Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 36

Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 36
36 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Eina leiðin að vinna með félögunum „ÉG var allan tímann sannfærður um að eina leiðin til að hug- myndin gengi upp væri með samvinnu við þessa utanaðkom- andi aðila fremur en alfarið innan háskóla- samfélagsins. Ekki væru aðrar leiðir fær- ar til að tryggja fjár- mögnun og brautar- gengi stofnunarinnar í framtíðinni. Nú hef- ur reynslan sýnt fram á að þarna var valin rétt leið,“ segir Guð- mundur Magnússon, prófessor og formaður byggingarnefndar Endurmenntunarstofnunar. Hann var rektor Háskóla íslands þegar stofnuninni var komið á fót. Guðmundur segist á sínum tíma hafa fylgst með því hvað var að gerast í nágrannalöndun- um í tengslum við endurmennt- un og samstarf háskóla og at- vinnulífs. „Mér tókst að koma þvi inn 1 háskólalög að háskólinn gæti stofnað fyrirtæki með aðil- um úr atvinnulífinu. Með því skapaðist grundvöllur fyrir Tæknigarð og Endurmenntun. Endurmenntun hefur getað nýtt sér kosti markaðarins, aflað fjár á almennum markaði og tekið skjótar ákvarðanir án tillits til annarra hagsmuna en eigin. Annar liður í velgengninni felst án efa í mannavalinu. Við þurft- um að velja mann- skap með hæfíleika til að starfa í há- skólasamfélaginu, frumkvæði, dugnað og hagsýni til að starfa í sjálfstæðri stofnun. Ég held að bæði Margrét og sljórn Endurmennt- unarstofnunar hafí sýnt þann hæfíleika í verki. Með því að færa rök fyrir okkar máli höfum við líka notið velvilja HI og þeirra rektora sem hafa komið á eftir mér,“ sagði Guðmundur. Hann segir margar samhang- andi ástæður fyrir því hversu byggingarframkvæmdirnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. „Ein ástæðan felst í því að við höfðum verið að tala um húsið f átta ár áður en framkvæmdir hófust. Húsið hafði færst hring- inn í kringum Tæknigarð og var aftur komið á byijunarreit. Heimavinnan hafði verið unnin og því var hægt að ganga beint til verks. Hönnunarvinnan tók þijá mánuði og sjálfar bygging- arframkvæmdirnar sex mánuði," segir Guðmundur en nefnir að fleira hafi auðvitað komið til en langur undirbúningstími. Saman þurfi að fara gott skipulag, ná- kvæm hönnun, góðir verktakar, góð byggingarstjómun og fé til framkvæmda. Frumkvöðlarnir geta verið stoltir „ÉG tel að BHM og aðrir frumkvöðlar að stofnun Endurmennt- unarstofnunar geti verið stoltir af frum- kvæðinu. Hvað mig sjálfa varðar er ég á 12 ára ferli mi'num hjá BHM hvað ánægðust með að hafa komið að stofn- un Endurmenntunar- stofnunar," segir Guðríður Þorsteins- dóttir skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu og fyrrverandi framkvæmdastjóri BHM. Guðríður tekur fram að BHM hafi ekki aðeins verið stéttarfé- lag. „Hlutverk bandalagsins var að gæta hagsmuna háskólamennt- aðra manna og háskólans í víðum skilningi. Einn Iiður í starfí bandalagsins og aðildarfélaganna var að stuðla að endurmenntun. Ekki var hins vegar nægilega mikið framboð af endurmenntun. Það þótti því álitlegur kostur að efna til samstarfs við önnur félög og stofnanir eins og gert var á sinum tíma með stofn- un Endurmenntunar- stofnunar." Hún segir að eins og eðlilegt sé hafi ver- ið boðið upp á fá nám- skeið til að byija með. „Fljótlega fór boltinn að rúlla. Starfsemin hefur farið ört vax- andi, enda hefur að- sóknin verið ótrúlega góð. Stofnunin hefur orðið sjálfbjarga og aflað sér virðingar hvarvetna í þjóðfélag- inu. Margrét Bjöms- dóttir, sem var forstöðumaður fyrstu 15 árin, á tvímælalaust stóran hlut í því,“ sagði