands og Rúss-
lands í dag sendi Halldór As-
grímsson utanríkisráðherra
Igor S. Ivanov, nýskipuðum
utanríkisráðherra Rússlands,
heillaóskaskeyti á föstudag að
því er segir í tilkynningu frá
utanrfldsráðuneytinu. Þar
sendir Halldór honum og
rússnesku þjóðinni kveðju frá
íslensku þjóðinni með bestu
óskum um áframhald á traust-
um samskiptum ríkjanna
tveggja.
Tvær russneskar sveitir í efsta
sæti, Islendingar í miðjum hópi
FJÓRAR umferðir hafa verið tefldar á ólympíu-
skákmótinu í Kalmykíu, þegar þetta er skrifað.
Islendingar hafa lækkað flugið, eftir góða byrj-
un, og hafa nú 8V2 vinning í 16 skákum, og eru í
45.-53. sæti af 110 þátttökusveitum. Andstæð-
ingar þeirra í 5. umferð, sem tefld var í gær,
laujgardag, eru Perúmenn.
I efstu sætum á mótinu eru nú eftirtaldar
sveitir: 1.-2. Rússland 1 og 2, 12 vinninga; 3.-9.
Úkraína, Kína, Þýskaland, Búlgaría, Frakkland
og Holland, 11‘/2 v. hver þjóð; 10.-18. Rúmenía,
Hvíta-Rússland, ísrael, Júgóslavía, Eistland,
England, Moldavía, Ungverjaland, Litháen, 11
v. hver þjóð. Staða annarra Norðurlandaþjóða
er þessi: 27. Svíþjóð, 10 v.; 52. Færeyjar, 8V2 v.;
57. Finnland, 8 v.
Illa hefur gengið að afla frétta af mótinu á
heimasíðu þess á Netinu og mátti skilja að
tölvuþrjótar hefðu gert þeim grikk. Var Ka-
sparov nefndur í því sambandi. Á heimasíðu al-
þjóðaskáksambandsins er þó enn hægt að ná í
fréttir, en skákir hafa ekki birst þar, eins og
venja hefur verið. Alþjóðaskáksambandið hefur
ákveðið að selja skákirnar, og er hægt að fá 1.
umferðina gegn greiðslu, 19,95 Bandaríkjadala,
eða nálægt 1.400 ísl. kr. Ætlunin virðist vera sú,
að greiðsla þessa gjalds dugi fyrir öllum skákum.
A______________________
► l-64
Persónuleyndin treyst
með nýrri útfærslu
►Breytingar fyrirhugaðar á gag-
nagrunnsfrumvarpi heilbrigðisráð-
herra. /10
Keiko ruglar orðræð-
una um hvalveiðar
►Dr. Anne Brydon, mannfræð-
ingur, hefur rannsakað hvemig
þjóðemishyggja íslendinga birtist
í stuðningi við hvalveiðar. /26
Við topp og botn,
andiega og líkamlega
►Sigurvin Ólafsson, knattspymu-
maður með ÍBV, fótbrotnaði mjög
illa í slysi í Suðurey í sumar. /28
Við flugum á
bjartsýninni
►í Viðskiptum/Atvinnulífí á
sunnudegi er rætt við Daðeyju
Daðadóttur 0 g Sigríði Einarsdótt-
ur um fyrirtæki þeirra SD sjávar-
ogjurtasmyrsl. /30
B_____________________
► 1-16
Leitin að genunum
►Vísindamenn keppast við að
kortleggja öll gen mannsins í lækn-
insfræðilegum tilgangi, segir í
forsíðugrein sem markaðar upphaf
greinarflokks um Erfðir og upplýs-
ingar. /1&6-9
Myndir úr mannsævi í
tölvutæku formi
►Sveinn Bjömsson, bóndi á Vík-
ingavatni, um atvik úr lífí sínu og
af mönnum og málefnum. /2
Iðnó við Tjörnina
►Steingrímur Sigurgeirsson fjall-
ar um nýjan veitingastað í sögu-
frægu húsi. /4
C______________________
►1-4
Landið og orkan
IP FERÐALÖG
►1-4
Bændur á ferð og flugi
►Næsta vor bjóða Bændaferðir
upp á 4 ferðir til Mið-Evrópu. /1
Svalbarði
►Land árstíðanna fímm. /2
E -
!■ BILAR______________
► 1-4
Breyttu Land Cruiser
í Angmassalik
►Fjallasport hefur gert strand-
högg á Grænlandi. /2
Reynsluakstur
►Sportlegur Honda Civic lang-
bakur. /4
Fatvinna/
RAÐ/SMÁ
►1-16
Breytt fræðsla
trúnaðarmanna
►Starfsmannafélög ríkisstofnana
og Reylrjavíkurborgar sameinast
um að byggja upp trúnaðarmenn
sína undir kjörorðinu „Samstiga
til framtíðar. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50
Leiðari 32 Stjömuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54
Skoðun 38 Otv./sjónv. 52,62
Minningar 39 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Flórídabréf 7b
Bréftil blaðsins 48 Dægurtónl. 12b
Idag 50 Mannl.str. 15b
INNLENDAR FRETTIR:
2-4-8-BAK
EIÍLENDAR FRÉTTIR: 1&6_ ——