Morgunblaðið - 04.10.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 04.10.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 11 Dulkóðað á þremur stöðum og enginn greiningarlykill ar séu ópersónutengdar," segir í umsögninni. Ekki hægt að rekja til baka með greiningarlykli Að undanfórnu hefur verið unnið að breytingum á ákvæðum sem snúa að persónuvemdar í gagna- gi'unnsfrumvarpinu í ljósi athuga- semda sem gerðar hafa verið og hafa þær verið kynntar og ræddar á fundum með læknum. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér úr umræðunni miða breyting- arnar að því að tryggja persónu- leyndina enn betur en í fyrri frum- varpsdrögum. Eru nú uppi hug- myndir um að taka fyrrnefnda sldl- greiningu ESB-tilskipunarinnar orðrétt inn í frumvarpið í stað fyrri skilgreiningar. Jafnframt hafa verið kynntar nýj- ar aðferðir við dulkóðun upplýsinga, sem flytja á í gagnagrunninnm, sem eiga að tryggja að starfsmenn gagnagrunnsins meðhöndli ein- göngu ópersónugreinanlegar upp- lýsingar. Verða þessar hugmyndir væntanlega lagðar fram með frum- varpinu sem nokkurs konar lág- markskröfur um persónuvernd við flutning gagna í gagnagrunninn. Þessar aðferðir fela í sér sam- kvæmt upplýsingum blaðsins að tekið verði upp svokallað þriggja þrepa dulkóðunarkerfi, eða þreföld dulkóðun í eina átt, en það þýðir jafnframt að ekki verður til staðar greiningarlykill sem gerir fært að rekja upplýsingarnar til baka til einstaklinga. Hins vegar verður alltaf hægt að bæta inn nýjum upp- lýsingum í grunninn um þá einstak- linga sem þar eru. Með þessari að- ferð á að vera tryggt að starfsmenn við gagnagrunninn geti ekki undir neinum kringumstæðum haft per- sónugreinanlegar upplýsingar undir höndum. Mun vera gert ráð fyrir að upp- lýsingarnar verði þrívegis dulkóðað- ar með mismunandi aðferðum á hverjum stað fyrir sig. Starfsmenn á heilbrigðisstofnun sem búa upp- lýsingamar til flutnings í gagna- gmnn dulkóði upplýsingar um per- sónueinkenni sjúklinga í eina átt. Heilsufarsupplýsingamar verði hins vegar dulkóðaðar með annarri aðferð og til staðar verði greining- arlykill að þeim kóða. Þessi dulkóð- uðu gögn verði þvínæst send til tölvunefndar sem dulkóðar þau aft- ur í eina átt og hér verður heldur enginn greiningarlykill til. Gögnin em svo send áfram inn í gagna- grunninn og þar em þær dulkóðað- ar í þriðja sinn. Þar verður hins vegar til staðar greiningarlykill að þriðju dulkóðuninni, en þann lykil er ekki hægt að nota til að opnu dulkóðunina á fyrsta og öðru þrepi. Litlir möguleikar taldir á að brjóta kóðana upp Ljóst þykir að þrátt fyrir að greiningarlykil vanti er hér ekki um beina aftengingu persónuupplýs- inga að ræða. Upplýsingarnar em kóðaðar og ekki er hægt að útiloka að fræðilegur möguleiki sé á að brjóta nafnleyndarkerfið upp, þó greiningarlyklana vanti en líkumar á því era taldar svo litlar að nánast megi líkja þessari aðferð við afteng- ingu persónuupplýsinga. Til að brjóta upp dulkóðunina þyrfti við- komandi að komast yfir kóðunarað- ferðimar á öllum þrepunum og bera upplýsingarnar saman við nafn- tengda lista. Þar íyrir utan em svo heilsufarsupplýsingarnar kóðaðar með öðrum aðferðum væra því eftir sem áður ólæsilegar. LAGAFRUMVARP UÍVI ÁRANNSÓKNARSTOFU Háskólans er geymt langstærsta vefjasafnið hér á landi, en það er oftast nefnt Dungals- safn. Morgunblaðið/Þorkell Mjög verðmæt söfn lífsýna hér á landi HÉR á landi em nokkur mjög verðmæt söfn lífsýna. Þau em sum hver árangur af margra áratuga vinnu heilbrigðis- starfsmanna. Lífsýnasöfnin era ekld hvað síst verðmæt í ljósi vísindalegra, heilsu- farslegra og læknisfræðilegra sjónarmiða," segir í gi-einargerð fmmvarps heilbrigðisráð- herra til laga um lifsýnasöfn sem samþykkt var í ríkisstjórn sl. fostudag. Bent er á í greinargerð fmmvapsins að líf- sýnasöfnin hafa m.a. skapað gmnn að sívax- andi vísindasamfélagi hér á landi síðustu