hún. Guðríður hefur sjálf reynslu af því að silja námskeið Endur- menntunarstofnunar. „Ég hef farið á nokkur námskeið og líkað mjög vel. Mér hefur virst álit annarra svipað,“ segir hún og fram kemur að henni þyki já- kvætt að sóst sé eftir leiðbein- endum úr háskólanum og at- vinnulífinu. Með því náist víðara sjónarhorn. Vænt um öran vöxt „MÉR þykir einna vænst um hversu vöxturinn hefur verið ör undanfarin ár. Maður hélt fyrir 3 til 4 ámm að nú færi að hægja á fjölgun nem- enda og námsfram- boði. Ekki hefur borið á því enn og neinend- um hefur fjölgað um 2.000 á milli ára síð- ustu tvö ár. Alls hafa 12.000 nemendur skráð sig á námskeið nú. Nánast tvöföldun hefur orðið á nem- endafjölda á fjórum árum. Grósk- an er svona gífurleg," segir Valdi- mar K. Jónsson, prófessor og stjórnarformaður Endurmenntun- arstofnunar. Valdimar leynir því ekki að kraftaverk hafi verið unnið með Endurmenntunarstofnun á 15 ár- um. Enginn eigi stærri hlut í vel- gengninni en Margrét Björnsdótt- ir, fráfarandi forstöðumaður. Margrét haf! verið lífið og sálin í Endurmenntunarstofnun frá upp- hafi. Sjálfur segist Valdimar bæði hafa reynslu af því að sifja á nám- skeiði og leiðbeina á námskeiði á vegum Endurmenntunarstofnun- ar. „Mér hefur fundist alveg sér- staklega skemmtilegt og raunar skemmtilegra en að kenna í sjálf- um Háskólanum að kenna á nám- skeiðum á vegum Endurmenntun- arstofnunar. Nemendur hafa sjálfir borgað sig inn á námskeið- in og gera því meiri kröfúr til kennarans og sjálfra sín en ella. Þarna kemur saman breiður hópur nemenda úr öllu þjóðfélaginu og því fer ekki hjá því að kennarinn græði líka á reynslu og þekkingu nemendanna," segir hann. „Við höfum verið sérstaklega heppin með kennara í lengra náminu samhliða starfi. Ég efast ekki um að áhugi kennar- anna hefur haft um- talsvert að segja um vinsældir námskeiðanna," segir Valdimar og tekur fram að húsnæðisskort- ur hafi verið aðalvandi stofnunar- innar hin sfðari ár. „Að mfnu viti var húsnæðisvandinn farinn að há stofnuninni. Við höfum verið að beijast fyrir því að fá að byggja í 8 ár. Eftir allan þennan þvæling í kerfinu tók svo ekki nema 6 mánuði að koma húsinu upp. Ég er auðvitað stoltur yfir hinu nýja húsnæði. Húsið er glæsilegt, bjart og búið öllum kostum góðs kennsluhúsnæðis," segir hann og er að lokum spurð- ur að því hvort húsnæðið sé nógn stórt. „Húsnæðið er nógu stórt í augnablikinu. Miðað við hinn öra vöxt eru hins vegar horfur á því að við sprengjum húsnæðið utan af okkur á næstu tveimur árum. Við eigum væntanlega eftir að halda áfram að njóta góðs af nær- veru HI við stofnunina hvað varð- Fjarkennslan helsti vaxtarbroddurinn „ÖGRUNIN felst fyrst og fremst í því að halda hinum öra vexti. Nemendafjöld- inn jókst úr 7.000 árið 1995 í 10.000 á síðasta ári og nú gerir spá okkar ráð fyrir að nemendur verði um 12.000 á árinu,“ segir Kristín Jónsdóttir nýráðin forstöðumað- ur Endurmenntunar- stofnunar. Kristín vekur at- hygli á því hversu mikilvægt sé fyrir Endurmenntunarstofnun að haida nánum tengslum við atvinnulifið. „Við verðum að fylgjast með og vera tilbúin til að svara sívaxandi þörfum atvinnulífsins fyrir nýja og aukna þekkingu. Hingað til höfum við að mestu mætt þörfum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við stefnum að því að ná til sem flestra og þar er ég fyrst og fremst að tala um fólk úti á lands- byggðinni. Við erum að gera til- raun með fjarkennslu í þremur stuttum námskeiðum í vetur. Af því ætlum við að læra og vera tilbúin til að þróa fjarnámið enn frekar. Ég get nefnt að notkun Netsins í ljarkennslunni á eftir að aukast gífurlega í framtíðinni. I fjar- kennslunni felst án efa einn helsti vaxtar- broddurinn í framtíð- inni.