Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vonsviknir Austur-Þjoðverjar sneru baki við „kanzlara sameiningarinnar“ Hafa arftakar kommúnista náð fótfestu til framtíðar? Arftakar kommúnista í Austur-Þýzkalandi hrósa sigri en Kristi- legir demókratar eru í djúpri kreppu eftir að Austur-Þjóðverj ar sneru baki við „kanzl- ara sameiningarinnar“, Helmut Kohl, í kosn- ingunum til þýzka Sambandsþingsins um síðustu helgi. Auðunn Arnórsson fjallar hér um sérstöðu PDS, arf- taka flokks austur- þýzka kommúnista- flokksins, í flokkaflóru Þýzkalands átta árum eftir sameiningu, og umrót í röðum CDU við lok „Kohl-tímabilsins“. URSLIT kosninganna til þýzka Sambandsþingsins um síðustu helgi vora að mörgu leyti söguleg. Þau bundu enda á sögulegt tímabil - sextán ára valdatíma Helmuts Kohls - og innleiddu kynslóða- skipti í stjóm voldugasta rflds Evr- ópu. En það er fleira athyglisvert við úrslitin. Arftakaflokkur austur- þýzka kommúnistaflokksins, PDS, sem enginn annar stjómmálaflokk- ur í Þýzkalandi kærir sig um að eiga samstarf við, jók fylgi sitt um nær hálfa milljón atkvæða og send- ir 35 fulltrúa inn á þingið í Bonn (sem flytur reyndar til Berh'nar á næsta ári). Þessi staðreynd veldur stjóm- málaskýrendum heiiabrotum, þótt hún hafi ekki komið verulega á óvart miðað við skoðanakannanir sem gerðar vora fyrir kosningam- ar. Nærri níu ár eru síðan komm- únistastjómin í Austur-Þýzkalandi riðaði til falls og í gær var þess minnzt að átta ár era liðin frá formlegri sameiningu Þýzkalands. Hvað veldur því, að sá flokkur, sem stendur fyrir arfleifð óréttarrflds- ins Austur-Þýzkalands, leppríkis Sovétríkjanna, auld fylgi ------- sitt núna, svo löngu eftir að þetta ríki leið undir lok? Eru Austur-Þjóð- verjar að hallast aftur til kommúnisma? „Það kemst enginn hjá því að taka PDS með í reikninginn á komandi áram,“ sagði Lothar Bisky, formaður flokksins, á blaða- mannafundi eftir kosningamar. „Þetta land vill PDS,“ sagði Bisky. Að flokkur vinstra megin við jafn- aðarmannaflokkinn skyldi ná fót- festu í Þýzkalandi væri eðlilegt með tilliti til þess sem gengur og gerist í flokkaflóru Vestur-Evrópu. A-Þjóðverjar tryggðu Kohl sigur 1990 og 1994 Ástæðan fyrir því að ósigur Kristilegra demókrata (CDU), flokks Helmuts Kohls kanzlara, varð eins stór og raun bar vitni - 35,2% kjörfylgi er það minnsta sem flokkurinn hefur fengið í Sam- Morgunblaðið/Auðunn Arnórsson „AUSTRIÐ kýs rautt“ stendur á kosningaveggspjaldi PDS, arftakaflokks austur-þýzka kommúnistaflokks- ins, í austurhluta Berlínar. Þingflokksformaðurinn Gregor Gysi horfir glaðhlakkalegur til vegfarenda. í bak- sýn má sjá gott dæmi um uppbyggingu Austur-Þýzkalands, þar sem grá staðalíbúðarblokk eins og meirihluti íbúa Austur-Þýzkalands bjó í, hefur verið gerð upp og máluð í ferskum litum. PDS hefur fest sig í sessi vinstra megin við SPD bandsþingskosningum frá því flokkurinn var stofnaður íýrir hálfri öld - er ekki sízt sú, að Aust- ur-Þjóðverjar snera að þessu sinnu baki við „kanzlara sameiningarinn- ar“. I kosningunum 1990, þegar kosið var í fyrsta sinn til þings sameinaðs Þýzkalands, tryggðu gífurlegar vinsældir Kohls meðal Austur-Þjóðverja honum góðan sigur. Þótt dregið hefði úr þessum vinsældum 1994 þá dugðu þær til að ríkisstjórn Kohls hélt þingmeiri- hluta sínum í kosningunum það ár- ið. En núna, þegar atvinnuleysi meðal Austur-Þjóðverja er enn allt að 17% og mikið vonleysi af þeim völdum hefur gripið um sig í viss- um héruðum í austurhlutanum, átti