ára- tugina. í mörgum tilvikum hafi verðmætt safn lífsýna ýtt undir áhuga erlendra aðila, vísinda- stofnana og rannsóknarsjóða til ýmiss konar samstarfsverkefna íslenskra og erlendra vís- indamanna. „Það er því nauðsynlegt að lög- gjafinn skapi umgjörð um lífsýni almenningi, sjúklingum og vísindasamfélaginu til heilla,“. segir í greinargerð fmmvarpsins. Gagnagrunnsfrumvarp nær ekki til lífsýna Fmmvarp heilbrigðisráðherra um gagna- grann á heilbrigðissviði nær ekki til vörslu, meðferðar eða aðgangs að lífsýnum. Hafi hins vegar niðurstaða rannsóknar á lífsýni verið skráð í sjúkraskrá verður aðgangur væntan- legs rekstrarleyfishafa gagnagmnnsins að þeim upplýsingum með sama hætti og að öðr- um upplýsingum í sjúkraskrá. í opinberri umfjöllun um gagnagmnns- framvarpið á undanförnum mánuðum hafa margir ítrekað óskað eftir því að ráðherra legði fram fmmvarp um lífsýni samhliða gagnagrannsframarpinu, svo hægt væri að ræða efni þeirra í samhengi. Fmmvarpið byggist að meginstefnu á drög- um siðaráðs Landlæknis að slíku frumvarpi sem unnið var á árunum 1996 og 1997. í sumar og haust hefur sérstakur vinnuhópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins svo útfært tillögurnar og gengið frá endanlegum frumvarpstexta. Skv. því getur heilbrigðisráðherra veitt leyfi til stofnunar og starfrækslu lífsýnasafns að fenginni umsögn landlæknis, tölvunefndar og vísindasiðanefndar. Em sett ákveðin skilyrði fyrir leyfisveitingu. Þau em m.a. að safnið sé staðsett hér á landi, að fyrir liggi skýr tilgang- ur með starfrækslu þess og að ábyrgðarmaður safnsins sé einstaklingur með starfsréttindi á sviði heilbrigðisþjónustu eða með sambæri- lega menntun. Styrkja starfsemi lífsýnasafna Fram kemur í greinargerð framvarpsins að markmið löggjafar á þessu sviði sé að styrkja starfsemi þeirra lífsýnasafna sem til em hér á landi og er áhersla lögð á að reynt verði að tryggja að varsla, meðferð, og nýting lífsýna úr mönnum verði með þeim hætti að virðing og réttindi þegnanna séu tryggð, nýting sýn- anna þjóni vísindalegum og læknisfræðilegum tilgangi og stuðli að almannaheill. Með lífsýn- um er í framvarpinu átt við allt líffræðilegt efni, sem tekið er úr mönnum, bæði lifandi og látnum. Kveðið er á um að væntanleg lög um líf- sýnabanka taki til söfnunar lífsýna, vörslu, notkunar og vistunar þeirra í lífsýnasöfnum. Þau taki hins vegar ekki til tímabundinnar vörslu lífsýna sem safnað er vegna þjónustu- rannsókna eða afmarkaðra vísindarannsókna, enda sé slíkum sýnum eytt þegar þjónustu eða rannsókn lýkur. Sé hins vegar óskað eftir að slík sýni verði varðveitt til frambúðar ber að vista þau í lífsýnasafni. Tekið er sérstaklega fram að fmmvarpið gildi ekki um geymslu kynfrumna og fóstur- vísa samkvæmt tæknifrjóvgunarlögum, líffæra skv. lögum um brottnám líffæra og krufningar eða líkamsleifa skv. þjóðminjalögum. Annaðhvort ætlað eða uppiýst, óþvingað samþykki Helstu álitamál sem fjallað er um í fmm- varpinu varða eignarrétt að lífsýnum, fyrir- komulag samþyklds lífsýnisgjafa og vernd persónuupplýsinga. Ekki er gert að skilyrði í frumvarpinu að leitað sé eftir upplýstu samþykki þess sem gefur lífsýni þegar um söfnun lífsýna er að ræða en tekið er sérstaklega fram í fmmvarp- inu að ef fyrirhugað er að nota lífsýni merkt með persónuauðkennum við vísindarannsókn- ir beri að afla skriflegs samþykkis sýnisgjafa fyrir því. I 7. grein frumvarpsins segir að við öflun líf- sýnis til vörslu í lífsýnasafni skuli leitað eftir upplýstu, óþvinguðu samþykki þess sem sýnið gefur. A því er þó gerð undantekning í sömu grein þar sem segir að hafi sýnum verið safn- að vegna þjónusturannsókna megi ganga út frá ætluðu samþykki sjúklings fyrir því að sýnið verði vistað á lífsýnasafni. Með þjón- usturannsókn er í fmmvarpinu átt við allar rannsóknir sem gerðar em á sjúklingum eða notendum heilbrigðisþjónustu, hvort sem það er vegna þess að viðkomandi