“ Kristín segir að Endurmenntunar- stofnun verði að halda áfram að endurspegla þjóðfélagsumræðuna í námskeiðahaklinu. „Ég get nefnt að núna höfum við verið að bjóða upp á 7 námskeið 1 tengslum við umræðuna um erfðafræði og gagnagrunn, t.d. Hver er að lesa sjúkraskrána þína?, Dulkóðun og tölvuöryggi og Siðfræði og há- tækni. Sum þessara námskeiða eru ætluð leikmönuum. Með því að bjóða upp á þau viljum við gefa leikmönnum tækifæri til að taka þátt í umræðunni með þekkingar- legar forsendur. Ég veit að fullt af fólki hefur áhuga á því.“ Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands 4.-10. október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http:/Avww.hi.is Þriðjudagur 6. október: Kjell Ove Nilsson forstöðumaður sænska samkirkjuráðsins heldur fyrirlestur á ensku í boði guðfræði- deildar Háskóla íslands. Fyrirlest- urinn nefnist: „The Kingdom of God, in Creation, in the Church, in the Future“. Fyrirlesturinn verður haldinn í hátíðasal Háskólans og hefst kl. 13.15. Ragnheiður Krist- jánsdóttir sagnfræðingur heldur hádegisfyrirlestur í boði Sagnfræð- ingafélags íslands í fundarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu kl. 12-13. Fyrirlesturinn nefnir hún: „Þjóð eða stétt? Þjóðemisstefna skoskra kommúnista á fjórða áratugnum". Miðvikudagur 7. október: Kjell Ove Nilsson, forstöðumaður sænska samkirkjuráðsins, heldur fyrirlestur á ensku í boði guðfræði- deildar Háskóla Islands. Fyrirlest- urinn nefnist: „Luther and Calvin, the Theology of Creation in the Light of The Covenant" og hefst kl. 10.15 í stofu V í Aðalbyggingu. Ed- mund Phelps og Gylfi Zoe, Birk- beck College, verða með málstofú á vegum viðskipta og hagfræðideildar á 3. hæð í Odda kl. 16.15. „Hiring, the Welfare State, and European Unemployment". Fimmtudagur 8. október: Birkir Þór Bragason, líffræðing- ur og MS-nemi flytur erindi í boði Tilraunastöðvar HÍ að Keldum sem nefnist: „Rannsóknir á prótein sam- skiptum príon-próteinsins (PrP) með yeast two-hybrid aðferðinni“. Fræðslufundurinn verður haldinn í bókasafninu að Keldum kl. 12.30. Asta Sóllilja Guðmundsdóttir verð- ur fyrirlesari á Málstofú í lækna- deild HÍ. Erindi sitt nefnir hún: „Sameindahermun milli M-prótína streptókokka og keratína í mein- gerð psoriasis". Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8, efstu hæð og hefst kl. 16 með kaffiveitingum. Föstudagur 9. október: Haukur Einarsson jarðeðlisfræð- ingur flytur meistaraprófsfyrirlest- ur í umhverfis- og byggingafræði. Fyrirlesturinn ber heitið: „Olíuslys á hafi“. Fyrirlesturinn verður hald- inn í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6 og hefst kl. 15.30. Námskeið á vegum Endurmennt- unarstofnunar HÍ vikuna 5.-10. október. 5., 6. og 7. okt. kl. 9-17. AutoCAD - grunnnámskeið. Kennan: Magnús Þór Jónsson, prófessor HÍ . 5. og 6. okt. kl. 15-19. Árangurs- rík liðsheild. Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og ráð- gjafi. Mán. 5. okt. - 7.des., þri. 6. okt.- 8. des. og mið. 7. okt - 9. des. (lOx) kl. 20-22. (Þrjú námskeið). Sögur af Snæfellsnesi, Eyrbyggja og Víg- lundar Saga. Kennari: Jón Böðvars- son, cand.mag. 6. okt. kl. 8:30-12:30. Stefnumót- un - hver er framtíðarsýn fyrirtæk- isins? Kennari: Þórður Sverrisson, Sérstök kynning á nýju línunni afumgjörð- um frá Hugo Boss fyrir herra ogfrá Martine SITBON fyrir konur. Anna & útli * vcröurí verslu Smáratorgi má "jSÍ' 5. október mill eáJm 18:00 oggefur immÉm vinumokkarg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.