Kohl ekki lengur upp á pallborðið þar um slóðir, þrátt fyrir að hann legði í kosninga- baráttunni sérstaka áherzlu á að ná eyrum íbúa þar. Jafnaðarmannaflokk- urinn SPD varð í fyrsta sinn frá sameiningu landsins stærsti flokkurinn í austurhlutan- um. I fjórum af fimm sambands- löndum austurhlutans fékk SPD meira fylgi en CDU; eingöngu í Saxlandi - þar sem CDU hefur hreinan meirihluta á héraðsþinginu í Dresden - hélt CDU stöðu sinni sem stærsti flokkurinn. En það sýndi sig, að jafnaðar- menn vora ekki þeir einu, sem högnuðust á því að vonsviknir Austur-Þjóðverjar snera baki við „kanzlara sameiningarinnar". PDS jók fylgi sitt í þeim héruðum sem áður tilheyrðu Austur-Þýzkalandi úr 17,6% 1994 í 21,4% í ár. Rúm- lega tvær milljónir kjósenda gáfu PDS listaatkvæði sitt 1994 en núna yflr 2,5 milljónir. Sem hlutfall af kjósendum alls Þýzkalands þýðir þetta aukningu úr 4,4% í 5,1%, það er yfir það lágmark sem gildir al- mennt til þess að flokkur fái út- hlutað þingsætum á Sambands- þinginu. Þar sem flokkurinn vann fjögur einmenningskjördæmi í austurhluta Berlínar fyrir fjóram áram, og tókst að halda þeim núna, naut PDS undanþágu frá 5%-reglu stjórnarskrárinnar. Fái flokkur þrjá eða fleiri menn kjörna beinni kosningu fær flokkurinn úthlutað þingsætum í réttu hlutfalli við heildarfylgi, jafnvel þótt það sé undir 5%. Nú stækkar þingflokkur PDS á Sambandsþinginu úr 30 í 35, en með því að hafa komizt yfir 5%- lágmarkið fær þingflokkurinn nú aukin réttindi - þar á meðal til að tilnefna einn af varaforsetum þingsins. Það sem gleður talsmenn PDS sérstaklega, að fylgisaukningin varð ekki eingöngu meðal Austur- Þjóðverja, þótt eftir sem áður standi flokkurinn fyrst og fremst fyrir arfleifð Austur-Þýzkalands. í vesturhluta landsins jókst fylgið um 92.000 atkvæði, úr 0,9% í 1,1%. I vesturhluta Berlínar studdu allt að 4,4% PDS, og það gefur flokks- mönnum tilefni til að ætla, að það sé að takast að víkka kjósenda- granninn út til Vestur-Þýzkalands. Sérfræðingar helztu skoðana- kannanastofnana Þýzkalands vora við því búnir að fylgi PDS ykist. Fylgi við hann nærist á óánægju Austur-Þjóðverja með það hvernig samrani austur- og vesturhluta landsins hefur þróazt. Til að svara því hvort aukið fylgi við PDS þýði að Austur-Þjóðverjar séu að verða á ný hallir undir kommúnisma er sennilega réttast að segja, að þótt þjónar gamla kerfisins sem ríkti í Austur-Þýzka- landi séu kjarnastuðningshópur PDS, þá líta margir Austur-Þjóð- verjar svo á, að þessi flokkur sé betri málsvari sérhagsmuna þeirra en hinir flokkarnir, sem eiga rætur sínar í vestri. Þar sem útlit er fyrir að það muni taka langan tíma enn að byggja upp efnahagslífið í aust- urhlutanum þannig að velmegun þar og aðstæður verði fyllilega sambærilegar við það sem gengur og gerist í vesturhlutanum má gera ráð fyrir að þessi óánægja verði viðvar- andi og möguleikar PDS á að halda nægu fylgi til að haldast inni á Sambandsþinginu haldist áfram miklir. Uppstokkun nauðsynleg hjá CDU í austurhéruðunum Eftir ósigur kristilegra demókrata í austurhlutanum eru þeir í erfiðri aðstöðu, þar sem á næsta ári fara fram kosningar til þriggja af fimm sambandslandanna sem áður vora hluti af Austur- Þýzkalandi. í Saxlandi, Þyringja- landi og Brandenborg verða kosin ný héraðsþing. Liðsmenn CDU í þessum héruðum verða að hafa sig alla við til að afstýra því að fylgis- hrunið sem varð í Sambandsþings- kosningunum verði viðvarandi og verði til þess að flokkurinn tapi enn Kristilegir