Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 27/9 - 3/10
►JUDITH Ingólfsson fiðlu-
leikari bar sigur úr býtum í
einnig virtustu fiðlukeppni
heims, Alþjóðlegu fiðlu-
keppninni í Indianapolis í
Bandaríkjunum, sl. sunnu-
dag. Sigursins var getið í
mörgum bandarískum fjöl-
miðlum. Judith er dóttir
Ketils Ingólfssonar, eðlis-
fræðings og píanóleikara,
og konu hans, tírsúiu.
►SKIPVERJAR á togaran-
um Haraldi Böðvarssyni
AK12 björguðu lífi ensks
flugmanns þegar eins
hreyfils flugvél hans hrap-
aði í sjóinn 110 sjómflur
suðsuðvestur af Reykjanesi.
Flugmaðurinn segir að
dæla sem dæla átti elds-
Helmingsfjölgnn
nýbúabarna
MEIRA en helmingi fleiri nýbúaböm
byrjuðu í grunnskólum Reykjavíkur í
haust en í íyrra. Þau eru nú um 400 en
voru 15-20 fyrir átta árum. Um hund-
rað bamanna eiga íslenska foreldra en
hafa búið alla ævi erlendis.
Hlutafé Búnaðar-
banka aukið
ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka hluta-
fé Búnaðarbanka um 600 milljónir
króna að nafnvirði. Starfsmönnum
verður boðið til kaups 250 milljóna
hlutafé á genginu 1,26, en afgangur-
inn verður seldur almenningi. Eftir
aukninguna verður hlutafé bankans
4,1 milljarður, þar af verða 85% í eigu
ríkisins.
Jámblendiverk-
neyti úr varatönkum í aðalt-
ank hafi bilað.
►ÞORMÓÐUR rammi-Sæ-
berg hf. hefur sagt upp 43
starfsmönnum í rækju-
vinnslu félagsins í Siglu-
firði. Búist er við að fleiri
rækjuvinnslur grípi til svip-
aðra aðgerða á næstunni
vegna aflasamdráttar. Ráð-
gert er að 23 af starfsmönn-
unum verði boðin endur-
ráðning á breyttum vinnu-
tíma.
►RtíSSNESKA fyrirtækið
Technopromexport, verk-
taki Landsvirkjunar við
lagningu Búrfellslínu 3A,
hafnaði f vikunni samnings-
drögum Landsvirkjunar í
launamálum erlendra
starfsmanna fyrirtækisins.
íslensk verkalýðsfélög segj-
ast munu koma í veg fyrir
að starfsmenn verði sendir
úr landi áður en launamál
þeirra hafa verið skýrð.
smiðjunni lokað
til áramóta
SLÖKKT verður á báðum bræðsluofn-
um Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga 20. október næstkom-
andi ef boðuð skerðing á afgangsorku
frá Landsvirkjun vegna lélegs vatna-
búskapar á hálendinu í sumar kemst til
framkvæmda. Tíminn fram að áramót-
um verður notaður til viðhalds í verk-
smiðjunni.
30 milljarða
skuldalækkun
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir að með samtals 30 milljarða
króna lækkun skulda sem stefnt er að
á þessu ári og því næsta muni vaxta-
greiðslur ríkissjóðs lækka um einn
milljarða króna á ári þegar áhrif
skuldalækkunarinnar verða komin að
fullu fram. Geir kynnti á fimmtudag
fjárlagafrumvarp næsta árs þar sem
stefnt er að 1,9 milljarða króna tekju-
afgangi.
Schröder leitar sam-
starfs við Græningja
GERHARD Schröder, leiðtogi þýska
Jafnaðarmannaflokksins (SPD), hóf
óformlegar viðræður við fulltrúa Græn-
ingja á fimmtudag eftir að flokkur hans
bar sigurorð af kristilegum demókrötum
í kosningunum á
sunnudag. Schröder
greindi frá því að
jafnaðarmenn og
Græningjar myndu
kalla saman flokks-
þing í lok mánaðar-
ins til að fjalla um
væntanlegan stjórn-
arsáttmála. Hann
kvaðst gera ráð fyr-
ir að hljóta staðfest-
ingu í embætti
kanslara 27. þessa mánaðar og þar með
lýkur 16 ára valdatíma Helmuts Kohls
kanslara.
Schröder sagði að þótt jafnaðarmenn
myndu ganga til samstarfs við Græn-
ingja myndi það ekki hafa nein áhrif á
stefnuna í utanríkis- og efnahagsmálum.
Hann fór til Parísar á miðvikudag og
fullvissaði franska ráðamenn um að
samstarf Frakklands og Þýskalands
yrði eftir sem áður einn homsteina ut-
anríkisstefnunnar.
Fullvíst er talið að Wolfgang Scháu-
ble, formaður þingflokks kristilegra
demókrata, taki við af Kohl sem leiðtogi
flokksins.