hefur lagst inn á sjúkrahús eða hefur leitað til sjúkrastofnunar eða læknis. Þetta er skýrt nánar í greinargerð fmm- varpsins, þar sem segir að lífsýni verði ein- vörðungu vistað í lífsýnasafni með samþykki lífsýnisgjafa. Samþykki hans geti annað hvort verið ætlað eða upplýst, óþvingað. í frumvarpinu er upplýst, óþvingað sam- þykki skilgreint svo að það sé veitt skriflega og af fúsum og frjálsum vilja eftir að lífsýnis- gjafi hefur verið upplýstur um markmiðið með töku sýnisins, gagnsemi, áhættu samfara tökunni og að lífsýnið verði varðveitt til fram- búðar á lífsýnasafni, sem ákveðnum aðilum verður heimilaður aðgangur að til notkunar við vísindarannsóknir, kennslu og til frekari giæiningar á sjúkdómum lífsýnisgjafa. Ætlað samþykki felst hins vegar í því að lífsýnisgjafi hefur ekki lýst sig mótfallinn því að sýnið sem tekið er úr honum við þjónusturannsókn verði varðveitt til frambúðar á lífsýnasafni, sem ákveðnum aðilum verður heimilaður aðgang- ur að til notkunar við vísindarannsóknir, kennslu og til frekari greiningar á sjúkdóm- um lífsýnisgjafa, enda hafi skriflegar upplýs- ingar um að slíkt kynni að verða gert verið aðgengilegar. I greinargerð lífsýnaframvarpsins segir ennfremur að gert sé ráð fyrir því að við töku lifsýnis við þjónusturannsókn verði lífsýnis- gjafi að lýsa sig mótfallinn því að sýnið verði vistað á safni. Hafi lífsýnisgjafinn ekki gert neina athugasemd geti svo farið að sýnið verði vistað á lífsýnasafni. I frumvarpinu er lögð sú skylda á stjórnvöld að kynna efni þess rækilega fyrir almenningi, m.a. á því hvað felist í samþykki lífsýnisgjafa. Geta hvorki né mega lúta lögmálum eignarréttar „Við umfjöllun um lífsýnasöfn verður ekki hjá því komist að taka afstöðu til þess hvort leyfishafi verði eigandi þeirra lífsýna sem vist- uð era í lífsýnasafni hans,“ segir i greinargerð fmmvarpsins. Þar er hins vegar ekki fjallað um hugsanlegan eignarrétt lífsýnagjafans. „Vegna eðlis lífsýna og þess hvernig til líf- sýnasafna er stofnað geta þau hvorki né mega lúta lögmálum eignarréttar í venjulegum skilningi. Leyfishafi lífsýnasafns telst því ekki eigandi lífsýnanna, hann getur ekki selt þau eða veðsett. Hann fær hins vegar ákveðinn umráða- og ráðstöfunarrétt yfir þeim, sem nánar er skilgreindur í framvarpinu," segir í greinargerðinni. Tryggja öryggi persónu- upplýsinga I framvarpinu er sérstök áhersla lögð á að tryggja öryggi persónuupplýsinga í íslenskum lífsýnasöfnum. Er meðal annars sett sem skil- yrði leyfis til reksturs lífsýnasafns að umsögn tölvunefndar liggi fyrir. Þá hafi hvert lífsýna- safn sérstaka stjórn og ber hún ásamt ábyrgð- armanni safnsins ábyrgð á rekstri safnsins, ráðstöfun sýna og fyrirkomulagi vörslu. Hefur stjómin upplýsingaskyldu gagnvart land- lækni, tölvunefnd og vísindasiðanefnd um sýni og starfsemi safnsins. Lífsýni skulu að jafnaði ekki notuð í öðrum tilgangi en þeim sem ætlað var þegar sýnið var tekið en framvarpið heimilar þó undan- tekningu frá þessu í þágu vísindarannsókna ef vísindasiðanefnd veitir slíka undantekningu. Þá ber að fá samþykki tölvunefndar áður en aðgangur er veittur að lífsýnasafni vegna vís- indarannsókna. Landlækni er falið að annast eftirlit með starfsemi lífsýnasafna, að svo miklu leyti sem slíkt eftirlit er ekki í höndum tölvunefndar eða vísindasiðanefndar. Verður landlækni falið að gefa árlega út skrá yfír lífsýnasöfn, tilgang þeirra, starfsemi og starfsreglur. I frumvarpinu er einnig að fmna ákvæði til bráðabirgða þar sem kveðið er á um að á þeim lífsýnasöfnum, sem starfrækt eru við gildis- töku laganna, skuli þegar hafinn undirbúning- ur að nauðsynlegum breytingum á starfsem- inni þannig að hún verði að fullu í samræmi við fyrirmæli laganna 1. janúar árið 2001. Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. janú- ar næstkomandi. ■ Leitin að genunum/Bl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.