demókratar í sárum eftir ósigurinn meiri áhrifum. Þar sem fylgistapið var mest era uppi háværar kröfur innan raða CDU um að hann þurfi að ganga í gegn um allróttæka end- urnýjun ef hann eigi að eiga von um að ná sér aftur á strik. Menn era sammála um það alls staðar í héraðsdeildum CDU í aust- urhlutanum að það hafi verið næm því ómögulegt að verjast því að borgararnir snera baki við Helmut Kohl. Jafnvel í Saxlandi, þar sem CDU hefur yfir hreinum meirihluta að ráða á héraðsþinginu í Dresden og forsætisráðherrann Kurt Biedenkopf nýtur mikillar virðing- ar og vinsælda, tókst ekki að firra sig áhrifum frá þessari höfnunar- bylgju sem reið yfir allt landið. I Þyringjalandi, þar sem forsæt- isráðherrann Bemhard Vogel nýt- ur næm eins góðs ortstírs og Biedenkopf í Saxlandi, vilja CDU- menn boða til héraðsþingskosninga sama dag og slíkar eiga að fara fram í Saxlandi. SPD, sem er í stjórnarsamstarfi við CDU í Þyr- ingjalandi, beitir sér gegn þessari dagsetningu. Jafnaðarmenn þar vilja nýta sér þann meðbyr sem þeir nú njóta og boða til kosninga strax í vor; fvrir sumarieyfistím- ann. Christoph Bergner, leiðtogi CDU á þingi Sachsen-Anhalt, og Karl-Heinz Daehre, formaður hér- aðsflokksdeildarinnar, létu í vik- unni báðir undan þrýstingi og sögðu af sér. Slök útkoma flokksins í Berlín hefur valdið því, að menn innan flokksins sem áður höfðu farið fram á að Eberhard Diepgen, yfirborg- arstjóri og leiðtogi flokksins í höf- uðborginni, segði af sér þagnað. Volker Liepelt, framkvæmdastjóri héraðsdeildar CDU í Berlín, segir að Diepgen, sem er 56 ára, tilheyri eins og Wolfgang Schauble og Vol- ker Riihe allir þeirri kynslóð sem nú séu að taka við forystunni í flokknum í heild, þegar Kohl kveð- ur. Endumýjun eftir lok „Kohl-tímabilsins“ Eftir að Kohl sagðist axla ábyrgðina á ósigri flokksins að kvöldi kjördags sl. sunnudag og sagðist ætla að hætta sem formað- ur CDU efth- aldarfjórðung í því embætti fylgdu afsagnir margra annarra forystumanna flokksins í kjölfarið. Theo Waigel, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði af sér sem formaður CSU, systurlokks CDU í Bæjaralandi, og Peter Hintze, framkvæmdastjóri flokksins og að- alskipuleggjandi kosningabarátt- unnar, sömuleiðis. Á flokksþingi hinn 7. nóvember næstkomandi verður arftaki Kohls kjörinn og skipað í þær stöður aðr- ar í framvarðasveit flokksins sem losnað hafa með brotthvarfi „maraþon-kanzlarans", sem hyggst taka sæti sem óbreyttur þingmaður á Sambandsþinginu. Ungir og metnaðarfullfr menn inn- an flokksins, sem hafa á undan- förnum árum gagnrýnt þaulsætni manna í flokksforystunni, sjá sér nú loksins leik á borði til að kom- --------- ast upp metorðastigann og ná meiri áhrifum. Einn þessara manna af yngri kynslóðinni, sem ætlar sér langt, er Christian Wulff, leiðtogi héraðsdeildar CDU í Neðra-Saxlandi, heimahéraði Ger- hards Schröders. Hann lét í sér heyra þegar Kohl hafði látið svo um mælt, að Wolfgang Scháuble, þingflokksformaður CDU á Sam- bandsþinginu, myndi taka við flokksleiðtogahlutverkinu, jafnvel þótt flokksstjórnin hafi ekki gefizt færi á að ræða málið. Það stendur til að gerist á morgun. „Kristilegir demókratar stand yfir þeim rústum, sem fráfarandi kanzlari skilur eftir sig,“ sagði í stjórnmálaskýringarþætti sjón- varpsstöðvarinnar WDR, sem sendir út frá Köln. „Það mun taka langan tíma að gera við skaðann. Það er erfitt að sjá fyrir sér að CDU nái sér aftur á strik í bráð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.