Fjöldamorð Serba í
Kosovo fordæmd
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna
samþykkti á fimmtudag yfirlýsingu þar
sem fjöldamorð Serba í nokkrum þorp-
um Albana í Kosovo um síðustu helgi
voru fordæmd. Fréttir um fjöldamorðin
vöktu hörð viðbrögð og Bandaríkjamenn
lýstu því yfir að Slobodan Milosevic, for-
seta Júgóslavíu, bæri að kalla hersveitir
Serba frá Kosovo hið fyrsta. Aðeins með
því móti fengi hann afstýrt því að herafli
Atlantshafsbandalagsins gerði loftárásir
á sveitir Serba í héraðinu.
Gerhard
SchrBder
►GENGI verðbréfa hefur
lækkað verulega í kauphöll-
um í Evrópu, Bandarikjunum
og Japan sfðustu daga vegna
ótta manna við mikinn efna-
hagssamdrátt um allan heim.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
(IMF) spáði þvf að hagvöxt-
urinn í heiminum yrði aðeins
2% í ár, en hann var 4,1% á
sfðasta ári. Sjóðurinn hvatti
ríki heims til að búa sig und-
ir að Iækka vexti til að fyrir-
byggja efnahagskreppu.
► LEIÐTOGAR ísraela og
Palestínumanna ákváðu á
fundi með Bill Clinton
Bandarfkjaforseta í Was-
hington á mánudag að efna
til leiðtogafundar f Banda-
ríkjunum um miðjan mánuð-
inn til að leysa deilu þeirra
um frekari brottflutning
fsraelskra hersveita frá Vest-
urbakkanum.
► JIÍRÍ Lúzhkov, borgar-
stjóri Moskvu, sagði í London
á miðvikudag að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og vest-
rænum bönkum hefðu orðið
á gífurleg mistök í lánveit-
ingum sfnum til Rússlands,
enda hefði fénu verið „kastað
á glæ“. Vestrænu lánin hefðu
farið beint í neyslu eða horf-
ið með öðrum hætti.
► FATOS Nano, forsætisráð-
herra Albaníu og leiðtogi
Sósíalistaflokksins, tilkynnti
afsögn sína á mánudag og
Pandeli Majko, þrítugum
framkvæmdasljóra flokksins,
var falið að mynda nýja
sljórn. Nano hafði ekki tekist
að mynda starfhæfa stjórn
eftir að hafa ákveðið að
stokka upp f fimm flokka
samsteypustjóm sinni.
FRÉTTIR
Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Þeir sem taka afstöðu, flokkað eftir aldri. 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-59 ára 60 ára og eldri
Alþýðufl. 0 2'2% □ 5,5% □ 7,6% 11,5% 0 3,0%
Framsóknarfl. I [30,5% I i 14,9% ~]16,8% 1321,4« F~ni9,9%
Sjálfstæðisfl. I 150,0 1 49,0 L*%:: | 36,7 i 42,5 I J 36,3
Alþýðub.lag D 5'5% | 0,8% 0 5,3% | 2,9% 11,0%
Kvennalisti 0.0* Q 2,3% | 0,7% 0,0% 0,0%
Samf. jafn.manna D 7’6% [3WF3 24,3% ~T?| 22,9% 1 ■ .- 125,0% 28,9%
Frjálslyndir 0,0% B 1,6% D 4,6% i 5,1% 1 5,0%
Vinstraframboð i 4,3% 11,6% 0 5,3% 11,5% | 3,0%
Annað 10,0% 0,0« 0,0% 0,0% | 3,0%
Stuðningur við flokka eftir búsetu
þeir sem taka afstöðu
Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin Allt landið
Alþýðufl. □ 3,4% □7,4% 02,6% 04,1«
Framsóknarfl. 1 16,8% SIÍ—116,9% 34,2%[.-Vi l 20,1%
Sjálfstæðisfl. | |49.7% I 1 146.0 1 34.1% I I
Alþýðub.lag jH 4,4% | 2,0% 02,6% D 3,1%
Kvennalisti D 1,4% 0,0% | 0,4% 10,7%
Samf. jafn.manna 25,2% RFHIU 21,0% 20,8% [ rT"77j 22,3%
Frjálslyndir B 5,3% @4,1% 11,3% g 3,4%
Vinstraframboð Í3,4% 12,0% i 3,5% i 3,1%
Annað 10,5% 10,7% 10,4% 10,5%
*
Könnun Félagsvísindastofnunar HI á fylgi flokkanna
Stjórnarflokkarnir með 80%
fylgi yngstu kjósendanna
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefur helmingsfylgi meðal yngstu
kjósendanna, á aldrinum 18-24
ára, og Framsóknarflokkurinn
rúmlega 30% fylgi. Samanlagt
hafa stjórnarflokkarnir því 80%
fylgi meðal ungra kjósenda en hin
nýja samfylking jafnaðarmanna
nýtur aðeins stuðnings hjá 7,6%
þeirra, þótt reyndar styðji 7,7% til
viðbótar flokkana, sem að henni
standa, samanlagt 15,3%. Þetta er
á meðal þess, sem kemur í ljós
þegar sundurgreindar eru niður-
stöður könnunar Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Islands á fylgi
flokkanna. Könnunin var gerð fyr-
ir Morgunblaðið 18.-29. septem-
ber.
Hafa ber í huga að þegar úrtaki
könnunarinnar hefur verið skipt
niður í hópa, t.d. eftir aldri, búsetu
og kyni, verða skekkjumörk víðari
en þegar aðeins er horft á fylgi
flokkanna meðal allrar þjóðarinnar.
Þessi sundurgreining gefur þó
ákveðnar vísbendingar um það
hvemig fylgi flokkanna skiptist eft-
ir þjóðfélagshópum.
Framsóknarflokkur
með tæp 7% í Reykjavík
Sé áfram horft á skiptinguna eft-
ir aldurshópum má sjá að Sjálf-
stæðisflokkurinn er einnig með
helmingsfylgi í aldurshópnum
25-34 ára, en minna í öðrum ald-
urshópum. Fylgi samfylkingar
jafnaðarmanna er nokkuð jafnt í
öðrum aldurshópum en þeim
yngsta, mest þó hjá elzta fólkinu.
Fylgi hugsanlegs framboðs til
vinstri við samfylkinguna er mest í
aldurshópnum 35-44 ára, eins og
fylgi Frjálslynda flokks Sverris
Hermannssonar.
Þegar fylginu er skipt eftir kjör-
dæmum kemur einnig í Ijós afar
sterk staða Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík (49,7%) og á Reykjanesi
(46%). Staða Framsóknarflokksins
er að vanda sterkust í landsbyggð-
arkjördæmunum (34,2%), en flokk-
urinn er nú afar veikur í Reykjavík,
með 6,8% fylgi.
Samfylking jafnaðarmanna er
með nokkuð jafnt fylgi á landsvísu,
þó sýnu mest hjá Reykvíkingum
(25,2%). Frjálslyndi flokkur Sverris
sækir fylgi sitt að mestu leyti til
suðvesturhomsins en væntanlegt
vinstra framboð fær mest fylgi á
landsbyggðinni.
46,8 Stuðningur við flokka eftir kyni
Alþýðu- Frams,- Sjálfst.- Alþýðu- Kvenna- Samf. Frjáls- Vinstra- Annað
flokkur flokkur flokkur bandalag listi jafn.manna lyndir framboð__________
Hvort mundir þú segja að
þú værir stuðningsmaður
ríkisstjórnarinnar eða
andstæðingur?
Hlutfall þeirra sem svara
Maí'98 Sept. '98
Fylgi Framsóknar og samfylk-
ingar nokkuð jafnt eftir kynjum
Gamalkunnugt mynstur kemur í
ljós þegar litið er á það hvað karlar
og konur hyggjast kjósa, hvað
varðar fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Karlar kjósa flokkinn fremur
(46,8%) en konur (38,3%). Fylgi
Framsóknarflokks og samfylking-
arinnar er hins vegar nokkuð jafnt
hjá kynjunum. Mun íleiri karlar
hyggjast hins vegar kjósa flokk
Sverris Hermannssonar en konur,
en væntanlegt vinstraframboð fær
meira fylgi kvenna en karla.
Sjálfstæðisflokkur sterkur
hjá þeim sem ekki vinna úti
Þegar fylgið er skoðað eftir
starfsstéttum er búið að brjóta úr-
takið niður í mjög smáa hópa og
marktæknin orðin lítil. Þó vekur at-
hygli að boðað vinstraframboð fær
mest fylgi meðal sérfræðinga en
ekkert hjá sjómönnum og bændum.
Þá er Sjálfstæðisflokkurinn sterkur
á meðal þeirra, sem ekki eru úti-
vinnandi, væntanlega vegna mikils
fylgis námsmanna við flokkinn.
Fylgi Framsóknarflokks er að
vanda langmest meðal bænda og
sjómanna, en samfylkingin er
sterkust meðal sérfræðinga.
Stuðningsmenn stjórnarinnar
48,3%, andstæðingar 27,4%
I könnuninni var spurt hvort
menn væru stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar eða andstæðingar. Af
þeim, sem svöruðu, sögðust 48,3%
stuðningsmenn stjórnarinnar,
24,3% sögðust hlutlausir og 27,4%
sögðust andvígir stjórninni. Stuðn-
ingur við bæði stjórnarlið og stjórn-
arandstöðu hefur aukizt lítillega frá
síðustu könnun Félagsvísindastofn-
unar í maí, á kostnað þeirra hlut-
lausu.
Könnun Félagsvísindastofnunar
var gerð dagana 18.-29. september
og náði til 1.500 manna slembiúr-
taks úr þjóðskrá. Aldurshópurinn
var kjósendur 18 ára og eldri. I
könnuninni fékk Sjálfstæðisflokk-
urinn fylgi 42,9% þeirra, sem af-
stöðu tóku, Framsóknarflokkur
20,1%, samfylking jafnaðarmanna
22,3%, Alþýðuflokkurinn 4,1%,
Frjálslyndi flokkurinn 3,3%,
vinstra framboðið 3,1%, Alþýðu-
bandalagið 3,1% og Kvennalistinn
0,6%.
Skýrslu Félagsvísindastofnunar
um könnunina má lesa í heild á
Fréttavef Morgunblaðsins, www.-
mbl.is/frettir/.